Þjóðviljinn - 14.08.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 14.08.1981, Qupperneq 11
Föstudagur 14. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íbróttir [/] íþróttir {/] íþróttir Stórglæsilegt mark Lárusar Guðmundssonar, en Vilmundur sigrar i 100 m hlaupi á Reykjavikurleikunum. Landsliðið 1 Stórglæsilegt mark Víkingsins Lárusar Guömundssonar dugði islenska landsliöinu ekki til sigurs gegn enska atvinnumanna- félaginu Manchester City á Laugardalsvellinum i gærkvöldi. Enskir skoruöu tvö mörk gegn einu laudans, 2-1. Sigur City liös- ins var sanngjarn, þó að ekki væri leikur þess ýkja sannfærandi. Eins og alltaf þegar landinn leikur gegn erlendum liöum, var á brattann aðsækja, varnarleikur i fyrirrúmi, góð barátta og treyst á skyndisóknir. Svo var einnig i gærkvöldi og með smáheppni hefði landsliðið getað sigrað. En.... Eftir fremur þæfingslega byrjun náði landsliðið sókn. Sigurlás renndi boltanum inn i teiginn til Péturs Ormslev, en skot hans fór rétt framhjá City- markinu. Næstu minúturnar var litið um marktækifæri, þófiö i al- gleymingi. A 33. min rofaði loks til. Paul Power lék á Martein á móts við vinstra vitateigshornið, gaf fyrir markiö. Phil Boyer skallaði knöttinn til Kevin Reeves og hann skoraði örugglega, óvaldaður, 1-0. Strax i byrjun seinni hálfleiks var landinn búinn að jafna. Pétur sendi knöttinn hnitmiðað til Lárusar Guðmundssonar, sem var utan vitateigs. Lárus sá að Corrigan var kominn útúr mark- inu og þrumaði boltanum yfir hannog i mark, 1-1. Stórglæsilega gert. City-leikmennirnir fóru nú loks að sýna vigtennurnar, og var Dennis Tueart þar fremstur i flokki. A 74. min renndi hann sér i gegnum vörn landsliðsins rétt innan vitateigs, en var brugðið af Sævari Jónssyni. Vitaspyrna. Ur spyrnunni skoraði Tueart sjálfur af öryggi, 2-1. Á 85. min fékk land- inn gullið tækifæri til að jafna. Árni Sveinsson snéri skemmti- lega á vörn City og renndi knett- inum til Sigurlásar, sem var óvaldaður á markteig. Aldrei þessu vant brást Lása bogalistin. Hann skaut framhjá. Ekki þykir undirrituðum City- liðið liklegt til afreka i ensku 1. deildinni næsta vetur. Hér er á City 2 — Vilmundur tll Kanada Vilmundur Vilh jálmsson, spretthlauparinn sterki úr KR, er á förum til Kanada innan tiöar þar sem hann mun dvelj- ast næstu árin viö nám. Vilmundur hefur veriö besti spretthlaupari hérlendis undan- farin ár. Hann á m.a. Islands- metiö i 100 m hlaupi, ásamt Hilmari Þorbjörnssyni, 10.3 sek. meö handtimatöku og 10.46 meö rafmagnstimatöku. Þá á hann einnig bæbi metin i 200 m hlaupi, 21.1 sek. og 21.23 sek. Vilmundur á einnig góöan árangur i mörgum öðrum grein- um og aö sögn margra áhuga- manna um frjálsar iþróttir heföi hann náö langt i tugþraut ef hann heföi lagt rækt viö þá grein. — ingH Fyrra mark Manchester City staöreynd. Marteinn Geirsson og Guömundur Baldúrsson koma enguni vörnum við hnitmiðuðu skoti Kevin Reeves. Mynd:—gel. ferðinni miðlungsgott lið, ekki meira. Gamla rörið Tommy Hutchinson bar af öðrum leik- mönnum á vellinum og segir þaö e.t.v. sina sögu. Paul Power, Kevin Reeves og Dennis Tueart áttu góða spretti, en hurfu alveg þess á milli. i vörninni var mið- vörðurinn Nicky Reid fastur fyrir. Islenska landsliðið lék að þessu sinni nokkurn veginn eins og búist var við fyrirfram. En einstaka sinnum sáust nokkuð góð sóknar- tilþrif og voru þá alltaf sömu 4 mennirnir á ferðinni, Pétur, Lárus, Sigurlás eða Ómar Torfa- son. Það vakti nokkra athygli að Guðni landsliðsþjálfari Kjartans- son skipti ekki leikmanni inná fyrr en 15 min. voru til leiksloka þó að það virtist kjöriö i slikum leik að gefa varamönnunum kost á að spreyta sig. En það er önnur saga. Úrslitin eru ekkert til aö skammast sin fyrir. íslenska liðið var þannig skipað: Guðmundur Baldursson, Viðar Hallaórsson, Sævar Jóns- son, Marteinn Geirsson, Trausti Haraldsson, Sigurður Lárusson, Omar Toríason, Pétur Ormsiev, Ómar Jóhannsson tArni Sveins- son), Lárus Guðmundsson og Sigurlás Þorleifsson. — IngH Dómaranámskeið BSl og Badmintondómarafé- lagið gangast íyrir dómara- námskeiði um aðra helgi. Stjórnandi verður formaður dómaranefndar danska bad- mintonsambandsins, Paul Fri- modt. Námskeiðið er meðal fjölmargra þátta i undirbúningi fyrir NM i bandminton, sem haldið verður hér á landi i nóv- ember. Framkvæmdastjóri landsliðs Nígeríu í samtali við Þjv: „Við gefum ekkert eftir í leiknum / gegn Islendingum” Manchester City bar sigurorð af landanum Marki Lárusar Guömundssonar fagnaö. F.v. Pétur Ormslev, Lárus og Siguröur Lárusson. Mynd: —gel. Frá Jóni Erni Guðbjarts- syni í Osló: 1 fyrradag lék I fyrsta sinn i Evrópu knattspyrnulandsliö frá Afrikanska lýöveldinu Nigeria. Nigeriumenn leika mjög skemmtitega knattspyrnu, sam- leikur stuttur og hraöur og tækni er höfö framar öllu. Leikurinn gegn Norðmönnum hér i fyrrakvölcl2-2, var hraður og skemmtilegur, sóknarleikur i fyrirrúmi. Vörnin var þó veikasti hlekkur Nígeriuliðsins. Það var oft sem Norömennirnir léku þann leik aö spila þar út og inn aö vild. Enda sköpuöu Norömennirnir sér fjöldann af dauöafærum i leikn- um. Nigeriska landsliöiö á eftir aö koma islenskum knattspyrnu- áhangendum á óvart og þaö eitt er vist, aö best er fyrir landann aö halda sér heitum fyrir þann leik (22. ágúst nk.). Ég ræddi stuttlega viö fram- kvæmdastjóra nigeriska lands- liösins, Justin MC. Onwudiwe, um keppnisferö liös hans um Evrópu. — Hvernig likar þér viö knatt- spyrnuna á Norðurlöndum? ,,Hún er svipuö og viöa annars staðar i Evrópu, að minnsta kosti hér i Noregi. Island veit ég sára- litiö um”. — Þaö er þá erfitt fyrir þig aö spá um úrslit leiks ykkar gegn ts- lendingum? „Já, auövitað er það erfitt. Ef þeir spila vei þá vinna þeir. En viö erum ekki i frii og gefum þvi ekkert eftir”. — Heldur þú aö Norömenn séu sterkari en islendingar i knatt- spyrnunni? „Norömenn hafa nokkuö sterkt liö, en ég get ekki svarað spurn- ingu þinni vegna þess aö ég hef ekki séð liöin leika saman”. — Hvers vegna völduö þiö Is- land sem áfangastaö i för ykkar um Evrópu? „tslendingar leika I Heims- meistarakeppninni og ég verö aö láta strákana mina sigra viö hvaöa skilyrði sem er. En þaö veröur sjálfsagt erfitt aö Ieika á is”, sagöi stjórinn og hló viö. Ég tók þaö fram aö tslendingar spiluðu ekki knattspyrnu á skaut- um og aö þeir væru langt i frá svo sterkir aö þeir komist I úrslit HM. Siöan spuröi ég hvernig knatt- spyrnulandsliö Nigeriu léki. „Vib spilum brasiliska knatt- spyrnu, sem er sú besta i heimin- um i dag. Viö höfum brasiliskan þjálfara, sem á sér langan feril aö baki. Hann hefur m.a. þjálfað brasilisku og portúgölsku lands liöin og hin heimsfrægu félagsliö Santos, liö Péle, i Brasiliu og Benfica i Portögal, sem hann stýrði til sigurs i Evrópubikar- keppninni. Viö erum meö unga menn, 19 og 20 ára, sem spila létt- leikandi knattspyrnu. Ég er þess fullviss að okkar liö er hiö sterk- asta i Afriku og aö viö veröum með i úrslitum HM.” — Aö lokum, hvert er feröinni heitiö eftir heimsóknina hingaö til Noregs? „Við förum til Englands og leikum viö QPR og Sheffield Wed. Siöan förum viö til tslands og leikum þar 22. ágúst. Ferðinni lýkur I Portögal þar sem viö leik- um gegn þarlendu félagsliöi”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.