Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. — 21. febrúar 1982. bókmenntir r Arni Bergmann skrifar Sigfús Daöason: Þórbergur Þórðarson Andvari 1981 Þórbergur Þóröarson haföi gaman af aö vitna til ummæla um sem Þórbergur Þóröarson hefur skrifaö undir, er hann ekki bókmenntapersóna, uppdiktur einhvers ágæts en ónafngreinds höfundar sem kallar sig nafni persónu sinnar?”. Þetta heitir nú aö byrja á útúr- dúr, en minnir kannski óbeint á þaö aö þaö hefur ekki ýkja mikiö veriö skrifaö um verk Þórbergs Þóröarsonar (aö slepptum rit- dómum sem oftast eru flýtis- verk), aö minnsta kosti eru samantektir um hann litlar aö vöxtum og kenningasmiöi um verk hans ekki langt komin ef Lesandanum er boöiö aö tengja saman nákvæmnisáráttu Þor- bergs, sem er sprottin af viöleitni hans eöa stefnuskrá sem er i senn þjóöfræöieg og fagurfræöileg — og svo lifsskilning sem tengist viö guöspekihólfiö i Þórbergi. „Sam- starfiö viö séra Árna veröur Þór- bergi nokkurskonar próf, þraut sem hann ákveöur aö inna af hendi og gleyma sjálfum sér”, segir Sigfús. ,,Ég held aö þessi reynsla Þórbergs sé eitthvaö skyld skoöunum hans um persónuleikann, um blekkingu persónuleikans eöa „múra Hróður Þórbergs og nytsemdin prófessors Steblins-Kamenskis um furður hans höfundskapar. En sá ágæti Rússi sagöi sem svo i bók sinni „Kúltúra Islandii”, aö Þórbergur segði frá sjálfum sér á bók rétt eins og hann væri upp- diktuð persóna — það færi enginn að segja frá sjálfum sér með þvi háði og „hlutlægni” sem Þór- bergur gerir, enn siöur væri liklegt aö takast mætti aö finna i raunveruleikanum mann sem iéti rúmast i sér svo undarlega blöndu af visindahyggju, kommúnisma og hjátrú og „sú persóna i verkum Þórbergs sem ber hans nafn”. Og þvi, sagöi Steblin-Kamenski „er rétt eins og nútimafræöimenn spyrja hvort persónur tslendingasagna hafi verið til eöa ekki, alveg eins hægt aö spyrja: er ekki Þórbergur Þórðarson, sem frá segir i verk- miöaö er viö þann háa sess sem Þórbergur skipar i vitund lesadi tslendinga. Og meöal annars vegna þess er góður fengur i yfir- liti um Þórberg og verk hans sem Sigfús Daðason hefur skrifaö og kom á prenti i Andvara fyrir skemmstu. Séra Árni Þetta er ekki löng ritgerö, en #furðu rúmgóö og örvandi fóöur hverjum þeim sem reynir aö átta sig á þessum kynjamanni Þór- bergi. Til dæmis aö t.aka gerir Sigfús ágætlegavei grein fyrir þvi samstarfi séra Arna Þórarins- sonar og Þórbergs, sem margir hafa furðaö sig á fyrr og siöar, samstarfi sem ber i senn vott um iitillæti mikils rithöfundar og einnig „þann ásetning aö brjóta allar brýr að baki sér”. persónuleikans" sem nauðsynlegt sé að brjóta. Sam- starfiö viö séra Arna hefur veriö honum reynsla sem nálgaðist „mystiska upplifun”: afhjúpaöi ýmsa leyndardóma i fari okkar,” segir hann. Drumbsháttur Sigfús minnir á, aö landfræöi- leg, ættfræðileg, þjóöfræðileg nákvæmni Þórbergs hafi oröiö velgengni hans f jötur um fót, ekki sist aö þvi er varöar Suður- sveitarbálkinn. Merkilegt reyndar að „margir þeir lesendur sem Bréf til Láru og önnur rit þar i kring öfluðu honum viröast hafa tekiö heldur drumbsiega hverju nýju riti frá hans hendi upp frá þvi og að visu æviniega álitiö siðasta rit stórum lakara þvi sem á undan var komið”. Þetta eru Þórbergur Þórðarson; svo sannarlega var rithöfundarferill hans ein- kennilegur í laginu. vist orð að sönnu hjá Sigfúsi. Eftir að „Um lönd og lýöi” kom út var spurt i þessu blaöi: „Menn voru aö spyrja hver annan eftir lestur bókarinnar hvort meistaranum frá Hala væri nú tekið aö förlast”. Og eitthvað svipaö haföi heyrst fyrr. Þaö má vist rekja þaö af rit dómum (sem oftast reyndu að verða lofsamlegir undir lokin að minnsta kosti), aö þegar menn lásu Ofvitann söknuöu þeir upp- reisnarandans i Lárubréfinu, þegar séra Arni byrjaði að koma út, þá sögðu þeir aö nær heföi Þórbergi verið að halda áfram með skemmtilegar sögur úr Unuhúsi, en ekki eltast við svona skringilegheit („Hvaöá maöur aö gera við svona sögur?” segir i ritdómi sem ég fletti upp á. „Veit gamli maöurinn (séra Arni) ekkert hvað hann er að segja? Eða er hann að gera gys að Virk mannúðarstefna I nóvember i fyrra sendi hinn þekkti danski rithöfundur Per Stig Möller frá sér bók sem hann nefnir „t ráðvendninni miöri”. Þetta er fjóröa bindi i bókaflokki sem höfundur hefur skrifaö um nútimasamfélag — og þá hiö danska fyrst og fremst. Hin al- menna gagnrýna og mannúðar- lega afstaöa, sem fram kemur i bókum þessum, gerir þær fróö- legar miklu fleirum en þeim dönskum lesendahópum sem þær eru fyrst stilaöar fyrir. „Midt i redeligheden” er niburstaöa og aö nokkru endurtekning á þvi efni sem fram kemur i fyrri bindum. Lifi óvissan Per Stig Möller hefur máls á svonefndri nýrri franskri heim- speki. Hann gerir upp sakir viö lokuð hugmyndakerfi eins og hann telur marxisma og frjáls- hyggju vera, og ber fram rök- semdir fyrir þvi að bæöi leiði til fjarstýringar á einstaklingnum. Marxisminn með þeirri einstefnu sem hann markar manneskjunni braut eftir fyrirfram gefinni hug- mynd um þaö hvernig maöurinn á aö vera, og frjálshyggjan með þvi aö marglofað frelsiö verður tak- markalaust frelsi hinna fáu á kostnað hinna mörgu. öndvert þessum hugmyndakerfum setur Per Stig Möller upp virka mann- úöarstefnu, sem setur manneskj- una I miöju og leggur áherslu á þaö hve ólikir menn eru hver öðr- um og að viðurkenning á þeim mun sé forsenda þess að lýðræö- isþjóöfélag eigi sér lif i vændum. Ein helsta röksemd Per Stigs Möllers er sú að enginn þekki sannleikann, þvi aö hann er af- strakt stærð, sem tekur lit eftir þeim gleraugum sem i gegnum þau er horft á hann. I stað þess aö leggja sannleikann til grundvall- ar skilningi sinum á mannlifi og samfélagi ber mönnum aö ganga út frá óvissunni. Sá sem fellst á þessa óvissu hefur forsendur til aö vera i raun umburöarlyndur andspænis lifsskilningi og áform- um annarra manna. Höfundur telur að ekki aöeins séu hugmyndakerfin sjálf háska- samleg manninum heldur hafi einnig hægfara skrið hans inn i hið sósialtæknikratiska riki (svo kallar hann Danmörku t.d.) oröið til óbætanlegs tjóns. I staö þess aö vera þjónustutæki fyrir þegnana er rikiö oröiö valdaaðili, sem sér um borgarana. Ýmis grundvall- arverömæti mannleg eru horfin i nútima þjóðfélagi — svo sem miskunnsemi, bliöa, ósérplægni, tilfinningin fyrir hinu fagra osfrv. senn liöiö. Jafnvægiog athöfn „Midt i redeligheden” er sterk málsvörn fyrir hiö borgaralega — en með þvi orði er þá alls ekki átt við kyrrstöðu, enn siöur aftur- hald. Per Stig Möller visar á bug hverju tilboði um að fylgja út i æsar hugtökum eins og frelsi og jafnrétti og leitar jafnvægis, sem aö hans áliti gefi einstaklingnum mesta möguleika á að láta þaö koma fram sem i honum býr — um leiö og hann tekur ábyrgö gagnvart heildinni, samfélaginu. Þessi afstaöa leiðir til þess aö hann setur stórt spurningamerki við heföartryggð frelsishugtök eins og t.d. einkarétt á fram- leiðslutækjum. Sá réttur á sér sögulegar forsendur, en það ástand sem setti þann rétt er senn liöiö. Menn mega ekki heldur lita svo á að meö borgaralegri mannúð- arstefnu eigi menn viö óvirka af- stöðu. Það er einmitt verið að ræða um athöfn, og oftar en ekki má rekast á oröin „herská mann- úöarstefna”. Mannúöarstefnan getur og veröur aö gripa (i bók- stafiegri merkingu) til vopna til aö verja sinn rétt frá árásum fjandmanna mannúðarhyggju. Frelsisvinir i borgarastyrjöldinni spænsku eru teknir til fyrirmynd- ar og hinir óvirku mannúöar- stefnumenn i Þýskalandi eru nefndir sem viti til varnaöar. Hér er miklu efni þjappaö sam- an á 144 blaðsiöum. Þaö leiöir af sjálfu sér að þar er meira um staöhæfingar en röksemdafærsl- ur. Þetta dregur úr gildi bókar- innar fyrir lesanda sem vill djúp- tækari meðferð mála en gerir hana læsilega þeim sem hefur meiri þörf fyrir fótfestu. Hinar þrjár „Midt i redeligheden” er sem fyrr segir siöasta bók i flokki. 1 hinum bókunum þrem geta menn fundib röksemdafærslurnar og þaö efni sem vinna má úr. Fyrsta bindið „I leit aö horfinni mann- eskju” — meb fróölegum undir- titli „Um mannúðarstefnu og andhúmanisma i stjórnmálum, visindum og siöfræöi vorra tima” — kom út árið 1976. Hún er i tveim meginhlutum. I fyrsta lagi er þar borin fram ýtarleg og skörp gagn- rýni á marxismann og óbeint á frjálshyggjuna og visaö til þess aö skilningur beggja á manni og samfélagi leiöi til bælingar á þvi sem i manninum býr. Siðari hlut- inn geymir lysingu á mannsmynd spánýrra vísinda, sem leggur áherslu á að maöurinn er einnig lifvera búin vissum arfteknum eigindum, sem ekki geta notið sin i rikjandi þjóðfélagsgerö. Annað bindi heitir „Lifiö i gaukshreiör- inu”: Umhverfis fullgert samfé- lag með tilbúna manneskju (1978). Þar eru geröar upp sakir við hverskyns tæknikratafjar- stýringu á manneskjunni. Megin- hugsunin er sú, aö enginn hafi rétt til aö taka sér einkaleyfi á sann- leikanum út frá frumhæföri inn- sýn i dýpra samhengi, vegna þess aö slik innsýn sé aldrei annaö en endurspeglun á áformum þess Per Stig Möller sem aö verki stendur. Per Stig Möller beitir sér af afli gegn hug- myndum um aö nokkrir menn (forystumenn) hafi fyrirfram- vald til að leiða aöra til paradisar sem þeir ákalla. Marxisminn hvilir á þeirri metafisisku grund- vallarhugmynd aö fáir útvaldir geti séð framtiðina fyrir og geti þvi leitt fjöldann. Dregnar eru fram hliöstæður viö kristindóm- inn og þvi fellur marxisminn sem visindi og lendir á bás með trúar- brögöunum. Marx gengur út. Röksemdafærsla af þessu tagi geta menn ekki látið ómótmælt út frá marxisku og visindalegu sjón- armiði. Loks lýsir þriöja bindi verksins „Trú, von, félagsskapur”: Um það sem sundrar og þaö sem sameinar (1980) valkostinum andspænis sósialisma og frjáls-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.