Þjóðviljinn - 01.07.1981, Síða 10

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Síða 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. júli 1981. Kolmumia- afli norskra fer vaxandi Kolmunaafli Norömanna á þessu vori fram til 17. mai var 312.456 tonn. Yfir sama tlmabil á árinu 1980 var kolmunnaaflinn 246.990 tonn. Norömenn hófu sin- ar kolmunnaveiðar i april djilpt suövestur af tslandi og héldu sið- an suöur á bóginn á miöin vestur af St. Kildu. í kringum 30 skip tóku þátt i þessum veiöum. Siöan fylgdi flotinn kolm unnanum eftir noröur á miöin viö Færeyjar. Þetta er nýjasta landhelgisgæsluskip Norömanna. Hinn nýi landhelgisflotí Norðmanna Norðmenn eru nú I döa önn aö smiða ný landhelgisgæsluskip 6 aö tölu. Þaö fyrsta var afhcnt frá Bergens Mekaniske Verksteder og ski pasmiöastöö flotans i Horten 25. april s.l. og hlaut þaö nafniö K/V Nordkapp. Þetta er mikiö og glæsilegt skip 105 metra langt og er hámarks ganghraöi þess 22,5 milur, en gert er ráö fyrir aö þaö noti aö jafnaði 15 milna gagnhraöa. Skipiö er sagt vera 2.300 tonn. Og er smiöaö með styrkleika til aö sigla gegn- um ísí noröurhöfum. Þyrluþilfar eraftan tilá skipinu, þvi öll veröa þessi nýju landhelgisgæsluskip bdin þyrlum. Skipshöfn veröur 46 menn viö gæslu sem allir biia i eins manns klefum sem eru þaö stórir aö hægt er aö breyta þeim I 2ja manna klefa þegar meö þarf. Skipið er bdiö skrúfum til aö snúa þvi í hring á staðnum, ef með þarf. Gagnrýni hefur komið fram á stærö skipanna til landhelgis- gæslu en þessi skipastærð var valin eftir nákvæma athugun. Norömenn eru nefnilega ekki búnir að gleyma baráttu sinni á hafinu frá siöari heimsstyrjöld. Jafnhliöa sem þetta veröa full- komnustu skip til landhelgisgæslu sem um getur, þá eru þetta lika mjög fullkomin herskip miðað viö stærö.enda bUin öllum fullkomn- ustu tækjum til siglinga svo og vopnuirt samkvæmt tækni I nU- tima sjóhernaði. Skipum þessum er þvi hægt aö beita til varnar á ófriöartimum um leiö og þau eru landhelgisgæsluskip af fullkomn- ustu gerö. Akveöiö hefur verið aö ráöa tvær skipshafnir á hvert land- helgisgæsluskip Norðmanna, svo þau geti verið uppihaldslaust að störfum, en þurfi ekki aö liggja i höfnum á meðan veriö er að hvila mannskapinn. Aö sjálfsögöu veröur slik uppi- haldslaus landhelgisgæsla dýr. En Norðmenn læröu það i siöari heimsstyrjöldinni, ef þeir hafa ekki vitað þaö áöur.að það veröur alltaf dýrt aö vilja vera sjálfstæð þjóö. Aukln sala fiskafurða í Bretlandi Þess hefur veriö getiö I fjöl- miölum sem frétt frá aðalfundi Sölum iöstöövar Hraöfrystihús- anna, aö S.H. hygöist byggja fiskréttaverksm iðju I Grimsby eöa nágrenni. I tilefni þessarar fréttar, vilja Fiskimál gefa örlitiö yfirlit yfir þróun á sölu frosinna fiskafuröa siðasta áratugs I Bretlandi. Samkvæmt opinberum heimildum þá er talið aö sala á frosnum fiskafuröum i Bretlandi hafi aukist um 47% á ellefu ára timabilifrá 1969-1980. En á sama tima hafi sala á ferskum fiski miimkaö um 32%. Um s.l. áramót haföi frosni fiskurinn lagt undir sig 30% af heildarfiskmarkaöi Bretlands og er nú taliö að 85% af heimilum i Bretlandi kaupi fros- inn fisk i einhverjum mæli. A s.l. ári er taliö aö sala frosinna fiskafuröa á breskum markaöi hafi numið 260 miljónum sterl- ingspunda. Taliö er aö helmingur breskra heimila hafi nU frysti- skápa eöa frystikistur. A s.l. ári óx sala frosinna fiskafurða að magni um 8% miöaö viö áriö 1979, en aö verömæti um 20%. Mest var aukningin I sölu fullunninna fisk- rétta. Þaö sem af er þessu ári hef- ur veriö mikiö framboö af frosn- um fiski á breska markaðnum og veröið ekki taliö hagstætt fyrir seljendur. Sterlingspundið hefur að undanförnu falliö i verði á peningamarkaöi. Þvi hefur hins- vegar veriö spáö, aö verð á frosn- um fiskafuröum muni hækka á breskum markaði siöari hluta ársins. Salvesen færir út Breska storfyrirtækiö Christian Salvesen er þekkt aö þvi gegnum árin aö vita á hverjum tima I hvaö heppilegt er aö leggja fjármagn svo þaö gefi arð. Enda hefurþetta fyrirtæki veriö ófeim- ið viö aö leggja inn á nýjar braut- ir í Utgerö og vinnslu. Neysla fólks á frosnum fiskaf- uröum i Frakklandi hefur fariö hraövaxandi siðustu árin. NU beinir Salvesen fjármagni sinu þangað til aö flýta þessari þróun. Tvær fullvinnslustöðvar sem fyr- irvoru ætlar fyrirtækiö aö stækka °g byggja tvær nýjar. 12.6. ’8l Frá kynnisferö islenskra fréttamanna til Noregs á siöasta vetri þar sem m.a. laxeldi i innfjöröum var kynnt. Norskt laxa- og regnbogasilungseldi er í miklum vexti A árinu 1980 var mikill upp- gangur i eldi á laxi og regnboga- silungi i Noregi. Framleiösla árs- ins á þessum fisktegundum frá sjóeldisbúrum fór yfir 7.500 tonn. Keiknaö er meö mikilli aukningu á þessu fiskeldi i ár, þannig aö framleiöslan á laxi fari upp I 7000 tonn og af regnbogasilungi i 4000 tonn, eöa samanlagt í 11.000 tonn. Þá er reiknaö meö áframhald- andi aukningu næstu árin. Rúmlega 90% af eldislaxinum á s.l. ári fór á erlenda markaöi og voru helstu markaöir þessir: Danmörk, Þýskaland, Frakkland og Bretland. Nú er skipulega unn- iö aö aukinni sölu á innanlands- markaði; þá er einnig veriö aö undirbúa markaðsöflun i nokkr- um fjarlægum löndum fyrir framtiöina á norskum laxaafurð- um frá eldisbUrum. Norsku laxa- og regnbogasilungsbúm fengu i sinn hlut á s.l. ári þegar búiö var aö draga frá flutnings- og sölu- kostnað, rúmlega 260 miljónir norskar kr. Nú hafa atvinnu viö norsku fiskeldisbúin eitthvað yfir 1000 manns. En taliö er aö jafn- margir menn aörir hafi atvinnu af laxa-og silungseldinu i gegnum flutninga, sölu, framleiöslu á fóöri, búnaöi og fl. Laxa- og regn- bogasilungseldiö hefur veriö taliö til allra arösömustu atvinnu- greina i Noregi siöustu árin. Ef þessi árangur Norðmanna i laxeldismálum er borinn saman við það sem hér hefur verið aö gerast á sama tima þá veröur okkar hlutur harla smár. Hér hef- ur ræktun á laxi einungis snúist um það aö sleppa seiöum i sjó til hafbeitar, en laxeldi i búrum setiö á hakanum. Arangur þessarar starfsemi og heildarveiöi var á s.l. ári 52.137 laxar veiddir i ám, samtals 248 tonn og 492 kg að þyngd. Verið að breyta iisk- framleiðslunni í Perú yfir í manneldisvöru Nu síðustu árin hafa Perúmenn veriö aö breyta fiskframleiöslu sinni aö nokkrum hluta yfir i manneldisvöru meö frystingu og niöursuöu I stórum mæli, en áöur var aflinn nær eingöngu unninn i fiskimjöl. Sardinutegund, mjög smár fiskur, er stærsti fiskistofn PerUmanna. Þessifiskur er sagö- ur ljúffengur steiktur og mjög gott hráefni i niöursuöu. A árinu 1980 tvöfaldaðist niöur- suðuiðnaöur PerUmanna miöaö viö árin á undan. Þaö ár fram- leiddu PerUmenn 9 miljón kassa af niðursoðinni sardinu, með 48 boxum i kassa. í fyrra tóku til starfa 30 nýjar niðursuðuverk- smiöjur. Þessi uppbygging niöur- suöunnar hefur veriö þaö hröö aö ekki vannst timi til aö byggja nógu margar dósaverksmiöjur til aö fullnægja þörfinni og varö þvi á s.l. ári aö flytja inn mikið magn af dósum. Ariö 1979 veiddu PerUmenn 1.800.000 tonn af sardinum til fiskimjöls og lýsisframleiöslu. Á s.l. ári var þessi veiöikvóti færður niður 1 1.100.000 tonn. NU i ár hef- ur þetta aflamagn veriö minnkaö um 500.000 tonn, en sU ákvöröun veröur endurskoöuö i júlimánuöi. 1 Perú eins og viðar eru uppi deil- ur á milli fiskifræöinga og sjó- manna um núverandi stærð sardfnustofnsins. Sökum hins mikla niöurskuröar á fiskafla hefur veiöifloti Perúmanna sem telur 400 skip lent i skuldasöfnun siöustu árin. En viö núverandi aö- stæöur er taliö hæfilegt aö 150 skip sæju fyrir hráefnisþörf fiski- mjölsverksmiöjanna vegna litilla veiöikvóta. Fram á siöustu ár haföi fyrirtækiö Peseaperú einka- leyfi á Utflutningi og sölu alls fiskim jöls og lýsis frá PerU, enda rak þaö i upphafi allar fiskim jöls- verksmiðjurnar. Nú hefur þessi einokun veriö rofin og getur hver einstakur framleiðandi flutt út sina vöru. En frystihúsin og nið- ursuöuverksmiöjurnar eru lika framleiöendur að fiskimjöli og Iýsi. ffyrra var ársframleiðsla af fiskim jöi 451.700 tonn i Perú, þar af framleiddi Peseaperú 271.000 tonn en frystihúsin og niöursuöu- verksm iöjurnar 180.000 tonn. Hve mikil ársframleiðslan veröur á yfirstandandi ári er ekki vitað nU þar sem ársaflinn veröur endanlega ákveöinn i júlimánuði. SjávarUtvegsráöuneyti PerU hef- ur nU tekið upp mikiö strangara eftirlitmeö fiskveiðum og vinnslu aflans og nær þetta lika yfir fiski- mjölsframleiösluna. Þá hefur öll- um skipum sem leggja upp afla sem unninn er i manneldisvöru veriö gert skylt að hafa frystiút- búnaö um borö i skipunum frá næstu áramótum. (Heimildir sóttar i fræðiritiö FisketsGangog fleiri ritum fisk- veiöar og vinnslu). Athyglisverð frétt „Greiðst hefur dalitiö úr hinu slæma ástandi i Grimsby. Ástæö- an fyrir þessu er sú að Chaldur Frozen Fish Company hefur ákveöiö aö byggja fullkomna fiskréttaverksmiðju i borginni. Vinna við verksmiðjuma stendur nú yfir og er reiknað með að hún verði tilbúin um jólaleytið i ár, og taki til atarfa um næstkomandi nýár. Kostnaðarverð er áætlað 1 miijón steriingspunda. Chaldur sem upprunalega er is- lenskt fyrirtæki hóf starfsemi sina iGrimsby kringum 1960 og er vel þekkt og gott fyrirtæki”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.