Þjóðviljinn - 14.11.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.— 15. nóvember 1981 Fréttastjóri: Alfheiöur Ingadóttir. Umsjtínarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. tþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Olafsson. Utiit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára SigurÖardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjtíri: Sigrún Báröardóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjáimsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Ctkeyrsla,' afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnargrcin Ekki þrefalt — heldur þrettánfalt • Á f orsíðu Vísis í f yrradag er það haf t eftir Jóhannesi Nordal Seðlabankastjóra að „verið sé að falsa gengið", ef eitthvað yrði hróf lað við þeim gíf urlega hagnaði, sem Seðlabankinn hefur hlaðið upp sem „eigið fé" bankans siðustu þrjú árin. • I tilefni af þessum ummælum Seðlabankastjórans er f ull ástæða til að árétta, það sem upplýst var hér f Þjóð- viljanum í fyrradag, að frá 1. janúar 1978 til 1. janúar 1981, þá þrettánfaldaðist eigið fé Seðlabankans sam- kvæmt hans eigin reikningum. • Enginn hefði haft neitt við það að athuga, þótt sjóðir Seðlabankans hefðu rösklega þrefaldast i krónutölu á þessum þremur árum, því þá hefðu þeir aðeins haldið sínu fyrra raungildi að fullu þrátt fyrir verðbólgu. En fyrir sérhvern þann sem hefur f jármagn að ávaxta, þá er mikill munur á, hvort viðkomandi tekst að verja f é sitt fyrir verðbólgu ellegar hinu að krónunum f jölgi þrettán- falt, þegar þreföldun hefði dugað til að halda í við verð- bólguna. Þetta gildir að sjálfsögðu um Seðlabankann eins og alla aðra. úr almanakinu — „Margir blaöamannafundir idag”? spyreinhver eftirað við höfum sest niður umhverfis kringluna uppi i kaffistofunni. Mér heyrist vera einhver mæöutónn i' rödd fyrirspyrjand- ans. Og vi'st er það ekki nema von. En hvaða fyrirbæri eru svo þessir blaöamannafundir? Það er hreint ekki vist að allir átti sig á þvi án skýringa. Eftir orö- anna hljöðan væri eðlilegast að álita að þeir væru fundir, þar sem blaöamenn koma saman. Og það er aö nokkru leyti rétt. Blaöamenn hittast þarna aö sjálfsögöu, en þetta eru ekki þeirra fundir, þeir boða ekki til þeirra. Þeir eru boðsgestir. Fundarboöendur eru ýmsir aðilar út um borg og bý. Þeir eru kannski að opna málverka- sýningu eða kaffihús, kaupa sicip eða sýna nýtt húsnæöi sem þeir eru aö flytja i o.s.frv. Yfir- leitt er það alveg öútreiknan- legt um hvað blaöamannafundir DJÚBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. • Samkvæmt töflum frá bankanum, sem birtar eru í Morgunbiaðinu i fyrradag, þá vareigið fé Seðlabankans fjórum sinnum stærri hluti af okkar þjóðarframleiðslu um siðustu áramót heldur en þremur árum fyrr. Þetta eru upplýsingar frá bankanum sjálfum. • Samkvæmt sömu töflum var eigið fé bankans líka f jórum sinnum stærri hluti af ársveltu bankans um síð- ustu áramót heldur en þremur árum fyrr. Því ekki sameigin- lega fréttastofu? Og hér skal enn á það minnt, að á þessum sömu árum 1978, 1979 og 1980, þá hafði eigið fé bankans einnig um það bil fjórfaldast, ef mælt er i dollurum. • Dugar þetta ekki til þess að mönnum sé Ijóst að það er raungildi f járins, sem hefur f jórfaldast á þessum fáu árum? — Krónutalan hefur að sjálfsögðu vaxið miklu meira. • Eigið fé Seðlabankans var 2,67 miljarðar g.kr. í árs- byrjun 1978. Til að halda óbreyttu verðgildi í dollurum þurfti það að vera um 8 miljarðar g.kr. um síðustu ára- mót, en i reynd var þetta eigið fé bankans hins vegar komið upp í 36,45 miljarða. Gróði bankans er því í raun um 28,5 miljarðar g.kr., ef við notum dollarann sem mælieiningu. • Með þessar beinhörðu staðreyndir á borðinu, þá er næsta furðulegt að sjá það haft eftir Jóhannesi Nordal Seðlabankastjóra í Morgunblaðinu í fyrradag, að megin- skýringin á gróða Seðlabankans sé bara lækkandi gengi krónunnar, þótt hrein eign bankans hafi fjórfaldast hvort sem sjóðir bankans eru mældir sem hlutfall af okkar þjóðarframleiðslu, eða þá í dollurum. • Og hvað um þá fullyrðingu sem Vísir hefur eftir Jó- hannesi Nordal, að verið væri að falsa gengið, ef hreyft yrði við sjóðum bankans? Við spyrjum Jóhannes Nordal: — Var þá gengi krón- unnar svona miklu falskara i ársbyrjun 1978, þegar eigið fé bankans var í dollurum mælt aðeins einn f jórði hluti þess, sem það var um síðustu áramót? • Og við spyrjum enn: Ef það heitir að falsa gengið, að beita einhverju af þessum 36 miljörðum Seðlabankans í þágu útflutningsatvinnuveganna, — er þá ekki líka verið að falsa gengið, ef tekið verður fé úr þessum sömu sjóð- um til að byggja höll yffir starfsemi bankans? • Það getur út af f yrir sig verið æskilegt markmið að byggja upp öflugar peningastofnanir og sterka vara- sjóði, en fyrr má nú rota en dauðrota. • Þessi mál verður auðvitað að skoða í samhengi við aðra mikilvæga þætti í okkar þjóðfélagi. • Á þessum þremur árum 1978 - 1980 hef ur f jármagns- kostnaður atvinnufyrirtækja vaxið stórkostlega. Þessi f jármagnskostnaður gerir mörgum þjóðnýtum fyrir- tækjum nær ókleift að halda áfram rekstri — svo maður nú ekki tali um að borga hærra kaup. • Á samt að halda f jármagnskostnaði fyrirtækjanna óbreyttum en halda áfram að f jórfalda sjóði Seðlabank- ans að raungildi á hverjum þremur árum? Þeir kæmust þá hátt í 150 miljarða g.kr. eftir tvö til þrjú ár á verðlagi síðustu áramóta. — Eða á að framfylgja stefnu ríkis- stjórnarinnar um áð nota eitthvað af þessu fé fyrir at- vinnulífið? — K. kunna að vera haldnir. Frá öllu er óskað eftir að sagt sé i blöð- unum. Ég veit ekki hvenær þetta byrjaði eiginlega. En þeg- ar ég var víð blaðamennsku hér iReykjavíkfyrir 20—22 árum þá voru þessir blaöamannafundir ennþá lítt þekkt fyrirbæri. Ég man ekki eftir nema örfáum á þessum árum. Þó held ég að flest, sem fréttnæmt var, hafi komiö í blöðunum þá ekkert síö- ur en nú. Nú má enginn skilja orð min svo að ég sé að amast við þvi aö menn komi sér og sinu á fram- færi. Það er ósköp eölilegt að menn vilji það og sjálfsagt er að blöðin veiti sem besta þjónustu bæði þeim, sem koma vilja fréttum á framfæri og lesend- um. Þar meö er ekki sagt að sú þjónusta geti ekki verið jafn góð þótthún tæki einhverjum breyt- ingum frá þvi, sem nú gerist. Starfsmenn blaöanna eru fáir nema þá Morgunblaðsins, sem hefur sérstöðu um margt þó aö sú sérstaða sé kannski ekki öll af hinu góöa. En verkefnin eru mörg og margvisleg, út úr þeim sér aldrei. Þegar eitt er aö baki kunna tvö aö biða viö dyrnar, enginn dagur er nógu langur til að koma þvi frá, sem gera þarf. Og blaðamannafundimir eru oft á tiöum eyðslusamir á þennan nauma ti'ma. Þvi er ekki óeðli- legt þó að blaðamenn velti þvi fyrir sér hvort ekki mætti finna þessari þjónustu betra form. Hvað gerist nú á þessum fundum? JU, eftir að allir hafa mætt.sem von er á I það skiptiö, býður fundarboðandi gesti vel- komna, dreifir til þeirra vélrit- uöu blaöi, einu eða fleiri þar sem upplýsingar er að finna um tilefni fundarins og það, sem kynna á. Siðan les fundarboö- andi upp, hægt og rólega, þaö sem á blaðinu stendur og skýtur kannski inn á einstaka stað ein- hverju til nánari skýringar. En að mestu leyti hafa menn þetta allt á borðinu fyrir framan sig. Svo þegar lestri er lokið gefst blaðamönnum kostur á að spyrja um atriði, sem þeir kunna að óska fyllri upplýsinga um. Sjaldan er mikið um slikar spurningar.TImi eða aörar aö- stæður hafa ekki gefist til þess að setja Sig fyrirfram neitt inn i það efni, sem um er að ræða, svo aö spurningarnar veröa nú kannski ekki alltaf ýkja djúp- hugsaðar. Kannski þarf blaða- maðurinn að hraða sér á annan fund, sem honum hefur verið falinn. Og svo er fjárhagshliöin á þessu öllu e.t.v. ekki einskis verð. Flest blöðin berjast i bökkum fjárhagslega, hafa i raun og veru ekki til hni'fs og skeiðar. Bilanotkun er óhjá- kvæmilega mikil i sambandi við þessa fundi. Oftast mun farið með leigubi'lum fram og til baka. Ég hef ekki kynnt mér það en trúaö gætiég þvi að mán- aðarlegur bilakostnaöur hjá blööunum sé nokkuð hár. Þann- ig eruýmsar hliðará þessumáli og fleiri en hér verður velt upp. Og þá komum viö aftur að spurningunni: Er ekki hægt að finna þessu betra form, án þess aö nokkur missi neins í, fremur hið gagnstæða? Geta blöðin og aðrir fjölmiðlar ekki komið sér upp sameiginlegri fréttastofu? Þangaö gætu þeir svo snúið sér sem komavilja fréttum á fram- færi og fjölmiölar þannig aflað fréttanna áeinum stað. Myndir gætu fylgt, enda eru þær oft til Magnús j H.Gislason! skrifar reiðu á blaöamannafundunum, að öðru leyti myndu ljósmynd- arar blaðanna annast þá hlið málsins. Auðvitað mundi rekst- ur slikrar fréttamiðstöðvar kosta sitt en mikiö má samt vera ef hún yrði f jölmiðlum ekki ódýrari en sá háttur, sem'nú er á þessu hafður. Ef óskað er fyllri upplýsinga en þeirra, sem i fréttinni eru, þá mun oftast auðvelt aðná simasambandi við hlutaðeiganda. Það hef ég sjálf- ur -oft gert og forvitni minni ávallt verið vel tekið. Og þeim spurningum, sem ekki væri svarað i sima, mundi heldur engin svör fást við á blaða- mannafundi. NU skal þaö játað, að mér væri eftirsjá að sumum þessum fundum. Það er alltaf notalegt að rabba viö skemmtilegt fólk yfir kaffibolla eöa öörum veit- ingum en til þess að n jóta slikra stunda þarf bara oftast rýmri tima en ráö eru á með góðu móti. Nú má vel vera að hægt sé að finna einhverja annmarka á þessu formi þó að mér sýnist, fljótt á litiö, aö visu, kostimir vera yfirgnæfandi. En hvað er þá i veginum? Framtaksleysi? Sundurlyndi fjölmiðla? Eða sýnist mönnum ávinningurinn enginn vera þegar allir fingur eru komnir i lófann? Kannski hefurmálið aldrei komistá dag- skrá? Ég veit það ekki en best gæti ég trúað að þaö væri rétt, sem kunningi minn sagði er ég færöi þessa'hugmynd f tal við hann: ,,Fjölmiölar hér á íslandi geta aldrei komið sér saman um að reka sameiginlega fréttastofu því hvert blað litur á hin sem keppinaut, andstæðing”. Ef svo er þá sýnist mér nú samkeppnin vera orðin nokkuð öfgafull. Ef það þykir tilvinn- andi að skaða sjálfan sig til þess aö geta skaöaö aöra er hugsun- arhátturinn ekki beinlinis orð- inn aölaðandi. Blööin senda, oft- ast öll, blaöamenn á þessa fundi. Þeir fá allir sömu fréttina i hendur, orðaða á sama hátt. Matreiðslan á fréttinni er svo blaðamannsins, hann er af engu öðru bundinn en þvi, að fara rétt með. Þaö má svo sem vel vera að kunningi minn hafi rétt fyrir sér. Samt fæ ég nú ekki séö, aö þetta komi samkeppni nokkurn skapaöan hlutviö. Er ekki sama hvort þú sækir fréttina i sam- eiginlega fréttamiöstöð eða á sameiginlegan blaðamanna- fund? Ég er nú svo gamaldags að mér finnt mestu skipta aö finna þessu máli það form, sem haganlegast er.hlutaöeigendum þegar til allra átta er litið. Einu sinni var 5 ára drengur á ferð meö fullorönum manni á Eylendinu I Skagafiröi. Þetta var að vetrarlagi, i þéttri logn- drifu og jörð þakin fönn. Maður- innvar villtur orðirm, (áttaði sig þó aftur, sem betur fór), — en um villuna vissi drengurinn ekki. Honum þótti gangan hins- vegar vera oröin nokkuö löng svo hann sagði: ,,Heyrðu, Valdimar, eigum við ekki að setjast niður stund- arkom og hugsa?”. Væri nokkuð úr vegi að fjöl- miðlamenn gerðu það einnig?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.