Þjóðviljinn - 01.07.1981, Page 16

Þjóðviljinn - 01.07.1981, Page 16
PJOÐVIUINN Miðvikudagur 1. júli 1981. Salernisvandamálið í Torfunni Framkvæmd- ir stöðvaðar Bygginganefnd Reykjavikur hefur samþykkt að fela bygginga- fulltrúa borgarinnar að láta stöðva frekari framkvæmdir við endurbyggingu Bankastrætis 2, en i teikningum að húsinu er ekki gert ráð fyrir salernisaðstöðu fyrir fatiaða. Eins og skýrt var frá i Þjóðvilj- anum fyrr i þessum mánuði hafa Torfusamtökin bent á, að til að uppfylla skilyrði byggingareglu- gerðar um salernisaðstöðu fyrir fatlaða þurfi að breyta veggja- skipan i húsinu sem aftur brýtur i bága við þau friðunarákvæði sem hvila á húsinu, auk þess sem húsið er litið og erfitt að breyta allri húsaskipan. Þessi mál eru nú til í rekari um- ræðu milli bygginganefndar og Torfusamtakanna, en samtökin hafa boðið upp á að komið verði upp salernisaðstöðu fyrir fatlaða sem þjóni öllu friðaða svæðinu á Bernhöftstorfu. —lg- Ingi R. Helgason, hinn nýi for- stjóri Brunabótafélags islands. Ingi R. tekinn viö Brunabót Ingi R. Helgason lögfræðingur tekur i dag, 1. júli, við starfi sinu sem forstjóri Brunabótafélags Is- lands. Jafnframt hefur nú veriö gengið frá skipun tveggja að- stoöarforstjóra, þeirra Þórðar Jónssonar og Hilmars Pálssonar, sem báðir hafa veriö deildar- stjórar hjá Brunabót árum saman. Sagði Ingi R. aðspurður, að hann teldi skipan þeirra tveggja veröa til að treysta inn- viði fyrirtækisins og gera stjórnun þess samvirkari. —vh Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i áfgreiðslu blaðsins isima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími aigreiðslu 81663 r ÞIÓÐVEGIR Á VESTURLANDI: Hættuleglr og i heilsuspillandi j „Margir vegir á Vesturlandi eru i þvi ástandi að þeir flokkast undir heilsuspiilandi mann- virki”, segir i áiyktun sem heil- brigðismálaráð Vesturlands samþykkti nýverið en i ályktun- inni er skorað á Vegagerð rikis- ins að sinna betur viðhaldi vega ikjördæminu,” til að koma iveg fyrir að fólk hljóti likamlegt og andlegt tjón af akstri um vegina. Að sögn Inga Hans frétta- ritara Þjóðviljans i Grundar- firði eru vegir á Vesturlandi og einkum Snæfellsnesi meö al- versta móti. Meðfylgjandi myndir tók Ingi Hans i vikunni við brúna hjá Stóru- Þúfu i Miklaholtshreppi. Þar hafði áin grafið undan veginum, svo stærðar gjóta var komin i veginn við annan brúar- endann. Stórir flutningabilar sem komu þar að, stöðvuðu alla umferð um brúna þar til búið var að fylla upp i gjótuna, en heilan bilfarm þurfti til. Ástæða þessara vega- skemmda er að varnargarðar við brúna eru ekki nægjanlegir og áin nær þvi að renna fram hjá brúnni og innundir veginn. Eins og myndirnar sýna gleggst þarf ekki aö sökum að spyrja ef bifreið hefði lent i gjótunni, en aðkoman að hinum brúarendan- um er blind fyrir fólksbila.—Ig. % Gjótan sem myndaöist i veginn var það djúp og breið að engum bilum var fært yfir brúna, og mcsta inildi að ekki hlaust slys af.— Myndir- Ingi Hans. Alþýðuleikhúsið „Kona” austur og norður 1 dag leggur Alþýðuleikhúsið af stað i leikför austur og norður um land, með leikritið KONA eftir Dario Fo og France Rame. KONA er þrir sjálfstæðir ein- leiksþættir, sem lýsa á gaman- saman hátt lifi þriggja kvenna við mismunandi aðstæður. Konurnar leika: Sólveig Hauksdóttir, Edda Hólm og Guðrún Gisladóttir. Leikstjóri er Guðrún Asmunds- dóttir. KONA var frumsýnd i Hafnarbiói i janúarlok og eru sýningar orðnar 40 talsins, þar af 10 utan Reykjavikur. I þessari leikför verður KONA sýnd á eftir- töldum stöðum: Vik, i kvöld, — Kirkjubæjar- klaustri annað kvöld, — Höfn föstudagskvöld og svo koll af kolli: á Berufirði — Breiðdal — Stöðvarfirði — Fáskrúðsfirði — Reyðarfirði — Eskifirði — Nes- kaupsstaö — Egilsstöðum — Seyðisfiröi — Borgarfirði eystri — Vopnafirði — Þórshöfn — Raufar- höfn — Skúlagarði — Húsavik — Breiðumýri — Skjólbrekku og seinustu tvær sýningarnar verða á Akureyri 22. og 23. júli. Lýkur þar með annarri leikför Alþýðu- leikhússins þetta leikár. Aðstandendur „Konu” eru hér aö búast til brottferöar. t forgrunni er Guörún Gisladóttir og Edda Hólm, sem fara meö 3. og 2. einleiksþátt sýningarinnar. Inni i bilnum standa Sólveig Hauksdóttir, sem leikur í fyrsta þættinum, og Guöný Helgadóttir sem er framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar. Auk þeirra verður meö i leikförinni Þorgeir Gunnarsson, aöalbilstjóri og tæknimaöur. Haildór Reynisson. Ráðinn for- setaritari Halldór Reynisson hefur verið ráöinn sem forsetaritari viö em- bætti forseta tslands frá 1. ágúst n.k.og erstaða forsetaritara gerö aö fullu starfi. Halldór Reynisson er fæddur 1953, sonur Reynis Árm annssonar og Stefaníu Guðmundsdóttur i Reykjavik. Hann lauk guðfræði- prófi frá Háskóla Islands 1979 og hefur undanfarið verið við fram- haldsnám i f jölmiðlafræðum við háskóla i Bandarikjunum. Jafn- framt námi sinu hefur Halldór verið blaðamaður og starfað við dagblöðin Timann og Visi og i sumar á fréttastofu rikisútvarps- ins. Hann er kvæntur Guðrúnu Þ. Björnsdóttur, sem lauk prófi frá Kennaraháskóla Islands á sl. vori. Birgir Möller sem gegnt hefur starfi forsetaritara tekur nú á ný við fullu starfi hjá utanrikisráðu- neytinu. Akureyri: Kvenna- framboð til bæjar- stjórnar? Ahugafólk á Akureyri vinnur nú aö undirbúningi kvennaframboös viö næstu bæjarstjórnarkosn- ingar þar og hefur boðað til al- menns fundar um málið um miöja næstu viku. Á fundinum verða ræddir möguleikar á sliku framboði og fjallað um nauðsyn þess að konur láti bæjarmálefni til sin taka á virkari hátt en til þessa, sagði Svava Aradóttir, ein Ur áhuga- hópnum, sem Þjóðviljinn talaði viö, en vildi ekki láta hafa neitt freícar eftir sér um stöðu mála. — vh. Læknar semja Tekist hafa samningar milli lækna á F jóröungssjUkrahúsinu á Akureyri og fulltrúa stjórnar sjúkrahUssins. Er þetta fyrsta skipti sem geröur er formlcgur samningur milli þessara aöila. 1 aðalatriðum er samningur læknanna á Akureyri samhljóða þeim sem læknar i Reykjavik samþykktu nýverið en auk þess er þar að finna ákvæði um trygg- ingu lækna í sjúkraflugi, sem þeir þurfa oft að sinna. 1 samningaviöræðum við lækn- ana kom fram eindreginn vilji lækna fyrir þvi að ráða fleiri að- stoðarlækna en vinnuálag á þá fyrrnefndu mun vera mikið. Verður sU ósk tekin til athugunar. — hs

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.