Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.08.1981, Blaðsíða 11
Helgin 15.-16. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 kTihmriHHr Fóstra og aðstoðarfólk óskast að leikskóla við Skarðsbraut frá 1. september n.k. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrit- uðum fyrir 21. ágúst. Nánari upplýsingar veitir undirritaður i sima 93-1211 eða for- stöðukona i sima 93-2663. F élagsmálastjóri Kirkjubraut 2 Akranesi Vondur árc Akranes — lelkskóli Kúbanskir heimavarnarliðsmenn með stríðsfanga úr Svinaflóainnrás- inní 1961. Slík innrás hefur ekki verið reynd aftur. Sjónvarpið hefur hellst yfir okkur aftur, sumum til gleði öðrum til ama, og ekki hefur það fyrr heilsað en menn finna hjá sér hvöt til að skanunast yfir efni þess. Ég veit það þýðir ekkert að fárast yfir firnalangri mynd um brúðkaup þeirra Kalla og Diönu, við henni er i rauninni ekkert að segja, nema hvað menn geta endalaust hrist hausinn yfir þeirri timaskekkju sem gegnir nafninu Bretland. Ég veit reyndar ekki hvað þetta tilstand kemur okkur við, en úr þvi hljóðvarpið gerði brúðkaupið að aðalfrétt og flutti okkur m.a.s. jáin þeirra Kalla og Diönu á öldum Ijósvakans, beint Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar úr Pálskirkjunni, þá er ekki að undra þótt sjónvarpið vilji bæta um betur og leyfa okkur að sjá herlegheitin. En á mánudagskvöldið var sýnd mynd sem mér finnst á- stæða til að fetta fingur út i. Það varfimmtán minútna fréttamynd um kúbanska gagnbyltingár- menn, sem búsettir eru i Miami á Florida. Nú er það að visu ekkert nýnæmi, að sjónvarpið sýni okkur lélegar áróðursmyndir frá sjón- varpsdeild UPI-fréttstofunnar og kalli þær fréttamyndir. En þessi stutta og afspyrnu vonda mynd kom mér til að hugsa margt ljótt um þá heimsmynd sem við erum mötuð á daglega og búin er til á stóru fréttastofunum sem ýmist eru bandariskar eða fjölþjóðleg- ar. Löng saga og Ijót Hversvegna er myndin af- spyrnu vond? Má ekki segja frá andstæðingum kúbönsku byltingarinnar? Var ekki verið að gefa manni stutta svipmynd af mönnum og málefni, án þess að kafa neitt sérlega djúpt i hlutina, eða er hægt að ætlast til þess að i 15 minútna mynd sé sagður allur sannleikurinn um viðkomandi umfjöllunarefni? Athugum þetta nánar. Vissulega má segja frá and- stæðingum kúbönsku byltingar- innar, og ég vildi óska að það væri gert oftar og betur. Saga hermdarverkahópanna i Miami, sem stofnaðir hafa verið til höfuðsFidel Castro og starfa með góðfúslegu samþykki banda- riskra yfirvalda, er orðin nokkuð löng, komin yfir tvitugt, og hún er bæði ljót og blóöug. t myndinni fékk maður þá hugmynd að þetta væru menn sem biðu eftir tæki- færi til að ráðst inn i Kúbu og notuðu timann til að þjálfa sig I skæruhernaði á meöan. Ekki var minnst á það einu orði, að þessir hópar — hvort sem þeir heita Alpha-66, Omega 7, CORU eða eitthvað annað — hefðu yfirleitt gerteitthvað, annað en að biða og þjálfa sig. En þeir hafa svo sannarlega látið til sin taka. Listinn yfir hryðjuverk þessara hópa er orðinn firnalangur. Þeir hafa komið fyrir sprengjum i kúbönskum sendiráðum, ferða- skrifstofum og viðar þar sem kúbanska fulltrúa er að finna i Bandarikjunum, Mið- og Suð- ur-Amerlku, og jafnvel i Evrópu. Þeir hafa drepið marga menn sem hafa sýnt áhuga á bættum samskiptum Kúbu og Bandarikjanna. Þeir hafa ráðist á kúbanska fiskibáta, sökkt þeim og drepið eða rænt áhöfnunum. Einn þessara hópa, CORU, kom fyrir sprengju i kúbanskri far- þegaþotu 6. október 1976. Þotan sprakk i loft upp skammt frá Bar- bados-eyjum og fórust allir sem i henni voru, 73 menn. Þessari upp- talningu mætti halda lengi áfram. Þegar þessi hryðjuverk eru athuguð nánar kemur i ljós sú at- hyglisverða staðreynd, sem á við þau flest ef ekki öll, að fyrir þau hefur engum veriö refsað. Það kemur semsé i ljós, að hryðju- verkamennirnir sleppa alltaf með einhverjum dularfullum hætti úr klóm réttvlsinnar, jafnvel i þeim tilvikum þegar allir vita hver framdi glæpinn og glæpa- mennirnir hafa sjálfir lýst sök á hendur sér. Gráthlægilegt viötal Viðtalið við Diego Medina, einn forsprakka hryðjuverkasam- takanna Alpha-66 (þau samtök eru einkum fræg fyrir árásir á kúbanska fiskibáta og sprengju- tilræði) var gráthlægilegt. Hann hélt þvi m.a. fram að Fidel Castro nyti stuðnings innan við 5% þjóðarinnar. Þetta er orðin nokkuðgömul lumma hjá þessum gaurum, þvi þegar þeir réðust til landgöngu á Giron-strönd við Svinaflóa árið 1961 heldu þeir lika að öll þjóðin væri á móti Castro og mundi koma fagnandi niður i fjöru að taka á móti frelsishetjun- um. Raunin varð önnur, eins og mönnum er kunnugt, og mun sig- ur Kúbumanna við Svinaflóa lengi i minnum hafður. Þeir hafa ekki lagt i aðra innrás á þeim 20 árum sem siðan eru liðin, og lái þeim það hver sem vill. En eitthvað verða mennirnir að gera og þvi dunda þeir sér við hryðjuverkin á meðan þeir biða eftir að stóri bróðir taki af skarið og ráðist á Kúbu. 1 myndinni kom reyndar fram sú hugmynd að það gæti orðið einskonar svar Banda- rikjamanna við sovéskri innrás i Pólland. Þá var það ekki siður athyglis- vert sem Medina þessi sagði um nýja heimavarnarliðið sem sett hefur verið á laggirnar á Kúbu. Hann sagði að það væri merki i apríl 1980 var efnt til baráttugöngu i Havana og viðar á Kúbu til þess að sýna stuðning við rikisstjórn Fidels Castro og andstyggð á atferli þcirra sem ,,kusu frelsið”. Fimm miljónir manna, eða rúmur helmingur þjóðarinnar, tóku þátt i þessum göngum. þess að herinn væri Castro ó- þægur, og yrði heimavarnarliðið notað til að ráða niðurlögum hersins ef hann gerði uppsteyt. Eitthvað skýtur þetta nú skökku við fyrri staðhæfinguna, um að innan við 5% landsmanna styddu Castro. Nú er það allt i einu herinn sem er á móti honum, en Castro setur traust sitt á al- þýðuna og vopnar hana. Varla mundi hann gera það ef hún væri honum andsnúin? Sannleikurinn er sá, að stofnun heimavarnarliðsins, eða öllu heldur endurvakning þess og endurskipulagning, var mjög eðlilegt skref sem tekið var þegar ljóst var að hættan á bandariskri innrás fór dagvaxandi og að Bandarikjamenn neyttu allra bragða til að einangra Kúbu. Karibahafið og Mið-Amerika er ein af þessum púðurtunnum sem kviknað getur i hvenær sem er. Það er nefnilega ekki satt, sem fram kom i myndinni, að Castro væri einn á báti. Byltingar hafa verið gerðar i Nicaragua og á eynni Grenada, og blóðugt borgarastrið stendur yfir i E1 Salvador. Ástandið i Guatemala hefur lengi verið iskyggilegt, og átök þar fara stöðugt harönandi. Fólkið i Mið-Ameriku er að losa sig úr fjötrum aldalangrar kúgunarog arðráns. Barátta þess er Jöng og ströng og kostar mörg mannslif, en hún er i fullum gangi, þvi fólkið hefur allt að vinna, engu að tapa. Frá sjónarhóli þeirra sem vilja viðhalda óbreyttu ástandi i Mið-Ameriku, áframhaldandi ör- birgð fjöldans og gróða auðhring- anna, eru Kúba, Nicaragua og Grenada hættuleg fordæmi. Þess- vegna er áróðursmaskinunni beint gegn þeim, og þessvegna menn búist til varnar? Reagan er svo sannarlega trúandi til að fyrirskipa innrás á Kúbu — hon- um er trúandi til alls. En verði af slikri innrás — sem hamingjan forði — þá er ekki aðeins 5% kúbönsku þjóðarinnar að mæta, og ekki aðeins þjálfuöum og vel vopnum búnum her, heldur vopn- aðri alþýðu sem þekkir óvin sinn. Slika alþýðu er náttúrlega hægt að þurrka út með nifteindar- sprengjum, en hún verður aldrei sigruð. Það er ekki hægt að ætlast til þess að i 15 minútna fréttamynd sé allur sannleikurinn sagður. En það er vel hægt að ætlast til þess af islenska sjónvarpinu að það hlifi okkur við áróðursmyndum á borð við þá sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, en hún er þvi miður ekkert einsdæmi. Ingibjörg Haraldsdóttir. eru hryðjuverkahóparnir i Miami vel séðir. Yfirlögga frelsisins Um þessar mundir er Ronald Reagan önnum kafinn við að gefa heiminum sýnishorn af mann- kostum sinum, samningalipurð og friðarvilja. Þessi yfirlögga frelsisins i heiminum bregst við kröfum verkfallsmanna með þvi að reka þá og lögsækja og stofna um leið samgöngum við Bandarikin i hættu. A sama tima tilkynnir hann að nú sé kom- inn timi til að framleiða nifteindasprengjur. Annar eins geðsjúklingur hefur áreiðanlega aldrei komist i forsetasæti i Bandarikjunum. Það er eitthvað meira en litið bogið við banda- risku þjóðina ef 5% hennar styðja þessi áform hans. Er nokkur furða þótt Kúbu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.