Þjóðviljinn - 14.08.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.08.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. ágúst 1981 ÞJÓÐYILJINN — StDA 7 Helgi Hálfdanarson sjötugur Margur bókaormur hefur á siö- ustu þremur áratugum hugsaö hlýlega til Helga Hálfdanarsonar þótt persónuleg kynni viö mann- inn hafi veriö litil eöa engin. Þaö telst þvi vonandi enginn ofdirfö þótt einn slikur láti þaö eftir sér aö senda honum þakkir og árnaö- aróskir i tilefni sjötugsafmælis- ins. Ég þykist hafa sannfrétt aö Helgi sé fæddur i Reykjavik 14. ágúst 1911, hafi slitiö barnsskón- um i Skagafirði, en numiö lyfja- fræöi þegar hann haföi aldur til. Hann starfaöi sem lyfjafræöingur og lyfsali mikinn hluta starfsævi sinnar en hefur veriö kennari siö- ustu ár. Ekki dreg ég i efa aö hann hafi á þeim vettvangi skilaö vandlega unnum verkum sem hver maöur gæti veriö fullsæmd- ur af og talist búinn aö vinna vel fyrir sinum ellilifeyri. Allt um þaö munu önnur verk halda nafni Helga Hálfdanarsonar á lofti um langa hriö, þau sem kalla mætti „tómstunda’.’- starf hans, ef þau geröu ekki það orö aö öfugmæli: þýðingar hans. Með þeim hefur hann reist sér óbrotgjarnan minnisvaröa og unniö islenskri tungu og bókmenntum meira gagn en mælt veröi eöa vegiö. Helgi Hálfdanarson hefur látiö frá sér fara þrjú söfn þýddra ljóöa úr ýmsum áttum: Handan um höf 1953, A hnotskógi 1955, og Undir haustfjöllum 1960. Ariö 1973 birtist safniö Kinversk ljóð frá liönum öldum og 1976 Japönsk ljóð frá liönum öldum. Leikrit Sófóklesar Antigóna, ödipús kon- ungur og ödipús I Kólónos birtust á árunum 1975, 1978 og 1979. Siö- ast en ekki sist birti Helgi á árun- um 1956-75 sex bindi þýöinga á leikritum Shakespeares, alls 17 leikrit, og er þó ekki öll sagan sögö þvi að sannfrétt hef ég aö hann hafi lokiö viö aö þýöa 34 leikrit Shakespeares. Helgi hefur frumsamiö eina barnabók og þýtt aöra og auk þess gefiö út tvö kver meö frumlegum og hugkvæmum skýringum fornra kvæða, þar sem ekki er laust viö að hann dragi dár að þeim alvörugefnu lærdómsmönnum sem lengst af hafa einir fengist viö slikar skýr- ingar. Upptalningin hér aö framan ætti aö gefa nokkra hugmynd um umfang ljóöaþýöinga Helga; hann er án efa mikilvirkastur Islenskra ljóöaþýöenda fyrr og siðar. Hins vegar mun flesta skorta imynd- unarafl til aö gera sér i hugarlund þá vinnu og hugarorku sem i þær hefur verið lögð, tómar hafa þær stundir naumast veriö sem Helgi hefur varið til þeirra hvernig sem hann hefur farið aö finna þær. 1 ritdómi um Japönsk ljóö ber Kristján Arnason Helga saman viö helstu fyrirrennara sina á sviöi ljóðaþýöinga, Jón á Bægisá, Jónas, Grim, Matthias, Magnús Asgeirsson og Jón Helgason. Hann bendir á hvernig hver þess- ara þýöenda hafi sitt afmarkaða áhugasviö og þýöingar þeirra beri sterkan keim af persónuleg- um stil þýðandans og segir siöan: „Þegar aö þýöingum Helga Hálfdanarsonar kemur hins veg- ar, er sem opnist nýr sjóndeildar- hringur, og þær virðast geröar út frá talsvert öörum forsendum en hinar fyrri. I fyrsta lagi ná þær yfir allmiklu viöara sviö en þýö- ingar nokkurs af fyrirrennurum hans, hvort heldur er i tima eöa rúmi. I ööru lagi gætir hjá Helga einstaks hæfileika og vilja til aö seiöa fram blæ frumkvæðisins og ná valdi yfir hinum óllkustu hátt- um, hvort heldur þaö er stak- henda, sonnetta eöa forngriskir hættir ýmsir”. (TimMM, 1977, 380). Eins og Kristján vikur að er þaö einmitt fjölbreytnin og viljinn til aö koma til móts viö viðfangsefn- iö sem er einkenni á þýöingum Helga. Auövitaö þýöir þaö ekki að hann hafi ekki sin persónulegu einkenni sem þýöandi. Ekki mun Vésteinn r Olason: sem aldrei deyja þaö koma þeim á óvart, sem kynnst hafa ljúfu viömóti Helga og leiftrandi en góðlátlegri kimnigáfu, að honum sé jafnlag- iö aö snara þýöri Ijóörænu og hnitmiöuöum skopkvæöum, en hann getur reyndar miklu fleira, enda væri það vist grunnhyggni aö halda persónuna alla á ytra boröi Þaö væri ærinn starfi, liklega nokkurra ára vinna, að fara i fót- spor Helga Hálfdanarsonar, bera þýðingar hans saman viö frum- texta og vega og meta hverja linu, enda skal enginn dómur felldurhérum nákvæmni þýöinga hans. Ég verö þó aö geta þess aö oftar en einu sinni hefur mér flog- iö i hug viö lestur á verkum Shakespeares: hvernig i ósköp- unum ætli Helgi hafi nú farið aö ná þessu? Og niðurstaöan hef- ur ævinlega orðiö sú sama þegar aö var gáö: undrun og aðdáun yfir þvi hve vel hafi tekist i senn aö halda til haga merkingu frum- textans og skiia skáldlegu fjöri Shakespeares, oröaleikjum og andblæ. Hitt þarf engan að undra þótt eitthvað blikni viö þýöingu sumar þær linur sem fleygastar hafa oröiö fyrir máttugt og tigiö tungutak. Þaö mun eiga viö þýö- ingar á allar tungur. Skuld islenskra leikhúsgesta, svo ekki sé minnst á leikara, viö Helga Hálfdanarson veröur aldrei goldin; auk framan- greindra kosta eru þýöingar hans, bæöi á Shakespeare og Sófókles, þannig úr garöi gerðar aö þær fara vel á tungu, án þess aö veröa nokkurs staöar lágkúru- legar; hvorttveggja er jafnfram- andi stil Helga, lágkúran og belg- ingurinn. Vitaskuld er kveöskap- ur hans lika langt hafinn yfir þá sjálfvirku hagmælsku sem getur gert leirskáldum kleift að yrkja sæmilega áferöarfaliegan texta og þeir Schiller hafa lýst svo: Getiröu rataö á rim, þegar rökfasta hljómþýöa máliö hugsar og yrkir þin orð, ætlaröu sjálfan þig skáld. í þýöingasöfnum Helga eru margar perlur og mætti æra óstööugan aö fara aö telja upp þaö sem sérstaklega hefur snortiö mann. Ég veit ekki hvaö veldur, etv. skyldleiki málanna, en mér hefur alltaf fundist einstakur snilldarbragur á þýöingum Helga úr þýsku, gildir þá einu hvort nefndur er Hölderlin eöa Rilke eða önnur góöskáld; sem dæmi um þessa fullkomnun mætti þó etv. biöja lesanda aö fletta upp kvæöinu Tristan eftir August v. Platen i Undir haustfjöllum. Kimniskáld eins og Daninn Piet Hein þurfa heldur ekki aö kvarta undan islensku Helga; þeir kveða um Innsæi: Ekkert er jafn innhverft og andlitið á mönnum sem eru að leita aö einhverju meö tungunni oni tönnum. Þegar i fyrstu þýöingasöfn- unum sýndi Helgi áhuga á ljóölist Austurlanda, persneskri, kin- verskri, japanskri. Nýjustu ljóöa- söfn hans geyma kinversk og jap- önsk ljóö sem fyrr segir. Ég er hræddur um aö íslenskir ljóöa- unnendur hafi ekki gefið þessum söfnum þann gaum sem vert væri. Etv. óttast menn aö slikur kveöskapur muni okkur of fjar- lægur. Sannleikurinn er þó sá aö yrkisefni þessara skálda, sem svo eru fjarlæg i tima og rúmi, eru öllum mönnum hugstæö og skáld- skapur þeirra svo tær i túlkun Helga aö hvert kvæði orkar á mann sem gamall vinur viö fyrsta lestur. Þaö er athyglisvert hve ólikar leiöir Helgi velur i þýöingum sinum úr kínversku annars vegar og japönsku hins vegar. Kinversku ljóöin styöjast viö eldforna og mikils virta hefö, og eru reyndar flest harla gömul. A frummálinu er oft eins konar rim i þessum ljóðum. Helgi velur þann kost aö yrkja þau upp I hefö- bundnu islensku formi. Hvaö sem liöur nánd viö frumtexta, sem ég er ekki dómbær um, er niöur- staöan frábærlega fallegur kveö- skapur. Japanska ljóölistin er enn knappari og strangari i formi en sú kinverska og bragurinn skorð- ast af nákvæmri talningu at- kvæöa. Hér hefur Helgi valiö aö fylgja atkvæöareglum þeim sem japanskar tönkur og hækur lúta, og þarf ekki aö kvarta yfir árangrinum. Þaö er ekki vert aö lengja þessa rollu öllu meira. Lofsyröi stækka ekki verk Helga Hálfdanarsonar, og munu reyndar vera honum litt aö skapi, en hann kemst ekki hjá þvi á slikum merkisdegi aö menn rifji upp fyrir sér þaö sem hann hefur komiö i verk. Satt aö segja er fátt hægt aö hugsa sér ólik- legra til fjár og frama en þýðingar heimsbókmennta á islensku og fátt heilladrýgra is- lenskri menningu, þegar vel tekst til. Með þvi aö islenska Sófókles og Shakespeare hefur Helgi lyft sannkölluðu Grettistaki, sem islensk leikhús munu bda aö um langa framtiö, og meö ljóöa- þýöingum sinum hefur hann vikkað til mikilla muna sjón- deildarhring islenskra skálda og ljóöaunnenda. Þeir sem fást viö aö lesa bókmenntir meö stúd- entum við-háskólann eru meðal þeirra sem i mestri þakkarskuld standa viö Helga Hálfdanarson. Sú ósk er þvi borin fram af heilum hug og nokkurri eigingirni aö honum megi á þeim árum sem i hönd fara gefast góöar stundir til aö kafa eftir nýjum perlum I djúp heimsbókmenntanna. Kinverska skáldiö LI Pó orti fyrir meira en tólf öldum þetta ljóö sem Helgi hefur snúiö handa okkur og mætti standa sem yfir- skrift yfir istarfi hans sjálfs: Letriö eilífa Ég er aö yrkja, og út um gluggann minn sé ég aö þýtur blær I bambusviði sem bylgjast eins og vatn; og hingaö inn berst kliður, þegar þungu blööin hvessa hvert annaö, Hkt og fossaflaumur niöi I fjarska. Og er ég hripa stafi þessa á pappirsörk, er eins og fjúki blóm af aldintrjám og falli niöri snjó. En eplablómsins angan, sem er þó svo áfeng, rýkur burt úr klæöum meyja er stundir liða, og einnig hjaönar hrlm er hækkar sól; en ég, hann LI-Tal-Pó, er hér aö sáldra um autt blaö táknum þeim sem aldrei deyja. erlendar bækur Clemens Brentano; Gedichte. Herausgegeben von Wolf- gang Frúhwald, Bernhard Gajek und Friedrich Kemp. Dunndruck-Ausgabe dtv— bibliothek. Deutscher Taschenbuch Verlag 1977. Kvæöi Brentanos voru ekki gefin út i heild fyrr en tiu ár- um eftir fráfall hans þ.e. 1852, og sú útgáfa var gölluð. Það var ekki fyrr en með Hanser útgáfunni 1968, úð verk hans komust óbrengluö i hendur lesenda. Brentano varb fyrstur til þess aö koma Lorelei sögninni á framfæri i sögu sinni Godwi 1800—01. Hann gaf út safnið Knaben Wunderhorn, ásamt mági sinum Aschim von Arnim, safn þjóökvæöa. Fyrirmynd sumra ljóöa hans voru þjóð- kvæði.en jafnframt orti hann um trúarleg efni meö heim- spekilegu ivafi. Þessi útgáfa er vönduö og fylgja all-itar- legar athugagreinar og eftir- máli eftir Wolfgang Friih- wald. Richard Leakeyand Roger Lewin: People of the Lake. Man: llis Origins, Nature and Future. Penguin Books 1981. Richard Leakey ólst upp við fornleifarannsóknir. For- eldrar hans stunduöu þá iöju af miklu kappi og sonur þeirra fylgdist meö þeim á ferðum þeirra i Kenya og Tanzaniu. Hann stjórnaði leiðangri, sem gerður var út frá Kenya til subur héraöa Etiophiu til rannsókna á mannvistarleyfum. Hann tók við starfi föður sins sem for- stöðumaður Náttúrugripa- safna Kenya 1968 og sama ár fundust leyfar mannvera viö Turkana vatnið i Kenya, sem álitið er að séu 2ja og 1/2 miljón ára gamlar. Þessi kenning olli talsveröu fjaörafoki og rannsóknir Leakeys á svæðinu og leyf- unum gerðu honum fært aö gera sér hugmyndir um mannlif þessara tima. Roger Lewin er samstarfsmaður Leakeys, liffræðingur. Þessi bók þeirra er mjög athyglis- verö um eins og segir i titli, uppruna, ebli og framtið mannkynsins. Þeir komast m.a. að þeirri niöurstööu aö mannveran sé að uppruna og eölisfari ekki árásargjörn vera, eins og nú er haldiö fram af mörgum. Fróðleg og merkileg bók. Richard Leakey Sonur Leakeys og tengda- dóttir viö uppgröft á strönd Rudolfsvatns i Keuya.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.