Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. júli 1981. þJöÐVILJINN — SIÐA 7 Keppendur á helgarmótinu á leiö til lands með Drangi. A slóðum Daniel W. Fiske Það voru ekki aðeins skákmenn sem heimsóttu Grímsey um síðustu helgi, heldur f jöldi annarra gesta sem höfðu nægan tíma tii að skoða náttúruundur eyj- arinnar og þeir sem sátu að taf li höfðu einnig ýmsu að sinna á milli leikja. Helgarmótið i Grimsey er hið tiunda i röðinni sem Jóhann Þórir Jónsson hefur staðið fyrir á u.þ.b. einu ári. Þátttakendur hafa verið u.þ.b. 500 og það sem meira er, i fyrsta sinn um langt skeið hefur snjöllustu skákmönnum lands- byggðarinnar gefist kostur á að tefla við sterkustu meistara heimsóttu Grimsey voru þing- mennirnir, Halldór Blöndal og Guðmundur G. Þórarinsson og Menntamálaráðherra, Ingvar Gislason kom fljúgandi með vél Myndir: Einar Karlsson Texti: Helgi Ólafsson flugmálastjórnar, setti mótið og styrkti það af rýrum sjóðum ráðuneytisins, eins og hann orð- aði það. Jóhann Þórir lætur ekki staðar numið, þvi hann hefur i bi- gerð fimm helgarmót i viðbót á þessu ári enda er svo komið að mót þessi eru ekki siður vinsæl hjá bæjaryfirvöldum en t.d. nýr skuttogari. Menntamálaráðherra Ingvar Gislason leikur fyrsta leikinn i skák Friðriks Ólafssonar og Heimis Bessasonar. Leikur Ingvars var: 1. (12-dt. Það er ekki að ósekju að sá gamli baráttujaxl Benóný Benedikts- son heldur hér á priki. Kríu- skömmin var nefnilega ansi að- gangshörð i Grimsey og betra að hafa prik sér til varnar. Þessir myndalegu menn eru frá vinstri: Guðmundur Sigurjóns- son, stórmeistari, Stefán Þormar Guðmundsson, útibússtjóri, Gunnar Gunnarsson, útibússtjóri og óttar Felix Hauksson, sölumaður og hljómleikahaldari. Asmundur Asgeirsson hefur ekki teflt á opinberu skákmóti i nærfellt þrjátlu ár. 1 Grimsey hafði hann ekki minni áhuga á Iifinu við sjóinn en skákinni. Jóhann Þórir Jónsson færir Bjarna Jóhannessyni gjöf frá keppendum helgarmótsins, áritaöu útgáfu Skákar sem kom út meðfram eigvigi Fischers og Spasskis, sumarið 1972.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.