Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 11
manni?”) Og þegar Steinarnir tala og Um lönd og lýði komu — þá fannst mönnum allt i einu að séra Arni hefði verið miklu skemmtilegri. Og svo er timinn búinn að breyta öllum þessum fyrirvörum og Þórbergur aldrei vinsælli en nú, með nákvæmni og þjóðfræði og öllu saman — helst að maður láti það trufla sig eftir á, hve hrapallega sannleiksunn- andanum Þórbergi verður stundum fótaskortur á stórpóli- tiskum staðreyndum i ritgerðum ýmsum og ferðabókum. Langa hléið SigfúsDaðason minnir lesendur Þórbergs lika á það hve einkenni- legur rithöfundarferill hans er i laginu. Frá Lárubréfi til íslensks aðals liðu fjórtán ár, án þess að bók kæmi frá hans hendi — utan ferðasaga ein til Sovétrikjanna og boðskaparrit um Esperantó. Þarna er vikið að máli sem þakklátt væri að fara nánar ofan i: Hvernig stendur á þvi, að mörg bestu starfsár rithöfundar verða honum svona ódrjúg? Þjóöfræðin togaöi i bókmenntamanninn öðrum megin, segir Sigfús, og „aktivisminn”, löngunin til að bæta heiminn, gera gagn, hin- umegin. Sé haldið áfram með þetta, hætti Þórbergur að skrifa bókmenntir (i þrengri merkingu orðsins en nú tiðkast) — vegna þess að sú bölsýni varð yfirþyrm- andi sem hann lýsti svo i Láru- bréfinu: „Að reyna að hafa áhrif á fólkið — það er eins og að ætla sér að draga Titanic upp með tveim höndum af þúsund faðma dýpi” ? Og sé svo — hvaö var það þá sem skilaöi okkur aftur bók- menntamanninum — höfundinum sem aldrei hætti að vera „aktiv- isti” og þjóðfræðingur, en hefur likast til smiðað sér nýjan skiln- ing á þvi hvað væri hægt að vinna nytsamlegt með þvi að skrifa? Ekki má Andvara skilja við að þessu sinni án þess að minna á mikla bókfræðilega samantekt Jóninu Eiriksdóttur um verk Þór- bergs og þaö sem um þau hefur til þessa verið skrifað. Það er mikið „nytsamlegur” texti, enginn vafi á þvi. Arni Bergmann. Bent Ch. Jacobsen skrifar hyggju eða ihaldsstefnu. Ihalds- stefnunni er lýst með tilvisun til stóru flokkanna nálægt miðju i hinu pólitiska litrófi — frá Þjóð- lega ihaldsflokkinum til Sósial- demókrata. Hagsmunir og gildi þessara flokka og kjósenda þeirra eru borgaraleg i eiginlegri merk- ingu orðsins. Þar fer náttúrleg ósk um að halda þeim réttindum sem menn hafa náð saman við til- tölulega mikla bjartsýni á fram- tiöina. Þetta er svið malamiðl- ana, vettvangurinn þar sem menn vinna saman i stað þess aö takast á — m.ö.o. eiginlegur vett- vangur borgaralegs lýðræðis. Gott tækifæri Allar þessar fjórar bækur skipta máli bæði fyrir þá sem eru sammála og þá sem eru á öðru máli. Þeir sem taka undir við Per Stig Möller fá snaga að hengja sinn hatt á, og þeir sem eru hon- um ósammála fá sjaldgæft tæki- færi til að endurskoða gamlar röksemdir og finna nýjar sem duga. Það sem nú var siðast nefnt skiptir máli þvi að Per Stig Möll- er er verðugur andstæðingur, sem ekki er hægt að kveða niður með röksemdum frá siðustu út- sölu. Ef að vinstrisinnar hlusta ekki á menn eins og Per Stig Möller, loka augunum og hvessa ekki vopn sin i tima — þá getur vel svo farið að menn sitji uppi svartapétrar. Per Stig Möller hefur borið fram öflugar rök- semdir og þær verða notaðar. Veiðimaðurinn er á róli þótt strúturinn sjái hann ekki — vegna þess að hann hefur stungið höfði i sandinn... Bent Chr. Jacobsen Kenndir geta verið ansans ári magnaðar A menntaskólaárum minum varð ég fyrir hörmulegu áfalli á skákferli minum. ösvifinn strákur úr næsta bekk gerði mig heimaskitsmát i 4. leik. Allir hlógu að mér og stelpan sem ég var hrifinn af hló lika. Fljótlega eftir þetta ákvað ég að gerast skákandstæðingur. Núna er ég formaður skákandstæðingafé- lagsins á minum vinnustaö. Sannarlega bitur örlög að missa stúlkuna og verða jafnframt utangátta i þjóðariþrótt Islend- inga! Þar sem ég vinn eru menn gjörsamlega forfallnir i skák. Menn grúfa sig ofan i þjóðar- íþróttina i öllum kaffi- og mat- artimum og gott ef ekki vinnu- timanum lika. Ég fer háðuleg- um orðum um þetta athæfi og reyni að grafa undan listinni. Aðeins einu sinni hef ég látið undan þrýstingi aö taka skák og það við mjög óeðlilegar aöstæö- ur. Ég lét undai^ fullur, að tefla við ljósmyndarann, ef hann gæfi mér drottningu i forgjöf. Hann gerði það og ég mátaði hann glæsilega (atburður sem ég vitna oft til). Verst er að mér er skákin ekki eins leið og ég læt (og reyndar kvenfólk ekki heldur). Allt frá þvi að Friðrik tefldi á milli- svæðamótinu i Portoroz 1959 hef ég ekki getað varist þeirri áráttu aö fylgjast náiö með öll- um meiri háttar skákmótum svo að litið ber á. Ég veit ekki hvað á að kalla þetta, duld, kiikkun eða kannski er þarna bara þjóöerniskenndin að verki. Kenndir geta verið ansans ári magnaðar. Svo var það á mánudaginn. Þá héldu mér engin bönd leng- ur. Ég varð að brjóta odd af of- læti minu og fara á Reykjavik- urskákmótið sem ég hef náttúrulega látið sem ekki væri til á minum vinnustaö. Þegar ég heyrði Kortsnoj tala um „crazy” skák i kvöldfréttum, sauð ég mér egg i snatri, gleypti það i mig hálfhrátt ásamt ein- hverjum brauöleifum og stökk út i vetrarbliðuna. A Kjarvalsstöðum var múgur og margmenni. Þegar ég gekk inn sagði Ingólfur dyravörður mér aö allt snerist um Helga eins og venjulega, hann ætti i æsilegri sviptingaskák við Al- burt. Ég stillti mér strax upp i hópinn og setti upp spekingssvip um leið og ég gjóaði augunum i ýmsar áttir. Já, auðvitað. Mað- ur mátti svo sem vita þaö, þarna voru kunningjar og vinnufélagar i hrönnum. 1 svip sá ég Tóta bæjó, Úlla, Ivar Giss, Karlsson og Gústa. Hvað átti ég nú að gera til að halda viröingunni? Ég setti upp for- stokkaðan yfirburðaspekings- svip og lét sem ég sæi þá ekki. Gallinn er sá að ég kann ekk- ert i skák, liklega vegna þess að ég tefli aldrei. Ég er svo hrædd- *ir um að verða heimaskitsmát. Ég ráfaði eitthvaö um og hlust- aöi á Kortsnoj skýra skák Helga og Alburts en skildi fátt þó að ég reyndi að vera mjög skilnings- rikur i framan, hafði þó það upp úr krafsinu að komast að þvi að hrókur heitir rook á ensku og peð pawn. Það var þó eitthvað. Svo fór ég aftur inn i sal og sá sem stóö við hliöina á mér fór eitthvað að tala um afbrigði og þess háttar. Ég hummaði og lagöi kollhúfur og sagöi jamm og jæja og ýmislegt fleira. Að lokum fóru þeir Helgi og Alburt aö tefla æsihratt og allir stóðu á öndinni og ég lika. Ég varð alveg snarruglaður og loks tók ég eftir þvi að keppendur tókust i hendur svo að skákinni hlaut að vera lokiö. En hvor vann? Eöa var kannski jafntefli? Þó að staöan blasti við uppi á töflu gat ég ómögulega fundið þetta út og þorði ekki að spyrja. „Þetta var vel af sér vikið”, sagöi ég við þann sem stóö við hlið mér til að 'segja eitthvað. Hann leit á mig með furöusvip. Rétt i þvi var spjald sett upp sem á stóð: Hvit- ur vann. Það var einmitt það. Helgi tapaði. Jæja, þarna stóð ég og Helgi búinn að tapa skákinni og ég lik- lega orðstir skákandstæðingafé- lagsins. Þetta var ferö til fjár eða hitt þó heldur. Við Kortsnoj urðum samferða út i kuldann. Ég fór i austur en hann i vestur. Guðjón

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.