Þjóðviljinn - 07.11.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.11.1981, Blaðsíða 11
Helgin 7.-8. nóvember 1981 WÓÐVILJINN — SIÐA 11 Kafbátsstrandið og kjarnorkuógnin Þjóöviljinn leitaði í gær álits nokkurra forystumanna Alþýðubandalagsins og formanns Samtaka herstöðva- andstæðinga á nýjustu upplýsingum um strand sovéska kjarnorkuvopnakafbátsins í Svíþjóð. Inn í samtölin blönduðust einnig yfirlysingar bandarískra ráðamanna að undanförnu um möguleika á takmarkaðri kjarnorku- styrjöld í Evrópu og áætlanir NATó um að nota kjarn- orkuvopn í viðvörunarskyni í Evrópu/ ef um stórárás með hefðbundnum vopnum yrði að ræða frá Sovétmönn- um. „Talandi dæmi um stórvelda- hræsni” ,,Að undanförnu hafa verið að magnast átök milli stórveld- anna um yfirráO á höfunum. ViO íslendingar höfum ekki fariö varhluta af þessu, þar sem ijóst er aö bigbúnaður stórvcldanna á Norður Atlantshafi hefur tekiö á sig hrikalegri myndir að und- anförnu en nokkru sinni fyrr,” sagði Svavar Gestsson formaö- ur Alþýöubandalagsins. ,,Sú staOa, sem nú viröist liggja fyrir, að Sovétmenn búi gamla kafbáta kjarnorkuvopn- um, er staOfesting á þvi i fyrsta lagi að smáþjóðirnar þurfa aö gæta sin, ef þær eiga að halda lifi i þessum darraðardansi og i öðru lagi að yfirlýsingum stór- veldanna um friðarvilja er jafn- an vart að treysta.” „Að undanförnu höfum við lagt megináherslu á nauðsyn þess að efla skilning á þeim hættum, sem striðsógninni fylgja. Þessi hætta er i nábýli við okkur þar sem er banda- riska herstöðin og menn hafa i vaxandi mæli gert sér ljóst hver hætta getur verið samfara henni.” „Atburðurinn i Sviþjóð þar „Þessir menn eru gjörsamlega klikkaðir” „Þessir menn eru gjörsam- lega klikkaöir, þetta framferöi Rússa er algjörlega andstætt öllum sjónarmiðum um afvopn- un og friö. Eftir þetta framferöi veröur aö efast veruiega um aö Rússar meini nokkurn skapaö- an hlut meö tali sfnu um aö draga úr vigbúnaði á Eystra- salti,” sagöi Pétur Reimarsson formaöur miönefndar Samtaka herstöövaandstæöinga. „Þessi atburður og þaö, að kafbáturinn er búinn kjarnorku- vopnum er svo ótrúlegt, að það ereins og mennirnir séu bilaöir! Það hafa oft áður fundist kaf- bátar á sveimi I landhelgi Svi- þjóöar, en aö kjarnorkuvopna- búnir kafbátar væru aö þvælast inni i fjöröum, þvi hefði vart verið trúað.” Svavar Gestsson: Yfirlýsingum stórveldanna um friöarvilja er ekki aö treysta. sem kafbátur meö kjarnorku- vopn veður upp að strönd rikis, sem er hlutlaust , er enn ein staðfesting á þvi að vera vel á verði. Þetta er ekki sist at- hyglisvert, þegar þess er gætt að Sovétmenn hafa undanfarið lýst áhuga i oröum á kjarnorku- vopnalausum Norðurlöndum og hefur sérstaklega um áratuga skeið látið i veðri vaka áhuga á að lýsa Eystrasalt/,,haf friöar- ins.” Hér höfum viö þvi talandi dæmi um þá hræsni, sem iðu- lega birtist i utanrikisstefnu stórveldanna,” sagði Svavar að lokum. Svkr Pétur Reimarsson: Sýnir hve hættulegt er aö tengjast stór- veldunum „Þessi uppákoma mun nátt- úrulega skaða alla umræðu varðandi friðarhreyfinguna, en þetta sýnir bara hve hættulegt er að tengjast stórveldunum, sem einskis svifast i þessum efnum.” — Svkr. „Oft þörf en nú nauðsyn” „Siðustudaga daga hafa gerst tveir atburöir, sem sýna aö hafi áöur veriö þörf aö framkvæma stefnu friöarhreyfingarinnar um kjarnorkuafvopnun, þá er nú nauösyn”, sagöi Ólafur Ragnar Grimsson formaöur þingfiokks Alþýöubandalagsins. „Hinar furöulegu ferðir so- vésks kafbáts og sú ósvifni að sigla meö kjarnorkuvopn upp i kálgarða sýnir að það er rétt, sem við höfum verið aö segja á siðustu mánuöum, aö Noröur- löndum dugi dtki almenn yfir- lýsing um kjarnorkuvopnalaust svæði, heldur verður að gera lögformlega alþjóðlegan sa.mn- ing um kj arnorkuvopnalaus Noröurlönd. Setja þarf á fót al- þjóðlegan eftirlitsaðila, sem fylgist meö þvi, að slíkur samn- ingur veriö ekki brotinn”. „Yfirlýsing Haig utanrfkis- ráðherra Bandarikjanna, sem um árabil var æðsti yfirmaöur herja Nató I Evrópu, að Banda- rikin gerðu ráð fyrir þvi i áætl- unum sinum að verða fyrri til að beita kjarnorkuvopnum, sannar þá kenningu forsvarsmanna friðarhreyfingarinnar, að I hernaðaráætlun Natð, sé reikn- að með að nota kjarnorkuvopn til fyrstu árásar”. „Framferði Sovétmanna gagn- vart Sviþjóð og upplýsingar Haig sýna að brýn nauðsyn er nú á þvi' að hinum þremur meginkröfum friðarhreyfingar- innar verði hrundið i fram- kvæmd. Fyrsta krafan er bann við framleiðslu nýrra tegunda vopna. önnur krafan er tafar- lausar afvopnunarviðræöur um kjarnorkuvigbúnaðinn i heild og þriðja krafan að Evrópa veröi kjarnorkuvopnalaust svæði og þar gangi Norðurlönd á undan.—Sams konar samn- ingur verði geröur um okkar heimsálfuog gerður hefur verið um kjarnorkuvopnaleysi S.- Ameriku. Sá samningur hefur verið virtur. Alþjóölegur aöili hefur eftirlit með framkvæmd hans”. Alþjóölegur aðili hefur eftirlitmeö framkvæmd hans”. „Sovéski kafbáturinn i Svi- þjóð og yfirlýsing utanrikisráð- herra Bandarikjanna ættu að verða til að tviefla sókn friðar- hreyfingarinnar gegn kjarn- orkuvigbúnaði risaveldanna”, sagði Ölafur Ragnar. Svkr. •<------------m. Ólafur Ragnar Grimsson: Framkvæma þarf stefnu friöar- hreyfingarinnar um kjarnorku- afvopnun. „Evrópa án kjarnorku- ógna” „Ferö sovésks kafbáts I sænskri landhelgi er enn eitt dæmiö um yfirgang risaveldis gagnvartsmáriki. Krafa friöar- hreyfinga i Evrópu beinist ekki siöur að Sovétrikjunum en Bandarikjunumsagöi Ragnar Arnalds fjármálaráöherra. „Markmiöið er: Evrópa án kjarnorkuógna. Aleiðinni að þvl marki verður aö gjalda varhug við áleitni Sovétmanna hvar sem er og þá ekki sist forkast- anleg framkoma þeirra gagn- vart sósialiskum frelsishreyf- ingum í Austur Evrópu, um leið og viö vestanmegin reynum aö Ragnar Arnalds: Við þurfum aö losa okkur dr kjarnorkugripum stórveldanna. losa okkur úr kjarnorkugripum Bandaríkjanna.” — Svkr. „Frekjan og hættan fylgir yfirfullum vopna- búrum” „Sigling sovésks kafbáts meö kjarnorkuvopn og flota foringja innanborös upp i sænska land- steina er svíviröilegt brot gegn Guörún Helgadóttir: Brýnt að efla friöarhreyfinguna eftir megni. hlutleysi og landhelgi Sviþjóöar og sorglegt dæmi um frekju og yfirgang herveldis.” „Þessi atburöur ásamt nýleg- um ummælum Reagans og Haig um notkun kjarnorkuvopna i Evrópu sýna okkur glögglega brýna nauðsyn þess að efla frið- arhreyfinguna sem allra mest og knýja með fullri hörku á um afvopnun og raunhæfa friðun.” „Það er þess vegna hrapaleg- ur misskilningur ef menn reyna aðnota þennan atburö sem rök- semd fyrir nauðsyn þess að efla Atlantshafsbandalagið sem mest — frekjan, yfirgangurinn og styrjaldarhættan fylgir yfir- fullum vopnabúrum, hvaða stjórnvöld, sem yfir þeim ráða,” sagði Guðrún. — Svkr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.