Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 4
 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. ágúst 1981 UOBVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis btgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir úmsjónarmaöur sunnudagsblaós: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Klaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. íþróttafrétta maöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Ólöf Halidórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: SigrUn Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prcntun: Blaöaprent hf.. r I minningu Magnúsar Kjartanssonar • í dag kveðja sósíalistar á íslandi einn sinn merkasta mann og skarpasta penna. Hástig lýsingarorðanna leita á hugann þegar þessi kveðjustund er upp runnin. í anda hans skal þó farið spart með. En það er ef til vill skýr- asta táknið um þá stærð sem Magnús Kjartansson hafði öðlast í hugum fólks, að þorra þjóðarinnar mun áreiðan- lega þykja mikill sjónarsviptir af þessum eitilharða bar- áttumanni. • Ferill Magnúsar var ákaflega litríkur og f jölbreytt- ur. Honum eru gerð margvísleg skil í minningargreinum sem Þjóðviljinn flytur í dag. Þar er brugðið upp svip- myndum af meistara tungunnar, hinum Ijósa og skarpa stíl hans, gáfumanninum, heimsmanninum, ferðalangn- um, menntamanninum, blaðamanninum, rithöf undinum og stjórnmálamanninum. Og þar mætti lengi við bæta. • Okkur á Þjóðviljanum er efst í huga hve stóran hlut Magnús Kjartansson á í blaðinu og okkur sem við það vinnum. Hann er okkur í senn f yrirmynd, mælikvarði og svipa. Skrif hans í Þjóðviljann eru löngu orðin að goð- sögn sem ævinlega mun hvetja blaðið og hreyf inguna til dáða. • Víðsýni, þekking, skörp hugsun og fjöldabarátta. Þetta eru orð sem framar öðru tengjast minningu Magnúsar Kjartanssonar. Þröngsýni, heimóttarskapur, vanahugsun og einangrunarstef na voru eitur í hans bein- um. Með skrif um sínum og málf lutningi átti hann hvað eftir annað stærstan þátt í að kveðja saman alþingi göt- unnar til baráttu fyrir góðum málstað. Hér nægir að minna á hlut Magnúsar í baráttunni fyrir stækkun fisk- veiðilögsögunnar, andófinu gegn bandarísku herstöðv- unum á fslandi, baráttunni fyrir íslensku forræði yfir auðlindum og atvinnulífi, og fyrir reisn sjálfstæðrar menningar. • Eldur brann undir í öllu fari Magnúsar. Snarkið í pfpunni blikið í augunum, leiftrandi tilsvör og snöggir skellihlátrar — allt þetta sem við munum svo vel voru neistar undan fáguðu yfirborði, sem allir vissu að gátu breyst i eld brennanda. Það var eldur hugsjónanna sem brann í brjósti Magnúsar og sem hann hefur eggjað hvern mann að kynda undir í sjálf um sér. Maður án hug- sjóna var dauður maður í augum Magnúsar Kjartans- sonar. • Sjálfstæði og reisn íslenskrar þjóðmenningar, sjálf- ræði þjóðarinnar í stjórnmálum og atvinnumálum, bætt kjör alþýðu og jafnrétti allra þjóðfélagshópa voru æðstu hugsjónir hans. Og honum lét svo vel hlutverk uppaland- ans, f ræðarans, sem tengir og miðlar og býr heilum kyn- slóðum framtíðarsýn, að þar hafa fáir farið í hans föt. Baráttuna fyrir hugsjónum sínum og islenskra sósíalista rak hann af háum sjónarhóli sannrar menntunar og gáfna, með útsýn um heim allan, án þess að missa nokkru sinni sjónar af rótum hennar. Þannig rækjum við best minningu Magnúsar Kjartanssonar að halda hug- sjónum hans hátt á lof ti, og bera þær f ram til sigurs. • Þjóðviljinn vottar Kristrúnu Ágústsdóttur og öðrum vandamönnum Magnúsar dýpstu samúð. • Á kveðjustund geta sósíalistar á fslandi fagnað þeirri gæfu að hafa átt um árabil glæsilegan leiðtoga, sem ásamt mörgu öðru hæfileikafólki, hefur aflað hreyfingunni virðingar og trúnaðartrausts í landinu. —ekh Hlrippt Upphaf Flugleiða Á fyrstu árum áttunda ára- tugsins rikti nokkur kreppa f millilandaflugi Islendinga. Eftirspurn á Atlantshafsflug- leiöinni hafði dregist saman og Loftleiðir höfðu tekið upp haröa samkeppni við Flugfélag Islands á Evrópuleiðum. Flug- farþegar á þessum leiðum nutu góðs af samkeppninni, en flug- félögin blæddu þvi aðsætafram- boð reyndist allt of mikið. Afleiðingar þessarar sam- keppni voru þó ekki eingöngu tekjutilfærsla frá flugfélögum til flugfarþega. Færa má nokkur rök fyrir þvi, að þjóð- félagið iheild hafi tapað á þess- ari samkeppni, þar sem hinn dýri flugvélakostur flugfélag- anna var ákaflega vannýttur á umræddum flugleiðum á þessum tima. Hannibals þáttur Valdimarssonar IEitt helsta þrekvirki Hanni- bals Valdimarssonar i stöðu samgönguráðherra á árunum 1971—1973 var, aö leiða Loft- leiðir og Flugfélag íslands saman i eina sæng undir firma- heitinu Flugleiðir h.f. Markmið þessa samruna var, að þvi er landslýð var tjáð, að samhæfa rekstur þessara tveggja flugfélaga m.a. i þvi skyni að bæta nýtingu flugvéla- kosts þeirra og auka þannig rekstrarhagkvæmni. Til þess að þessi samruni mætti eiga sér staö tók hiö opin- bera á sig verulegar skuldbind- ingar gagnvart hinu nýja flug- félagi bæði fjárhagslegar og annars eðlis. Þá var hinu nýja flugfélagi af- hent einokunaraðstaða á flug- leiðum til og frá landinu svo og þorra innanlandsleiða. Islensk yfirvöld gengu meira að segja svo langt að þessu leyti, að þau meinuðu leiguflugvél um lendingarleyfi á Islandi um skeið, þvertofan i þá alþjóðlegu loftferðarsamninga, sem Island var og er aðili að. 011 þessi fyrirgreiðsla var siðan réttlætt með þvi, að hún 1 væri endanlega til hagsbóta fyrir land og þjóð. Islenskir flugfarþegar myndu að lokum uppskera sin laun i formi lægri flugfargjalda og betri þjónustu en ella. Etfiðleikar Flugleiða Fyrirheitna landið i islenskum flugmálum hefur hins vegar látið á sér standa. Flugleiöir hafa frá upphafi átt við margvfslega erfiðleika að etja, sem virðast sist minni en þeir erfiðleikar samanlagöir, sem Loftleiðir og Flugfélag tslands gimdu við áður. Þáttaskilhafa orðið i farþega- flugi á Norður-Atlantshafsflug- leiðum. Þessi flugleið var, svo sem kunnugt er, um langan aldur ákaflega gjöful gróöalind fyrir Loftleiðir og talin eitt helsta framlag Loftleiða til hins sameiginlega búskapar með Flugfélagi Islands. Arangur Loftleiöa á Noröur- Atlantshafsflugleiðinni, var að fjarska takmörkuðu leyti stjórnunarhæfileikum eigenda Loftleiöa að þakka. A þessari fhigleið voru Loftleiðir lengst af i þeirri öfundsverðu aðstööu að hafa nánast engan sam- keppnisaðila. Innan vébanda IATA höfðu stóru flugfélögin á Sigurður Helgason. Skiptaráðandi þrotabúsins? þessari leið ákveðið aö bjóða sameiginleg fargjöld vel yfir kostnaðarveröi. Loftleiðir voru ekki aðilar að IATA og þvi óbundnir af fargjaldaskrá þess. Loftleiðir fylgdu hins vegar þeirri einföldu sölustefnu að bjóða fargjöld nægilega undir IATA verði til að fylla vélar sinar. Vegna þess hve IATA far- gjöldin voru há skilaði þessi stefna lengi vel ágætum hagnaði. Þessi notalega veröld Loft- leiða hrundi i einu vetfangi, þegar rikisstjórn Carters lagði til atlögu viö samkeppnishöml- ur á Norður-Atlantshafsflug- leiöinni áriö 1976. Snögglega stóð hið nýja flug- félag, Flugleiðir, þvi frammi fyrir virkri samkeppni á þessari Ieið. 1 þessari samkeppni höföu Flugleiöirá hinn bóginn talsvert forskot umfram flesta keppi- nauta slna vegna þess hve nafn Loftleiða var þekkt i banda- rikjunum og hinnar löngu reynslu sinnar á þessum markaöi. Af þessum sökum heföi mátt ætia, að Flugleiöir myndu standa sig i þeirri sam- keppni, sem 1 hönd fór. Niðurstaðan varð hins vegar önnur. Flugleiöir voru i hópi fyrstu flugfélaga til að gefa eftir á þessari flugleið. Astæðan fyrir þessari slælegu frammistöðu viröist einkum hafa verið sú, að meirihluti stjórnenda Flugleiða, sem margir hverjir eru raunar einnig eigendur, hafi ekki skilið eðli hinna breyttu aðstæðna eöa ekki tekist að laga hugsunarhátt sinn að þeim. Svo virðist, að þeir hafi of lengi vanist praktug- legum lifnaðarháttum i' skjóli einokunar IATA. Hver á að borga fyrir mistökin? Þær vonir sem stjórnvöld bundu við sameiningu Loftleiða og Flugfélags tslands hafa brugðist illilega. Erfiðleikar flugrekstrar frá tslandi hafa aukist en ekki minnkað. Almenningur hefur um langt skeið orðið aö bera kostnaðinn af þessari tilraun i formi óeðli- lega hárra fargjalda á fjöl- förnustu leiðunum og skertrar þjónustu. Gróðinn af fluginu meö íslendinga hefur siðan verið notaður tilað greiða niður flugfargjöld útlendinga á Norð- ur-Atlantshafsflugleiðinni. Siðustu misserin hafur hluti þessarar niðurgreiðslu meira að segja verið sóttur beint i vasa skattborgaranna án tillits til þess hvort þeir nota þjónustu Flugleiða eða ekki. Eigendur Flugleiða, þ.á.m. hiö volduga Eimskipafélag íslands og ýmsir sterkefnaðir einstaklingar, sem allirkannast við, hafa ekki þurft aö taka afleiöingum sinna eigin rekstrarmistaka. I skjóli einokunar á mörgum flug- leiðum hefur þeim tekist að velta þessum kostnaði yfir á almenna flugfarþega. Og i krafti þess tangarhalds, sem þeir hafa á atvinnu fjölmargra Islendinga hefur þeim tekist að velta hluta kostnaðarins yfir á almenna skattgreiðendur. Til að kóróna frammistöðu sina hafa eigendur Flugleiöa nú ákveðið aö greiða sjálfum sér 10% arö af hlutafé sinu I formi framseljanlegs afsláttar af flugm iðum. Þessi arögreiðsla af nánast verðlausu hlutafé, flugfélags, sem þegar hefur tapaö nær öllum eigum sinum, nemur stórum hluta þess fjárframlags, sem félagið hefur óskaö eftir að islenskir skattgreiðendur af- hendiþeim á þessuári. JGK 09 skorrid

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.