Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. — 21. febrúar 1982. kvikmyndir Sagt frá eldsmið l>að er hrcint ekki ólagleg kvikinynd, sem Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðar- maður og Kvikmyndablaðsrit- stjóri hefur gert og sjónvarpið bauð upp á um síðastliðna helgi: Eldsmiðurinn, uppfinninga- maöurinn og einbúinn Sigurður Filippusson á Hólabrekku á Mýrum við Hornafjörð. Einn þeirra fáu manna, sem sagðir eru byggja á gömlum hefðum og viðhorfum i öllu sinu hversdags- vafstri. En eins og kom fram i myndinni eru það þó ekki ein- vörðungu hversdagslegir hlutir, sem Sigurður fæst við; hann smiðar hina merkilcgustu gripi og notar til þess gamlar bil- fjaðrir, og meðal þess sem hann hefur gert cr girahjól, hið fyrsta sem vitað er til að hafi farið um vegi hér á landi. Að sönnu er Sigurður Filippusson forvitnilegt efni i kvikmynd og það er margt vitlausara en aö sækja heim mann á borð viö hann og skoða þaö sem fyrir augun ber með máli kvikmyndavélarinnar. „Tungutak” þessa miðils er einkar vel til þess fallið að miðla fróðleik manna eins og Siguröar, sýna og upplýsa um forn vinnubrögð og gamla hugsun, sem nútiminn kveður úrelta. Og það var vel til fundið að láta Sigurð tala einan, aö trufla ekki með spyrli, eins og þekkist m.a. úr þáttum sjón- varps um nefnda menn — en slik vinnubrögð gera hins vegar meiri kröfur til kvikmynda- geröarmanna; þau reyna á þekkingu og getu þeirra, fremur en þess sem sýndur er á film- unni eða heyrist i af segul- bandinu. Og það var því miður veikasti hlekkur myndarinnar, þótt margt væri þar afar vel gert. Ljóst dæmi um mistök af þessu tagi er þegar Sigurður sagði frá herslu málmsins og kvað birt- una skipta máli — að sólskin eða snjóföl á jörðu gæti orðið til þess að hersla málmsins mistækist. Sá, sem ekki veit betur gæti haldiö að hér sé kannski einhver mystik á feröinni, yfirskilvitlegt Jakob S. Jónsson skrifar samband smiðs við eld og efni. Svo mun þó ekki vera, að þvi er fróðir menn segja, heldur þarf smiðurinn einfaldlega að geta greint réttan lit i smiðajárninu i eldinum til aö sjá hvenær nóg er hitað; en þessi litur greinist ekki jafn vel i sólskini eða sjó- bjarma. Þarna skorti hins vegar á upplýsingu um rétta samhengið, svo áhorfandi mætti öðlast skilning á fyrirbærinu, sem þarna er á ferð. Eins hefði mátt sýna greinilegar eðli upp- finninga Sigurðar, þeirra á meðal mekanisma girahjólsins. En margt var vel gert, og það var fleira en hitt, sem miður tókst. Til dæmis aö taka var fróðlegt að heyra Sigurð segja jafn tilgeröarlaust og raun bar vitni frá tilurð hugmyndanna sem hann grundvallar uppfinn- ingar sinar á — og þá var ekki siður merkilegt að sjá ólika menningarheima mætast i stofu Sigurðar: hann sjálfan með bók i hendi, vélhjólamyndir á vegg, Ronald Reagan og Vilmundur Gylfason i sjónvarpsfréttum. Að þessu leytinu til er Eld- smiöurinn vel heppnuð mynd. Kvikmyndataka Ara Kristins- sonar var einnig með hinum mestu ágætum, glæddi áhuga manns á efninu og var i góðum tengslum við efnið: hæg, falleg og listræn; sömuleiðis skapaði tónlist Hilmars Arnars Agnars- sonar ljúfsáran og notalegan andblæ þar sem við átti. Það er þvi að mörgu leyti vel af stað farið með þessa mynd. Efnið er fróðlegt og þá ekki siður skemmtilegt — en sú vöntun sem að ofan er getið verður þeim mun sárari, þegar þess er gætt, hve allt annað lukkast velj þjóöfræðin hefði að ósekju mátt skipa stærri sess i myndinni vegna þeirra kyn- slóða, sem geta vissulega dregið merkan lærdóm af eldsmiðnum Sigurði Filippussyni. —jsj. Hver kálar kokkunum? Kvikmynd: Hver kálar kokkun- um? (Who is killing the great chefs of Europe?) Leikstjóri: Ted Kotcheff Handrit: Peter Stone, (eftir skáldsögu Nan og Ivan Lyons: Someone is killing the great chefs of Europe) Kvikmyndataka: John Alcott Tónlist: llenry Mancini Meðal leikenda: George Segal, Jacqueline Bisset, Kobert Morley. Sýningarstaður: Nýja bió. Ekki er það ólystug ntynd, sem Nýja bíó sýnir um þessar mundir. Nánast frá fyrsta skoti kvik- myndarinnar snýst hugur manns um mat og aftur mpt, allt frá am- eriskum hraðmatyfir til snilldar- matargerðar eins og sælkerar kjósa — og ég þurfti endilega að álpast svangur að sjá hana. Það hefði ég betur látið ógert — myndin er á köflum eins og aug- lýsingamynd einhvers betri mat- reiðslustaðar: lystugar steikur og indælis sjávarréttir eru kvik- myndaðir i bak og fyrir, mat- reiðsla þeirra og framleiðsla, og það þarf minna til að koma bragðkirtlunum af stað. „Hver kálar kokkunum?” er ágætis sambland gamanmyndar, hryllingsmyndar og sakamála- myndar. Fjórir kokkar, þeir sem standa saman aö bestu máltfö George Segal, Robert Morley og Jacqueline Bisset fara meö aöalhlut- verkin i kvikmyndinni Hver kálar kokkunum? — þokkalegri gaman- mynd, sem kemur mönnum aö gleyma hungrinu i heiminum. Evrópu, eru i hættu staddir og þremur þeirra er slátrað i þess orðs fyllstu merkingu, og það i samræmi við þann rétt þeirra, sem þeir eru frægastir fyrir. Þeim fjórða er naumlega bjargað fyrir snarræði amerisks ham- borgarakóngs, og um siðir kemst upp hver morðinginn er og allt endar lukkulega. Robert Morley er gamall i hett- unni, og er liklega þekktastur sem gamanleikari. Hér stendur hann sannarlega fyrir sinu, og það er vel þess viröi að sjá mynd- ina hans vegna. Hann er i essinu sinu i hlutverki frægasta sælkera Evrópu — og útlitið bendir enda til þess, og þá eru frönsku kokk- arnir allir sem einn ekki siður kostulegur hópur viö hliö hins ameriska omelettu-kóngs, sem leikinn er af George Segal. Hand- ritið er auk þess ágætlega samið og þokkalega fyndið á köflum. Eitt varnarorð þó: þeir, sem eru á annaö borð viðkvæmir fyrir mat, skyldu ekki fara nema vel saddir á þessa mynd. Þaö getur tekiö á taugarnar að sjá allt lost- ætið og eiga þess ekki kost að smakka! — jsj. B O.NAÐ ARBA NKLNN SELJAÚTIBÚ Stekkjarseli 1 (á homi Stekkjarsels, Stokkasels og Skógarsels)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.