Þjóðviljinn - 14.08.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 14.08.1981, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. ágúst 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ víötaliö „Ég ræð ekkert við tunguna mína. Hún er alltaf í hol- unni þar sem tönnin var." Þarftu að senda póstkort? Varahlutir og verkfæn meö Ss viftureimar. plati kveik|iihamar og |>ettir bremsuvokvi. vara- hjolbarði og nokkur verkfæri Sjukrakassi og ’ siokkvitæki hafa rnorgum hjalpaö a neyðarstunduni Leggjum ekki af stað i ferðalag a lelegum bil og illa utbunum A FERÐ! Farangur ma hvorki prengja a okumanni eða farpegum Við QSkum ykkui qoðrar ferðar oq anægjulegrar h.vmko.m, é ma ekki gleymast heima undir nokkrum krmgumstæðum Bilbeltm skal að sjalfsogöu spenna i upphafi ftrrðar Borrnn i affursætmu pau yngstu i barnabílstól. og barnaoryggis- læsingar á Þvi þá ekki að senda nokkur góð ferðaráð? Umferðarráð hefur gefið út litrik póstkort með 18 ábendingum og ósk um góða ferð og ánægjulega heimkomu. . m.............. Fólk er hætt að lesa sömu bók- ina aftur, en i staðinn skrifa æ fleiri rithöfundar sömu bókina upp aftur og aftur. Vissir þú? ...að fyrstu öryggishjálmarnir sáu dagsins ljós þegar bygg- ingaframkvæmdir i Vaticaninu stóðu með sem mestum blóma seint á 16. öldinni. ...að aumingja strákarnir i Lo- ango ættstofninum mega ekki tala við stúlku af sama ættstofni nema mamma hennar sé við- stödd. Jón Baldvin IKmilil.lasson rin feljóri Alþýðublaðsins og skráðul ábyrgðarmaður i „haus" þessl hefur verið i sumarieyfí undan-j jarið eins og áður hefur komið (fram. Hann var spuröur um álit; L.grinblaðinu" og hvorf það hefðj fomið uf undir hans stjórn." Un pað segi ég nu bara eins ogl Viktoria drottning: „We are nol| farnus.'d" — Það llo*kkast hinsl Ivegar undír bókmenntagagnrynij .uflokknuni vora varkkrir umsðgn um málið I morgun en könn uðust þó undantekningarlaust við al Ihafa heyrt um málið. VilmunduJ I sjálfur sagði t morgun aðspuröur uxi | blaöhugmyndina: ..Nocommeiit!” 1 Menn segja aö það stef ni ótvlraetl Er enska innanilokks- tungumál Alþýðu- ilokksins? Rætt við Anton Viggósson: Viðlltá Vesturslóð Margir smáir veitingastaöir hafa skotið upp kollinum i Reykjavik að undanförnu og aukið mjög á f jölbreytileika bæjarlifsins. Sumir þessara staða hafa verið ótroðnar sióðir og haslað sér völi út i hverfun- um, en ekki leitað á hina hefð- bundnu götu, Laugaveginn. Til að kynna okkur þessi mál ögn betur litum við inn á einn þess- ara litlu staða i hverfunum, Vesturslóð^ og höfðum tal af veitingamanninum Antoni Viggóssyni. — Anton, hvenær fékkstu fyrst hugmyndina um að opna þennan stað? „Hugmyndin er nú orðin ansi gömul. Ég er búinn aö ganga með þessa hugmynd i kollinum siðan ég var smá patti”. — Hvenær urðu plön um Vesturslóð áþreifanleg? „Aödragandinn var eiginlega sá að ég og tveir bræður minir ákváðum að opna veitingastað úti i Kaupmannahöfn. Það tókst ekki vegna ýmissa orsaka og þvi sneri ég heim, ákveðinn að gera eitthvað róttækt til að koma af stað sjálfstæðum rekstri. Meðan ég var að leita að húsnæði og athuga ýmsa mögu- leika i þessum bransa vann ég sem matreiðslumaður á Aski. Þegar mér svo bauðst þetta húsnæði, sem er Vesturslóð i dag, sló ég til og lét drauminn rætast”. — Hvernig er það mögulegt fjárhagsiega fyrir matreiðslu- mann að opna veitingastað eins og þennan? „Til þess þarf tvö innistæðu- laus ávisanahefti hjá Alþýðu- bankanum, vel efnaðan meðeig- anda og mikinn starfsáhuga.” — Hefurðu fengið mikla fyrir- greiðsiu hjá bönkum og lána- stofnunum? Starfsfólk Vesturslóðar: Ásta Richter framreiðslustúlka, Jón Sig- urðsson framreiðslumaður og Anton Viggósson matreiðslumaður. „Það er óhætt aö segja litlar sem engar. Ég hef gengið á milli banka og get sagt með góöri samvisku að þeir eru bara fyrir þá sem eiga helling af pening- um, þó með einni undantekn- ingu, en þá er ekki um lán að ræða”. — Hvenær fór reksturinn af stað og hvernig hefur gengiö? „Viö opnuðum hérna 4. september 1980 og má segja að hafi verið allur gangur á að- sókn. Vesturslóð er vetrar- staður, það sýnir greinilega rólegt sumar. Það virðist sem fólk geri sér ekki grein fyrir þvi að það tekur skemmri tima að aka i Vesturbæinn en að finna stæði við Laugaveginn. Hins vegar var aðsókn sl. vetur mjög góð, sérstaklega um helgar og þá komust oft færri að en vildu”. — Nú ertu sjálfur matrciðslu- maður hérna, Anton. Hvert hefur þú sótt þína menntun? „Ég fékk nasaþefinn úr pott- um föður mins. Seinna lá leiðin i nám i Glæsibæ, þaðan fór ég yfir á Hótel Valhöll á Þingvöllum en siðan lá leiðin til Kaupmanna- hafnar. Þar vann ég á mörgum veitingastöðum og sótti m.a. námskeið i Hótel- og veitinga- skóla Kaupmannahafnar”. — Hvernig eru framtiðarhorf- urnar? „Eftir minni fyrstu reynslu af eigin rekstri tel ég þær nokkuð góðar. Við höfum unnið að ýms- um endurbótum hér i sumar og ætti það einnig að auka mögu- leika staðarins. Nýr matseðill hefur verið lagður fram og er þar að finna safarikar steikur sem fyrr, en nokkrir smáréttir hafa bæst við, og ber þar helst að nefna svokallaða Dallas- borgara. Nú, bar með fullu vin- veitingaleyfi er nýtilkominn hérna á staðnum en þess ber þó að geta að hann er einungis ætl- aður matargestum okkar. Heimilisþjónustan hjá Vestur- slóð hefur verið bætt og nú fer allur maturinn um hendur mat- reiðslumanna staðarins. 1 glugga Vesturslóðar hangir matseðill vikunnar með sex réttum i hádeginu og á kvöldin. Hádegisréttirnir eru úr gamla islenska eldhúsinu en á kvöldin er boðið uppá rétti úr nýja franska eldhúsinu”. — Eitthvað að lokum? „Nei, ekki nema þá að svona rekstur veltur alveg á þolin- mæði lögfræðinga”. — áþj Kamarorghestar og fleiri: í dagá Torginu Þau mistök urðu i frétt blaðs- ins i gær um útihljómleika Kamarorghestanna og fleiri á Lækjartorgi, að þeir voru sagðir eiga að fara fram þá, en þeir verða hinsvegar haídnir i dag, föstudag, kl. 16.30. Auk orghestanna koma fram Taugadeildin og Fræbbblarnir, en tilefnið er plötuútgáfa sveit- anna allra. t kvöld troða svo Kamarorghestarnir upp i sið- asta sinn á Fróni að þessu sinni áður en þeir halda á ný til Dan- merkur og verður það á Hótel Akranesi. „Betrl er ein í hendi Um eitt skeið hafði Kaupféiag Skagfirðinga þann hátt á, að bjóða konum á félagssvæðinu i skemmtiferðir. Var oftast tekin fyrir ein félagsdeild i einu, cn fyrir mun þó hafa komið að tvær deildir væru sameinaðar. Farin var ein slik för á ári. Mikið valt á fararstjóranum i þessum ferðum. Þurfti hann bæði að vera margfróður og kvenhollur, i altækustu merk- ingu þess orðs. Oítast nær, kannskialltaf, var fararstjórinn Stefán Vagnsson, fyrrum bóndi á Hjaltastöðum, siðar skrif- stofumaður hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga. Stefán var hag- orður i besta lagi og mun mörg visan hafa fæðst i þessum ferðum hans með skagfirskum húsfreyjum. 1 einni f'örinni mælti Stefán: Gaman er um fjöll að fara, þótt ferðin sé ei greið. Eg með kátan kvennaskara kemst þó mina leið. Hirði ei hvar með hópinn lendi, hér er ekkert vil. En „betra er eflaust ein i hendi” en áttatiu i bil. — mhg. < Q O j Vimmi skammaði Jóhönnu sem í klagaði i Kjartan sem hringdi i Sig- ■'-jl -^hvat sem sveik Jón Baldvin.. I' Já, þeir eru allir búnir að vera.J^j

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.