Þjóðviljinn - 14.11.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 14.11.1981, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.— 15. nóvember 1981 um helgina Leikhús islenski dansflokkurinn meö góða gesti: Ballettar eftir Hlif Svavarsdóttur Sunnudaginn 22. nóvember n.k. verður fyrsta sýning hjá Is- lenska dansflokknum i Þjóðleik- húsinuá tveimurballettum eftir Hlíf Svavarsdcíttur og er annar dansinn saminn fyrir dansflokk- inn og þvi frumflutningur. Það sama kvöld dansar svo Auður Bjarnadóttir og mótdansari hennar Djinko Bogdanic úr Munchenaróperunni tvö atriði úr sigildum ballettum. Hlif Svavarsdöttir hefur starfað undanfarin ár við þjöð- arballett Hollendinga f Amster- dam, en hefur á siðustu árum farið meira og meira út i að semja dansa. Fyrri dansinn, sem nú er fluttur hér, Fimm myndir fyrir sjö dansara við tónlist Oliver Messian, var frumfluttur i Amsterdam fyrir u.þ.b.ári.ensá sem frumfluttur verður heitir „eða” og er við tónlist eftir Anton Webern. Fimm félagar úr Sinfóniunni flytja þetta verk ásamt Snorra Sigfúsi Birgissyni. Dansarar i sýningunni eru 11, þau Birgitta Heide, Guðmunda Jóhannes- dóttir, Guðrún Pálsdóttir, Hel- ena Jóhannsdóttir, Helga Bern- hard, Ingibjörg Pálsdóttir, Jó- hannes Pálsson, Katrin Hall, Lára Stefánsdóttir, Ólafia Islenski dansflokkurinn ásamt höfundi dansanna Hllf Svavars- dóttur sem er aftast lengst til hæ gri. Bjarnleifsdóttir og örn Guð- mundsson. Sýningar geta aðeins orðið þrjár, vegna anna Auðar Bjarnadóttur úti. Þær verða á sunnudagskvöld, eins og áður segir, en seinni sýningarnar þriðjudaginn 24. og miðviku- daginn 25. nóvember. Góð aðsókn að Þjóðleikhúsinu Mjög góð aðsókn hefur verið að Þjóðleikhúsinu ihaustog tala leikhúsgesta þegar orðin tals- vert hærri en bæði á sama tima i fyrra og hitt-eð-fyrra eða rúm- iega 18 þúsund. Hótel Paradis verður sýnt á laugardagskvöld. Aðsókn hefur veriö góð og alltaf fullt um helg- ar. Er þetta 19. sýning á leikn- Dans á rósum hið nýja leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur verður svo á fjölunum bæði á föstudag og sunnudag. Leikur- inn hefur vakið mikið umtal og athygli og hefur verið uppselt á hverja einustu sýningu til þessa. Astarsaga aldarinnar verður svo á þriðjudag, en þar fer sýn- ingum að fækka úr þessu. Nemendaleikhúsið sýnir Jóhönnu frá Örk. Nemendaleikhúsið sýnir leik- ritið Jóhönnu frá örk á sunnu- dagskvöld 15. nóvember kl. 20.30 I Lindarbæ. Miðasalan er opin frá kl. 17.00 I Lindarbæ, simi 21972. Miðaverð er kr. 55.00. Alþýðuleikhúsið um helgina Elskaðu mig eftir Vitu Ander- sen, 4. sýning föstudag kl. 20.30, 5. sýning sunnudag kl. 20.30. Stjórnleysingi ferst af slysför- um eftir Darió Fo. Vegna mikillar aðsóknar verður auka- sýning á laugardagskvöld kl. 23.30. Ath. Allra siðasta sinn! Sterkari en Superman, sunnu- dag kl. 15, mánudag kl. 17.30, uppselt. Garðaleikhúsið sýnir Gáldraland. Garðaleikhúsið sýnir barna- leikritið Galdraland eftir Bald- urGeorgsi Tónabæá sunnudag- inn 15. nóvember kl. 15.00. Baldur og Konni koma i heim- sókn. Leikfélag Flateyrar sýnir „Margt býr i þok- unni” Leikhópur Ieikfélags Flateyrar ásamt leikstjóra. í gærkvöidi ,föstudag, frum- sýndi Leikfélag Flateyrar saka- málagamanleikinn „Margt býr i þokunni”,eftir William Dinner og William Morum, i félags- heimilinu á Flateyri. Leikendur eru átta. Aðalhlut- verk leika Aslaug Armannsdótt- ir, Björk Gunnarsdóttir og Mar- grét Hagalínsdóttir. Leikstjóri erRagnhildur Steingrimsdóttir. Leikritið verður sýnt i ná- grannabyggðarlögum tvær næstu helgar. Myndlist Tauþrvkk i Langbrók í Galleri Langbrók, Amt- mannsstig 1 hefur verið tekin upp sú nýung að hafa kynningar á þvi sem félagar i Langbrók eru sjálfir að gera þá stundina án þess að um formlega sýningu sé að ræða. Fyrsta Langbrókarkynningin stendur nú yfir og er þar um að ræða ný mynstur i tauþrykki eftir Röngu Róbertsdóttur, þrykktarlengjur, púðar, hand- klæði o.fl. allti svörtu og hvitu. Kynning á vinnu Rögnu stend- ur út næstu viku og Galleriið er opið alla virka daga kl. 12—18 — Ljs. gel. Guðmundur Karl sýnir i Galleri 32 Guðmundur Karl við eitt verka sinna. Ljósm. — gel. I dag laugardag kl. 14 opnar Guðmundur Karl Asbjörnsson, listmálari myndlistarsýningu i Galleri 32 nýjum sýningarsal við Hverfisgötu 32. A sýningunni eru milli 20 og 30 myndir, vatns- litur og olia. Þetta er sjötta einkasýning Guðmundar, en siðast sýndi hann á Kjarvals- stööum 1975. Sýningin er opin alla daga frá 14 - 22 og sagði Guömundur i gær að allir væru velkomnir á opn- unina sem verður kl. 14 i dag. Engin boðskort hafa verið send út og aðgangur að sýningunni er ókeypis. Finnska listakonan Lisbet Lund á sýningu sinni I Norræna hús- inu. Hún er her stödd sem styrkþegi Menningarsjóðs tslands og Finnlands. Finnsk grafik i Norræna húsinu Um þessar mundir stendur yfir i Norræna húsinu sýning á grafikmyndum finnsku lista- konunnar Lisbet Lund, og er sýning þessi komin frá Osló, þar sem hún var sýnd i sýningarsal norskra grafiklistamanna.. Lisbet Lund er fædd 1932 i Helsingfors og stundaði nám i Finnlandi og Danmörku. Hún hefur haldið einkasýningar á öllum Norðurlöndunum og i Hamborg i Þýskalandi og tekið þátt i samsýningum viða um heim,ogeru myndirhennartil á listasafnum f Finnlandi, Sviþjöð og Þýskalandi. A sýningunni eru 30 myndir unnar á siðustu þrem árum. Flestar myndanna eru akvatintur, en einnig eru á syningunni nokkrar dúkristur. Sýningin er opin i anddyri Norræna hússins alla virka daga kl. 9-19 og sunnudaga frá kl. 12-19, og lýkur henni þann20. növember nk. Olga sýnir á Mokka Um þessar mundir sýnir Olga von Leuchtenberg I Mokka á Skólavörðustig. Þar eru sýndar 28 vatnslita- og oliumyndir. Þetta er önnur sýning Olgu hér á landi, en hún sýndi áður i Mokka árið 1979. Olga er fædd I París árið 1931 og hóf þar listnám, en fluttist til Bandarikjanna rúmi. tvitug og lauk þar námi við Museum School of Fine Arts i Boston. Siðastliðin þrjú sumur hefur Olga eytt sumarleyfum sinum hér á Islandi, eins og margar myndanna bera með sér. Guernica i Listaskála Alþýðu í Listaskála alþýðu við Grens- ásveg stendur nú yfir heimild- arsýning á sögufrægasta mynd- listarverki 20. aldar, „Guern- ica” eftir Picasso. Sýningin er opin daglega frá 14—22 fram til 29. nóvember n.k. Sigurður Eyþórsson sýnir i Djúpinu I Galleri Djúpinu, Hafnar- stræti 15 stendur nú yfir sýning á málverkum, teikningum og grafikmyndum Sigurðar Eyþórssonar. Flestar myndirn- ar eru til sölu og er aðgangur ókeypis. Galleri Lækjartorg I Galleri Lækjartorgi, Lækj- argötu 2, sýnir Haukur Hall- dórsson um þessar mundir 39 myndlistarverk, kol og blýants- teikningar ásamt einum skúlp- túr, „Tröllalúku”. Sýningunni lýkur 22. nóvember og er hún opin frá 14—22 daglega. Siðasta sýningarhelgi hjá Ágúst Petersen A sunnudag 15. nóvember lýk- ur i Norræna húsinu sýningu Agústs Petersen. A sýningunni eru 62 oliumálverk en hún er op- in núna um helgina frá kl. I 14—22. Fleygir þú peningum daglega óafvitandi ? Nýr Danfoss með minnispunkti Enn er fjöldi fólks hér á landi sem gerir sér ekki grein fyrir hve mikil hitaorka fer til spillis í húsnæöi þess, sem kostar það ómæld pen- ingaútlát. Verkefni Danfoss ofnhitastillanna er einmitt aö nýta hitaorkuna og auka þægindin til hins ýtrasta í hverju herbergi. Dragöu þaö ekki aö kynna þér kosti nýju Danfoss ofnhitastillanna, þaö kostar ekkert. En þú getur sparaö þér fúlguna sem þú fleygir. HÉÐINN DANFOSS ráðgjafaþjónusta Seljavegi 2, sími 24260

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.