Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 4
4 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.— 29. nóvember 1981. bótancnntir___ Grunur um huldu Stefán Höröur Grimsson: Farvegir. Iðunn, 1981. „Það er ekki öllum gefið að vaða uppi með stóryrði”, sagði Stefán Hörður eitt sinn i blaðaviðtali. Hann vék þar að eigin skáldskap, og þó aö hann kæmist svona að orði, er áreiðanlega engum fjær skapi að vaða uppi með stóryröi en einmitt honum. Um það vitnar ný ljóðabók hans ekki sfður en þær fyrri. Hann er eitt hljóðlátasta og hógværasta skáld sem um getur. Tjáningin i þessum ljóðum hefur svipuð meginein- kenni og i Hliðinni á sléttunni (1970): hún er innhverf og lágstemmd meö myndum sem láta gjarnan litið yfir sér á yfirborðinu en eru stundum hlaönar ugg undir niðri og sumar hverjar torræðar. Stundum er eins og skáldiö tali við sjálft sig huldumál sem öðrum komi ekki við, nema þeim sé kapps- mál að hnysast i hljóðskrafið. Ég ætla mér ekki þádul að ráða iþað allt þóttekki skorti mig forvitnina. Ensvoeru önnur ljóö einfaldleikinn sjálf- ur, t.d.: „Syngjum fyrir. fugla”, „Ef”, „Blistrið”, „Mynd án veggs”, „Fyrirbæn”, og „Jöklar”. Það siðasttalda hljóðar svo: A sumrin fagna jöklarnir heiðríkjunni skfha glaðbeittir heita sóiskinsdaga og Ijiíga okkur full. A veturna segja þeir satt þá þurfa þeir ekki að látast þeir faila inn i tiðarfarið. Náttiiran, veðurfarið og ástin eru algeng- ustu minni i þessum ljóðum, — stef sem leikin eru með ýmsum tilbrigðum. Sólin, birtan og ljósaskiptin koma fyrir með ein- hverjum hætti i meirihluta ljóðanna. Eitt þeirra heitir „Dögun”: Þetta er stundin þegar draumarnir fara hjá sér frammi fyrir nýrri reynslu og uggur slær fólva á veiðilöndin. Morgunn 1 eynda rdóm a. Mor gunn spurnar. Ég sæki lindarvatn i fjallið og kæli augu mfn. Morgunn sem bærist f vorvindi. Stefán Hörður Grfmsson Eysteinn Þorvaldsson skrifar Til móts við fjarskann. Stúlka á bláum hesti veifar við einstigið. Náttúrumyndin er jarðnesk, en hver er hin nýja reynsla, leyndardómurinn, spurn- in? Oghvað táknarstúlkan á bláa hestinum sem virðist ráða för „til móts við fjarsk- ann”? Með einhverjum hætti tengist þetta ljóðinu „Bergið” þarsem töfrar hafa tekið við og „bandinginn gengur langar heiörikj- ur/ á vit spánna”. Enda er verið að spinna örlagavefinn. „Hin fjórða” sem þar er nefnd, gæti verið stúlkan á bláa hestinum, og enn eru sögö deili á „fjórðu álfameynni” i ljóði sem heitir einmitt „Hin fjórða”. Kærleiksmálin láta viöa á sér kræla i þess- um ljóðum. í Hliðinni á sléttunni rikti uggur og svart- sýni yfir válegum tiðindum á vondri tið. Það er mun bjartara yfir hug ljóðanna i Farvegum. I þeim rikir sums staðar ein- hver timamótastemmning með eftirvænt- ingu og dulinni spennu eins og i áðurnefnd- um ljóðum „Dögun” og „Bergið”. En vera má að uggur eða tregi yfir fallvaltleikanum búi i ljóðinu „Þegar ekið er” og mönnum verður „litið i'bakspegilinn” þegar ekið er „fram hjá Þögnuðuholtum” upp úr daln- um. Og i ljóöinu Grásteinn. Það er dæmi- gert fyrir hinn knappa ljóðstil Stefáns Harðar sem geymir i myndum sinum sjóð af tilfinningum og margslungin svipleiftur lifs: Grunur um huldu sumarfugl köngurló að spuna Aldrei llta þig framar nokkur augu Stefán Hörður er ekki hraðkvæður. A 35 árum hefur hann aðeins sent frá sér fjórar fyrirferðarlitlar ljóðabækur (fyrsta bók hans kom út 1946). En i þeim eru margar skírar perlur sem ætið munu vera skinandi dæmi um ljóðagerð þeirrar kynslóðar sem leysti islenska ljóöagerð úr fjötrum og gaf henni frelsi til nýrra landvinninga. EyÞ. Talaö við myrkur Kristján frá Djiípalæk: Fljúgandi myrkur. Helgafell 1981. Vindurinn bar mér boð um nótt: þin biður gestur er morgna fer og skipar fastmæltur: Fylg þú mér! Þér fallast hendur að vonum. En ferðbdst þii, fylgdu honum. segirKristjánfrá Djúpalæk ikvæðinu „Boð um nótt”. Það erheldur dimmtyfir flestum þessara kvæða. Myrkur, hverfulleiki, hnignun og feigö eru iskyggilega viöa á ferðinni. Hvaö kemur tilaö æðrulaust skáld og ilyndi glatthorfir svo stift inn i skugga- veröld og geristmargortum fallvaltleikann og hrossið bleika? Margt skáldið hefur fengið að kenna á hagmælsku sinni, og mér er nær aö halda að Kristján geri þaö stundum. Sum kvæðin, t.d. náttúruljóöin og æviörlagaljóðin, eru óaðfinnanleg að formi og orðfæri, en þau kliðasöng semofthefur hljómað svipað hjá fleiri góðskáldum. Bálkur i bókinni heitir „Myrkur”, ortur vel og langt. En betur og stutt þykir mér ort um rökkrið i myndrænu smákvæði sem heitir „Dag$etur”: t dal niðri, þó dult fari, eru mórendar voðir myrkurs ofnar. Dagur hallar sér dauðþreyttur að svæfli kvölds og sofnar. En þó að syrti i æviálinn, hefur Kristján Kann að vera að þú sért stoltur af sköpunarverki þinu sjötta daginn. Ég, sem þó er málið skylt, er ekkert yfir mig hrifinn. Þetta er að hitta naglann á höfuðið. Svip- aður miðleitinn still birtist I ljóðinu „Vök” sem byggt er á sterkum myndum. Dauðinn og fallvaltleikinn eru óneitan- lega orðin nokkuð lúin yrkisefni. Það er ekki auðvelt að bregða nýstárlegu ljósi á þau gamalkunnu sannindi að eitt sinn skuli hver deyja. Næturgesturinn, djákninn á Myrká, maðurinn með ljáinn, blómstriö eina, — allt er þetta orðið dálitið útjaskað. En myndvísi og skáldsýn verða seint tak- mörk sett. Þetta sannast i ljóðinu „Ljáför” iþessarinýju ljóðabók Kristjáns frá Djúpa- læk: í gærvar ég sláttumaður, sveifiaði orfinu glaðlega. Mér beit, rekja. Kristján frá Djúpalæk sem betur fer ekki sagt skilið við hag- mælska glettni sina, sem nýtur sin vel i kvæðinu „Gamli söngvarinn”. Og bráðgott er litiö ljóö sem heitir „Skapari” þar sem mælskan er látin lönd og leið og hagmælsk- an lika: Nokkrum skrcfum framar i óslægjunni stóð blómið. Skjálfandi heyrði það sláttuhljóðið nálgast, taldi Ijáförin þögult i angist sinni, eitt og eitt. 1 dag er ég blóm. Þetta tæra og myndrika ljóð nægir um hverfulleikann, feigðina og dauðann. EyÞ erlendar bæhur Deutsche Geschichte in Daten Band I: Von den Anfangen bis 1770. Von Andrea van DiTlmen. Deutscher Taschenbuch -Verlag 1979. Dtv. útgáfan hefur gefiö út nyt- samar töflur og uppsláttarbækur um mannkynssögu, t.d. Atlas zur Weltgeschichte i tveimur bind- um, auk þess sem útgáfan hefur látiö endurprenta ýmsa klassik era sagnfræðinnan, Mommsen, Burckhardt, Gregorovius ofl. Der Kleine Pauly hefur einnig komiö i dtv. Þessi bók er annáll um helstu viöburði á þýska málsvæðinu eða i Þýskalandi allt frá upphafi og fram til 1770. Bókin er ætluö öllum þeim, sem snudda i sagn- fræöi og ekki siður þeim, sem eru leikmenn i faginu. Hér er fiest allt talið sem höfundi þykir skipta máli I svo knöppu yfirliti, pólitisk saga, persónusaga, helstu styrj- aldir, bókmenntir og listir og efnahagssaga. Þessir þættir koma allir til skila innan þess ramma, sem annálsformið setur. Auk annálsins fylgja ættarskrár og skrár um fursta og preláta biskupa og erkibiskupa og i lokin bókaskrár. Efnis- og persónu- registur lýkur ritinu. Þetta er mjög handhæg bók, uppsláttarrit meö registrinu og ágætur annáll. Fernard Braudel: On Hi- story. Translated by Sarah Matthews. Weidenfeld and Nicolson 1980. Ecrits sur l’histoire kom i fyrstu út f Paris 1969. Þetta greinasafn kom út um svipað leyti og La Méditerranée. Grein- arnar eru frá undanfarandi tutt- ugu ára timabili og i þeim koma fram meginskoöanir höfundar á sagnfræðirannsóknum. Hann leggur mikla áherslu á það sem hann nefnir landfræðilegan tima, sögulegan tima og tima einstakl- ingsins. Rit hans um Miðjarðar- hafssvæðið einkennist einmitt af lýsingu hans á hinu landfræöi- lega umhverfi og áhrifum þess á gang sögunnar og verkunum þess aö mótun samfélaga mannanna á hverjum tima. Söguleg þróun er ekki bundin verkum mannanna heldur þrælbundin umhverfi, veðráttu og ýmsum fyrirbrigöum náttdrunnar. Framleiðsla, fólks- fjöldi og breytingar á honum, samgöngur, verslun, breytingar á veöráttu, þjóðtrú og margvisleg samfélagsleg fyrirbrigöi, allt þetta telur Braudel verkefni sagnfræðinnar. Bakgrunnurinn að allri mennskri viöleitni er um- hverfiö sem maðurinn lifir i og áhrif þess á mennska viöleitni er snar þáttur allrar sögu. Þetta hafa menn vissulega vitað, en hann skrifar söguna meö dýpri skilningi á þessum þáttum en tíðkað hefur verið. Fornir sagnfræöingar tóku tillit til umhverfisins I lýsingum sinum og frásögnum, þeir aðgreindu ekki mannheima frá umhverfinu, óheillastefna þeirrar aðgrein- ingar hófst með iðnbyltingunni og kom fram I sagnfræöinni, sem saga manna án tengsla við umhverfið, þröng pólitisk saga, utanaðkomandi áhrif voru ekki rædd eða afgreidd sem bábilja eöa hjátrú.Það var kominn timi til af þessi þrengsli sagnfræð- innar yrðu rofin og það gerist nú þegar mennskt oflæti virðist vera á góðri leið með að stefna mennsku samfélagi I ógöngur og eyðing blasir viö. Skoðanir Braudels eru þvl vissulega timabærar og tengjast vlðari skilningi á hlut- skipti manna. Handbuchder Massenkommunikation. Kurt Koszyk und Hugo Pruys. Deutsche Taschenbuch Verlag. Originalausgabe 1981. Fjölmiölar og fjölmiðlun i margvislegasta formi er inntak þessa rits og einnig þau áhrif og fyrirbrigöi sem spretta af notkun og neyslu þess efnis sem flutt er eða miðlaðer. Lagasetning varð- andi fjölmiöla snertir fyrst og fremst þýska svæðið, sé hennar að einhverju getið. Efninu er rað- að eftir stafrðfsröð t.d. film, frau- enmedien, jugend, kommuni- kationstheorien etc. Það kemur i ljós i þessu riti að fjölmiðlar eru aldrei „frjálsir og óháöir”, það er algjört rugl að halda sllku fram. Hagsmunir stjórna notkun fjölmiðla, hags- munirri"kis,stofnana eða einstak- linga og oft fyrst og fremst pen- ingahagsmunir, gróðahyggja. Fjölmiðlar geta þó verið þurrar staðreyndir við fyrstu sýn eins og t.d. Lögbirtingarblöð, skýrslur um viss fyrirbrigði i náttúrunni eins og Veðrið, en varðandi venjuleg dagblöð eru það hags- munir eða viss baráttumál sem móta stefnuna. Og eitt er vist að þau blöð sem auglýsa sig sem „frjáls og óháð” eru þaö aldrei og oftast f alla þau í flokk gulu press- unnar. Sama gildir um aðra fjölm®la, útvarp, sjónvarp, plötuútgáfu, kassettur ofl.of 1. Frjálst sjónvarp er alltaf á snærum vafasamra braskara eða hagsmunasam- steypa og video-ruslið sem nú flæðir yfir öll lönd er i höndum braskaralýðs sem veit að ruslið selst best. Rit þetta er ágætt uppsláttarrit og timabært.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.