Þjóðviljinn - 01.07.1981, Síða 9

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. júii 1981. Miövikudagur 1. júli 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9’ Við Gunnar Ijósmyndari rekumst á Pál í Litlu-Sand- vík þar sem hann er að dytta að girðingu. — Komið þið með mér heim í kaffi/ sagði hann. Og þó að ekkisé langt síðan við gæddum okkur á kaffi- sopa úr hitabrúsa; henn- ar Dagbjartar minnar á Stokkseyri þá þekkjumst við boð Páls. ,,Það er svona með blöðin” — Já, þaö er nú svona méö blöð- in, segir Páll, — að i þeim er helst Páll Lýösson. Ljósm.: gel. . — mhg ræðir við Pál bónda Lýðsson í Litlu-Sandvík „Vonin er lífseíg ekki fjallað um annað en það, sem miður fer. Það var t.d. aldrei skrifað um Votmúlann nema þeg- ar eitthvaö þurfti illt um hann að segja, en hin góðu tfðindi af þvi, sem þar geröist, voru hinsvegar látin liggja i þagnargildi. An þess að við ætlum að fara að rifja upp Votmúlamálið þá má geta þess, að þegar stóö til að selja jörðina á sinum tima, þá vildi hreppsnefnd Selfoss gjarna kaupa hana fyrir 30 milj., sem greiðast áttu á 30 árum og meö hámarksvöxtum. Sandvikur- hreppur afsalaði sér forkaups- rétti. I ljós kom að meiri hluti ibúa á Selfossi var andvigur kaupunum. Við þaö sat um sinn. Svo yfirtók Búnaðarbankinn jörð- ina. Ungur maður vildi þá gjarn- an fá jörðina en réöi ekki við verðið. Seinna fékk svo bankinn tilboð frá fjórum Reykvikingum um kaup á mestum hluta Votmúl- ans. Inn I það tilboð gekk Sand- víkurhreppur og fékk jörðina i hendur ungum og ágætum manni. Þá þagnaði pressan. Ekki orð um það i pressunni þegar nýr ábú- andi réðist i það að byggja á jörö- inni nýtt ibúöarhús, ekki orð um það afrek, sem ung hjón unnu við að koma sér þarna fyrir. Eg ætla ekki að fara aö rifja upp Votmúlamáliö þvi ég vil að það sé gleymd saga. En með fullri virðingu fyrir þeim, sem ætluðu sér að eignast Votmúlann, — ágætis fólk, — þá var þarna háö varnarbarátta fyrir sveitarfélag- iö. Spurningin var einfaldlega þessi: Átti jörðin, við eigenda- skipti, að ganga endanlega úr ábúð eöa fékk aö setjast þar að nýtt fjölskyldufólk i staö þess, sem fór? Svona einfalt er þetta mál. Meira kaffi? Sest niður og samið Það er best að vera ekkert að reyna aö leiða þetta samtal með neinum spurningum. Og Páll heldur áfram máli sinu: — Þeim sveitum er hættast, sem liggja næst þéttbýli. En þó aö svo sé ástatt með okkur hér i Sandvikurhreppnum þá höfum viö sloppið mjög vel. Um 1970 hóf hér búskap margt ungt fólk, sem var uppalið hér i sveitinni, tók hér viö jörðum og byggði upp. Hvern- ig til tekst i þessum efnum veltur mjög á eignaskiptum milli kyn- slóða. Hér i sveit ganga menn ekki með þær hugmyndir, að færa fé á milli kynslóða með jarða- kaupum. Þvi hefur ungt fólk get- að tekið hér viö jörðum og hafið búskap án þess að reisa sér hurð- arás um öxl, binda sér þá bagga, Endurminnmgar Magnús Bi. Jónsson: Endur- minningar I-II. Reykja- vík — Ljóðhús 1980. Séra Magnús Bl. Jónsson prestur I Vallanesi hóf ritun endurminninga sinna á 79. aldursári. Astæðurnar rekur hann i formála, höfuðástæðan var sú aö heimilishagir voru þeir, að hann átti ekki heimangengt og kunni illa iöjuleysi og tók þá til að rita þessar endurminningar. Ýmsir höfðu einnig hvatt hann til þessa fyrirtækis og eftir að hann hóf verkið jókst áhugi hans á þvi eftir þvi sem á leið. Höfundurinn tekur það skýrt fram i formála aö „aðaláhuga- mál og markmiö” sitt hafi verið að tryggja konu sinni og börnum sæmilega afkomu, þegar hann væri allur, en hann áleit að hann yrði ekki langlffur. Aðstæöur séra Magnúsar i uppvexti urðu honum brýning i þessa átt, hann lýsir mjög opinskátt þvi öryggisleysi sem hann og fjölskylda hans átti við að búa i æsku hans og þvi beindist starfsemi hans að þvi að verða efnahagslega sjálfstæður og það varö hann vissulega. Höfundurinn lýsir nákvæmlega fyrstu árum sinum og sambúð foreldra sinna, sem var ekki eins og best varð á kosið sökum ýmissa galla i „karakter” föður hans. Sr. Magnús lýsir þessu nokkuö nákvæmlega og gerir sér far um að skilja ástæðurnar, sem ollu óhamingjunni. Hann lýsir búnaðarháttum og daglegu lifi fólks við Breiðafjörðinn, en þar og viðar var faöir hans prestur. Kaflinn um búskaparhætti á A og fólkið þar eru skrifaðir af ræktar- semi og virðingu, þar kynntist hann grónu en fátæku heimili, þar sem hver dagur var öðrum likur og alltgekk eftir fornum venjum. Þarna kynntist séra Magnús gömlum sagnaþul, Gisla Hjalta- syni, hann kunni fornar sögur og var munnmælasjóður. Býlið A er skammtfrá höfuöbólinu Skarði á Skaröströnd. Höfundur kynntist einnig þvi heimili, þegar hann dvaldi þar um tima, haustið 1875. I ööru bindinu segir höfundur nokkrar sögur tengdar kammer- ráðinu og hans tið. Magnús lýsir skólagöngu sinni all nákvæmlega, hann kostaði sig sjálfur i skóla og á þeirri tið var það afrek. útsjónarsemi hans i fjármálum kom sér vel og spar- semi ög nýtni ekki siður. Þótt hann nyti aðstoðar góðra manna, þá var hans hlutur mestur hvað snerti kostnaöinn. Það er skemmtileg mynd sem hann dregur upp af Geir Zoðga, en hann bauðst til að aðstoða hann fjárhagslega ef á lægi. Siðan berst séra Magnús út i Akureyjar og kynnist þar konu- efni sinu, Ingibjörgu dóttur Péturs Eggerz. Þar kynntist Magnús séra Friðrik Eggerz, sem þá var orðinn aldraður maður en hann flutti skömmu siðar úr Akureyjum og geröist einsetu- Séra Magnús Blöndal Jónsson sem það losnar ekki viö og stynur undan ævina út. Jafnframt reynum við svo að skapa aðstöðu til félagslegrar þjónustu, sem er sambærileg við það, sem gerist i þéttbýlinu. Við semjum um ýmislegt samstarf við þéttbýlið þannig, að hver aðili um sig haldi sinu sjálfstæði. Þetta hefur gefið góða raun, er orðið viðurkennt sjónarmið hér i FIó- Ekki orð um það afrek, sem ung hjón unnu við að koma sér þarna fyrir anum og tvimælalaust báðum aö- ilum til hagsbóta. Þegar gengið hefur verið frá málum með þess- um hætti þurrkast út öll tor- tryggni og komi þaö fyrir, sem naumast hendir, að upp skjóti kollinum ágreiningsefni, þá er bara staldrað við og þau leyst. Sagan af yrðlingnum — Og búskapurinn gengur vel i Sandvikurhreppnum ? — Hér er enginn að berja sér. Ef framleiöslan dregst saman nú vegna kalsins þá er það ekki okk- ar mál, bændanna. Það fer aldrei svo að við höfum ekki nóga mjólk að drekka og nóg kjöt að eta. Sama gegnir með þessa svoköll- uðu offramleiðslu. Hún er ekkert einkamál okkar bænda. 1 fyrra kvað það sifellt við að við fram- leiddum alltof mikið og af þeim sökum værum við þjóöfélagslegir amlóðar. Nú er komið jafnvægi i mjólkurframleiðslunni, fram- leiðslan svarar til neyslunnar, sem er þetta 105-108 milj. ltr. á ári. En svo heldur mjólkurfram- leiöslan bara áfram að minnka. Þessir aumingja menn, er halda að þeir sitji uppi meö alla búvisku veraldarinnar vita, þegar allt kemur til alls, ekkert um hvað þeir eru að tala og skrifa. Þeir halda, aö stjórn á búvörufram- leiðslu sé álika auðvelt verk og að skrúfa frá og fyrir krana. Þeir gera sér enga grein fyrir þvi hve margir þættir, sem menn hafa ekki vald á, gripa þarna inn i. Of- framleiðsla er nokkuð, sem menn hafa ekki tölfræðilegt vald á. Að imynda sér þaö er að einfalda málið um of. En þetta er mál þjóðfélagsins alls, ekki bara bænda. Ef menn vilja endilega fara að kreista landbúnaðinn þá dugar ekki að fara að eins og einn merk- isbóndi fyrir austan, sem sendur var á refaveiðar. Hann var látinn halda á yrðl- ingi út fyrir greninu og átti að kreista hann hæfilega mikiö til þess að hann færi aö hljóða, ef Siglaugur Brynleifsson maður i húsi þvi er hann lét byggja sér i Hvalgröfum á Skarðaströnd. Lýsingin á séra Friðrik er eftirminnileg og höfundurinn lýsir honum af skiln- ingi og velvilja. Persónulýsing- amar i minningum séra Magnús- ar eru margar mjög hnyttnar, og einnig kennir þar oft mikillar hlýju i garð þeirra sem hann lýs- ir, hann virðist forðast að lýsa ná- ið þeim einstaklingum sem hann átti i brösum við, nema hvað lýs- ingin á tengdamóður hans af sið- ara hjónabandi er gérð af góðri ki'mnigáfu enda hafði hann ráð á því,þar sem hann gekk með sigur af hólmi I þeirra viðskiptum og náði konunni. Magnús fer siðan i Prestaskól- ann og gerist prestur austur á landi og siðan i Vallanesi, en þar var hann prestur og fyrst og fremst bóndi i 33 ár. Þaö fer litið fyrir frásögnum af prestskap séra Magnúsar i þessum minning- um en þvi meir fyrir lýsingum hans á búskaparháttum og bú- skaparhagfræði. Hann var ágætur búmaður og þar kom sér vel ráðdeild hans og útsjónar- semi. Á skömmum tima kom hann upp stórbúi i Vallanesi, e. t.v. meö stærstu búum lands- ins i þann tið. Hann átti i stappi við einstaklinga þar eystra m.a. út af frikirkjubrölti þeirra, en komst frá þvi öllu með hreinan skjöld. Einnig kom hann vitinu fyrir þá kauphéðna sem ætluðu sér að beita prest hálfgeröum kaupþvingunum; þeim varð ekki kápan Ur þvi klæðinu. Minning- arnar bera þess glöggt vitni hversu mein-praktiskur séra Magnús var i öllum sinum við- skiptum, hann var mikill raun- sæismaður og öll háspeki var honum fjarri. Ahuginn á fjár- málum varð honum áskapaður af ytri ástæöum þegar i æsku og þvi fer talsvert fyrir umræðum og frásögnum af þeim málum i minningunum. Minningarnar eru fjörlega skrifaðar lengst af, höfundurinn hefur bætt inn i þær og aukið þær með nokkrum þátt- um ma. ágætum þætti um hunda og búhagfræði. Hann skrifar einnig þætti um föður sinn og siðari konu sina. Útgefandinn segir i eftirmála að nú séu birtir um tveir þriðju hlutar þessa minningaverks séra Magnúsar og þriðjungurinn sem eftir sé fjalu einkum um búskaparhætti, sjáv- , arútveg og aldarhátt, en minna um persónuleg efni. Vonandi verður ekki langt i að sá hlutinn komi Ut. Gildi þess sem Ut er komið liggur að nokkru i aldar- farsfróðleik og það er aldrei of mikil af slikum frásögnum eftir skilrika menn. Höfundurinn var oröinn aldr- aður maður, þegar hann hóf samantekt þessa, en honum hefur tekist að skifa mjög læsilega og skemmtilega bók, sem lýsir honum sjálfum vel, samferða - mönnum hans og aldarhætti. Hann kemur fram á þessum sið- um sem mikill bUmaður, snjall rithöfundur og hreinskiptinn maður til orðs og æðis. Sem ald- arfarslýsing er ritséra MagnUsar dýrmæt heimild. Lýsingar hans frá Breiðafirði og af fólki þar eru einstakar, en þar um slóðir reis menningarviðleitnihæst á siðustu öld. Minningar séra MagnUsar eru meðal bestu endurminninga- rita og agætt heimildarrit um ald- arhátt og aldarfar. ^ Jú, nú langar okkur svo sannarlega í hitaveitu fram úr hinum þögla hópi.... verða mætti til þess að ginna lág- fótu að. En þetta var heljar- menni, sem kreisti lifið úr yrð- lingnum við fyrsta átak, án þess að hann kæmi nokkru hljóði upp. Þannig hendir það, aö likamlegir og andlegir kraftajötnar, (og á ég þá i siðara tilfellinu við Jónas minn á Dagblaöinu og bræður erlendar bækur Viking Voyagers. Then and Now. Alan Binns. Heinemann 1980. Höfundurinn er kunnur fyrir áhuga sinn á skipum og búnaði þeirra og rannsóknir sinar á ferö- um vikinga. Hann segist sjálfur hafa þrætt flestar leiðir á hafi, sem vikingar eru taldir hafa far- ið. 1979 var þúsund ára afmæli þingsins á Mön og i þvi tilefni stóð kaupsýslumaður þar fyrir þvi aö smiðað skyldi nákvæm eftirmynd norræns vikingaskips og þvi skyldi siðan siglt yfir höf frá Noregi til Orkneyja og slðan til Manar. Höfundurinn segir sögu þessa skips og feröarinnar, hann lýsir nákvæmlega smiði skipsins og búnaði og siðan siglingunni). Skipið var skirt Hrafn Óöins og áhöfnin voru tólf manverjar og hans i andanum), sjást ekki fyrir og og vill þá eftir þvi fara árangurinn af „umbótaviðleitn- inni”. Páll er bjartsýnn, þrátt fýrir kalið. — Jú, kal er mjög mikiö hér á Suðurlandi. Maður veröur að endurrækta stóra fláka. En það kemur gras. Langar í hitaveitu — Nú er verið að leggja hita- veitu til þorpanna hér niðri á ströndinni og hún fer hér i gegn- um sveitina. Hafiö þið ekki auga- stað á henni? — Jú, nú langar okkur svo sannarlega i hitaveitu. Við höfum i höndunum áætlun frá Fjarhitun i Reykjavik og samkvæmt henni er þessi framkvæmd talin hag- kvæm. Eins og þú segir liggur leiðslan til þorpanna hér i gegn- um hreppinn. En þetta er risa- vaxið átak fyrir litið sveitarfélag og við þurfum að komast inn á lánsfjárætlun. Hitaveita um hreppinn verður lika auðveldari i framkvæmd og ódýrari fyrir það, að sveitin er mynduð af sex hverfum. Ég held, að til lengdar verði ekki endurtekið ævintýriö úr Grafningnum. Þar lá raflinan ár- um saman i gegnum hreppinn, aðrir nutu birtu rafljósanna en hreppsbúar sátu eftir i myrkrinu. Kannski talin sérviska — Jæja Páll, er þetta ekki bara að verða fjandi gott hjá okkur? En einu sinni sagöi góövinur minn, Haraldur heitinn Hjálmarsson frá Kambi i Skaga- firði um sjálfan sig: „Haraldur er á þvi enn þótt enginn geti séð það. Það eru fremur fáir menn, sem fara betur með það.” Við erum nú báðir alltaf dálitið pólitiskir þó að við förum fremur vel með það, eins og Ilaraldur minn með Heiðrúnardropann. Þú ert flokksbundinn Framsóknar- maöur eins og ég var áratugum saman, en samt ert þú algerlega andvigur hersetunni hér, sem flokkurinn „okkar” afsakar alltaf með ófriðartimunum sinum. — Já, ég er flokksbundinn Framsóknarmaöur en algerlega andvigur hersetunni. Samt er ég ekkert illa liðinn innan flokksins, held ég, hvort sem hann tekur nú nokkurt mark á mér eða ekki. Kannski er þetta bara talin sér- viska, sem mér er þá virt til vork- unnar. sex norðmenn. Höfundurinn rek- ur einnig sögu vikinga, einkum feröa þeirra um höfin og hvernig þeim tókst að aölagast umhverf- inu, hann telur að tækni þeirra i siglingum sé merkasta arfleifð vikinganna og aö menning þeirra hafi fyrst og fremst veriö tækni- menning. Fjöldi mynda er prent- aður á sérstakar myndsiður, bæöi i litum og svart/hvitu. A Portrait of Jane Austin. David Cecil. Penguin Books 1980. Heimur Jane Austins birtist greinilegast i bókum hennar og i þessari bók leitast David Cecil við að skýra þennan heim og dýpka með rannsóknum á skáldsögum hennar, bréfum og minningum samtíöarmanna. Höfundurinn dregur upp sviösmyndir úr dag- legu lifi skáldkonunnar og fjöl- skyldu hennar. Eins og kunnugt er mátti telja hana til þeirra stétta á Englandi, sem voru tengdastar lágaðli landsbyggö- arinnar og að nokkru hluti hans, náin skyldmenni skáldkonunnar tilheyröu prestastéttinni og sumir þeirra voru skipsstjórnarmenn og aömirálar. Cecil dregur upp skemmtilega mynd af lifi landað- alsins og fjöldi mynda er birtur til aukins skilnings á efninu. Þetta er fallega gerö bók.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.