Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — Þ3ó»VILJINN Heláih'átf. — 21. fétirúar 1982. stjórnmál á sunnudegi Einar Karl Að verja Island gegn alþjóðlegri kreppu Skoðanakannanir síð- degisblaðanna hafa óneitanlega sett mark sitt á stjórn má la um ræðu síðustu árin. Flestir taka þeim með fyrirvara og bandalagsins; það er ótvirætt að óvæntur sigur Alþýðubandalags- ins sem var umfram vonir bjart- sýnustu manna, varð til þess að fella íhaldsöflin frá völdum i Reykjavik. Þar með urðu þátta- skil i isienskum stjórnmálum og það er meginverkefni næstu Alþýðuflokknum eða Fram- sóknarflokknum. Bæjarstjórnar- kosningarnar i vor, sérstaklega borgarstjórnarkosningarnar i Reykjavik, eru prófsteinn á það hversu framhaldiö verður i is- lenskum stjórnmálum á lands- málavettvangi. s auðvelt er að f inna á þeim annmarka. Samt sem áður eru þær teknar sem ákveðnar vísbendingar um tilhneigingar og skoðana- þróun meðal kjósenda. i Ijósi þess viðhorfs er ástæða til þess að velta fyrir sér stöðu Alþýðu- bandalagsins, sem vægast sagt hefur komið illa út í síðustu tveimur skoðana- könnunum Dagblaðsins. Skammt er nú til sveitar- stjórnarkosninga sem munu verða afdrifarikar um alla stjórn- málaþróun á tslandi næstu misseri. A flokksráðsfundi Al- þýðubandalagsins i haust rifjaði Svavar Gestsson formaður flokksins upp þau timamót sem urðu i kosningunum 1978 með svo- felldum hætti: Söguleg úrslit „Kosningaúrslitin 28. mai 1978 voru mjög söguleg og flokknum hagstæð. Ber þar fremst að nefna kosningu til borgarstjórnar Reykjavikur, þar sem hálfrar aldar meirihluti ihaldsins féll fyrir stórfelldri sókn Alþýðu- mánaða aö tryggja að sá árangur, sem náðst hefur siðan, verði ekki fótum troðinn af ihaldsöflunum á næstu árum. Aðaltalsmaður Sjálfstæöisflokks- ins i siðustu borgarstjórnar- kosningum, Birgir tsleifur Gunnarsson,er flúinn af vettvangi, einnig nánasti samstarfsmaður hans, Ölafur B. Thors. Nýir menn eru að brjótast til valda og sigurhrokinn einkennir málflutning þeirra; annar borgarstjóraframbjóöandi Sjálf- stæðisflokksins hefur lýst þvi yfir að Sjálfstæðisflokkurinn stefni ekki aðeins að þvi að fá 8 borgar- fulltrúa af 15 i Reykjavik og þar með hreinan meirihluta, helst ætli flokkurinn að fá 10 fulltrúa eins og i kosningunum 1958. Það var stærsti kosningasigur Sjálf- stæðisflokksins til borgarstjórnar i Reykjavik sem sögur fara af og hann var einskonar forleikur að þvi sem siðar varð, er Alþýðu- flokks- og siðan viðreisnar- stjórnin var stofnuð haustið 1958. Sú stjórn sat allt til ársins 1971 og það er ljóst að stjórnarandstöðu- armur Sjálfstæðisflokksins stefn- ir nú að samskonar stjórn eftir næstu alþingiskosningar með öðrum hvorum milliflokkanna, Takist ihaldinu að vinna þann sigur sem Albert Guömundsson hefur boðað með 10 borgarfull- trúa af 15 eöa 14 borgarfulltrúa af 21, er öllum hér ljóst hvert stefn- ir. Slikt hefði tafarlaus áhrif á alla stöðu okkar flokks en einnig verkalýðshreyfingarinnar i átök- unum i vor og i sumar. Slik tiðindi gætu orðiö upphaf nýrrar viðreisnarstjórnar eða þeirrar leiftursóknar gégn lifskjörum sem kjósendur höfnuðu i siöustu alþingiskosningum. Gegn þeirri hættu verðum við að berjast á næstu mánuðum, þannig að kosn- ingaúrslitin verði launamönnum eins hagstæð og frekast er kostur. Þar má enginn skerast úr leik. A brattann aö sækja 1 byggðakosningunum 1978 voru aðstæður um margt óvenju- legar. Hægristjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins var rúin öllu trausti, stjórnin hafði gengist fyrir kaupránsað- geröunum snemma á árinu 1978 og hafði sætt viðtækari mótmæl- um verkalýðshreyfingarinnar en nokkru sinni fyrr. Kjósendur i Reykjavik voru orðnir þreyttir á áratugaóstjórn og ofstjórn ihalds- Munið eftir konudeginum Blóm og gjafavörur í úrvali Gróðrarstöðin GARÐSHORN v/Reykjanesbraut, Fossvogi. aflanna. Niðurstaðan varð sú að Alþýðubandalagið felldi þennan aldna meirihluta með knöppum atkvæðamun. I kosningabaráttunni i vetur getur hins vegar orðið á bratt- ann að sækja; flokkurinn hefur verið aðili að rikisstjórn mestall- an timann sem liðinn er frá 1978. Hann hefur tekiö þátt i meiri- hlutastjórnum sveitarfélaga viðs- vegar um landið og verið stærsti aðili meirihlutans hér i Reykja- vik. I kosningunum 1974 fékk Al- þýðubandalagiö 16.7% atkvæða aö mati Hagstofu Islands, þegar tillit hafði verið tekið til blandaðra lista á nokkrum stöðum, 1970 haíði flokkurinn 15.2% atkvæða i sveitarstjórnar- kosningunum, en þær kosningar voru okkur erfiðar um margt, sérstaklega i Reykjavik, 1966 hafði flokkurinn 16.8% og 1962 16.7% atkvæða. Hlutfall Alþýðu- bandalagsins I sveitarstjórnar- kosningum frá 1962 til 1974 var þvi á bilinu 15.2% til 16.8% atkvæða. En i kosningunum 1978 breyttist þetta gjörsamlega; útkoma Al- þýðubandalagsins var að mati Hagstofu Islands 24.9%, þ.e. um 64% betri en það sem lakast var á siðustu 16 árum, 48% betri en það sem best var á sama timabili og 49% betri en 1974, i næstu kosningum á undan. Það eru þessar staöreyndir kosninganna 1978 sem við verðum að hafa i huga og þar meö gerum við okkur ljóst að hér var ekki aðeins um að ræða venjulegan ávinning stjórnarandstöðuflokks heldur sögulegan stórsigur sem skipti sköpum”. / Aróðurslumma Frá sveitarstjórnarkosningun- um 1978 hafa farið fram tvennar alþingiskosningar og Alþýðu- bandalagið komið út úr þeim met bestu og næstbestu stöðu sina fr þvi að flokkurinn var stofnaðr . Skoðanakannanir nú benda ,il þess að Alþýðubandalagið geti ekki vænst nema meðaltalsút- komu sinnar frá viöreisnarára- tugi Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks milli 1960 og 1970 með sama áframhaldi. Það má hafa uppi um það ótal skoðanir hversvegna stjórnar- þátttaka Alþýðubandalagsins og viðtæk stjórnunarábyrgð i sveit- arstjórnum skilar ekki meiri árangri i skoðanamælingu Dag- blaðsins og Visis. Það sjónarmið skal sett fram hér að þær mála- miðlanir sem flokkurinn hefur gengist inn á i efnahags- og kjara- málum ráði mestu þar um. 1 kosningunum 1979 kusu um 80 prósent atkvæðabærra manna flokka sem höfðu á stefnuskrá sinni meiri eða minni lifskjara- skerðingu um tima sem verð- bólguúrræði. Alþýðubandalaginu tókst að kljúfa þessa kauplækk- unarblokk Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks. Hið sama hafði gerst 1978 þegar stórsigur vannst i barátt- unni gegn kaupránslögum rikis- stjórnar Geirs Hallgrimssonar. Allar staðreyndir tala skýru máli um að þegar Alþýðubandalagið kom i rikisstjórn 1978 bötnuðu lifskjör á Islandi til muna og haldið hefur verið i horfinu siðan bæði hvað varðar atvinnustig og kaupmátt. Endalaust má deila um tölur i þessu sambandi, en aðrar visbendingar bera þessu einnig vitni, svo sem mikil neysla, menningarumsvif og stöðvun landflótta. En Alþýðu- bandalagið hefur ekki aflað sér vinsælda út á það að draga vig- tennurnar úr kaupránsflokkun- um. Þvert á móti virðist það hafa Haraldsson skrifar stuðlað að þvi að gera þá þekki- legri i augum kjósenda. Forystu- menn Alþýöubandalagsins hafa gert sér grein fyrir þessari áróð- ursklemmu flokksins og á áður- nefndum flokksráösfundi sagði Svavar Gestsson eftirfarandi um þetta efni: Jöfnun lífskjara „Möguleikar Alþýðubanda- lagsins til þess að verja lifskjörin, til þess aö standast leiftursókn afturhaldsaflanna framvegis ráð- ast af þvi hver styrkur flokksins verður i kosningunum á vori komanda. Við skulum hafa það hugfast hvernig gengið hefur i Vest- ur-Evrópu þar sem ihaldsöflin hafa komist til valda. Við skulum minnast þess að allt i kringum okkur er atvinnuleysi. Við skulum minnast þess að Iifs- kjör hafa versnað i grannlöndum okkar, kaupmáttur launa hefur versnaö og félagsleg þjónusta af hvaða tagi sem er hefur verið skorin verulega niður. Alþýðubandalaginu og verka- lýöshreyfingunni hefur tekist að verja Island fyrir þessum stað- reyndum hinnar alþjóölegu kreppu, en þaö tekst ekki stund- inni lengur ef staða Alþýðubanda- lagsins verður á einhvern hátt veikari en hún er nú. Þess verður viða vart að launamenn gera meiri kröfur til Alþýðubanda- lagsins en annarra stjórnmála- flokka. Það er okkur ljóst og við fögnum þvi. Hitt þarf launamönn- um einnig að vera ljóst, að þvi að- eins dugir Alþýðubandalagið til þess að verja tsland fyrir at- vinnuleysisvofunni, kreppunni, þviaðeins tekst að tryggja félags- lega framþróun, að launamenn styðji Alþýðubandalagið i stór- auknum mæli. íslendingar þurfa að eignast ennþá sterkari verkalýðsflokk ef takast á að verja ávinninga lið- inna áratuga hvort sem flokkur- inn er i stjórn eöa stjórnarand- stöðu. Vissulega er það ekki upp- örvandi, einmitt i þessu sam- bandi, þegar þess verður vart að einstaka forystumenn i verka- lýðshreyfingunni reyna að gera litið úr þeim félagslega ávinningi sem náðst hefur á liðnum árum, sem þó er sannanlega i anda verkalýðshreyfingarinnar og baráttu hennar um áratugaskeið. Það veit á vont, ef ekki þeir sem helst ættu að skilja aðstæðurnar, gera sér ljósa þýðingu þeirra að- gerða sem hafa þann megintil- gang að jafna lifskjörin. Með þessum félagslegu aðgerð- um hefur Alþýðubandalagið lagt áherslu á jöfnun lifskjara og aö- stöðu. Þannig hafa aðgerðir flokksins i rikisstjórnunum tveimur stuðlað að kjarajöfnun. Það er sama hvert litið er, hvort við litum til elli- og örorkulifeyris, skattbreytinga almenns launa- fólks, húsnæðismalanna — hvar- vetna er ljóst að kjarajöfnun, jafnrétti, hefur verið i fyrirrúmi. Þessi áhersla á jöfnun lifskjara byggist ekki sist á þvi að á timum minnkandi hagvaxtar er minna til skiptanna og þess vegna hafa þeir, sem betri aðstöðu hafa i þjóðfélaginu, orðið að biða. Þetta hefur oft kostað hörð pólitisk átök innan rikisstjórnanna og utan þeirra. En það er meginverkefni sósialisks flokks að stuðla að jafnrétti, það er hlutverk hans að raða verkefnum i forgangsröð eftir nauðsyn og aðstæöum á hverjum tima. Flokkur sem þorir ekki að taka að sér slik verkefni stendur ekki undir þeim kröfum sem gera verður til verkalýðs- flokks.” Stefnumálin Alþýðubandalagið er illa statt takist ekki að skapa viðtækan skilning á þýðingu þess siðustu ár við að halda aftur af kaupránsöfl- unum. En hversu mikilvægt sem það verkefni er i aðfara kosninga er ljóst að Alþýðubandalagið verður á næstunni að minna ræki- lega á stefnumál sin um leið og það leggur verk sin i dóm kjós- enda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.