Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 6. ágúst 1981 tryggingaráöuneytinu liggja eftir Magniis Kjartansson fjöldamörg verk sem hafa haft og munu hafa veruleg áhrif á lifskjör lands- manna. Ég nefni þar aðeins lögin um heilbrigðisþjónustu frá 1973 sem enn eru ekki að fullu komin til framkvæmda. Af hverju er ég aö telja þessi mál upp i slikri grein? Vegna þess, að með þvi aö lita yfir þenn- an 20 ára tima sést hverju má fá áorkað i reynd með þvi fyrst að undirbúa jarðveginn en siðan að uppskera árangur fjöldastarfs og vinnu i þagu landsmanna, — þjóðarheilla i bráð og lengd. MagnUs Kjartansson var sá gæfu- maður að geta tekið þátt i vfð- tækri þjóðfélagslegri baráttu fjöldans, sem birtist siðan I árangri og athöfnum vinstri stjórnarinnar og stórfelldri eflingu Alþýðubandalagsins. Saga sliks manns er samofin sögu þjóðarinnar, heitustu baráttu- málum hennar, sigrum hennar og ósigrum. Þannig verða áhrif hans ekki greind úr heildarframvindu sögunnar. Þess vegna verður þetta ekki kveðjugrein; sagan og minningin lifa i athöfnum nútiðar og framtiðar. MagnUs Kjart- ansson kvaddi alþíngi götunnar til liðs og sá hvaða árangur getur hlotist af beinni og lyðræðislegri skírskotun til fólksins sjálfs. I upphafi var spurt um áhrif einstaklingsins á pólitiska fram- þróun. Þeirri spurningu hefur arf hennar og sögu, en umfram allt að hefja merki framtiðar hátt i réttindabaráttu alþýðu og þjóð- frelsisbaráttu Islendinga. Hug- sjónaeldurinn lætur oft litt á sér bæra idagsinsönnaðekkí séfast- ar að orði kveðið. Hann má þó aldrei kulna. 1 minningu Magnús- ar skal þess þvi að lokum minnst að „elds er þörf" nú sem jafnan fyrr. SvavarGestsson Með Magnúsi Kjartanssyni er hnigið til moldar eitt af stór- mennum tslands i stjórnmála- og blaðaheimi þjóðar vorrar á þessari öld. Hann hné til foldar eftir að hafa háð jafn hatramma sem hetjulega baráttu við tvo skæða sjúkdóma og raunverulega sigrast á þeim, er vágesturinn versti lagði hann að velli, er mót- stöðukrafturinn mikli var þrot- inn. Aldrei munu þeir, sem fylgst hafa með i þvi striði, gleyma þvi hvernig Magnús óx við þá erfiðleika, er aðra hefðu bugað, né heldur reisn Kristrúnar, konu hans, öll þessi erfiðu ár. Manni verður hugsað til kvenhetjunnar Auðar við hlið Gisla Súrssonar við þau ógleymanlegu kynni ástar og umönnunar. I þann aldarfjórðung er Magnús stýrði Þjóðviljanum varð það blað sá bitri brandur i baráttu þjóðar vorrar fyrir þjóðfrelsi pg Ameriska auðvaldið ætlaði að kæfa þá byltingu i fæðingunni með viðskiptabanni, alþýða Kúbu svaraði með þjóðnýtingu amerisku stóreignanna, en Sovétrikin hjálpuðu Kúbu til að brjóta viðskiptabannið. Magnús ræddi þá m.a. við Che Guevara, byltingarhetjuna, sem banda- riska leyniþjónustan siðan lét myrða i Bóliviu, en er nú tákn uppreisnaræskunnar um viða veröld. Bók Magnúsar, „Bylt- ingin á Kúbu", kom út siðía árs 1962, er veröldin stóð á öndinni Ut af hættu á stórveldástriði vegna Kúbu og Magnús flutti ógleyman- lega ræðu um eyland þetta og ibúa þess fyrir troðfullu húsi i Háskólabiói. Það voru aivöru- þrungin orðin, sem MagnUs beindi til þjóðar sinnar á þeirri örlagastundu: ,,Það eru andlega forhertir menn og kalnir á hjarta, sem finna ekki að þeir eru hluti af eyþjóðinni i Karibahafi, sem um langt skeið hefur verð umlukin morötólum á alla vegu og getað búist við tortim- ingunni á hverri stund örlög Kúbubúa eru örlög okkar allra. Þar verður úr skorið hvort langþjáð alþýða á að hafa rétt til að risa gegn kúgurum sinum og leita frelsis, þekkingar og lífshamingju. Þar verður úr þvf skorið hvort smáþjóð á að hafa frelsi til að ráða málum sinum sjálf." firði, sem Sósialistaflokkurinn og Framsókn voru sammála um að fá sem forsætisráðherra um áramótin 1946—1947, en aftur- haldið i Alþýðuflokknum hindraði. Magnús var gæfumaður i opin- beru lifi sinu sem einkalifi. Honum auðnaðist i 30 ár að vera i krafti góðra gáfna sinna og ritlistar, sverð og skjöldur þjóðar sinnar og þó alþýðu hennar fyrst og fremst — i sókn og vörn, jafnt i þjóðfrelsisbaráttunni sem sósial- iskri frelsisbaráttu verkalýðs. Og i einkalifi sinu átti hann sér lifs- förunaut, sem var hans gifta i bliðu og striðu, Kristrúnu Ágústsdóttur, þvi þegar vágest- irnir verstu gerðu hörðustu hriðarnar að ótrúlegum kjarki og karlmennsku Magnúsar, þá var umönnun hennar slik að aðeins verður lýst með orðum Jó- hannesar Ur Kötlum: „ástin sjálf við hlið hans stendur". Alþýða fslands mun geyma minningu Magnúsar Kjartanssonar i hjarta sinu, þakklát honum fyrir allt, sem hann var henni og vann i lifi hennar og frelsisstriði. Hjartanlegar samúðarkveðjur og þakkir fylgja þessum linum til Kristrúnar, ölafar og Kjartans Thors, og Magnúsar litla frá okk- ur hjónunum. Einar Olgeirsson um ástæðum þoldu með engu móti, að sjávarútvegsráðherra sósialista skyldi hafa forystu i þessu stórmáli. Magnús Kjartansson var mér ráðhollur i þeim pólitisku svipt- ingum sem á þessum árum áttu sér stað i landhelgismálinu, bæði innan rikisstjórnarinnar og við þá sem i stjórnarandstöðu voru. Og seint verða metin til fulls áhrifin af einbeittum og hvössum skrif- um hans um málið, einmitt á þeim tima, sem varla mátti á milli sjá, hvort málið næði fram til sigurs fyrir Islendinga eða ekki. Að loknum sigri i deilunni um 12 milurnar skrifaði Magnús svo eft- irminnilegan og sterkan bækling um það sem fram fór á bak við tjöldin i þessari deilu. A árunum 1971 til 1974 sátum við Magnús siðan saman i rikis- stjórn Ólafs Jóhannessonar. Þá kom i minn hlut eins og áður land- helgísmálið og enn naut ég hygg- inda og hæfileika Magnúsar. Hann fékk hinsvegar i sinn hlut stór ráðuneyti og mikil verkefni. Þegar Magnús tók við heil- brigðismálunum var rikjandi öngþveiti I læknamálum dreif- býlisins. Mörg læknishéruð voru læknislaus og umræður stóðu dögum saman utan dagskrár á Alþingi um vandann. Magnúsi tókst á skömmum tima að gjörbréyía þessu ófremd- arástandi. Og i framhaldi af Hafnarárin. Myndin tekin '39eða '40. Fremsta röðf.v.: Guðni Guðjönsson, Tryggvi Briem, Magnús Kjartansson. Aftari röð f.v.: Sigurður Jóhannsson, Guðmundur Arnlaugsson, Jakob Benediktsson, Helgi Bergs, Guðmundur Kjartansson og Hjalti Gestsson. Fjölskyldan: f.v.: Kristrún Agústsdóttir, Magnús, Olöf Magnúsdóttir, og foreldrar Magnúsar, Sigrún Guðmundsdóttir og Kjartan Ólafsson. ekki verið svarað hér, enda þótt samantekt þessi gæti visað til þeirrar staðreyndar að saga Islendinga á siðari hluta tuttug- ustu aldar er jafnframt persónu- saga þeirra manna sem söguna skópu; þar er I forystu sá maður sem við minnumst i dag. 1971 veiktist Magnús Kjart- ansson alvarlega en náði sér aftur ótrúlega vel. Hann veiktist svo á nýjan leik nokkrum árum siðar og nú undanfarna mánuði var nokkuð séð að hverju fór. Við hlið hans i erfiðum og tvisýnum veik- indum stóð fjölskylda hans, ólöf dóttir hans og Kjartan tengda- sonur hans. En fremst stóð kona hans Kristrún Agústsdóttir sem annaðist Magnús I veikindum hans af einstakri fórnfýsi, þolin- mæði og hlýju. Fyrir það starf ber henni heiðurssess í sögu Islenskra sósialista. Fjölskyldu hans allri votta ég og fjölskylda mfn okkar dýpstu samúð. Persónulega á ég Magnúsi Kjartanssyni mikla þakkarskuld að gjalda. Það kemur nú i minn hlut fyrir hönd Alþýöubandalags- ins, stjórnmálahreyfingar is- lenskra sósialista að flytja Magnúsi Kjartanssyni þakkir flokksins fyrir starf liðinna ára- tuga, glögga leiösögn og raunsætt mat á aðstæðum liðandi stundar, en umfram allt þann eld sem Magnús kveikti I brjóstum þús- undanna i baráttu verkalýðs fyrir þjóðfrelsi og sósialisma. Magnus- ar Kjartanssonar verðui- best minnst meðþviað leggja rækt við hugsjónir þessarar hreyfingar, sósialisma, vopniö sem jók fylgjendum ásmegin sökum rit- listar hans og sannfæringar- krafts, en skaut andstæðingunum að sama skapi skelk I bringu, svo að sumir þeirra opnuðu hann skjálfandi hendi, er von var ógleymanlegra Austra-greina eða annarrar álika beiskrar ádeilu. 1 f jörtiu ára frelsisstrlði vorrar fámennu þjóðar við voldugasta og rikasta herveldi heims átti Island i Magnúsi Kjartanssyni þann mikla málsvara, er aldrei bogn- aði fyrir áróðursgaldri andstæðinga, ofsóknum né rógi, heldur beitti brandi penna sins af þvi meiri snilld og reisn sem árásir hinna urðu eitraðri og lágkúrulegri svo sem málstað þjóðsvikanna hæfði. Sigilt dæmi um það af hvilíkri þekkingu og list hann húðstrýkti undirlægju- hátt islenskra NATó-þýja og baráttu þeirra gegn islenskum hagsmunum er lýsing hans á allri framkomu þess lýðs i baráttunni um 12 milna fiskveiðilandhelgina 1958. (Sú ritgerð hans „Atökin um landhelgismálið. Hvað gerðist bak við tjöldin?", birtist I Rétti 1959 og var tvivegis sérprentuð.) En frelsisást Magnúsar var ekki takmörkuð við ættjörðina eina saman. Alþjóöahyggja súsialismans beindi hug hans til þjóða þeirra nýfrjálsra, er áttu við að búaýmist ógnun eöa árás þess sama ægivalds, sem klófest hafði Island: hervald og auðvald Norður-Ameriku. Sumarið 1962 héldu Magnús og Kristrún til Kúbu, þar sem fátæk alþýða hafði gert uppreisn gegn leppum Bandarikjanna og sigrað. Og sumarið 1968 lagði Magniis leið sína til annars lands, Vletnams, þar sem ein fátækasta þjóð heims háði frelsisstrlð sitt, áratuga langt og fórnfrekt, við voldugasta og rikasta herveldi veraldar — og sigraði að lokum. Magnús reit um ferð þá og upplif- un alla, aðra af sinum ógleyman- legu bókum: „Vietnam", er út kom i nóvember 1968. Frelsisást og ritlist Magnúsar nutu sin fullkomlega I frásögnun- um af þessum þjóðum tveim, sem bjuggu undir hrammi þess valds, er hremmt hafði og útskaga Islands. Adeilur hans á hervald það — hið auðuga, volduga og grimma — urðu hvassar sem byssustingur og eggjanir hans til baráttu slikar að brýna hiutu deigt járn, svo biti um siðir. Arfur hans til þjóðar vorrar I ræðu og riti er vopnabúr i ára- tugalangri frelsisbaráttu hennar, sem framundan er, ef hún lifir af. Magnús varð snemma einn af aðalleiðtogum Sósialistaflokksins og lagði sinn drjúga skerf til þess að gera hann að þeim sérstaka flokki, þjóðlega og alþjóðlega, er hann varð. Magnús varð þing- maður og ráðherra Alþýðubanda- lagsins og vann þá og siðar ekki hvað sist þau stórvirki á sviði félagsmála, sem æ verður minnst af þeim sem um sárast eiga að binda. Marga af þeim mannkostum, er Magnús prýddu, mun hann hafa erft frá föður sinum, Kjartani ólafssyni, þeim ágæta braut- ryðjanda alþýðunnar i Hafnar- Það er sárt að missa góðan félaga og traustan samherja i miðri baráttu. Það var vissulega mikið áfall fyrir okkur Alþýðubandalags- menn að missa Magnús Kjartans- son úr forystuliði okkar, þegar hann varð að draga sig i hlé vegna veikinda fyrir nokkrum ár- um. Magnús Kjartansson var af- buröagreindur og mikilh'æfur stjórnmálamaður. Hann var með fádæmum vel ritfær og að minum dómi voru skrif hans um stjórn- mál markvissari og skarpari en nokkurs annars, sem i blöðin skrifaði, á þeim árum, sem hann var ritstjóri Þjóðviljans. Samstarf okkar Magnúsar stóð i mörg ár, fyrst i Sósialistaflokkn- um en siðar i Alþýðubandalaginu. Það kom þvi með eðlilegum hætti i hans hlut að verja minn málstað i átökum við andstæðinga og það sem ekki var minna vert, að tulka með ritsnilld sinni það sem ég og aðrir félagar hans vorum að segja og gera. Mér er minnisstæö samvinna okkar Magnúsar á árunum 1956 til 1958, þegar ég var sjávarút- vegsráðherra I vins'tristjórn Her- manns Jónassonar. Þá var hart barist um útfærslu fiskveiðiland- helginnar úr 4 I 12 sjómflur. Baráttan, sern þá stóð, var ekki eingöngu við Breta, þó að þeir væru að sjálfsögðu höröustu and- stæðingarnir. Baráttan þa var einnig við heimamenn, við áhrifa- og valdamenn I okkar eigin liði Islendinga. Þá voru hér úrtölu- menn; menn sem vildu biða, menn sem vildu semja um málið við NATÓ, menn sem af pólitisk- bráðabirgöaúrræðum beitti hann sér fyrir nýrri löggjöf um heil- brigðisþjónustu, sem gjörbreytt hefir heilbrigðisþjónustunni svo að segja um allt land. Magnús knúði einnig fram stór- felldar umbætur á kjörum aldr- aðra og öryrkja m.a. meö því að koma i framkvæmd áætlun um tekjutryggingu. Missir Magnúsar Kjartansson- ar úr forystuliði okkar sósialista var vissulega þungt áfall fyrir okkar hreyfingu. En maður kem- ur I manns stað og ungir og vaskir menn munu fylla I skarðiö eftir þvi sem tök eru á. Hin miklu og erfiðu veikindi Magnúsar hafa komið sárt við alla hans nánustu og þo engan eins og hans ágætu eiginkonu, sem allt gerði sem I hennar valdi stóð til að milda og bæta, og draga úr þeim mikla vanda sem yfir gekk. Ég og kona min vottum Krist- rúnu og öllum aðstandendum Magnúsar okkar dýpstu samúð. Lúðvik Jósepsson Af þvi verður ekki ofsögum sagt: Magnús Kjartansson mót- aði Þjóðviljann i ótrúlega rikum mæli. Það er oft, að mönnum detta fyrst i hug daglegir pistlar hans I mörg ár, sem Magnús nefndi Frá degi til dags. Vinsælla efni hefur aldrei komið i þessu blaði. Ég man að eitt sinn vorum við að hreyfa því við Magnús, að gefa út litlar árbækur með Urvali úr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.