Þjóðviljinn - 08.09.1981, Síða 4
4 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriöjudagur 8. september 1981
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjódfrelsis
btgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Pramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ölafsson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Sigurðardóttir
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guöni Kristjánsson.
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Símavafsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og augiýsingar: Sföumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf..
Jónas á svellinu
• Tölfræðisvellið reynist mörgum hált og um helgina
skrikaði Dagblaðs-Jónasi heldur en ekki fótur á því.
Hann taldi sig hafa komist að því að lán í almenna
húsnæðislánakerfinu hefðu farið úr einum fjórða bygg-
ingarkostnaðar meðalíbúðar niður í einn sjötta. Með
þessu væri verið að drepa almenna húsnæðislánakerf ið.
• Viðmiðunin er alltaf aðalatriðið í öllum hlutfalla-
reikningi. Og Dagblaðsritstjórinn virðistekki hafa áttað
sig á því að með nýju húsnæðislögunum er breytt um
viðmiðun. Áður voru húsnæðisstjórnarlán reiknuð sem
hlutfall af verði blokkaríbúðar í vísitöluhúsinu. Nú er
miðað við fullbúið parhús með frágenginni lóð. Talna-
glöggur maður eins og Dagblaðsritstjórinn hefði átt að
hyggja að breyttri viðmiðun í stað þess að detta á rassinn
átölfræðisvellinu-
• Að breyta um staðal með þessum hætti hefur haft
verulega þýðingu. Fyrri hömlum á stærð lánshæfra
íbúða er rutt úr vegi og húsnæðisstjórn er ekki iengur
með nefið niðri í því hvernig og hversu stórt menn
byggja i samræmi viðsínar þarf ir.
Það eru því meiriháttar ósannindi, sem ekki batna
þótt þau séu síendurtekin í f jölmiðlum, að lán húsnæðis-
málastjórnar til almennra húsbyggjenda hafi lækkað að
raungildi. Þvert á móti hafa þau hækkað samkvæmt
vísitölu og hækka ársf jórðungslega í stað árlega áður, og
það hefur ekki lítið að segja í verðbólgunni. Þá er og
farið að taka mið af f jölskyldustærð þegar upphæð
húsnæðislána er reiknuð og hlýtur það að vera í réttlætis-
áttina.
• Svo geta menn haft þá eðlilegu og sjálfsögðu skoðun
að almenn húsnæðislán eigi að hækka og verða t.d. 80%
af byggingarkostnaði. Alþýðubandalagið og verkalýðs-
hreyfingin hafa verið þeirrar skoðunar að áður en svo
megi verða,þurfi að leysa vanda láglaunafólks með
félagslegum íbúðabyggingum. Það er kölluð forgangs-
röðun verkefna á fínu máli.
— ekh.
Hneyksli aldarinnar
# Svokallað matsmannamál hefur talsvert verið til
umf jöllunar í blöðum. Það er rekið af miklu offorsi og
þeir sem pennum stýra sjást lítt f yrir. Enda liggur mikið
við. Loksins þykjast andstæðingar Alþýðubandalagsins
hafa náð taki á formanni flokksins sem notið hefur að
þeirra mati óþarf lega mikilla almennra vinsælda.
# Og málið er vissulega alvarlegs eðlis. Það hefur
semsé komið upp úr Alþýðublaðinu að annar mats-
maðurinn er faðir aðstoðarráðherra Svavars Gestssonar
og hinn er hvorki meira né minna en skyldur honum í 5.
og 6. ættlið að sögn kratablaðsins. Rannsóknir standa nú
yfir á því fyrir tilstuðlan Alþýðublaðsins hve skyldleik-
inn sé náinn, og mun það væntanlega birta ættfræði-
niðurstöður innan skamms. Þjóðviljinn hefur það hins-
vegar eftir óyggjandi heimildum að hann sé í 6. og 7. lið,
og má blaðið vart mæla fyrir hneykslan.
# En það er með þessa tilbúnu deilu eins og Alþýðu-
blaðsdeiluna að menn eru ekki sammála um hvað hún
snýst. Alþýðublaðið segir að hún snúist um bitlinga og
skyldleika og hálft prósent matsgjald, en Dagblaðið seg-
ir að það skipti engu máli, heldur séu matsmennirnir
óþarfir.
# I þessu stríði gegn félagsmálaráðherra er ekki sér-
staklega vænlegt að bera á borð staðreyndir, því
„skandall" skal það verða hvað sem það kostar. Þó skal
þess freistað hér að minna á, að fram að setningu nýju
húsnæðislaganna var mat vegna endursölu á íbúðum i
félagslega kerfinu í miklum ólestri. Það var þessutan
helmingi dýrara en nú.
# Auðvitað er það firra að ekki sé nauðsyn á óháðu
mati við endursölu íbúða í verkamannabústaðakerfinu.
Er það virkilega meining þeirra sem telja slíkt mat
óþarft, að það eigi að vera í höndum eiganda, kaupanda
eða seljanda að leggja mat á endurbætur, ástand og sölu-
verðmæti? Ætli hver myndi ekki toga í sinn enda og af
verða þrætur miklar. Auðvitað er þörf á samræmdu
mati, en framkvæmd þess má að sjálfsögðu haga á
ýmsan hátt.
— ekh.
klippt
Loksins, loksins fann Alþýðu-
flokkprinn pólitiskan samherja.
Á föstudagskvöldið gerði Jón
Baldvin sig og flokkinn dýrari
en daginn áður með þvi að iáta
.opinskátt Hverjir hefðu staðið i
„óformlegum viðræðum” upp á
siðkastið. Þessar pólitisku
þreifingar höfðu farið fram á
milli maóistans Ara Trausta og
skipulagsnefndar Alþýðuflokks-
ins, en formaður nefndarinnar
heitir Vilmundur Gylfason.
Snemmeridis i ágústmánuði
klipptum við og skárum pólitfk
hægri krata og maóista niður i
sameiginlega heimsýn, úlfur,
úlfur rússinn er að koma. Við
gerðum þvi skóna að maóistar
hefðu laumast inná gafl hjá
hægri krötum. Auðvitað var
þetta sagt á sinum tima i góðu
gamni, en hvað kemur ekki á
daginn? Jón Baldvin stal sen-
unni af Vilmundi á föstudags-
kvöldið og gerði alþjóð kunnugt
að óformlegar viðræður hefðu
farið fram. Hugmyndin um
samfylkingu hægri krata og
maóista er samkvæmt Jóni
sprottin frá franska Sósialista-
flokknum. Vilmundur varð að
Kommúnismann i stefnuskrá
Alþýðuflokksins. Varaformaður
Aiþýðuflokksins Magnús Magn-
ússon lýsti þvi yfir á laugardag-
inn að hann væri ekki á þeim
buxunum, að hætta við að berj-
astgegn kommúnismanum, svo
þessi setning ætti að hans mein-
'ing að standa eftir sem áður.
En hafa ber i huga að Magnús
gerir ekki kröfu til að vera álit-
inn hugmyndafræðingur flokks-
ins einsog þeir gera Vilmundur
og Jón Baldvin. Vilmundur og
Jón vilja gera flokkinn að breið-
fylkingu sem flestra samtaka og
félaga. Fyrsta sporið i þessa átt
eru áöurnefndar þreifingar
maóista og hægri krata. Síðan
kæmu á eftir Júnior Chamber,
Eotary, Frimúrarareglan, Mál-
freyjuklúbburinn, Samband
manna með hælsæri og svo
framvegis. Þegar svo hægri
kratar hafa spannað félagslega
litrófið i samfélaginu fara þeir
að kljást um það hver eigi að
setjast i sæti Mitterrands, Vil-
mundur, Jón Baldvin og ef til
vill er Kjartan ekki af baki dott-
inn?
Saga maóista á Islandi er
mikil sorgarsaga. Þeir hafa
barist fyrir þvi að vera til með
þvi að stofna óteljandi samtök
veita flokknum viðurnefnið nl i ,
stað mlþó þeir séu áfram á móti ■
landbúnaðinum. N1 á að sjálf- j
sögðu að standa fyrir Nýtt land,
en það er nafnið á blaðinu sem ,
skoðanahópurinn um Vilmund ■
Gylfason hefur að málgagni.
Fylgja þeim
sterka að málum ’■
Maóistar hafa frá þvi þeir |
tóku að láta á sér kræla fyrir
áratug eða svo bundist sterkum 1
böndum við þá sem hafa farið
með völdin hverju sinni i Pe-
king. Þeir fylgdu Maó meðan I
lifði, fjórmenningaklikunni 1
meðanhúndugðitil við stjórnun |
kinverska alþýðulýðveldisins.
Og þegar henni var stungið inn i I
fangelsi sölsuðu islenskir maó- ■
istar hljóðalaust yfir um á litla
karlinn sem stjórnar Kina, hann
Deng Xiaoping.
Þeir voru meir að segja svo 1
ákafir fylgismenn blifandi
stjórnarherra, að þegar að fjór-
menningaklikan féll i ónáð i Pe-
king létu maóistar sig ekki I
muna um að birta ljósmyndir I
þarsem fjórmenningarnir voru |
vonum fúll yfir þvi að Jón fengi
að upplýsa þjóðina um nýju
samfylkinguna, þvi hann sjálfur
hefði verið formaður nefndar-
innar sem stóð i ströngu við
myndun breiðfylkingarinnar.
Breiðfylking
traustum fótum
Þegar við á sinum tima lögð-
um saman tvo og tvo (krata og
maóista), þá höfðum við að
sjálfsögðu pólitiska úttekt á
hvárugtveggji samtökunum.
Við komumst að þvi að ekki
bæri svo mikið á milli maóista
og hægri krata i pólitiskum efn-
um. I rauninni kemst ekki hnifs-
blaðið á milli. Maóistarnir eru á
kinversk-amerisku hervæðing-
arlinunni-, að nató sé nauðsyn-
legur þröskuldur gagnvart
heimsyfirráðastefnu Sovétrikj-
anna. Og Sovétrikin séu einmitt
höfuðóvinur verkalýðsins. Þvi
sameinast hægri kratar og maó-
istar i andstöðunni við kjarn-
orkuvopnalaus Norðurlönd.
Það kom fram i máli Ara
Trausta Guðmundssonar i
fréttatima útvarpsins á föstu-
dagskvöldið að i rauninni væri
ekki nema ein hindrun i vegi
fyrir samrunanum sem allir
hafa beðið eftir, nefnilega að i
stefnuskrá Alþýðuflokksins er
áréttað að barist skuli gegn
kommúnismanum. Með öðrum
orðum ber ekkert það á milli i
pólitiskri afstöðu flokkanna
tveggja, hægri krata og maóista
sem varnað gæti myndun breið-
fylkingarinnar nema þessi litla
setning um andstöðuna við
um hugsjón sina á tiltölulega fá-
um árum. Svo við nefnum
dæmi, þá eru núverandi samtök
maóista Kommúnista samtökin
stofnuð upp úr Eik ml, (Eining-
arsamtök kommúnista, marx-
istarnir leninistarnir) og KSML
(Kommúnistasamtökin marx-
istarnir leninistarnir) vorið
1980. Þeir hafa átt við sama
vandamál að striða og Alþýðu-
flokkurinn, fylgið leitar frá
þeim. Þeir eiga erfitt með að fá
hljómgrunn meðal fjöidans. Nú.
verður að segjast einsog er að
gangan langa virðist vera að
taka enda. Maóistarnir ml eru
komnir heim til hægri krata.
Alþýðu-
flokkurinn-ml
Vart getur farið á milli mála
hvað nýju samtökin þeirra maó-
ista og hægri krata eiga að
heita. Nafngiftin er hafin yfir
allan vafa. Maóistar hafa yfir-
leitt haft viðhengis við nöfn
samtaka sinna ml (marxistarn-
ir leninistarnir). Þetta viðhengi
fylgir þeim að sjálfsögðu yfir i
Alþýðuflokkinn. Og Alþýðu-
flokkurinn kemur þá til með að
verða nefndur Alþýöufiokkurinn
ml Það fer enda vel á þvi, þar-
sem flokkurinn er á móti land-
búnaði — og viðbótin getur einn-
ig staðið fyrir það, ml „ntfti
landbúnaði”. Við höfum lika
frétt að dyggustu stuðnings-
menn Vilmundar séu ekki á eitt
sáttir við nýja nafnið og vilji
----------«9
þurrkaðir burt. Þeir hefðu jú •
fyrirgert rétti sinum til að vera
með alþýðuvinunum. Flokks-
forystuhollusta maóistanna er |
þannig með ólikindum. ■
Endurtekning
upp á grín
Það er einmitt þessi „dyggð”
sem hægri kratana vantar.
Þeir eru einsog alþjóð veit i I
stöðugu innbyrðis striði og eng-
inn treystir neinum. Maóistarn-. *
ir munu þvl samkvæmt hefðinni
styðja þann sem fer með völdin
þannig að Kjartan Jóhannsson
formaður mun væntanlega *
eignast hauk i horni þarsem
maóistarnir eru. Mun ekki vera
vanþörf á pólitísku baklandi i
flokknum fyrir þann góða i *
mann — eftir væringar sumars-
ins.
Vilmundur var hins vegar for-
maður nefndarinnar sem Jón '
Baldvin talaði fyrir um samein-
inguna i útvarpinu og telur sér I
stórlega misboðið. Segir Vil-
mundur i Visi I gær að Jón Bald-
vin hafi orðið vítni að „einka- J
samtali” hans við Ara Trausta
— og Jón misskilið allt saman. I
siðasta Verkalýðsblaði maóista
er sagt að Maó hafi brugðist
kenningum sinum. Þar er lika
haft eftir Karli Marx að sagan
endurtaki sig upp á grin. Hvað
er næst frá hægri krötum og j
maóistum?
skorid