Þjóðviljinn - 01.07.1981, Page 5

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Page 5
Miðvikudagur X. júli 1981. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 Deng heilsar Haig í Sal alþýðunnar: ,,við höfum sömu markmiö”. Bandariskar herþotur á Tævan: er hægt að vopna tvær kinverskar stjórnir I einu? Hernaöarsamstarf Kína og Bandarikjanna: Spilað út Kínatrompi Kínverski kommún- istaf lokkurinn hefur skipt um formann í kjöl- far áframhaldandi upp- gjörs við menningarbylt- ingu Maós — skipað eitt af fórnarlömbum þess tíma, Hú Jaobang, í stað Hua Kúó-fengs. Þetta eru fregnir, sem búist hafði verið við. Hitt kom fleir- um á óvart f yrir nokkrum dögum þegar Haig, varn- armálaráðherra Banda- ríkjanna staðfesti, meðan á stóð opinberri heimsókn til Peking, að meiriháttar hernaðarsamvinna væri af stað farin milli Banda- ríkjanna og Kína. Hernaðarsamvinnan er fólgin i þvi, að nú fá Kinverjar að kaupa miklu háþróaðri vopn af Bandarikjunum en áður. Þeir gátu áður keypt bila, fjarskipta- búnað, flutningaflugvélar og annað þess háttar. Nú munu bætast við á sölulistann eld- flaugar sem beita má gegn skriðdrekum og flugvélum, jafnvel háþróaðar orustuflug- vélar. Stjórn Reagans lagði áherslu á vinskapinn með þvi að koma upp um þaö, að Kinverjar hefðu nú um skeið rekið með leynd leynilega hlerunarstöð i vesturhluta Kina sem á að fylgj- ast með eldflaugatilraunum innan Sovétrikjanna. Kinverjar hafa, meö öðrum orðum, hlaup- ið i skaröið fyrir þær stöðvar sem bandariski herinn missti þegar keisarinn hrökklaðist frá Iran. Þessi samvinna var svo inn- sigluð með þeim ummælum sem Haig viðhaföi i skálaræðu, að „viðræður okkar hafa sýnt að markmið rikjanna eru lik i svo til öllum hlutum heims, ef ekki hin sömu”. Spilamennska Kinverjar og Bandarikja- menn eru einkum samstiga i þvi að andæfa sovéskum áhrifum i Asíu,ekki sist sovéskum hernaði i Afganistan, sem og að gera Vi- etnömum lifið sem erfiðast i refsingarskyni fyriraðild þeirra að þvi, að vinum Kinverja var steypt frá völdum i Kampútseu. Hitt var svo annað mál, að enn hafa hinir nýju bandamenn ekki komið sér saman um það, hvernig fara skuli með fornvini Bandariskjanna i stjórn kin- verskra þjóðernissinna á Tævan. Kinverjar vilja lita svo á að Bandarikjamenn geti ekki selt svipuð vopn til þessara tveggja kinverskra stjórna. Meira en svo: rétt fyrir heimsókn Haigs vildu Kinverjar sýna, aö þeir gætu snúið við blaði og „spilaö rússakortið” rétt eins og hið bandariska. Dagblað Alþýðunn- ar skrifaði langa grein þar sem það var lagt til að aftur hæfust viðræður við Sovétmenn um aö flytja herlið burt frá landamær- unum og semja um deilumál þeim að lútandi. Slikur sátta- tónn i garö grannans i norðri haföi ekki heyrst lengi i kin- versku blaöi. Hvor græðir? I Bandarikjunum hafa heyrst ýmsar raddir, sem eru efa- gjarnar á hina miklu vinsemd viö Kina. Sumpart fara þar gamlir „haukar” sem vilja ekki vingast við riki sem kommún- istar stjórna á kostnað „gamals vinar” — og erþar að sjálfsögðu átt við stjórnina á Tævan. Fleiri fréttaskýrendur tengja þó gagn- rýni sina við þaö, að Bandarikin hafi ekkert grætt á þvi að efla hernaðarsamvinnu við Kina núna. Það séu Kinverjar sem „spili út bandariska spilinu” en ekki öfugt. Þeir hafi nú sterkari stöðu gagnvart Sovétrikjunum en fyrr, en Bandarikin hafi ekk- ert haft upp úr krafsinu nema að ergja Sovétmenn. Hedrick Smith, fyrrum Moskvufréttaritari New York Times, er einn þeirra sem telja að Reaganstjórnin hafi leikið af , sér með Kinaævintýrinu. Hann ■ telur að aukin hernaðarsam- vinna við Kina hafi verið tromp sem ekki mátti spila út strax. , Röksemdir Smiths eru á þá leið, ■ að eitt af þvi sem haldi aftur af sovéskri innrás i Pólland sé ótti | við, að þau tiöindi leiði meðal . annars til nánari sambands ■ Kina og Bandarikjanna. Ef að búið er að spila út þvi trompi, segir Smith, þá er sú fyrirstaða . ekki lengur fyrir hendi — ■ Bandarikin eru þegar búin að gera flest sem þau geta til að | skaða Sovétrikin á alþjóðlegum , vettvangi og fáu að tapa lengur i i þeim efnum. Og blaðið Christi- an Science Monitor telur, að þetta nýja bandalag geti fryst , samskipti Bandarikjanna og So- ■ vétrikjanna i stöðugum fjand- skap — með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. —db. ■ Ekki sama hvaðan ,bátafólk’ kemur: Reagan sendir flóttamenn frá Haiti til baka Ef að menn flýja frá Kúbu til Florida þá fá þeir hæli sem pólitískir flótta- menn. Ef þeir hins vegar f lýja f rá Haití, þar sem við lýði er ,,harðstjórn af hefðbundnu tagi'', eins og sérfræðingar Reagans for- seta segja, þá fá þeir ekki leyfi til að vera pólitískir flóttamenn. Þá segja inn- flytjendayfirvöld, að fólk- iðsé ,,bara" að f lýja skort. Undanfarin tvö ár hafa all- margir Haiti-menn smyglað sér i land í Bandaríkjunum yfirleitt á vondum fleytum — ekki er vitað hve margir farast á leiöinni. Yfir- völd i Bandarikjunum hafa verið á báðum áttum um það, hvað gera skyldi; það er ekki vafi á að mikill fjöldi fólks úr fátækum rikjum vill meö öllum ráðum komast til efnaðra iönrikja, og það getur verið erfitt að finna það út hvenær má kalla þá „póli- tiska” flóttamenn og hvenær ekki. En nú hafa yfirvöld ákveðið aö stöðva þennan straum af „báta- fólki” frá einhverju fátækasta og spilltasta riki heims. Þrettán þús- undir manna hafa komið til Bandarikjanna frá Haiti eftir að sú stefna var tekin að flæma sem allra flesta innflytjendur heim aftur. Þegar eru fyrstu flugvél- arnar lagðar af staö með þá Haiti-menn, sem eru svo „ó- heppnir” að hafa ekki flúiðstjórn kommúnista, heldur „bara” alls- leysi og réttleysi hjá einum þeirra valdsherra sem Reaganstjórnin telur sig ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af. t þessum búðum á Florida biða þeir sem hafa hætt til lffi sinu og aleigu til aðkomast til fyrirheitna landsins eftir heimsendingu. Nýja stjórnin á Ítalíu Smá- flokkur fékk st j órnar- taumana Um helgina tók við á ttaiiu ný samsteypustjórn fimm fiokka, sem er að þvi leyti sérstæö, að þetta er fyrsta stjórn landsins frá striðslokum sem kristilegur demókrati veitir ekki forstöðu. Það er Giovanni Spadoiini, sagn- fræðingur og formaður Lýð- veldisflokksins, sem á aðeins sex menn á þingi, sem er forsætisráð- herra hinnar nýju stjórnar. Sömu flokkar eiga aðild að stjórninni og voru i stjórn kristi- lega demókratans Forlanis, sem varð aö hrökklast frá vegna hneykslismála sem upp gusu þeg- ar afhjúpuð var leynileg stúka frimúrara, P-2. Hinnar nýju stjórnar biður m.a. það erfiða verk að hreinsa til eftir það hneyksli, sem margir af háttsett- ustu embættismönnum rikis og hers eru flæktir i. Auk þess sem hún þarf að glima við hin venju- lega mál Italiu: atvinnuleysi og verðbólgu. Spadoiini er fyrsti forsætisráð- herra ttaiiu i meira en 40 ár sem ekki er úr flokki Kristilegra demókrata. Kristilegir demókratar eru langstærstur aðili stjórnarsam- starfsins og hafa 15 ráðherra af 27. Colombo heldur áfram sem utanrikisráðherra og reyndar er helmingur ráðherranna úr stjórn Forlanis. Sósialistar, sem vildu gjarna færa sér i nyt vandræði kristilegra út af hneykslismálum til að koma foringja sinum, Craxi, i stjórnarforystu, fara meö sjö ráðuneyti, m.a. eiga þeir fjár- málaráðherrann og varnarmála- ráöherrann. Aðrir flokkar i stjórn eru Sósialdemókratar og Frjáls- lyndir. Ekki er búist við að þessi stjórn verði langlif, enda er þegar farið að kalla hana „sumarstjórnina” i Róm. Kommúnistaflokkurinn, sem er i stjórnarandstööu sem fyrr, hefur lýst það spor i rétta átt að rofin sé einokun kristilegra á stjórnarforystu, en þeir efast stórlega um að hún hafi bein i nefi til að gera upp þau hneykslismál sem urðu stjórn Forlanis að falli. —áb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.