Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Lagmetisamningar við Sovétrikin: Hætta er á sölutregðu t napstn mnnníSi fpr •spndinpfnri níPStll fimm ára. Gerftar voru Snvítrílrin prn pini marlraíSnr- _ 1 næsta mánuði fer sendinefnd til Sovétrikjanna til þess m.a. að leita eftir frekari sölu á gaffal- bitum, en þegar er búið að framleiða það magn sem samið hefur verið um. Það eru tvær lagmetisiðjur, — K. Jónsson á Akureyri og Sigló-sild sem framleiða gaffalbita fyrir Sovétmarkað. K. Jónsson hefur fyrir nokkru afgreitt sinn hluta samningsins og er Sigló-sild að ljúka við sinn hluta. Blasir rekstrarstöðvun við siðarnefnda fyrirtækinu eins og fram kemur i viðtali við Kolbein Friðbjarnarson formann, Vöku hér á siðunni. 1 september i fyrra voru gerðir rammasamningar við Sovétrikin um sölu á lagmeti til næstu fimm ára. Gerðar voru áætlanir um kaup Sovétmanna á framleiðslu að andvirði 4.5- 6.0 miljón dollara hvert ár samn- ingstimabilsins. Innan ramma- samningsins skyldi siðan semja um kaupverð við gerð hvers einstaks kaupsamnings. Sá samningur sem fengist hefur til þessa hljóðar hins vegar aðeins upp á 1.5 miljónir dollara sölu á gaffalbitum. Höfuð ástæðan fyrir þessari sölutregðu á Sovétmarkaði felst eflaust i þeirri staðreynd, að bandariski dollarinn hefur hækkað úr 6.23 krónum i 7.60 krónur frá áramótum, en evrópskur gjaldmiðill, svo sem vestur-þýska markið lækkað úr krónum 3.18 i 3.03 krónur. Sovétrikin eru eini markaður- inn, sem okkur hefur staðið opinn fyrir gaffalbitafram- leiðslu fram til þessa. Þá er ljóst, að mikið er i húfi um aö vel takist til, er íslensk sendi- nefnd fer til Sovétrikjanna i næsta mánuði til að leita nýrra samninga. Fyllsta ástæða er þó til hóflegrar svartsýni, þvi það verð sem fengist hefur til þessa á Sovétmarkaði fyrir þessa ákveönu framleiðsluvöru, hefur verið það lágt, að framleiðslu- grundvöllurinn hér heima hefur verið hæpinn. Þar við bætist, að markaðshorfur i Evrópu fyrir þessar sömu sjávarafuröir versna markvisst við klifur dollarans. —h Atvinnuástandið á Siglufirði: Stórfelldar upp- sagnir. yfirvofandi Lagmetisiðnaðurinn á erfitt uppdráttar þó ekki sjáist það á svip þessarar konu sem vinnur hjá Norðurstjörnunni. „Ef ekki bregður til betri veg- ar núna á næstunni, er ljóst að stór hluti vinnandi fólks hér á staðnum verður atvinnulaus. Hér i bæjarfélaginu er ekkert svigrúm til þess að veita öllu þessu fólki nýja vinnu", sagði Kolbeinn Friðbjarnarson, for- maður verkalýðsfélagsins Vöku i viðtali við blaðam. Þjóðviljans i gær. Siglósild, annar þeirra tveggja aðila, sem framleiða gaffalbita fyrir Sovétmarkað, hefur lokið þeirri framleiðslu, sem i hennar hlut kom fyrir gerða sölusamninga. Nú lokar verksmiðjan og segir upp starfsliði sinu, alls 70 manns. Enn er þó nóg af hráefni, að sögn Kolbeins, (einar 3 þúsund tunnur sildar) en án kaupanda er rekstrargrundvöllurinn eng- inn. En rekstrarskilyrðin hafa lengi verið slæm, þó nú keyri um þverbak. Markaösverðið á framleiðslu Siglós hefur verið of lágt miðað við framleiðslu- kostnað og svo fór, að rikið þurfti að hlaupa undir bagga með fyrirtækinu i fyrra vegna hallareksturs. Um nokkurt bil hefur verið i athugun á vegum iönaðarráðu- neytisins og stjórnar Siglós, hvort ekki megi f'inna nýjar og arðbærari leiðir til reksturs verksmiðjunnar. Ekki bætir úr skák i málefn- um Siglfirðinga, að Sildarverk- smiðjur rikisins hyggjast segja 40manns upp vinnu vegna sam- dráttar i viðhalds- og bygging- arvinnu og að áhöfn skuttogarar ans Sigureyjar missir vinnuna, þegar hann verður seldur. Það má ljóst vera, að þörf er róttækra aðgerða, ef takast má að bægja verulegri kreppu frá dyrum Siglfirðina. Aannað hundrað nýrra atvinnuleysingja iekki stærra bæjarfélagi verður að teljast reiðarslag. _h Alþýðublaðið í upplausn Alþýðublaðið kom ekki út i gær og er það I annað sinn á nokkrum dögum sem krötum berst ekki málgagnið sitt vegna miskliða blaðstjórnar og rit- stjórnar. Fyrst var útgáfa blaðsins stöðvuð vegna þess aö Ert þú óvelkomm(n) tU Bandaríkjanna? Þegar islenskir ferðamenn sækja um vegabréfsáritun til Bandarikjanna i sendiráði þess hérlendis þurfa þeir að svara meðfylgjandi klausu. „Mörgum hefur orðið bumbult af minna” varð einum umsækjandanum að orði þegar hann leit yfir pappirinn, cn hér að neðan gcta lesendur Þjóðvilj- ans séð hverjir það eru sem að mati badariskra stjórnvalda eru óvelkomnir i þvi mikla landi „frelsis og lýðræðis”. um) eða hefur þjáðst af alvarlegum geðsjúkdómi.fólk sem hefur gerst brotlegt við lög eða almennt vclsæmi.fólk sem neytir eiturlyfjaeða sel- ur þau, fólk sem rekið hefur verið frá Bandarikjunum, fólk sem sótt hefur um eða fengið vegabréfsáritun á fölskum forsendumeða á svik- samlegan hátt.og fólk sem hefur verið meðlimir i sérstökum samtök- um.þar meðtaldir kommúnistaflokkarog samtöktengd þeim. EIGA NOKKRAE AF -----Já TAKMÖRKUNUM ÞESSUM VIÐ YÐUR? ----Nei UMAÓKNIR UM VEGABRÉFSARITUN l.HLUTI ATHUGIÐ! ALLIR UMSÆKJENDUR VERÐA AÐ LESA OG SVARA EFTIRF ARANDl (I) Bandarisk lög banna útgáfu ferðamannaáritana til þeirra sem hyggjast dvelja þar langdvölum eða ráða sig þar i vinnu. FERÐA- MENN MEGA EKKl VINNA. (II) Vegabréfsáritanir má ekki veita þeim, sem flokkast samkvæmt lagalegum takmörkunum undir að vera óleyfilegir gestiri Bandarikj- unum (nema aðfenginni undanþágu). Allar upplýsingar um takmark- anir þessar og hvort þær eigi við yður, má fá hér á skrifstofunni. Yfir- leitt eiga þær við fólk, sem haldið er smitandi sjúkdómi (svo sem berkl- Ef svo er, eða þér hafið einhverjar spurningar i þvi sambandi þá er yður ráðlagt að koma á skrifstofutima i eigin persónu. Sé það ekki hægt, þá útskýrið málsatvik á sérstöku blaði og látið fylgja unsókninni. Ath: Undirstrikanir Þjóðviljans -lg. „ábyrgum” aðilum I röðum krata fundust skrif ritstjóra og blaðamanna prakkaraleg. Slðan var sæst á að gefa út fyrsta bann-blaðiö ef tekið væri sér- staklega fram i blaðhaus, að um bann-blað væri að ræða. Tilslökunin dugði ekki til þess að milda reiði afleysingarrit- stjórans Vilmundar Gylfa- sonar og blaðamannanna Helga Más Artúrssonar og Garðars Sverrissonar: Þeir kröfðust formlegrar traustsyfirlýsingar vegna frumhlaups blaöstjórnar, fyrr kæmi ekkert blað út. Þvi var það þriðjudagseftir- miðdag, er ekkert efni hafði borist frá blaðamönnum Al- þýðublaðsins, að þeim var gef- inn frestur til klukkan sjö þann daginn til þess að sjá sig um hönd, annars yrði þeim sagt upp störfum. Afarkostir þessir hafa skiljanlega tvieflt heilaga vand- lætingu blaðamannanna og þvi fór sem fór, þeim var vikið frá störfum i gærmorgun. Blaöamannafélag Islands mun nú vera komið i málið til þess að reyna að bera klæði á vopnin og freista þess að forða flokksbræðra vigum. Þess má að lokum geta, að aðalritstjóri Alþýöublaðsins, Jón Baldvin Hannibalsson, hef- ur lýst yfir stuðningi viö Vil- mund og félaga. —h UMSÓKN UM VEGABRÉFSARiUN l Hum ATHUGH)! ALUR UMSÆKJENDUR VERÐA AÐ LÉSA Q SVARA EFTIRFARANDI (1) Bandariak lög bonna útgálu ierCamannaárltana til peirra. em hyggjaat dvelja þar lang- dvölum e8a rá8a sig þar i vinnu. FERÐAMENN MEGA EKKl VIí(a. (2) Vegabrálsárítanir má ekki veita þeim, sem Hokkast samkjemt lagalegum takmörkunum undir aö vera óleyiilegir gestir i Bandarikjunuxn (nema aö lengni undanþágu). Allar upplýs- ingar um takmarkanir þessar, og hvort þaer eigi viö yður, má,s hér á sknlstoiunni. Yiirleltt •iga þœr við iólk, sem haldiö er smitandi sjúkdómi (svo sem.erklum) eða helur þjáðst at alvarlegum geösjúkdómi; iólk sem gerst heiur brotlcgt við lc eða clmennt vélsaemi. lólk sera neytir eiturlyfja eöa selur þau; lólk sem rekið helur nð írá Bandarlkjunum. iólk sem sótt heiur um eða iengið vegabréisáritun á iolskum iorsen m eða á sviksamlegan hátt. og lólk sem er eða helur verið meðliihir I sérstckum samtrkuri. '. ;r.<»ð taldir korrunúnistailokk- ar og samtök tengd þeim. EIGA NOKKRAR AF TAKMORKUNUM ÞESSUM VIÐ YÐUR’ □ lá □ Nei Ei svo er, eða þér hahð einhverjar spurningar 1 þvi sambanc þá er yður ráðlagt að koma á skriistoiuna i eigin persónu. Sé það ekki haegl. þá útskýnð álsatvik á sérstöku blaði og látið lylgja umsókninni. Ballí Lindarbæ Rauðsokkahreyfingin og Kamarorghestarnir hafa slegið sér saman um að halda dansleik i Lindarbæ á föstudagskvöldið n.k. Húsið verður opnað kl. 21. og búast aðstandendur við miklu fjöri, Kamarorghestarnir hafa leikið i Islendinganýlendunni i Kaupmannahöfn undanfarin ár við tryggar vinsældir. En nú hafa þeir sumsé brugðið sér bæjarleið, — og spilað undan farnar vikur fyrir almenning i sveitum Islands. Þeir eru við- Kamarorghestarnir i viðhafnarbúningi. Þeir munu sjá um fjörið með rauðsokkum á föstudagskvöldið. kunnir fyrir liflega sviösfram- komu, leikræna hæfileika og harða sveiflu svo nokkurra kosta sé getið i litilli frétt. —óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.