Þjóðviljinn - 14.08.1981, Side 5

Þjóðviljinn - 14.08.1981, Side 5
Föstudagur 14. ágúst 1981 ÞJÓDVILJINN — StÐA 5 ORKURÁÐSTEFNAN í NAIROBI FRÉTTASKÝRING Ekkert er rætt um olíuna Orkumálaráðstefnan í Nairobí i Kenýa hófst á mánudag með ræðu Indiru Gandhi, sem sagði að ein af ástæðum orkukrepp- unnar i heiminum væri að orkuframleiðslan væri á höndum of fárra. Þetta hefði verið iðnvæddum löndum í hag, sem hafa náð sæmilegu velferðar- stigi með hjálp hingaðtil ó- dýrrar og nægrar orku. Erfiðleikum siðustu ára i orku- málum hefðu iðnrikin mætt með aukinni áherslu á útflutning til þróunarlandanna, og iðnaðarupp- bygging i velflestum þeirra á þvi við tvöfaldan vanda að etja, bug- andi samkeppni erlends iðnvarn- ings og sifellt hærra orkuverð. Iðnþjóðir verða að styðja þró- unarrikin á vettvangi orkumála með stóraukinni miðlun þekking- ar og tæknikunnáttu, sagði ind- verski forsætisráðherrann, það verður að stefna að þvi að þró- unarlöndin verði sjálfum sér næg i orkumálum. Sendinefndir þróunarlandanna á ráðstefnunni leggja áherslu á, að iðnvædd riki veiti til þess fé gegnum Sameinuðu þjóðirnar að rannsaka þær nýju leiðir i orku- málum, sem henta þriðja heimin- um: útheimta ekki kostnaðar- samt tæknibrölt og sjá fyrir varanlegri orku. Þróunarlöndin vilja setja á stofn sérstaka stofn- un á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess arna, en til þess eru iðn- rikin treg vegna þess aö þau mundu þurfa að bera af henni megin kostnaðar. A ráðstefnunni á að ræða um nýjar leiðir i orkumálum, þar- undir um sólarorku, vindorku, orku úr hafi, nýtingu jarðhita, og er Island þar sérstakt dæmi, um lifræna orku af ýmsu tagi, betri nýtingu á orku dýra, um mó- brennslu og vatnsorku. Þar mun hinsvegar ekki rætt um þá elda, sem heitast brenna á þjóðum heims i þessum efnum; oliumál eru ekki til umræðu, ekki kjarn- orka, kola- eða gasvinnsla. Hér eru of viðkvæm mál á ferðinni fyrir alþjóölega ráðstefnu af þessu tagi. Oliuframleiðslulönd til dæmis eru ekki til viðræðu um verðiagsmál og dreifingar á alþjóðlegum vettvangi. Þær iön- Afriskar konur safna sprekum tii húshitunar og matseidar. Hefðbundnar orkulindir ganga óðum tii þurrðar, og skóglendi jarðar er þar engin undantekning. Fyrir þrjátiu árum var fjórð- ungur jarðar skógi vaxinn. Nú er helmingur þess skógar eyddur, og trjágróður jarðar er felldur miklu hraðar en nýr vex upp. Vaxandi viðarskortur um heimsbyggðina hefur af sumum verið ncfndur ,,hin orku- kreppan”. Iiún leggst aðallega á þróunarlöndin. Tré er sama og hiti fyrir nær helming jarðarbúa. 1 Afriku er um 90% af höggnum skógi not- aður til hibýlahitunar og mat- seldar, og verður að leita sifellt lengra inni skógana. Viða er aðeins um nokkur ár að tefla þangað til skógar eru eyddir, og sér þá frammá griðarlegan vanda i ýmsum þriðjaheimslöndum, þjóðflutn- inga og jafnvel hungursneyðir. Það skortir ekki tillögur til lausnar vandanum, og á orku- sýningu i tengslum við ráðstefn- una i Nairobi eru til sýnis áætl- anir um nýrækt skóga og tæki og aðferðir til betri nýtingar á viði til húshitunar. En til að leysa vandann þarf bæöi fjármagn, tækniþekkingu og vilja, og þar virðast þau riki sem eiga i mest- um vanda standa sifellt verr að vigi. „Hin orkukreppan” herjar nefnilega einkum á þau þró- unarrikja sem fyrir eiga i mest- um vanda af sihækkun oliu- verðs. Hátt oliuverð þýðir minni iðnþróunarmöguleika sem þýðir að hinir fátækari i heiminum verða sifellt fátækari og van- megnugri þess að setja hemil á skriðið ofan bakkann. Ráðamenn þessara þróunar- þjóða standa þvi frammi fyrir erfiðri endurskoðun á áætlunum | sinum til viðreisnar. Þær hafa ■ hingað til einkum byggst á að ■ þróa þann veika iðnað sem á J vestræna visu hefur verið ■ stundaður i löndunum. En til I þess þarf samfélagsþróun al- ■ menn að beinast i jákvæða átt, § og til þess þarf landbúnaður að ■ minnsta kosti að halda i horfinu ■ i þróunarrikjunum. Fyrir svo utan þau áhrif sem ■ stórfelld eyðing skógi vaxinna ■ svæða hefur á andrúmsloft jarðar... þjóöir sem kunna að lýsa upp hús með kjarnorku nota þá þekkingu i pólitiskri verslun hingað og þangað, og tygja sig siður en svo til að dreifa þeirri tæknikunnáttu sinni um heimsbyggðina. Og svo framvegis. Við urðum að sleppa aðalatr- iðunum i orkumálum til að geta yfirhöfuð haldið þessa ráðstefnu, segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna i Nairobi. En þeir eru samt ánægðir, ekki sist vegna þess, að þetta er i fyrsta sinn sem tekist hefur að nudda rikisstjórn- um heimsins til sameiginlegra orðaskipta um orkumál. Og þróunarþjóðir lita á ráðstefnuna sem sæmilega leið til að vekja athygli almennings iðn- þróunarrikja á orkuvanda sinum, auk þess sem liklegt er að samþykkt verði einhverskonar málamiðlunartillaga sem þoki fram baráttumálum þeirra. Hliðarráðsteína Meðan þeir sem ráða þjóðum fara i kringum aðalvandann i orkumálum heims. einsog köttur um heitan graut eru þau hin sömu málin rædd af hreinskilni af fulltrúum á sjálfstæðri hliðarráð- stefnu i Nairobi, sem öllum er opin. Meðal þeirra sem þar hafa tekið til máls er norski friðar- rannsóknarmaðurinn Johan Galt- ung. Hann lagði i ræöu sinni áherslu á, að i raun væri umræða um tæknimál öfugur endi að byrja á. Upphafið er að hans viti fólgið i aö skilgreina hverskonar samfélög við viljum, og i ijósi þeirra svara ættu ráðstafanir i orkumálum að gerast. Galtung telur að ekki sé rétt að einblina á tvo póla, norðlæg iðn- riki og suðlæg þróunarriki. Þyngdarpunkturinn i efnahags- málum heimsins er á leið austur- eftir, aðhans mati til suð-austurs, Japan, Kina, Astralíu, osfrv. En þetta hefur ekki i för með sér bætt ástand i öðrum þróunar- löndum, þarsem hætta er á að myndist einskonar orkugettó, svæði sem nýta varanlega orku eingöngu, og eiga enga sam- keppnismöguleika við þróuð lönd. Það verður að opna fyrir orku- kranann til þróunarlandanna, einkum þeirra fátækustu, er skoðun Galtungs. Einnig vegna þess, að við nú- verandi ástand breikkar enn bilið milli hins fátæka fjölda i þróunar- löndunum og fámennrar, rikrar yfirstéttar þeirra sem notfærir sér aðstoð iðnrikja til að tosa sér upp til lifskjara vestrænna neyslusamfélaga meðan fjöldinn sveltur. — m. Athugasemd frá APN: Er Brésnéf loðinn? Þjóðviljanum hefur borist eftir- farandi athugasemd frá sovésku fréttastofunni APN: „1 umsögn Þjóðviljans, 12. ágúst s.l. um friðargönguna til Parisar, segir að Brésnjef, forseti. Sovétrikjanna, hafi sent göngu- mönnum orðsendingu, þar sem „markmið göngunnar eru studd með loðnu orðalagi”. Fréttastofa APN telur að þessi ummæli séu villandi, svo ekki sé meira sagt. Við viljum þvi eindregið óska eftir að blaöið birti ávarpið i heild svo lesendur geti sjálfir dæmt um þaö. Vinsamlegast f.h. APN Maria Þorsteinsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður”. Bréf Brésnjefs til friðargöngu- manna hljóðar svo: i þýðingu fréttastofunnar: „Til þátttakenda i Friðargöngu '81. Kæru vinir. Með gleði sendi ég hlýja kveðju mina til þátttakenda i Friöar- göngu '81 — til karla og kvenna, sem hafa gengiö hundraða kiló- metra, erfiða göngu, og hafa af miklu hugrekki borið kröfuna um að setja ekki upp nýjar kjarn- orkueldflaugar i löndum Vestur-Evrópu, gegn um lönd Evrópu, kröfuna um að stöðva vigbúnaðarkapphlaup ið og tryggja öllum þjóðum Evrópu frið og öryggi. Frumkvæði ykkar er samnefnari fyrir hin háværu og vaxandi mótmæli allra þjóða Evrópu gegn þvi að gera riki Vestur-Evrópu að orrustuvelli gereyðingarstyrjaldar. Sovéska þjóðin hefur fylgst með Friðargöngunni '81 með athygli og samúð. Hið göfuga markmið sem fékk þátttakendur göng- unnar til að hefja svo langa friðargöngu, og sem hefur kallað þúsundir fólks viðsvegar að úr Evrópu til þátttöku, er mjög skiljanlegt og nærtækt fyrir okkur. Friðargangari á götum Parlsar. Slökun spennu, takmörkun vig- búnaðar og almenn og alger afvopnun er ákveðin og fast mótuð stefna Sovétrikjanna. Við styðjum af heilum hug hugmynd- ina um kjarnorkulausa Norður-Evrépu, og við viljum stuðla að þvi að gera alla Evrópu að álfu friðarins, öryggis og vin- samlegrar sambúðar. Við viljum gagnkvæmt öryggi, og við litum svo á að tilraunir til að ná hern- aðaryfirburðum með auknum vigbúnaöi séu hættulegar og óþol- andi. 011 ágreiningsmál, einnig þau sem varða meðaldrægar kjarn- orkueldflaugar, verður að leysa við samningaborðið. Við erum reiðubúnir til slikra samninga- viðræðna hvenær sem vera skal. Ég óska þátttakendum i Friðargöngu ’81, og hverjum og einum persónulega, öllum þeim sem óttast styrjaldir og hervæð- ingu, öllum þeim sem óttast að atburðirnir frá Hirosima og Nagasaki endurtaki sig, nýrra sigra og aukinnar orku i barátt- unni fyrir friði i Evrópu og fyrir friösamlegri framtið alls mann- kyns. Leonid Brésnjef”. Amen. Við þetta er sosum fáu að bæta. Frétt Þjóðviljans um bréf Brésnjefs var svona: „Göngumenn höfðu sent bréf til leiðtoga risaveldanna og fengu við innreiðina i Paris svar frá Bréfsnjef aðalritara, þar sem markmið göngunnar eru studd með loðnu orðalagi, og ítrekuö boð sovétmanna um afvopnunar viðræður við bandarikjamenn”. Markmið göngunnar koma vel fram i tveimur helstu vigorðum hennar: „Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd”, og „Engin kjarn- orkuvopn i Evrópu frá Póllandi til Portúgal”. Höfundi fréttar þykir yfirlýstur vilji Brésnjefs að stuðla að þvi að gera Evrópu að „álfu friðarins, öryggis og vinsamlegrar sam- búðar” fremur klénn stuðningur við kröfu um engin kjarnorku- vopn frá Póllandi til Portúgal, en lætur lesendum eftir að dæma. — m

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.