Þjóðviljinn - 01.07.1981, Síða 15

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Síða 15
Mibvikudagur 1. júli 1981. ÞJÓÐVILJINN — $1ÐA 15 Hringið í sima 81333 kl. 9—5 alla daga, eða skrifið Þjóðviljanum Nú skyldi maður ætla aö þegar fjallaö er um umsóknir þessar þá sé tekiö tillit til menntunar og starfsreynslu viökomandi umsækjenda. Nú hefur þaö komiö fram aö meirihluti hins pólitiska út- varpsráös hefur þráfaldlega gengiö fram hjá vel menntuöum og hæfum umsækjendum meö starfsreynslu viö fjölmiðla aö bakúen þess i staö greitt minna menntuöu og reynslulausu fólki meirihluta atkvæöa. Þaö er þvi eölilegt aö sú spurning vakni, eftir hverju hiö háa útvarpsráö fari er það mæl- ir sérstaklega meö ákveönum umsækjanda. Er þaö menntun og starfsreynsla hans eða er þaö hinn pólitiski litur hans? Ráöa þar persónuleg kynni eöa geö- þótti einstakra ráösmanna, fremur en hæfni umsækjand- ans? Þaö hvarflar óneitanlega að manni, hvort þaö sé yfir höfuö nauösynlegt aö mennta sig og þjálfa til ákveðins starfs. Þaö viröist vera vænlegra til árangurs aö koma sér vel fyrir undir verndarvæng einhvers stjórnmálaflokksins. Ég vil að lokum lýsa yfir ánægju minni meö þá röggsemi útvarpsstjóra aö brjóta i bága viö meirihluta útvarpsráös og ráöa samviskusamlega i þessar stööur þannig að réttlæti sé þar i fyrirrúmi. —RD frá Hæfileikar eða pólitík? RD skrifar: Undanfarna mánuöi hafa veriðauglýstarog ráöiö i nokkr- ar stööur frétta- og dagskrár- geröarmanna viö rikisfjölmiöl- ana. Er þar um aö ræða bæði fastar stööur og einnig til af- leysinga i lengri eöa skemmri tima. Einhverra hluta vegna virð- ast flest störf við rikisfjölmiðl- ana, og þá sér i lagi áöurnefnd störf, njóta vinsælda. Berast þvi oftast margar umsóknir um hverja auglýsta stööu. Valiö hlýtur þvi oft að vera erfitt þegar velja á hæfasta umsækj- andann. Framkvæmdin hefur verið sú aö útvarpsráö fjallar um um- sóknirnar og fer fram atkvæöa- greiðsla þar sem meirihluti ráðsins mælir sérstaklega meö einum af umsækjendunum, sem siöan er haft til hliösjónar er út- varpsstjóri ræöur endanlega i stöðuna. lesendum Umsjón: Ellý Ingunn Ármannsdóttir og Eik Gísladóttir BÚIÐ SJÁLF TIL PÓSTKORT Það er auðvelt að búa til póstkort. Fáðu þér hvítan pappa eða dálítið þykkt hvitt blað. Síðan klippir þú út póstkortið og Á heitum sumardögum þegar krakkar eru úti all- an daginn er gaman að blása sápukúlur. Sápa er hrærð útí vatn og búinn er til hringur úr vír t.d. raf- magnsvír, sem síðan er dif ið í vatnið og blásið. Hægt er að nota rör, en oft er erfiðara fyrir litla krakka að nota það því að leggur þar of aná blað eða blóm sem þú hefur press- að. Límdu nú bókaplast yfir. Aftan á strikarðu linurnar fyrir nafn og þau sjúga stundum að sér í staðinn f yrir að blása og það er ekki gott. Einnig má nota gamla hárrúllu úr plasti sem mamma eða amma hafa átt; rúll- an gerir sama gagn og vírinn. I stað sápu má nota sápulög eða sjampó. Gott er að setja tvo dropa af matarolíu úti vatnið. heimilisfang og hefur einnig svolítið pláss fyrir kveðju. Nota má rafmagnsvir, beygja hann svona og blása síðan sápukúlur í gegnum hringinn SÁPUKÚLUR BRUAR- SMÍÐI Brú geturðu smíðað úr spytum sem þú finnur úti eða færð gef ins. Hún þarf ekki að líta svona út eins og á teikningunni. Brúar- stólparnir eru negldir fastir við brúna, síðan neglirðu nagla í hornin á brúnni og bindur þráð eða vír í naglana líkt og á teikningunni. í rigningu geturðu svo notað brúna, gertstíflur og skurði. En einnig kemur hún að gagni í sandkassanum; það þarf ekki endilega að vera rigning. The Beatles: George Harrison og Ringo Starr sitjandi, Paul McCartney og John Lennon fyrir aftan. Hér eru The Beatles á niiöjum frægöarferli og hafa farið i gömlu fötin sin sem þeir klæddust i upphafi frægöarferilsins — „bitla- jakkarnir" kragaiausu. ,,Fjórir piltar frá Liverpool” 1 kvöld verður endurútvarp- að fyrsta þætti af 15 sem Þor- geir Ástvaldsson tók saman um feril Bitlanna einu og sönnu frá Liverpool og verður áframhaldið flutt næstu 14 miðvikudaga. Það er full ástæöa til að hrósa útvarpinu fyrir að endurtaka þessa þætti nú i sjónvarpsleysinu. Þeir voru á miöur heppilegum tima þegar þeir voru frumfluttir, eða á laugardagskvöldum þegar sjónvarp er hvað best eða áhugafólk um dægurtónlist einhversstaöar úti á lifinu. t fyrsta þætti segir frá upp- runa og æskuárum Bitlanna, en 11 þættir eru um hljóm- sveitina The Beatles, svo eru tveir þættir um George Harri- son og Paul McCartney eftir að The Beatles slitu samvist- um og siðan heill þáttur helg- aður John Lennon, en hann gerði Þorgeir eftir að John var myrtur i desember sl. Loks er einn þáttur helgaður Bitlaæð- inu á lslandi. Þorgeir sagði, að uppistað- an i þessum þáttum væri út- varpsþættir frá BBC, en auk þess heföi hann notað margar aðrar heimildir. Hann hefði lagt mikla vinnu i þættina, en það hefði verið vel þess virði. Þorgeir sagði ennfremur, að gerð þessara þátta væri nokkurskonar uppgjör viö eig- in æskuár. Hann hel'ði lagt geysimikla vinnu i að safna efninu saman og velja úr þvi, en hann heföi haft mjög mikla ánægju af að vinna þetta. Það væri eins og að geta loksins greitt gamla skuld. Vafalaust eru þessir þættir Bitlaaðdáendum jafnmikið ánægjuefniog endurflutningur lesturs Brynjólfs Jóhannes- sonar á Manni og konu er eldra fólki. —A fc Útvarp ÍP kl. 23.00 „Maður og kona” I kvöld byrjar Brynjólfur Jóhannesson lestur sögunnar „Maöur og kona” eftir Jón Thoroddsen. Jón Thoroddsen skáld og rit- höfundur skrifaði skáldsöguna „Piltur og stúlka” sem er fyrsta islenska skáldsagan i nútimaskilningi. Siöar skrif- aöi hann söguna „Maöur og kona” en henni varð aldrei lokiö. Leikfélag Reykjavikur hef- ur sett upp verkið „Maöur og kona” i leikgerö Emils Thoroddsen og lék Brynjólfur heitinn Jóhannesson hlutverk séra Sigvalda i a.m.k. 2 upp- færslum viö frábærar undir- tektir en séra Sigvaldi varö eitt af þekktustu hlutverkum hans. Lestri Brynjólfs á sögunni „Maöur og kona” var áöur út- varpað veturinn 1967—68 viö miklar vinsældir. Útvarp ► kl. 21.30 Brynjólfur Jóhannesson leik- ari. Lestri hans á Manni og konu var áður útvarpaö vetur- inn 1967—’68. Þeim er á hlýddu er ánægjuefni aö fá aö heyra hann á ný — og óhætt aö hvetja hina til aö fylgjast meö.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.