Þjóðviljinn - 01.07.1981, Side 14

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. júli 1981. Kynning íslenskra þjóðlaga A dagskrá i Opnu húsi i Nor- ræna húsinu á fimmtudagskvöld veröur kynning Helgu Jóhanns- dóttur á islenskum þjóðlögum og leikin verða tóndæmi. Fyrirlestur Helgu verður á sænsku. Einnig mun Sigriður Ella Magnúsdóttir, söngkona syngja islensk þjóðiög við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar. Eftir stutt kaffihlé verður sýnd Hornstrandar kvikmynd Os- valdar Knudsen. Dagskráin er öllum opin, en er þó aðallega ætluð ferðamönnum frá Norður löndunum. Aðgangur er ókeypis. Flugmennn Framhald af 1. siðu þær upplýsingar að embættiö byggðist taka varnir gegn smit- sjúkdómum til athugunar i fram- haldi af veikindum flugmann- anna tveggja. „Við ætlum að ræða málin, og athuga hvernig staðið er að framkvæmd varúðar- ráðstafana”, sagði landlæknir. ,,En ég vil taka það fram að i þeim tilfellum sem hér um ræðir hefði bólusetning litt dugað. En það þarf að huga að öllum þessum málum i ljósi þess að við erum farin að senda „farandverka- menn” um allan heim”. Um vandann vegna aukinna ferðalaga Islendinga til hita- beltislanda sagði landlæknir að við hefðum ekki orðið fyrir veru- legum áföllum. Við værum það vel upplýstir. Hann sagði ekkert eftirlit hvað þetta snertir með ferðamönnum er koma hingað til lands, og gilti það einnig um norðanverða Evrópu i heild, enda væri engin skyldubólusetning rikjandi. „En ef sótt hefur verið að ganga á ákveðnu svæði, og um það fáum við jafnan að vita, þá höfum við uppi varúð”, sagði Ólafur ólafsson, landlæknir, „en viðhöfum ekki orðið fyrir neinum áföllum. Við brýnum hins vegar fyrir islenskum ferðamönnum að láta bólusetja sig fyrir mænusótt, eða að hafa ónæmi fyrir nenni i lagi”. ALÞÝÐUBANDALAGID Hver hefur fundiö tösku? 1 sumarferð ABK um siöustu helgi tapaðist bláköflótt taska merkt Björk Hauksdóttur. Finnandi er vinsamlegast beðinn að koma töskunni til eiganda eða skrifstofu félagsins, Grettisgötu 3. ABR Happdrætti sumarferðar Alþýðubandalagsins i Reykjavik Ösóttir vinningar Ekki var vitjaö allra vinninga i sumarferö ABR i Þórsmörk um siðustu helgi. Vinningará eftirtalin númereru ósóttir: 230, 470, 571, 621, 658, 688 og 995. Vinsamlegast vitjiö vinninga á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3. Áfengisvarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur Á.H.R. er flutt i Siðumúla 3-5, efri hæð. Opið dag- lega frá mánudegi til föstudags, kl. 9.00- 17.00. Ráðgjafarþjonusta alian daginn. Kynningarfundir, fimmtudaga kl. 20.00. Fjölskyldunámskeið, mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga, kl. 16.00 og kl. 20.00. Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar Tilkynning: Það tilkynnist hér með að Ingi R. Helga- son hrl. hefur hætt lögfræðistörfum á skriístofu þeirri, sem hann hefur starf- rækt i Reykjavik siðastliðin 28 ár. Við rekstri skrifstofunnar að Laugaveg 31 hér i borg tekur alfarið Guðjón Ármann Jónsson hdl. og rekur hann skrifstofuna undir eigin nafni og á eigin ábyrgð frá og með 1. júli 1981. Reykjavik, 30. júní 1981 Guðjón Ármann Jónsson hdl. Ingi R. Helgason hrl. NÁMSGAGNASTOFNUN Athugið Frá 1. júli er símanúmer stofnunarinnar 28088. Frá styrktar- hljómleikum Náttúra '72 kom fram á hljómleikum til styrktar MS-félagi Islands í gær- og fyrrakvöld. Þessa mynd tók -eik- af þessum endur- fundum hljómsveitarinnar á mánudagskvöld og greinilegt á undirtektum áheyrenda að þeir kunnu vel gott að meta. Karl Sighvatsson, sem var allt i öllu á hljómleikunum, er lengst til vinstri, þá Sigurður Arnason bassaleikari hálffalinn á bakvið Shady Owens, næstur okkur Björgvin Gislason gitarleikari og Ólafur Garðarsson á trommun- um. Hin myndin er af Björgvin Gislasyni gitarleikara par excell- ance, en það var unun a.m.k. fyr- ir „gamla hippa”, að heyra og sjá hann aftur á sviði eftir alltof langt hlé. Tómas Árnason viöskiptaráöherra: Ég er ekki á móti aðlögunargjaldinu Neitar þrýstingi á Danann hjá EBE „Þaö er rangt hjá Davið aö ég sé á móti aðlögunargjaldinu” sagði Tóntas Arnason, viðskipta- ráðherra er Þjóðviljinn bar undir hann þau ummæli Daviðs Schev- ing Thorsteinssonar að viðskipta- ráðherra hefði iýst yfir andstöðu sinni við að gjaldið yrði sett á að nýju. „Ég fór frant á það við EFTA og EBE að þau samþykktu eða að minnsta kosti þyldu gjald- ið. Þaö er þvi rangt að ég sé per- sónulega á móti gjaldinu.” Tómas neitaði þvi einnig með öllu að viðskiptaráöuneytiö hefði haft nokkuð meö það að gera aö danskur skrifstofumaöur hjá EBE skipti aö þvi er virtist um skoðun, frá þvi að telja aö EBE myndi þola íslendingum að setja aðlögunargjaldið á, yíir i þaö að neita þvi. Tómas sagöi að þegar fréttir bárust um þessi ummæli hins danska fulltrúa þá hefði hann farið þess á leit viö islenska sendiráðið i Brtlssel að það fengi þau staðíest, en útkoman hefði orðið önnur en sú sem fréttir höfðu borist af. En auk þess skipti afstaða fulltrúa ekki höfuömáli, heldur þeirra sem réöu. „Það sem er alvarlegast varö- andi aðlögunargjaldið er aö viö höfum verðmæta samninga um niðurfellingu tolla og viijum halda þeim. Þarxia var um 15 miljarða gamalia króna að ræða i fyrra, og ég hef varað viö að gera ráðstafanir sem gætu talist brot á þeim samningum og stolnaö þeim i hættu” sagöi Tómas. Tómas kvað þaö sina skoöun að endurskoða bæri álögur á iönað hér innanlands, en öllum tillögum um slikt hefði Daviö Scheving svarað með skætingi. Tómas kvaðst ætla að óska eftir fundi með stjórn Félags islenskra iðn- rekenda til að skýra malið, og einnig yrði málið rætt innan rikis- stjórnarinnar þar sem ákvörðun um framhaldiö ynþi tekin. Ekkert adlögunargjald Sendiráö Islands hjá Efnahags- bandalaginu T Brussel hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna umræöna á lslandi um hugsan- legt aðlögunargjald á innfluttar vörur til verndar íslenskum iön- aöi. Segir í tilkynningunni aö mál- inu hafi oftar en einu sinni verið hreyft meö Wilhelm Haferkamp en hann fer með utanrikismál af hálfu f ramk væmdastjórnar bandalagsins. M.a. hafi það verið rættviðF. Bang-Hansen, fulltrúa i þeirri deild sem fer með málefni Islands. Var það gert áður en rnáliðvar rætt við yfirmenn hans á fundi i sameiginlegri nefnd Islands og Efriahagsbandalagsins 27. maí sl. A þeim fundi lýsti for- maður sendinefndar bandalags- ins, að bandalagið myndi telja álagningu aðlögunargjalds brot á friverslunarsamningnum og var- aö við aö gera það. Var þetta i samræmi við ummæli Bang- Hansens. Svo viröist sem ummæli, sem segja þeir í Brussel höfð hafa verið eftir Bang-Hansen fulltrúa, er íslenskir iðnrekendur heimsóttu aðalstöðvar banda- lagsins í Br'ússel í boði þess 19. og 20. maí s.l., hafi verið misskilin, eins og eftirfarandi ummæli hans gefa greinilega til kynna. Spurð- ist sendiráðið að gefnu tilefni fyrir um það hjá honum hvað hann hefði látið í ljós við gestina úr hópi íslenskra iönrekenda nokkrum dögum áður, er álagn- ing aðlögunargjalds hefði borið á góma. Voru ummæli hans orðrétt sem hér segir (f islenskri þýð- ingu): „Ég raktí í stuttu málí viðhorf Efnahagsbandalagsins til jöfn- unargjaídsins og aðfögunar- gjaldsins. Efnahagsbandalagið hafði viðurkennt jöfunargjaldið, þar sem þvi' var ætlað að vega á móti áhrifum islenska söluskatts- ins. Hinsvegar var afstaða Efna- hagsbandalagsins til aðlögunar- gjaldsins neikvæð enda þótt við- brögð þess hefðu verið mjög hóg- vær og engum gagnaðgerðum verið beitt. Ég mun hafa orðað það þannig: „Við fórum ekki i strið Ut af þvi.” Engar umræður áttu sér stað um álagningu nýs gjalds, en ég sagði almennt að engin vandkvæði yröu á aö sam- þykkja ráðstafanir, sem hægt væri að réttlæta með ákvæðum friverslunarsamningsins.” Af þessu má sjá, að ummæli fulltrúans fjalla ekki um hugsan- lega afstöðu bandalagsins til álagningar aðlögunargjaldsins að nýju.enda er sú neikvæða afstaða kunn af itrekuðum yfirlýsingum ráðamanna bandalagsins við islensk stjórnvöld, bæði fyrir og eftir heimsókn hóps iðnrekenda frá Islandi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.