Þjóðviljinn - 14.08.1981, Side 4

Þjóðviljinn - 14.08.1981, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. ágúst 1981 UOOVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Otgáfutélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Þórunn Sigurðardóltir Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaðainenn: Álíheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guðni Kristjánsson. iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. OUit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Fétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Ileykjavik, sími 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Heilsugæslustöðvar, þögul bylting í heilbrigðiskerfmu • í heilbrigðismálum hafa, á undanförnum árum, orð- ið meiri f ramfarir en f lestír virðast gera sér grein fyrir. Ein vísbending um þessar framfarir er að síðan 1960 hefur sú hlutdeild þjóðarteknanna,'sem varið er til heil- brigðismála meira en tvöfaldast. Árið 1980 er áætlað, að um 8% þjóðartekna haf i verið notuð til að greiða kostnað af heilbrigðisþjónustu. Meira máli skiptir þó, að ekki verður annað séð en að þessi útg jaldaaukning haf i skilað landsmönnum drjúgan spöl í átt að bættum lífskjörum. • Meðal þeirra sviða heilbrigðismála, sem mestum stakkaskiptum hafa tekið á undanförnum árum er al- menn læknisþjónusta og heilsugæsla í dreifbýli. • Það eru ekki mörg ár síðan hér á landi ríkti mjög al- varlegt ástand í heilbrigðismálum utan þéttbýlis. Um langt skeið hafði verið mjög tilfinnanlegur skortur á læknum til að sinna almennri læknisþjónustu víða um land. Þetta vandamál fór vaxandi, er leið á sjöunda ára- tuginn með þeim afleiðingum, að f jölmörg læknishéruð voru langtímum saman læknislaus og í sumum hafði ekki setið læknir árum saman. • Fáir aðrir en þeir, sem hafa búið við samfellt læknisleysi, geta gert sér grein fyrir þeirri skerðingu á almennum lífskjörum, sem í slíku felst. • Þessi atriði eru því miður heldur tekin með í kaup- máttarmælingum efnahagsstofnana. Af því má hins vegar draga nokkurn lærdóm, að skortur á læknis- þjónustu var ein þeirra ástæðna, sem hvað oftast voru nefndar til að útskýra hinn umfangsmikla fólksflótta til suð-vesturhluta landsins á áratugnum 1960-1970. Það var því ekki af ástæðulausu, sem vinstri stjórnin 1971-1974 gerði bætta heilbrigðisþjónustu í dreifbýli að einum hornsteini þeirrar byggðastefnu, sem hún tók upp. • Það féll í hlut Magnúsar Kjartanssonar í embætti heilbrigðisráðherra að leggja til atlögu við þetta vanda- mál. • Á ráðherraferli sínum gerði Magnús Kjartansson margar ráðstafanir til að bæta heilbrigðisþjónustu í dreifbýli. Mikilvægasti þátturinn í því starfi var þó setning laga um heilbrigðisþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 1974. Með þessum lögum var brotið blað í ís- lenskri heilbrigðisþjónustu. Meðal mikilsverðustu ný- mæli þeirra var það, að nú var kveðið á um byggingu kerfis heilsugæslustöðva um allt land. Innan þessara heilsugæslustöðva skyldi annast alla almenna læknis- þjónustu við íbúa viðkomandi héraðs. Við stöðvarnar skyldu starfa að jafnaði 1-3 læknar, eftir stærð héraðanna, auk hjukrunarfræðinga og annars starfliðs, og þær skyldi búa fullkomnum tækjabúnaði. • Á grundvelli þessara laga um heilbrigðisþjónustu hafa nú yf ir 40 heilsugæslustöðvar tekið til starfa út um allt land. Margar þeirra eru í nýju húsnæði. Aðrar eru staðsettar í sjúkrahúsum eða öðru nothæf u húsnæði, sem fyrir hefur verið. Meginatriðið er þó það, að tilkoma heilsugæslustöðv- anna hefur valdið byltingu í heilbrigðisþjónustu í dreif- býlinu. Læknaskorturinn, sem áður var þar stöðugt vandamál og sífellt fréttaefni f jölmiðla, heyrir nú víða sögunai til. Sú kjarabót fyrir íbúa viðkomandi héraða, sem íþessufelst, verðurseint metin til f jár. • Byltingin í hinni almennu heilbrigðisþjónustu dreif- býlisins, sem orðið hef ur í kjölfar heilsugæslustöðvanna, hef ur leitt til þeirrar sjaldséðu niðurstöðu, að Reykjavík stendur nú landsbyggðinni verulega að baki hvað þessa þjónustu varðar. • í greinargerð, sem Heilbrigðismálaráð Reykjavíkur lagði fyrir Heilbrigðisþing í október sl., voru færð rök að því, að Reykjavík væri nú meðal þeirra læknishéraða, sem verst væru sett á sviði almennrar læknisþjónustu. Bent var á, að í Reykjavík séu miklu f leiri einstaklingar um hvern heimilis- eða heilsugæslulækni en utan Reykja- víkur. Meira en 10 þúsund manns séu án heimilislæknis í Reykjavík, og að Reykvíkingar geta ekki notið þess mikilvæga þjónustuauka, sem felst í vinnuhagræðingu á heilsugæslustöðvum. Þetta síðastnefnda kemur ekki hvað síst f ram í því, að utan dagvinnutíma er aðeins einn læknir til að sinna bráðum sjúkdómstilfellum 80 þúsund manna byggðar í Reykjavík. Svavar Gests- son í Moskvu S\a'ar (iestsson. íormaAur MþýAuhandu lagsins. « r þi-ss.i dagana i upinN'rri heimsokn i Mosk\u S\n ir latiit heita M-m hi r -a' um art raila heimsokn hans si m filausmalaradhirra i IhmM fi'lagsmálaráithiTra Smi-trikjanna. I>ad er auiMituil sjonarspil i-itt. Ileimsokn S\a\ars (losts.sonar «>r til þess gent aA treysta tenvtslin milli Kommúnistaflokks Sovétrikjanna og Al- þyAuhandalaKsins. l*egar Svavar (íest.v son var kjorinn formaA ur MþydiihandalaK-sins a siAasta ari var á þaA hi-nt hér i MorKunblaiV inu. art athyKÍisverrt þáttaskil hefAu orAirt i MþýAuhandalaKÍnu. í fyrsta sinn eftir stofnun þess var fulltrui Kamla kommúnistakjarnans kjnrinn formaAur þess- ara samtaka. lú'gar Al- einarj lngi K. llelKason Tengslin endurnýjuð Alþýðubandalagiö hefur endurnýjaö og eflt tengsl sín viö Kommúnistaflokk Sovétríkjanna. Heimsókn Svavars Gestssonar. formanns Alþýöubandalagsins, til Moskvu þessa dagana er , staöfesting á því. Hinn nýi leiötogi kommúnista hér er aö kynna sig í Moskvu, koma sér upp samböndum og ræða viöhorfin í pólitíkinni hér viö ráöamenn þar. Jafnframt er hann aö undirbúa sig undir þaöi aö taka viö þeim samskiptum, sem Ingi R. Helgason hefur haft meö höndum frá því aö Brynjólfur og Einar hættu afskiptum af stjórnmálum. istaflokknum taldi sér orrtið óhalt að sýna sitt rétta andlit. In'Kar nu haóir þeim um olmkaup. Kn nu er Ingi K. Ilelgason kominn nokk uð til aldurs ok þá er auðvitað nauðsynleKl. að iy tiL art forna hagsmunum^ launþiga fyrir valda- stola. .lafnframt atla. að þeir hafi lagt | aher/lu a það. að n þi'Kar Mhvðuhanda 1 ajy klippt ■ Hættuleg tengsl Uff. Feginsandvarp mátti I heyra á ritstjórnarskrifstofum J Þjóðviljans i gær, þegar augum ■ var rennt yfir Morgunblaðið. I Allt á sinum stað. Við vorum I farin að halda á blaðinu, að J Mogginn ætlaði að leiða * Moskvuheimsók n Svavars I Gestssonar hjá sér. En Stak- I steinar stendur sinn vörð: „Moskvuheimsókn Svavars ■ Gestssonar nú er söguleg vegna I þess, að hún sýnir að kommún- I istar hér ú tslandi eru ekki leng- ■ ur hræddir við að sýna sitt rétta . andlit og viðurkenna tengsl sin I við Moskvu.” Klippari hefur ávallt verið ■ jieirrar skoðunar að menn ættu ! að sýna sitt rétta andlit. Þannig I sýndu Sverrir Hermannsson og I Þorvaldur Garðar Kristjánsson ■ „sitt rétta andlit” með þvi að J leggja blómsveig á leiði Lenins I á Rauða torginu i vor, og I „viðurkenndu” þannig tengsl * sin, ekki aðeins við Moskvu, J heldur sjálfan Leninismann. I Enda sýnist ekki veita af að I hressa upp á lýðræð- * islegt miðstjómarvald i Sjálf- J stæðisflokknum um þessar I mundir. ! Hiö rétta andlit Þeir Sverrir og Þorvaldur I Garðar voru þó aðeins spor- J göngumenn Geirs • I Hallgrimssonar, sem „sýndisitt I réttaandlit” þegar árið 1976, er I hann fór i opinbera heimsókn i 1 boði Aleksanders heitins Kosy- ■ gins, þáverandi forsætis- I ráðherra Sovétrikjanna. Tengsl I formanns Sjálfstæðisflokksins J við Sovétrikin hafa æ siðan ■ verið hin innilegustu, og hefur I hann m.a. margsinnis visað til I þakklætis Kosygins fyrir það að 1 íslendingar vildu ekki hafa J atómvopn á Islandi. Þessi mál I bar á góma hjá þeim Geir og I Kosygín á glaðri stund i Kreml. Móttökurnar sem Geir J Hallgrimsson fékk i Sovétheim- I sókn sinni voru ákaflega I höfðinglegar og var honum sýnd ■ margháttuð virðing til sann- J indamerkis um ævarandi I vináttu Sovétþjóðanna i' garð I Islendinga og Sjálfstæðismanna ' sérstaklega. Okkur þykir það J miður að verða að viðurkenna | að viðhöf nin sem mætti Svavari I Gestssyni mun hafa verið mun I minni, en þegar Geir gerði J garðinn frægan i Moskvu. Þótt I þeir séu báðir flokksformenn, I j)á hafði Geir það fram yfir * Svavar að vera ekki aðeins al- I mennur ráðherra, heldur einnig I forsætisraðherra, og þeir eru I nákvæmir með titlana Kreml- ■ verjar. I Tengsl Palme i og Brandts Nýverið hafa tveir merkis- J kratar sýnt sitt rétta andlit með ■ Moskvuheimsókn. Olof Palme I formaður sænskra jafnaðar- I manna fór sérstaka för til þess J að ræða við starfsbróður sinn ■ Brésjnef, og Willy Brandt for- I maður vestur-þýskra jafnaðar- I manna hafði áður gertákaflega , umtalaða för á fund Leonids að ■ ræða friðarumleitanir. Þeir I voru ekkert „hræddir við að sýna sitt rétta andlit og viður- , kenna tengsl sin við Moskvu”, i og má það merkilegt heita hversu Moskvuhollt alþjóða- samband jafnaðarmanna , virðist orðið, þótt Alþýðuflokk- Iurinn islenski eigi aðild að þvi. Hverju var lofað? ■ LOg ekki má gleyma Asmundi forseta ASI og Karvel sem not- -•9 skorið Geir ásamt Kosygin í Moskvu '76. Hverju var lofað? A tali við sovéska flokksbrodda, frá v. Geir, Hannes Jónsson, Pétur Thorsteinsson og Björn Bjarnason, leiðarahöfundur Morgun- blaðsins. Um hvað var samið? uðu tækifærið til þess að þrasa i gestgjöfum sínum um pólitík, i stað þess að þiggja af þeim veigar og vináttuhjal. Klippari tekur undir það með Morgun- plaðinu að gát verður að hafa á þeim pólitikusum islenskum, sem „sýnthafa sitt rétta andlit” og farið tilMoskvu. Það er til að mynda mjög liklegt að Sovétmenn hafi áreiðanl. heit- ið Geir Hallgrimssyni, Sverri Hermannssyni og Þorvaldi Garðari Kristjánssyni beinum og óbeinum stuöningi, sem þeir teija sig þurfa á að haida, til þess að treysta og efla völd Sjálfstæðisflokksins, svo notuð séu orð Staksteinars. Hvers vegna skyldu Kremlverjar annars vera að bjóða þeim? Ekki getur það verið að það þyki ómaksins vert að bjóða þeim sem fulltrúum islenska rikisins, sem ráðherrum eða þingmönnum? Varla eru Sovétmenn að endurgjalda boð til Islands, með sifelldum heim- boðum til islenskra ráðamanna? Ekki getur verið nein þörf á að ræða viðskipta- samninga Islands og Sovétrikj- anna? Nei, það er rétt hjá Stak- steinari, að meira hlýtur að búa undir. Við sjáum hvernig Sverr- ir, Þorvaldur, Geir Hallgrims- son og Svavar þjóna hagsmun- um Sovétmanna á Alþingi i vet- ■ ur. Oft kemst upp um strákinn Tuma, þegar minnst varir-e.k.hj Geir Hallgrimsson og Björn Bjarnason að skoöa keisaraleg farteski ásamt Farafanov sendiherra, sem Morgunblaðið margupplýsti að væri útsmoginn og háttsettur KGB maður. Hvaða aðstoð hét hann Geirsarminum?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.