Þjóðviljinn - 14.11.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 14.— 15. nóvember 1981 mér er spurn____________ Haraldur Ólafsson dósent svarar Guörúnu Jónsdóttur arkitekt: Tekst íslendingum sjaldan að við aðalefni máls? Spurning Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts til Haraids ólafssonar arkitekts var á þessa leið: „Hvað segir þú um þá skoðun mina, að islendingum takist sjaldan að haida sig við aðalefni hvers máls, heldur snúi umræðu yfirleitt i marklitið tal um aukaatriði?” Svar Haralds: „KaeraGuðrún! Það er ekki þægileg spurning sem þú leggur fyrir mig. A yfir- borðinu er hún svo sem nógu sak- leysisleg og einföld, svo einföld, aö við liggur að manni finnist hægtað svara henni umsvifalaust játandi eða neitandi. En varast skyldi allt, sem auðvelt sýnist og aðgengilegt, þar liggur oft fiskur undir steini. Ekki er ég þó að væna þig um að vera að reyna að koma mér i vanda, eða leggja fyrir mig gildru. öðru nær. Ég held nefnilega að þú spyrjir af einlægni og án bakþanka. Tekst Islendingum sjaldan að halda sig við aðalefni hvers máls, en snúa oftast umræðunni upp i mark- laust hjal um auka-atriði? Þessu má svara á margan hátt. Eina svarið sem væri marklaust væri já eða nei. Það er auðvitað gert ráð fyrir i spurningu þinni, að aðalatriði hvers máls séu ljós og öllum aðgengileg. Þú reiknar með, að halda sig hvers mál séu rædd af skynsemi. Hverju máli fylgja ýmis atriði sem smáleg teljast og þýöingar- litil fyrir rétta úrlausn. Þetta er algeng og virðingarverð afstaða. Þetta er afstaöa þess, sem trúir á að unnt sé með röklegum aöferöum að finna góðar lausnír á vandamálum og viðfangsefnum. En hvað eru aðalatriði og hver eru auka-atriði? Það sem einum er augljós þungamiðja hvers máls er öðrum einskis virði, og það sem einn telur öllu skipta að úr sé leyst finnst öörum engin ástæða til að hafa áhyggjur af. Eru þá kannski engin aðalefni hvers máls? Ég býst við þvi, að aöalefnisé það, sem mjög margir telja mikilvægustu hlið einhvers viðfangsefnis. Þegar byggja skal brú, er mest um vert að brúin standist það álag sem henni er ætlað að þola. Hús á að halda regni og vindum, og skip að fljóta. En ég held að deilurnar hefjist þegar þessum aðalatriðum sleppir. Þá er farið að rökræða um hvar brúin á aö vera, hvert form hennar skuli verða eða hvaöa efni sé heppilegast. Um hús þrasa menn endalaust, en ekki um aðalatriðin, heldur um fjölmörg atriði, sem skipta ekki öllu máli fyrir aðalhlutverk hússins. En spurning þin var um hvort tslendingar ættu erfitt með að Haraidur Ólafsson ...og spyr Gísla J. Ástþórsson rithöfund: Er ekki kominn tími til að gefa út blað í svipuðum stíl og Spegillinn var? Spurning Haralds til Gisia er svona: „Mig langar til að spyrja Gisla J. Ástþórsson: Er ekki kominn timi til að gefa út blað i svipuðum stil og Spegillinn var á sinum tima, þar sem at- burðir liðandi stundar eru teknir til meðferðar á þann hátt, að skoplegu hliðarnar Gisli J. Astþórsson sýni okkur þá i réttu ljósi, en blaðið sé um leið „samvizku- bit þjóðarinnar”?” halda sér vib kjarna hvers máls. Þú veizt áreiðanlega að mér er ákaflega illa við að kveða upp dóma um einstakar þjóðir. Þó geri ég stundum undantekningu þegar um mina eigin þjóð er að ræða. Það er margra manna mál, að tslendingar hafi litt þjálfast i hinum háfleygari rökræðum og heimspeki, og eru þó margar undantekningar. En ég hefi aldrei orðið þess var, að þegar menn ræða um eitthvað, sem skiptir þá máli eða tengist daglegum störf- um þeirra, ab nokkuð skorti á, að þeir færi fullgild rök fyrir máli sinu. Aldrei hefi ég heyrt bændur i vandræðum með aö ræða um aðalefnistarfa sinna og viðfangs- efna, eða sjómenn fjalla um veiðar og vinnslu, né smiði um hvernig verk verði bezt unnin. Ég held að það, sem þú ert að segja eigi aðeins við um þær umræður, sem háðar eru af fólki með tak- markaða þekkingu á umræðuefn- inu eða litinn áhuga á þvi. Umræður umræðnanna vegna eru oftast hinar vandræðalegustu, og þegar rætt er um eitthvað, sem mannifinnst litlu máli skipta eða snertir viðkomandi litið sem ekk- ert, þá er umræöan marklaus. Mér koma i hug orð Renans um menntamenn upplýsingatimans: „A upplýsingatimanum höfðu menn frelsi til að hugsa, en menn höfðu bara ekki svo mikið að hugsa um.” Þetta gæti átt við ýmsar umræðurmanna. Þær eru fremur til þess stundaðar að láta ljós sitt skina, en að leita röklegra niður- staðna. Yfirleitt þekkjast slikar umræður á þvi hve áróðurs- kenndar þær eru. Sé fólk að ræða um eitthvað, sem skiptir það sjálft máli, eitthvað sem er þvi hjartfólgið og kunnugt, þá er enginhætta á þvi, að það villist af leið út i innihaldsleysi og auka- atriði. Hvort Islendingar skera sig úr hvað snertir marklitið hjal veit ég ekki, en hitt veit ég, að gagnvart alvöru lifsins standa þeir ekki öðrum að baki. Og þar er umræðan markviss og áhrifa- rik. — Kærkveðja, Haraldur Ólafsson.” ritstjórnargrein Innrætingarstarfsemi bandaríska sendiráðsins Einar Karl Bandariska sendiráðið rekur sérstaka heilaþvottastöð undir nafninu Menningarstofnun Bandarikjanna. Þar er lagt á ráðin hvernig eigi að skapa já- kvæð viðhorf meöal Islendinga i garð Bandarikjanna og efla stuðning hérlendis við stefnu Bandarikjastjórnar i ýmsum málum, sérstaklega á sviði öryggis-, utanrikis- og haf- réttarmála. Höfuömarkmiö starfs þessarar heilaþvotta- stöövar er þó aö tryggja banda- riska setuliðið i sessi og koma Islendingum i skilning um nauö- syn aðildar aö NATÓ. Og starfs- mönnum heilaþvottastöðvar- innar eru uppálagt að tyggja það ofani tslendinga að NATó sé varnarbandalag og annaö ekki. Aðferðirnar sem bandariska sendiráðið beitir eru fyrst og fremst allskonar boð og ferða- lög, sem notuð eru til þess að mýkja hugi áhrifamanna i stjórnmálum, atvinnulifi, menningarlifi, félagslífi i menntastofnunum og embættis- mannakerfi, þannig að auðveld- ara sé að innprenta þeim ákveðnar skoðanir og viðhorf sem eru Bandarikjastjórn þóknanleg. Fram keraur i vinnuplöggum heilaþvotta- stöðvarinnar að hagstæðustu skilyrðin til þessarar inn- rætingar séu hvað tslendinga snertir á næturþeli um borð i flugmóöurskipum. Þá þykir vænlegt til árangurs að hafa norska eöa danska NATÓ-vini með Islendingum á NATÓ-ferðalögum til þess að eyða tortryggni eyjarskeggja i garð talsmanna bandariska stórveldisins. Þjóöviljinn birti á föstudaginn kafla úr vinnuplöggum banda- riska sendiráðsins um inn- rætingarstarfsemi þess á árunum ’78 og ’79. Glögglega má ráða af þvi plaggi aö höfuð- áhersla er lögö á að hafa áhrif á svokallaða skoðanaleiðtoga i þjóðfélaginujfólk sem er í lykil- stööum og hefur sjálft mögu- leika á að afla skoðunum „sínum”, sem velkst hafa i heilaþvotti bandaríska sendi- ráðsins, fylgis meðal þjóðar-- innar. Ungir stjórnmálamenn, æskulýðsleiötogar og ungir athafnamenn í Junior Chamber klúbbum eru sérstaklega til- greindir sem æskileg fórnar- dýr, enda ekki ósennilegt aö ungt fólk með ómótaöar skoðanir sé áhrifagjamara en þeir sem öðlast hafa meiri Hér eru sérstaklega góð skilyrði til innrætingarstarfsemi, að sögn bandariska sendiráðsins. reynslu, og eru ekki ginnkeyptir fyrir smágreiðum. En hver eru áhrifin? Hvar ganga mörkin miili eölilegrar upplýsingastarfsemi og menn- ingarsamskipta annarsvegar og óeðlilegrar ihlutunar stórveldis i skoðanamyndun innan full- valda rikis? Þessum spurn- ingum er vandsvarað. Ólafur Jóhannesson utanrikisráöherra sagði við umræður um þessi mál á Alþingi að menn gætu óhrædd- ir þegið heimboö stórvelda, ef þeir hefðu i huga hið forn- kveðna: „Heyra má ég erki- biskups boðskap, en staðráðinn er ég að hafa hann að engu.” öllum er ekki gefíð siðferðis- þrek Jóns Loftssonar,i Odda,og einstaklingar sem þiggja stór- veldaboð verða að hafa það rikt i huga, að í flestum tilfellum er um að ræða skipulegar innræt- ingartilraunir. Af plöggum bandariska sendi- ráðsins má ráða að skipulega hafi verið unnið að þvi að fá bandariska hagfræöinga og at- hafnamenn til þess aö innræta tslendingum bandariskar hag- stjórnaraðferðir. 1 þvi skyni hefur bandariska sendiráðið meðal annars dælt peningum i ráöstefnur á vegum Stjórnunar- félags tslands. A þeim tima sem Friðrik Sophusson er fram- kvæmdastjóri Stjórnunar- félagsins, en hann er nú nýkjör- inn varaformaöur Sjálfstæðis- flokksins, er meðal annars kynnt svokölluö núllgrunnsað-. ferð i gerð fjárlaga og rekstrar- áætlana, og áöur en varir er téður Friðrik búinn aö flytja hana i formi þingsályktunar á Alþingi. Saklaust dæmi, geta menn sagt, en þegar litið er yfir t.d. einn áratug, gæti slik sam- vinna átt drjúgan þátt i aö gegn- sýra hugsun á tslandi um efna- hagsmál með skoðunum sem eiga upp á pallborðið hjá banda- riskum stjórnvöldum. Gegn Haraldsson skrifar fjárframlagi fær bandariska sendiráðiö að ráða fyrirlesurum á ráöstefnum isl. samtaka. NATÓ-ferðalangurinn Eiður Guönason upphefst með reglu- legu millibili og hellir úr sér andkommúniskum frösum á Alþingi og i blöðum, sem eiga að beinast að Alþýðubandalaginu. Þær skoðanir sem hann flytur i utanrikis-og varnarmálum geta vel verið hans ærlega meining, en skyldi það hafa hjálpaö til við mótun þeirra að hann er dug- legur i NATÓ-boðum og einka- heimsóknum til Bandarlkjanna á vegum bandariska sendi- ráðsins? Ef til vill er þó skýrasta dæmiö um þau áhrif sem heila- þvottastöð bandariska sendi- ráðsins á tslandi hefur haft i gegnum tiðina, að hún segir sjálf að skilyrði til að koma áætlunum sinum i framkvæmd séu almennt hagstæð á tslandi. Þau eru svo hagstæö að islensk- ir alþingismenn sjá ekkert athugavert við það þó að þeir séu margir á ári hverju i innrætingarboðum á vegum NATó og bandariska sendi- ráösins. Ekki i embættis- erindum vel að merkja heldur sem áhrifamiklir einstaklingar i þjóðfélaginu. Enda hafa þeir margir fengið uppeldi sitt i ung- liðafélögum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks, þar sem ræktunarstarf bandariska sendiráðsins er sér- lega blómlegt. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.