Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 6
6 stÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. júli 1981. á dagskrá Hvers vegna er ekki komið hér á opinberri húsnæðismiðlun, sem tryggir betri nýtingu húsnæðis og sannvirði fyrir það? Jón frá Pálmholti Nauðsyn eða f éþúf a? Þegar leiguhusnæöi er nefnt, heyrist vanalega fljótt sú rödd sem segir aö slikt borgi sig ekki. Það sé vonlaust að byggja og reka leiguhúsnæöi með hagnaöi. Hvergi hef ég þo séö haldbær rök færö fyrir þeirri staöhæfingu. Hitt þykir mér þó furöulegra, aö ég hef aldrei séö þessa kröfu um arð- semi borna fram þegar rætt er um fjármögnun eignarhúsnæois. Má kannski spyrja um hagnað Húsnæðisstjórnar af ibúðalánum til einstaklinga? Eöa hagnað líf- eyrissjóðanna og þeirra sjóðfé- laga sem ekki hafa byggt og aldrei fengið lán? Ráðamenn breska thalds- flokksins, sem nú fara með völd þar ilandi, settu fram sem eitt af markmiöum sinum við valdatök- una, að selja opinberar leiguibúð- ir til ibdanna eða annarra sem betri ráð hefðu, og koma þar með á svipuðu ástandi húsnæðismála og hér á landi. Talsmenn Verkamannaflokks- ins risu upp gegn þessum fyrir- ætlunum og báru fyrir sig mörg rök og þung. Auk hinna efnahags- legu raka, sem þeir töldu mæla gegn stefnu thaldsmanna, báru þeir fram önnur sem þeir lögðu jafnvel meiri áherslu á. Þaö voru hin siölegu og menningarlegu rök. Þeir bentu m.a. á að stefna íhaldsmanna byði þvi heim að fólk yrði dæmt eftir eignum en ekki manngildi. Kannast einhver við slikt hér? Þeir visuðu á bug þeirri islensku kenningu að þetta tvennt hlyti að faira saman. Hvenær ætla islenskir verka- lýðsflokkar að bera þessi rök fram i alvöru og af krafti og fylgja þeim eftir, þar sem þeir hafa aðstööu til? Hversu lengi ætla þeir að stunda samkeppni viö aðra um samdrátt i opinber- um rekstri og bætta afkomu rikis- sjóðs? Finnst þeim ekki að opin- berir sjóðir séu til þess að nota þá handa almenningi sem hefur greitt sinn hlut vel útilátinn til þeirra og býr samt sem áður við mjög skert kjör miðað við aðra og Hka miðað við vinnufélaga sina i nálægum löndum? Hér má einnig minna & mál- flutning nýkjörins Frakklands- forseta og stuðningsmanna hans. Mitterrand lofaði auknum rikis- afskiptum, m.a. i fjölgun opin- berra starfsmanna og aukinni að- stoð i húsnæöismálum. Hversu lengi þurfum við að búa við uppboðsmarkað á húsnæði, hvort heldur er leigu eða eignar- húsnæði? Hversvegna er ekki komið á hér opinberrri húsnæöis- miðlun, sem tryggir betri nýtingu húsnæðis og sannvirði fyrir þaö? Allir vita að verð á íbúðarhúsnæði hér er viðsfjarri raunverulegu verðgildi. Húsnæði er nauðsyn. Framhjá því verður ekki komist á landi hér. Hversvegna er þessi nauðsyn höfð að féþúfu fyrir braskara? Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallaö nokkuð um erfitt ástand i húsnæðismálum þeirra sem þurfa að leigja sér samastað i tilver- unni. Aðalfundur Leigjendasam- takanna, sem haldinn var 11. þessa mánaöar, lýsti yfir neyðar- ástandi i húsaleigumálum. Astæðurnar fyrir þessu eru ýmsar og samverkandi, einsog segir i ályktun aöalfundarins. Meginástæöurnar eru þó tvær. I fyrsta lagi er þetta afleiðing hús- næðisstefnunnar hér á landi und- anfarna áratugi. Þeirrar stefnu að hver skyldi byggja yfir sig sjálfur en liggja þar sem hann var kominn að öðrum kosti. t öðru lagi kemur til breytt stefna i efna- hagsmáium, er veldur þvi að fólk ræður ekki lengur við að byggja yfir sig sjálft i þeim mæli sem var. Það leitar þvi út á Ieigu- markaðinn, en þar kemur ekkert á móti til að mæta aukinni eftir- spurn. Það eru mikil vonbrigði hve litið hefur veriö gert á þessu sviöi og hve skilningur þar á virð- ist takmarkaður i stjórnkerf- inu. Um miðjan siðasta vetur sam- þykkti borgarstjórn Reykjavfkur þó tillögu um skipun nefndar til aö athuga sérstaklega húsnæðis- mál sjúkra gamalmenna. Nýver- ið upplýsti einn nefndarmanna i Alþýðublaðinu að aldrei hafi ver- ið til nefndarinnar leitað eða hún kölluð til. Þá hefur ekkert verið unnið að 'húsnæðismálum skóla- fólks, sem er fjölmennur hópur meðal leigjenda. Húsnæðisskort- ur skólafólks á rikan þátt i neyð- arástandinu. Væri skipulega unnið að þeirra húsnæðismálum, myndi það létta mjög á hinutn frjálsa markaði. Það á að vera auðvelt að gera, ef áhugi og skiln- ingur eru fyrir hendi. T.d. má benda á að mikið af gistiplássum stendur ónotað eða illa nýtt yfir hafa ekki verið bætt á undanförn- um árum, nema sfður sé. Visi- tölubætur hafa verið skertar og siaukinn hluti launanna fer i hús- næöiskostnað. A alþýðuheimili skapast ástand sem fólk sér ekki framúr og jafnvel ræður alls ekki við. Leigjendur á hinum frjálsa markaði standa þarna vitaskuld verst að vigi. Landflótti er viða á dagskrá. A siðasta þingi voru samþykkt ný og bætt húsnæðislög. Þau duga þó þvi miöur engan veginn til úr- bóta á rikjandi ástandi. Benda má þar t.d. á, að.þeir stóru hópar sem hér hafa verið nefndir, námsmenn og gamalt fólk, getur ekki sótt um verkamannabústaði. Hafa ekki rétt til þess. Svo ér um marga fleiri. Verkamannabú- staðir hafa lika aldrei fullnægt eftirspurn og ekki likur á aö svo verði, nema stór aukinn landflótti komi til, eða mjög auknar fram- kvæmdir. (Eða fasteignakaup). Stundum eru prentaðar i blöð- unum greinar, sem flytja undar- legar skoðanir á þessum málum. Eftir þeim að dæma virðist sumt fólk þéirrar skoðunar að leigjend- ur hafi svikist um að greiða hús- næðiskostnað sinn, þar sem þeir hafi ekki haft „manndóm" til að byggja sjálfir. „Ailir vita ao verð á íbúoarhúsnæ&i hér er viosfjarri raunverulegu verðgildi" vetrartimann. Að sjálfsögðu er svo hægt að reisa nemendaibúðir og herbergi. Það er annars merkilegt rann- sóknarefni hve kröfur um aukið leiguhúsnæöi i opinberri eigu fá dræmar undirtektir ráöamanna, á sama tfma og opinberum stofn- unum eða hálfopinberum, leyfist að koma upp hverju stórhýsinu eftir annað. Má nefna t.d. Fram- kvæmdastofnun og Seðlabanka. (Ég sleppi Vfðishiískaupunum). Virðist húsnæðisvandi þessara aöila ráðamönnum hugstæðari en húsnæðislaust fólk eöa leiguokur það sem hér tiðkast. Þaö verður að kallast okur, þegar kostar allt aö mánaðarlaunum að leigja sér ibúð og eitt til þrjú ár fyrirfram. Þeim sem bera fyrir sig féleysi, þegar þessi mál ber á góma, vil ég einnig benda á aö taka sér ferð á hendur þangað sem hesthús hafa risið mörg og stór. Til þeirra virðist alltaf fást fé. Það er bara ekki sama hver á i hlut. Leigjendur hér á landi eru fyrst og fremst lágtekjufólk. Þaö eru þeir sem ekki hafa ráðið við kapphlaupið mikla, helst úr lest hinna spretthörðu islensku þegn- skyldukappa eða ekki kært sig um að leggja af stað. Kannski haft önnur áhugamál. Kjör þessa fólks Auk þess sem hægt er að benda á að leigjendur greiöa að jafnaði mún meira fyrir húsnæði sitt en aörir hér á landi, er vert að gefa gaum að þessum hugsunar- hætti útfrá öðrum sjónarmiöum. Ég ætla þó ekki að blanda mér i hina furðulegu ritdeilu sem stjórn Landsambands iðnaðarmanna háði við formann Húsnæðismála- stjórnar i blööunum, þar sem helst var svo aö skilja að iönaöar- menn telji leiguhúsnæði ekki byggt á vanalegan hátt og yrðu þeir þvi atvinnulausir ef fram- kvæmdir ykjust á þvi sviði. (Mér datt í hug að spyrja: Er leiguhús- næði kannski limt saman?) Þau sjónarmið sem ég er með i huga, varða almennt gildismat i þjóðfé- laginu. Slik mál eru sjaldan rædd, eða sjaldan rædd vitfrá fé- félagslegum og menningarlegum sjónarmiðum. Húsnæöismálin snerta ýmsar hliðar þjóðlifsins og hljóta þvi að ræðast og ráðast i samhengi við önnur mál. Krafan um manndómsvigsluna, sem áð- an var minnst á, er merki um sér- stakt mat á þýðingu mannlegra athafna. Skyldi nokkrum hafa komið I hug aö það þyrfti mann- dóm til að vera leigjandi hér á frjálsum markaði? Kannski meiri manndóm en til að byggja? Frá Reyðarfirði Alþýðubandalagið á Austurlandi: Stuðningur við orkufrekan iðnað af hóflegri stærð Þann 20. og 21. júni s.l. gekkst kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi fyrir ráðstefnu um atvinnumál og sveitarstjórnarmál. Var ráðstefnan haldin á Hallormsstað og sóttu hann um 30 fulltrúar frá 7 Alþýðubandalagsfélögum á svæðinu. Stóð ráðstefnan I tvo daga og var rætt um atvinnumál fyrri daginn, sveitarstjórnarmál hinn siðari, en á laugardagskvöldið var vaka með skemmtidagskrá, þar sem margir lögðu til efni. t l.jósi umræðna á fundinum var samþykkt samhljóða sérstök ályktun um atvinnumál og jafnframt ákveðið að vinna að athugun að tillögu- gerðá vegum kjördæmisráðsins um æskilega atvinnuþróun og hagrænt skipulag á Austurlandi. Mikill áhugi kom fram á sveitarstjórnarmál- um og auknu samstarfi á þvi sviði. Aðkomnir gestir á fundinum voru Arnmundur Bachmann, aðstoðar- maður félags- og heilbrigðisráðherra og Baldur óskarsson fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins og fluttu þeir ávörp og erindi. Einn- ig kom á fundinn Halldór Arnason íðnþróunarfulltrúi SSA og talaði um iðnþróun á Austurlandi. Hér fer á eftir sú ályktun um atvinnumál, sem samþykkt var ein- róiua. Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi, haldin á Hallormsstað 20. og 21. júnl 1981, minnir á að grundvöllur atvinnulífs á íslandi er öðru fremur nýting náttúrulegra auð- linda landsins, gróðurlendis, fiskimiða og orkulinda. Ráðstefnan telur að leggja beri verulega aukna áherslu á rann- sóknir og skynsamlega stjórnun við nýtingu þessara auðlinda til að þeir skili sem mestum arði og verði undirstaða hagsældar í bráð og lengd. 1 landbúnaði þarf að auka fjöl- breytni I framleiðslu og skipu- leggja hanasem best með tilliti til landgæða og markaðar. t sjávarútvegi þarf að leggja áherslu á hagkvæmni og sam- ræmi i veiðum og úrvinnslu og strangt gæðaeftirlit. Sérstök nauðsyn er á að draga úr oliu- kostnaði við veiðar og hanna fiskiskip og skipuleggja veiðar með það markmið i huga. Kjördæmisfáðstefna Alþýðu- bandalagsins hefur sérstaklega rætt um orkumál og orkunýtingu með tilliti til undirbtínings að stórvirkjun og orkufrekum iðnaði á Austurlandi og áform um hlið- stæðar framkvæmdir viðar á landinu á næstu árum. Fundurinn áréttar þá stefnu Al- þýðubandalagsins, að fslendingar haldi óskoruðum yfirráðum yfir orkulindunum og tryggður verði viðtækur almannaréttur til hag- nýtingar þeirra. Við þá hagnýt- ingu verður að tryggja virkt for- ræði landsmanna sjálfra yfir iðjuverunum, og m.a. þarf að efla tæknimenntun og verkþekkingu i landinu i þvi skyni. Allah meiri- háttar iðnað verður að reisa á traustum hagrænum forsendum og gera strangar kröfur um mengunarvarnir. Ráðstefnan minnir á, að um þriðjungur af hagkvæmustu vatnsorku landsins er á Austur- landi og eðlilegt er að ráðist verði I hagnýtingu hennar sem fyrst með byggingu Fljótsdalsvirkjun- ar. Fundurinn lýsir stuðningi við undirbúning að orkufrekum iðn- aöi af viðráðanlegri stærð i f jórð- ungnum, svo sem áformaðri kisil- málmverksmiðju við Reyðar- fjörð. Nauðsynlegt er að vanda sem best uppbyggingu slikra iðjuvera og draga svo sem frek- ast er kostur úr óæskilegum fé- lagslegum áhrifum og byggða- röskun. í þvi sambandi telur fundurinn skynsamlegt að dreifa meginþunga framkvæmda við virkjun og uppbyggingu orku- freks iðnaðar á hæfilegan tima, m..a með áfangaskiptingu, til að draga úr þensluáhrifum á vinnu- markaði og auðvelda heimaaðil- um hlutdeild i verkum. Sérstakt átak þarf að gera i samgöngumálum til að tengja saman þéttbýlisstaðina miðsvæð- is á Austurlandi, þannig að þeir myndi eitt atvinnu- og þjónustu- svæði. Innan þess eru nú búsettir 6000 - 7000 manns og með þvi að færa samgöngur milli þeirra I nú- timalegt horf getur þetta svæði tekist á við stærri verkefni og komið á skynsamlegri verkefna- skiptingu i atvinnulifi og þjón- ustu. Nú þegar þarf að efla atvinnulif á svonefndum jaðarsvæðum til að sporna gegn neikvæðum áhrifum stórframkvæmda, sem fyrirhug- aðar eru miðsvæöis I fjórðungn- um, bæði með þvi að treysta sjáv- arútveg og landbúnað og leita að framleiðslukostum i almennum iðnaði. Ráðstefnan telur að framundan" séframfaraskeið i atvinnumálum og byggðaþróun á Austurlandi, ef þess er gætt að hagnýta þá kosti sem fjórðungurinn býr yfir, þar á meðal nálægð við markað á hin- um Norðurlöndunum og viðar i Evrópu. Ráðstefnan fagnar þeim miklu áhrifum, sem Alþýðubandalagið hefur haft á þróun atvinnumála i landinu, m.a. með forystu i sjáv- arútvegs-oglandhelgismálum.er mest á reið, og nú á sviði orku- mála og orkunýtingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.