Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 14
14S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. ágúst 1981 og baráttugleði. Marga okkar greindi á við hann um flokks- kenningar, leiðina til sósialism- ans, um alþjóðamál eða annað, en guldum þess aldrei i samskipt- um við hann. Um ieiö var hann góður samherji I svo mörgum baráttumálum. Nú er Magnús allur og vandfyllt skarðið. Mér verður hugsað til heimsóknanna á ritstjórakontór- inn til Magnúsar á Skólavörðu- stignum. Hann haföi oftast tima til aö spjalla viö mann, skoða greinar sem aldrei voru ritskoð- aðar eða hafnað og spyrja frétta. Þá þóttist maður góður að geta sagt tiðindi og séð honum skemmt eða ögrað á bak við hæglátt fasið og pipureykinn. Ég votta minningu hans virö- ingu mlna og sendi fjölskyldu Magnúsar samúðarkveðjur. Ari Trausti Guðmundsson. Magnús Kjartansson er látinn og meö honum er genginn einn mikilvirkasti og farsælasti leið- togi sósialiskrar hreyfingar á íslandi á árunum eftir siðari heimsstyrjöld. t virðingu stend ég nú með þakklæti I huga fyrir sam- starfið i hreyfingunni, árvekni hans, hugdirfsku og manndóm, en ekki sist fyrir vináttu hans. Hér verður ekki skrifuð minningar- Kristrún, við hlið hans eins og óbifanlegur klettur. Aðdáunar- vert þrek hennar og kærleikur náöu þangað sem hæst ber i mannlegu samneyti. Vinir Magnúsar flytja henni samúðar- kveðjur og þakklæti. Ingi R. Helgason. Magnúsar Kjartanssonar var enn minnst á striösárunum I Menntaskólanum i Reykjavik, ér ég nam þar, sem hins mikla námsmanns, er hæst stúdentspróf hafði tekið frá skólanum, siðan tugakerfið var upp tekið við ein- kunnargjöf. Þeirrar skoðunar aö verkmenn ing lyti helst að þjóöþrifum, mun hann hafa hafið nám i verkfræöi við Háskólann i Kaupmannahöfn 1938, þótt hann hneigðist fremur að fræðiiökunum. Tveimur árum siðar hvarf hann að námi i mál- fræði og islensku, sem varð hon- um góður undirbúningur undir ævistarf hans. Undir próf i þeim greinum gekk hann ekki, og mun það hafa valdiö þvi, að hann tók til við blaðamennsku, er hann hvarf heim i striðslok. t þann mund er hann tók við ritstjórn Þjóöviijans ásamt Sigurði Guðmundssyni, sumarið 1947, var hann eitt þriggja, eða jafnvel tveggja, áhrifamestu dag- blaðanna, og hafði á stundum að fullu i tré við þau sameinuö. Aö blaðamennsku Magnúsar Kjartanssonar, traustri málsvörn fyrir Sósialistaflokkinn og þjóð- réttindi i kalda striðinu eða þungri sókn fyrir Alþýðubanda- lagiö á viðreisnarskeiðinu, né aö ráðherra-störfum hans i vinstri stjórninni 1971—1974, en þau, blaðamennska hans og ráðherra- störf, eru þorra fólks i fersku minni. Heilsa Magnúsar Kjartans- sonar brast, meðan hann gegndi ráðherrastörfum. Aftur öðlaðist hann talsverða starfsgetu fyrir erfiða og vandasama þjálfun. En þótt hann ynni málstaö fatlaðra, sem varð honum hugstæður, og að ritstörfum, þýðingum og blaðaskrifum, bundu veikindi hans endi á stjórnmálaferil hans i þann mund, er hann þótti sjálf- kjörinn eftirmaður Lúðviks Jósepssonar sem formaður Alþýðubandalagsins. Þótt Magnús Kjartansson hafi átt við vanheilsu að striða i sjö eða átta ár og haft tvo um sextugt, finnst okkur þess vegna mörgum hverj- um, að hann hafi dáið um aldur fram. Haraldur Jóhannsson. e Grunnhyggnir menn fullyrða gjarnan aö hugsjónir og raun- hyggja séu andstæöur sem rúmist illa i einni og sömu manneskj- unni. Hjá Magnúsi liföu þessar andstæður friðsömu samlifi þar sem hvor styrkti hina. Dáðist ég ósjaldan að vægöarlausu raunsæi hans og skynjaði þá hve hugsjónir stóðu á traustum merg. Þar var enginn samanhrærður grautur staðnaðra lánshugmynda, studd- ur hjálparhækjum andlega lam- aðra manna. Magnús þurfti ekki að beita fyrir sig trúarbrögðum til að blása lifi i staðnaöa hug- mynd. Ekkert var honum fjær skapi en afneitun hugsunarinnar. Hann sætti sig fullkomlega við þau takmörk sem hugsuninni eru sett en neitaði náðarfaðmi trúar- bragða. Og þó átti Magnús sina trú. Hann trúði á staðreyndir og fegurðmannlegs lifs, „Land, þjóö og tunga, þrenning sönn og ein ”. Þetta var einskonar trúarjátning hans, þarna sló hjarta hans, þarna barðist hugsun hans. Lifið sjálft án allrar fegrunar eða böl- sýni var honum i senn markmið og viðmiðun. Af okkar fundum fór ég aldrei samur og jafn. 1 mörg ár eftir að daglegum samskiptum okkar lauk var ég undir áhrifavaldi þessa mikilhæfa manns. Lenti ég i erfiðleikum eða þurfti að leysa úr torráðnum vanda, spurði ég mig gjarnan hvað Magnús hefði aldarfjórðungs ritstjórn hans á Þjóðviljanum. Þá sögu er ekki mitt að rekja, en Magnús kom viðar við á starf- samri ævi. Fyrstu ritstörf hans eftir að hann kom heim voru við Timarit Máls og menningar, og hann var ávallt siðan i nánum tengslum við Mál og menningu, sat i stjórn félagsins um árabii og var þvi hollráðastur þegar mest reið á. Hann skrifaði margt i Timaritið. þýddi bækur fyrir fé- lagið og siöast en ekki sist gaf hann út á vegum þess ferðabækur sinar frá Kúbu (1962), Kina (1964) og Vietnam (1968), sem allar voru ekki aðeins merkilegar lýsingar á heimssögulegum viðburðum heldur og veigamikið framlag til islenskrar umræðu um þróun só- sialismans i veröldinni. Mál og menning má þvi ávallt minnast þessara starfa hans með þakk- læti. A stúdentsárum sinum i Kaup- mannahöfn var Magnús læri- sveinn Jóns Helgasonar og hon- um handgenginn. Ekki er að efa að Magnús hafi sitthvað af Jóni lært, enda hefur Magnús kveðiö svo að orði að Jón hafi haft meiri áhrif á sig en nokkur maöur ann- ar. Ekki skal það rengt, en hitt er vist að Jón sá snemma mikið mannsefni i Magnúsi, þó að hann hafi áreiðanlega ekki séð feril hans fyrir. Ekki er fjarri lagi að ætla að greina megi einhver áhrif frá Jóni i beinskeyttum stil Baráttan fyrir jafnrétti fatlaöra! Magnús á blaöamannafundi meö öörum forystumönnum fatlaöra Sigursveini D. Kristinssyni og Ilalldóri Rafnar. 4 kosningaskrifstofu Alþýöubandalagsins I Reykjavík 1978. Meö Magnúsi á myndinni er Guörún Helgadóttir. grein, heldur fáein orð að skilnaði. 1 pólitiskri leiðsögn sinni naut Magnús þeirra hæfileika sem hann hafði umfram aðra menn, að hafa mikla yfirsýn yfir gangi mála, greina aðalatriði frá auka- atriðum og vera fljótur að taka ákvaröanir. Sem ritstjóri gerði hann Þjóðviljann að sterkasta vopni Islenskrar verkalýðsstéttar og skóp blaðinu þvilikt áhrifavald i þjóöfrelsisbaráttunni að halda mun nafni Magnúsar lengi á lofti. Þegar Magnús varð ráðherra sýndi hann að hann var sam- kvæmur sjálfum sér I málefna- baráttunni og gat sameinað rétt- mæta gagnrýni stjórnarandstöðu mannsins og framsýni þess er ber ábyrgð á framkvæmd mála. Sem ráðherra var Magnús frum- kvæðismaður þeirrar orkunýt- ingarstefnu sem nú á sér al- mennan hljómgrunn, að Islend- ingar sjálfir ættu einir, eða að meirihluta til, þau stóriðnaðar- fyrirtæki sem reist væru i landinu. Þvi miður veiktist Magnús i miðjum kliðum. Hann varö sakir alvarlegs sjúkdóms að hætta opinberum afskiptum og póli- tiskum störfum með hugann fullan af áformum og fangið fulit af verkefnum. Það áfall varð honum ekki siður þungbært en sjúkdómurinn sjálfur. 1 veik- indum sinum sýndi Magnús þvi- likan manndóm að ekki verður með orðum lýst. Alla tiö og ekki siður eftir aö Magnús veiktist stóö kona hans, hitti ég hann fyrsta sinn að máii. Lýðveldisstofnunin i áliðinni styrjöldinni var réttum 40 árum, eftir að landið fékk innlendan ráðherra, og sá atburður var i barnsminni margra forystu- manna þjóðarinnar, sem tóku enn undir orð Björns Jónssonar frá 1904: „Enginn út i frá leitar nú framar á tungu vora né þjóðerni. — Svo er fyrir að þakka mik- ilmennum þeim, sem við áttum á öldinni, sem leið, — áttum sjálfir eða áttum að.” Og það var enn viðhorf kreppukynslóðarinnar, þá i blóma lifs sins. Af þeim sökum voru viðbrögð manna, — annarra en strax óku seglum eftir vindi, — sárindi vegna skerðingar og framsals landsréttinda eða staur- blinda á það, sem fram fór I þeim efnum 1945—1951. Magnús Kjartansson hafði ekki slitið pólitiskum barnsskóm sinum, og i bestum skilningi sleit þeim aldrei, en hann taldi sig um það leyti standa kommúnistum miklu nær en sósialdemókrötum, sem honum fannst hafa brugðist stefnu sinni og þjóðararfi. Pólitiskur sjóndeildarhringur hans mun þá enn hafa verið frem- ur verkalýðshreyfing Vest- ur-Evrópu og stjórnmálaflokkar hennar en flestra annarra for- ystumanna Sósialistaflokksins, en áhugi hans á hinum nýja sósialiska heimi fór jafnt og þétt vaxandi, eins og bækur hans bera vitni, og um hann varð hann hérlendis hvað manna fróðastur. í ritstjórnartið Magnúsar Kjartanssonar 1947—1971 voru áhrif Þjóöviljansmikil. Alla jafna Mig minnir að fundum okkar Magnúsar hafi fyrst borið saman er ég heimsótti hann uppá Þjóð- vilja á ofanverðu árinu 1969. Ég var þá nýkominn heim frá all- langri Þýskalandsdvöl og hafði upptendrast af stórasannleik eins og margir aðrir sem þaðan koma, og var með grein til birtingar i fórum minum. Við samningu is- lenska textans hafði ég vandað mig venju fremur, þvi óljóst hug- boð sagði mér, að þýskan hefði borið þingeyskuna ofurliði i út- legðinni. Magnús hljóp yfir textann en sagði svo sposkur á svip, að sjálf- sagt væri að birta þetta, hann skyldi snara þessu yfir á islensku, sig munaði ekkert um það, hann hefði hvort sem er gert þetta fyrir hann Einar öll þessi ár. Eftir þetta átti ég þvi láni að fagna að vera „samskipa” Magn- úsi i nokkur ár i iðnaðarráðuneyt- inu. Siðan störfuðum við saman i Máli og menningu, en sá félags- skapur var Magnúsi ætið hjart- fólginn og átti hauk i horni sem hann var. Á þeim timum hittumst við oft á dag og bárum saman bækur okk- ar og minnist ég þeirra stunda af mikilli ánægju. A þeim fundum var ég oftast þiggjandi. Það sem hreif mig mest var baráttugleði og hugsjónaeldur Magnúsar, en þó ekki siður hæfileiki hans að tengja striðandi hugsjónir dag- legu vafstri hins gráa hversdags- leika. gert. Aleitni þessarar spurningar endurvekur i huga mér minning- ar um stutta en nána samvinnu við mann sem ég mun ætið sakna. Þröstur óiafsson „Elds er þörf”. Þessi orð gerði Magnús Kjartansson að titli úr- vals af ritgerðum sinum og ræð- um, sem Mál og menning gaf út 1979. Þessi orð voru ekki valin út i bláinn, eins og hver og einn getur séð sem bókina les. I Magnúsi brann sá eldur hugsjóna sem gerði hann að þeim skelegga bar- áttumanni sem hann var meðan kraftar entust. Magnús var húm- anisti i eiginlegasta skilningi þess orðs, hann trúði á manninn og framtið hans. En sú trú var engin bláeygð bjartsýni, hann gerði sér ljóst að betri framtið verður ekki til án baráttu, og til baráttunnar þurfti eldinn. Magnús hefur sjálfur lýst þvi hversu hann brást við fregninni um herstöðvakröfur Bandarikja- manna haustiö 1945: „Ég held að enginn atburður hafi haft eins mikil áhrif á mig um dagana, og ég einsetti mér að beita þvi afli sem ég kynni að eiga til þess að koma i veg fyrir erlend yfirráð”. Þarna kviknaöi eldurinn, og bar- áttusaga Magnúsar hófst með Magnúsar og valdi hans á is- lenskri tungu, en ekki siður i metnaði hans fyrir hönd Islend- inga og andstyggð á yfirborðs- mennsku og undiriægjuhætti. En allt þetta átti þó djúpar rætur i skapgerð Magnúsar sjálfs, og stil sinn þróaði hann svo að hann varð meistari orðsins, kunni betur en aðrir að ydda setningar sinar svo að mörgum þótti erfitt undir ádrepum hans að búa. Kynni okkar Magnúsar hófust i Kaupmannahöfn fyrir meira en fjörutiu árum, og á vináttu okkar hefur aldrei siöan borið skugga. Þrátt fyrir öll sin störf og þrot- lausa elju haföi Magnús ævinlega tima til þess að velta af sér reið- ingnum öðru hverju og vera hrók- ur alls fagnaðar i hópi vina sinna. Hann varð aldrei pólitiskur ein- trjáningur, menningaráhugi hans var sivökull og lifandi, enda var hann viðlesinn og margfróður, smekkvisog glöggskyggn á tungu og bókmenntir. Þær ánægju- stundir sem við hjónin höfum átt á heimili þeirra Kristrúnar gleymast ekki, og við eigum þeim meira að þakka en hér verði reynt að binda i orð. Magnús átti þvi láni að fagna að vera vinsæli maður og vinmarg- ur, en mesta gæfa hans var þó að hafa Kristrúnu sér við hlið; hins- vegar er hennar missir mestur. Eitt er þó vist: Enda þótt Magnús séekki lengur i þvisa ljósi, verður hann áfram einn sá þáttur i lifi fjölskyldu sinnar og vina sem aldrei verður frá þeim tekinn. Jakob Benediktsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.