Þjóðviljinn - 07.11.1981, Side 18

Þjóðviljinn - 07.11.1981, Side 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. nóvember 1981 Um hljómplötur BHegourömB 1 Bunriok7Æ m dægurtónlist Umslag hannaði Auglýsingar- stofa Ernsts Backmann. Ljós- mynd: Friöþjófur Helgason. Jóhann Helgason með Magnetics Peter Sarstedt syngur Svo nefnist 12 laga plata, sem Steinar hf. hefur ráðist I að gefa út með þessum fyrrum heims- fræga söngvara, sem er af ensku, indversku og þýsku bergi brotinn. Heimsfrægð sina hlaut Peter Sarstedt af lagi sínu Where do you go to my lovely, árið 1966, sem auövitað er að finna á þess- ari safnplötu. Og það er á hreinu, að þessu lagi verður ekki bolað af lista yfir bestu dægurlög heims. Mezzoforte, sem nú eru komnir á blað i London, leika undir hjá Peter i tveim lögum: Eternal days (Eilifu dagar), sem Peter skrifaði fyrir kvik- mynd mágs sins Bob Foster, sem sá gerði i Grænlandi, ,,um viðáttu óbyggöar heimskauts- ins, hina hvitu fegurö, og um hina löngu, næturlausu daga”. Skemmtilegt lag. Hitt lagiö er Take off your clothes sem varö svo frægt að vera bannaö i út- varpi hér I flutningi Hannesar Jóns, Fækkaðu fötum (vel á minnst — Kamerorghestar fá Björgvin Gíslason: A samkenndina ofan kemur svo að hér eru engir aukvisar i hljóöfæraleik á ferð með Björg- vini Gíslasyni. Vil ég fyrstan nefna Asgeir Óskarsson, sem ég hef ekki heyrt njóta sin betur á hljómplötu áður. Hér fær hann tækifæri til að sýna fjölhæfni hæfni sina I allt frá „fusion”, „reggae” og upp i þungt (Glettu)rokk. Og i þessu sam- bandi má hrósa upptökunni, og nefna sem dæmi flott trommu- bergmál (ekkó) i upphafslaginu á Glettum, Það vantar fólk. Bassaleikur Myrons Dove er góð og gild ástæða fyrir Björg- vin til að hafa hann með i far- angrinum frá USA, ljóðrænn og mjúkur, en engin linkind. Og Pétur Hjaltested „sparslar” og málar vel i bakgrunn og um- gjörð með einstaka snoturt út- flúr og ofleikur aldrei á gervla sina.sem geta orðið i það gervi- legasta (hvað sem Gary Numan segir). Og þá er það Björgvin sjálfur. 1 stuttu maii sagt, er eins og hann hafi fæðst með gitar og ekki skilist við hann si"ðan. Þar að auki hefur hann það sem margan skortir sem kann tækn- ina upp á tiu fingur, að á tækni ofan kemur hann tilfinningu fyrir efninu til skila. Mætti margur sem leggur stund á hljóðfæraleik leggja hlustir við Björgvin og honum skiljast aö lifið er ekki bara leikfimi. Björgvin Gislason hefur fram til þessa ekki gert garðinn fræg- an fyrir söng, en á GJettum syngur hann lög sin sjálfur og þarf ekkert að skammast sin fyrir það. Að visu eru engir höf- uðtónar á sveimi, en röddin túlkar textana — og lögin — á sannfærandi og eðlilegan hátt. Björgvin Gislason er enginn nýgræðingur i hljómlistinni hér eins og vera hans i hljómsveit- unum Popps, Nátturu, Pelican, Paradis og Póker gefa til kynna og hippaútlit. En það veit sá sem allt veit, að það er ekkert gamaldags við þessa plötu. A Jóhann Helgason er hér á ferfi með tveggja laga plötu, Take your time, á hlið 1, og Burning love, á hlið 2. Jóhann sýnir hér enn að hann kann að búa til gripandi melódiur og jafnframt að bregfia sér i margra kvikinda liki. Það er orðinn langur vegur frá Lady Justice (á þeirri ljóm- andi plötu Magnús og Jóhann, ’72), um popprokk og diskó að þessari smáskifu, sem telst til „fútúrista”músikur. Jakob Magnússon sér vel um undirspil með galdratólum sin- um I Take your time og er hér mun mannlegri en upp á sið- kastið. Annars finnst mér þetta lag, sem þeir hafa sett á hlið 1, standa Burning love töluvert að baki. Take your timeer dulbúið diskólag, en Burning lovehljóð- gervt Presley-rokk (á la Sun), lag sem heföi sómt honum sjálf- um, blessuð sé hans minning (Magnetics leika vel undir). Jóhann og Magnetic eru bara skemmtilegir á smáskifu þess- ari, en þá er það spurning dags- ins: — Er þetta almennilegt og gefandi framhjáhald, eöa bara „one night stand”? A 31. OKTÓBER Glettur Björgvin Gíslason: gitar, söng- ur, pianó, upptökustjórn og út- setningar. Asgeir óskarsson: trommur, slagverk, svefnhljóö. Myron Dove: bassi. Pétur Hjaltested: hljómborð. Upptöku i hijóðrita önnuðust Gunnar Smári, Tony Cook og Siguröur Bjóla. Þegar Björgvin Gislason kom fram á styrktarhljómleikum fyrirMS-félagiðnú i' sumar fékk margur góðkynjaða gæsahúð af leik hans og „spila ”gleði. Nú gefst mönnum (við minnum á aö konur eru lika menn) kostur á að flytja heim i stofu lauflétt- an, en kraftmikinn, gitarleik Björgvins á Glettum hans, — og athuga þetta með gæsahúöina. A Glettum eru 11 lög eftir Björgvin, þar af 5 ósungin (instrumental). Guðbjörg Ragnarsdóttir á einn texta á plötunni, Kristján Hreinsmögur 5. Falla textar þeirra vel að lögum Björgvins, bæði hljóm- falli og anda.þ.e. eru bjartsýnir — þrátt fyrir allt. Björgvin hefur það eins og þeir bræður Arnþór og Gfsli, á ágætri plötu sinni í bróðerniað dreifa ósungnu lögunum inn á milli þeirra sungnu. Kemur það ótrúlega vel út hér, þegar haft er i huga hversu ólik þessi lög eru. Ég held að það, sem gerir GletturBjörgvins aöþeirri göðu heild, sem hún er, sé samkennd (það er vist þessi filingur) á milli hljóðfæraleikaranna. Það er eins og þeir séu búnir að vinna saman i sjötiu ár, en það er ekki of algengt að heyra það á sólóplötum. Þeir sem lögðu leið sina I NEFS um seinustu helgi voru heppnir, þvi aö þar fóru fram bestu hljómleikar klúbbsins til þessa. Þursar og „Þeysarar” voru stórkostlegir og ekki spillti uppákoman þegar þessar tvær sveitir stilltu saman strengi sina og tóku lagið. Þessir tón- leikar munu seint liða úr minni þeirra sem sáu og heyrðu a.m.k. var ég i skýjunum aö þeim lokn- um. Vart hefur oröiö viö að þessi ágæta starfsemi NEFS hefur farið framhjá ótrúlega mörg- um. Hér með hvetjum við fólk til að fylgjast með dagskránni og prófa að eiga kvöldstund þarna i Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut. NEFS fóstudagur 13. Friðryk og Björgvin laugardagur 14.: Spilafifl og fl. Hdtel Borg: Bodies fimmtudag 12. nóvem- ber. Egö Bubba Morthens: á morgun, sunnud. 8. Sindrabæ Homafirði mánudag 9. Skógaskóli fimmtudag 12. Hótel Akranes JV« Andrea Jónsdótti skrifar sitt um næstu helgi, ef Guöogjón lofar). Útsetninig á Take off your clotlies finnst mér óþarflega diskókennd og, þótt kannski sé fariö að slá i minninguna um lagið I sinni upphaflegu mynd, minnir mig að hún sé ekki siöri... A Peter Sarstedt syngur er einnig að finna þau tvö lög sem hann söng við eigin gitarundir- leik i Óðali i sumar, Beirut og Mulbery dawn. Hér eru þau að auki með hljómsveit og strengj- um, þrælgóð, en ekki er hægt annað en dást að þvi, hversu góður Peter er einn á sviðinu meö gitarinn sinn, lögin og text- ana. Sjálfsagt flokkast 2-3 lög á þessari plötu undir þaö að vera gamaldags, nema hvað — þau eru þó allt frá 1966. Annars er það galli frá hendi útgefanda að ekki skuli vera getið hvenær hvert lag var hljóðritaö, — og verri textar hafa verið látnir fylgja plötum á prenti. En þetta er skolli sæt plata. A Matreiðslumenn Matreiðslumenn Aimennur félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. nóv. að Óðinsgötu 7, kl. 15.00 stundvislega. Dagskrá: 1. Kjaramál 2. Verkfallsheimild 3. Önnur mál. Félagar f jölmennið. Stjórn FM. Hljómleikar nœstu viku

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.