Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 17
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. — 21. febrúar 1982. Helgin 20. — 21. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Rabbað við skákmeistarann, sjómanninn og efnafrœðinginn Hauk Angantýsson Þeir eru margir islend- ingarnir, sem hafa áhuga fyrir skák og því eru þeir margir sem vita hver Haukur Angantýsson er, enda hefur hann um langt árabil verið i hópi okkar sterkustu skákmanna. En Haukur Angantýsson hef ur ekki farið troðnar slóðir í lifinu, þótt ungur sé, aðeins 33ja ára gamall. Hann hef- ur látið það eftir sér að lifa lífinu á þann hátt sem flesta dreymir um, en láta sjaldan verða af; að gera það sem hann hefur langað til hverju sínni. Hann fór í háskóla i Þýskalandi og lauk þar námi i efnafræði. Hann starfaði um tima sem slikur og fékkst einnig við kennslu. En svo settist hann í Stýrimannaskólann og aflaði sér skipstjórnar- réttinda og í nokkur ár hef- ur hann verið sjómaður. Meira að segja skipstjóri suður i Persaflóa,og hafði indverska áhöfn. Og síðast en ekki síst skreppur hann í land við og við og tekur þátt i skákmótum og teflir þá eins og þeir bestu. Og vegna þess að Haukur tek- ur nú þátt í 10. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu og er þar i 11. til 21. sæti þegar þetta er skrifað, spurðum við hann fyrst hvers virði skákin væri honum. List og leikur Núoröið er skákin mér fyrst og fremst skemmtilegur leikur, en ég hef ekki lengur þrá til þess aö ná lengra en ég hef þegar náö. Ég byrjaöi mjög ungur að tefla; bróðir minn, Ibsen Angantýsson kenndi mér mannganginn, þegar ég var smápolli. Það var hin frá- bæra frammistaöa Friðriks Ólafssonar sem vakti áhuga okk- ar á skák. Og við erum áreiðan- lega ekki þeir einu sem flutum meö bárunni sem reis af afrekum Friðriks. Við áttum heima i Keflavik þegar þetta var og tefld- um þar all-mikið. Svo fór maður að taka þátt i mótum og 15 ára gamall var ég kominn i landsliðs- flokk. — Stúderaðir þú mikið skák á þessum árum? — Já, og ekki sist eftir að ég fór i menntaskóla. bá voru nokkrir snjallir skákmenn þar, snjallast- ur allra var þá Guðmundur Sigur- jónsson. Við Guðmundur og Jón Hálfdánarson og raunar nokkrir fleiri tefldum mikið á þessum ár- um. Ég man eftir þvi að ég byrj- aði þá að lesa sömu bækurnar og Guðmundur, við litum upp til hans af þvi að hann var okkar snjallastur i skák ogvar farin a? lesa góðar skákbækur. Það mun hafa verið 1968 sem við tukum þátt i stúdentamóti og náðum þá góðum árangri, komumst uppi A-úrslitaflokk og urðum nokkuð ofarlega að mig minnir, sennilega i 4. til 5. sæti eöa svo. A þessu móti tefldu nokkrir skákmenn sem nú eru komnir i hóp þeirra bestu I heiminum, svo sem HObner og Adorjan, sem teflir hér á landi nú. Já, þetta voru skemmtilegir tim- ar. —r En hvað er skák, er hún list, iþrótt eða leikur, menn greinir á um þetta? Myndir: eik Texti: S.dór — Að minum dómi er skák bianda af þessu öllu saman, hún er alveg örugglega blanda af list og iþrótt. Mörgum sýnist skák einfaldur leikur, en hún er svo flókin og margþætt, að hún virðist ótæmandi. Skemmtilegir persónuleikar — Ég hef tekiö eftir þvi að mað- ur fyrir hittir hvergi jafn fjöl- breytta og skemmtilega persónuleika og i hópi skák- manna. Þeir eru svolltiö sér- sinna, gjarnan einfarar eða rétt- ara sagt einrænir. Margir halda að skákmenn sem liggja yfir ffæðunum séu þumbarar, en það er ekki rétt. Skákmenn koma úr öllum stéttum þjóöfélagsins, verkamaöurinn, verkfræðingur- inn, læknirinn og sjómaöurinn eru jafningjar yfir skákboröinu. — Er það meðfæddur hæfileiki eða árangur yfiriegu og mikillar vinnu, að vera góður skákmaður? — Það er erfitt að svara þessu. Ég hygg að geta i skák sé meira áunninen meðfædd.Þókoma fram snillingar sem skara framúr öll- um öörum, þeir hafa fengið snilli- gáfuna i vöggugjöf. En með þrot- lausri vinnu er hægt að ná langt í skák. Sumir menn hafa alveg sjúklegan áhuga á aö ná árangri og leggja næstum allt i sölurnar fyrir það. Menn vita almennt ekki um hvað margir góöir skákmenn hafa orðið aö leggja á sig og fórna miklu, til að ná þeim styrkleika sem þeir hafa. Metnaður sumra gengur lika úr hófi. Ég man eftir ;að hafa séö Karpov heimsmeist- lara tárast við að tapa skák. Hann var að visu mjög ungur þá. Sjálf- ; ur var ég ósköp tapsár á yngri ár- i um. En nú er mér alveg sama. — Þú segir það nú ekki satt aí þér sé sama hvort þú vinnur eða tapar? — Kannski er það nú of mikið sagt. Vissulega geri ég allt sem ég get til að vinna þegar ég tefli. En hér áður fyrr var maður kannski einn eða tvo daga að jafna sig eftir tapskák. Núna er tapskák farin úr huga mér eftir klukkutima. Ég skoða aldrei skák sem ég vinn. Ég lit yfir þær sem ég tapa til að sjá hvaöa vitleysu ég gerði. Friðrik er snillingur — Mér er það meira i mun að tefla fallega og skemmtilega skák, en aö merja út vinning. Sumir skákmenn leggja allt i sölurnar til að vinna. Karpov er dæmi um slika menn. Hann velur fáar byrjanir og kann þær alveg ofan i kjölinn. Þar með hefur hann eytt tima sinum og orku á þrengra svið, en ef hann lægi yfir öllum byrjunum. Þaö er afskap- lega timafrekt og mikil vinna aö vera allsstaðar heima, en þeir sem eru fjölbreyttir i byrjanavali tefla oft fallegustu og skemmti- legustu skákirnar, eins og Friðrik Ólafsson til dæmis Hann er minn uppáhaldsskákmaöur (þvi má skjóta inni að Haukur sigraði Friörik kvöldið áöur en þetta við- tal var tekið) og hann hefur snilli- gáfuna. Ég tel hann i hópi mestu skáksniilinga. Flestir skáksnill- ingar gefa út bækur með bestu skákum sinum, bók Friðriks meö hans 50 bestu skákum er sú besta sem ég hef lesið og hef ég þó skoð- að þær margar. Og bestu skákir Friðriks tel ég vera i litlum hópi allra bestu skáka sem nokkru sinni hafa veriö tefldar. Þetta segir aftur á móti ekkért um árangur i mótum. Þá kemur svo ótal margt annað inni dæmið. Fischer sam- kvæmur sjálfum sér — Er Fischer mestur allra skákmanna? — Hann er stórkostlegur, yfir- náttúrulegur skákmaður. Ég hef gert nokkuð af þvi aö afla mér upplýsinga um allt hans lif og verö að segja eins og er, aö hann hefur alltaf veriö samkvæmur sjálfum sér. Hann er einfari, sem aldrei hefur fengið að vera i friöi. Blöðin hafa rakkað hann niður án þess að hann hafi gert þeim neitt. Hann hefur alltaf stúderað einn, unniö allt sem hann kann i skák einn. Hann veit ekki hvað aðstoð eöa hópvinna er. Hann er svo til ómenntaður maður, en með þessa snilligáfu. Menn eiga að láta hann i friði, hann vill vera i friði og á að fá að vera það. Menn ættu að mega gera það sem þá langar til, ef það skaðar ekki aðra. Fischer er til að mynda einstakt prúð- menni við skákborðið. Hann trufl- ar aldrei andstæðinga sina og er ákaflega þægilegur við skákborö- ið. — Er mikið um það að skák- menn séu að trufla hvor annan við borðið? — Það er alltaf eitthvað um það. Margir eru mjög viðkvæmir fyrir öllu svona, mér er hinsvegar alveg sama. Núorðiö er ekkert sem truflar mig. Þeir mættu þess vegna sparka i lappirnar á mér undir boröinu, ég myndi bara brosa að sliku. — En þegar fólk hópast um- hverfis borðiö sem þú teflir viö, er það ekki óþægilegt? — Nei, nei, ef fólkið hefur gam- an af þessu, þá er vel; þetta er bara leikur hvort sem er. Efnafrœð- ingurinn — En segðu mér eitt, hvernig stóð á þvi að efnafræöingurinn Haukur Angantýsson fór út i það að setjast i Sjómannaskólann og gerast sjómaður, ekki er það nú þessi vanalega leið sem efnafræö- ingar fara? — Ja, ég hef alltaf verið á sjó á sumrin frá þvi ég var kornungur og mér likar sjómennskan af- skaplega vel. Og hvers vegna þá ekki að vera á sjónum. Maður á nefnilega að gera það sem mann langar til. Lifið er svo stutt að maður á ekki að eyða þvi i eitt- hvaö sem manni þykir leiðinlegt. Siöan ég lauk prófi i Sjómanna- skólanum hef ég verið til sjós lengst af; siðast nú i haust og vet- ur var ég á loönuveiðum á Guð- mundi RE. — Ætlarðu að haida sjómennsk- unni áfram eða snúa þér aö efna- fræðinni? — Ég veit það sannast sagna ekki af þeirri einföldu ástæðu aö ég læt hverjum degi nægja sina þjáningu. Mér þykir gaman að vinna með góöum mönnum á sjó, félagsskapurinn og þaö andrúms- loft sem rikir um borö er það sem ég met mest. — Ég hef heyrt sagkllaukur, að þú hugsir afar litið um peninga, jafnvel að þeir séu þér einskis virði, er þetta rétt? — Ég segi það nú kannski ekki aö peningar séu mér einskis virði, það er ekki hægt aö komast af án þeirra, en flest annað er mér meira virði, og það getur verið gaman að vera blankur. Ég lit svo á að þaö sé meira virði að leysa verkefni vel af hendi, en aö vera að hugsa um hvað maður fær fyr- ir það. Min ánægja felst i þvi aö leysa verkefniö rétt og vel. Og af þvi að viö höfum verið að tala um islenska sjómenn, þá langar mig að skjóta þvi hér inni, að afköst þeirra eru með þvi likum ein- dæmum, að þaö stenst enginn samjöfnuður, hvar sem þú ferð i veröldinni. Islenskir sjómenn eru einstakir hvaö þessu viðvikur. Skipstjóri á Persaflóa — Segðu mér frá ferö þinni suð- ur að Persaflóa? Það þari sjúklegan áhuga til að ná toppárangri i skák . . . auðvitað gerir maður allt sem hægt er til að vinna meðan setið er að tafli, en tap eða sigur skiptir engu höfuðmáli . . . Það getur verið gott að líta á sýningartöfluna við og við — Það var ágætis túr, ég var þar um þaö bil eitt ár sem skip- stjóri á fiskibát með indverska áhöfn. Upphaf þessa var aö rikur fursti i Dubai sem er eitt af Sam- einuðu furstadæmunum, keypti sér heilan flota af fiskibátum og fiskimjölsverksmiðju. Hann réð til sin marga Norðmenn til aö stjórna skipunum, og með þeim slæddist einn Islendingur. Eitt sinn þegar hann var hér heima i frii, réð hann méð sér nokkra Is- lendinga til Dubai og ég var einn af þeim. Ég tók við skipstjórn á einum bátnum og eins og ég sagði áðan var áhöfnin indversk. Þessi bátur sem ég var með var um 60 tonn og við veiddum bæði með nót og trolli. Aöallega veiddum viö sardinur, ansjósur, túnfisk og makril sem nær eingöngu fór i bræöslu. Okkur tsiendingunum þótti þetta óskaplegt skrap, kannski þetta 200 til 300 tonn á mánuöi. En þetta var ágætis vinna og gaman að prófa þetta. — Voru þetta vanir sjómenn scm þú fékkst með þér? — Nei, þetta voru menn frá Ind- landi en mikiö af Indverjum og Pakistönum fer til furstadæm- anna i leit að atvinnu. Aftur á móti voru þetta allt harðduglegir menn og margir hverjir vel menntaðir. Það var eftirsóknar- vert starf að komast á bátana og þvi gátum viö valið úr mannskap. Ég kunni alveg einstaklega vel viö Indverjana. Þeir eru stál heiöarlegir, orðheldnir og dugleg- ir og siðast en ekki sist verk- lagnir. Þvi uröu þeir fljótt góðir sjómenn. Arabarnir erfiðir — Svo hefurðu auðvitað þurft að vinna með Aröbunum, hvernig likaði þér við þá, margir bera þeim illa söguna? — Arabarnir eru allt ööru visi en Indverjarnir. Það er ekki orö að marka það sem Arabarnir segja viö þig. Hjá þeim snýst allt um „prútt og prang” og ekki vinnandi vegur að skipuleggja nokkurn skapaðan hlut með þeim. Klukka eöa timi yfirleitt er ekki til i þeirra huga. Þeir setjast nið- ur með þér og gera áætlanir og eru hinir alúðlegustu, en þeir standa bara aldrei við neitt. Eitt var það að við isuðum fiskinn i kassa svo hægt væri að selja hann til matar i stað þess að setja allt i bræöslu. Stundum voru kassarnir látnir standa i brennandi sólar- hitanum allan daginn, vegna þess að Arabarnir voru að prútta um verðið og allur fiskurinn varð ónýtur. Eins var það að þegar maöur kom að með fisk i kössum lét enginn þeirra sjá sig vegna þess að þá var einhver fridagur eöa eitthvað I þá veru. Og það merkilega er aö þeir læra aldrei af reynslunni. Svona hefur þetta verið frá alda ööli og svona verð- ur það. — Gætirðu hugsaö þér að fara aftur þangað suöur eftir? — Já, ég gæti vel hugsað mér þaö og ef ég væri yngri myndi ég ekki hugsa mig um tvisvar. Og éf ég væri nýstúdent, þá myndi ég ekki hika við að fara á háskóla i Japan, sem Sameinuöu þjóðirnar reka fyrir fólk sem vill helga sig þróunarhjálp. Þaðerstarf sem ég 'heföi á'huga á. Stórveldin til bölvunar — Ég kom til Indlands, til Bombay, meöan ég dvaldi þarna suður frá og sá með eigin augum þá óskaplegu eymd og fátækt sem þarna rikir. Og maður varð einn- ig vitni aö þeirri bölvun, sem stðrveldin leiða yfir þjóðir þriöja heimsins, þegar þau þykjast vera með einhverja þróunarhjálp. Þaö er verið að troða uppá þetta fólk kenningum um kommúnisma eða kapitalisma og reyna að koma þessum kenningum á hjá fólki sem er að deyja úr hungri, á kannski dag eftir ólifað eða svo. Hvaö kemur þvi við einhverjir ismar? Þetta fólk þarf mat og þjóöirnar raunhæfa hjálp. Þaö þarf að kenna þvi nútima vinnu- brögö en ekki framkvæma þau fyrir þær. Sameinuðu þjóðirnar, eöa þróunarhjálp þeirra er eina stofnunin sem vinnur raunhæft að þessu, en hana skortir bara alltaf fé. — Sjáöu bara dæmið sem ég vann við. Þarna er reist fiski- mjölsverksmiöja til aö vinna dýrafóöur úr stórgóöum mat- fiski, á sama tima og fólkiö beggja vegna við flóann sárvant- ar eggjahvituefni. Tökum dæmi af okkur sjálfum. Við komum aö landi um daginn á Guðmundi RE með 900 lestir af loönu. Ætli þaö séu ekki um það bil 100 miliónir fiska i slikum farmi\ og hvað heldur þú að mætti brauðfæða marga tugi miljóna manna i þriðja heiminum með þessum farmi, sem þess i stað er settur i bræöslu til framleiöslu á dýra- fóöri fyrir riku þjóöirnar. Agavandamál voru ekki til — Svo við snúum okkur aö ööru, þú hefur nokkuö fengist við kennslu, hvernig likaði þér það? — Ég hafði ánægju áf kennslunni og eins starfi minu við Raunvisindadeild Háskólans. Ég kenndi viðFjölbrautaskólann i Breiöholti og stundum þótti mér skólinn bera of mikinn keim af barnapiustarfi. Ég fór öðruvisi að. Viö mynduðum vinnuhóp, sem vann saman sem einn maöur. Eg útbjó prógramm sem unniö var eftir og fólkið kom snemma á morgnana og siðan var unnið og unnið vei. Það gleymdist oft i tim- um hver var kennarinn; menn voru bara að vinna og agavand- amáliö var ekki til. Svona finnst mér að kennsla eigi aö vera. — Hefur ekkert hvarflað að þér að snúa þér alfarið að efnafræði- störfum? — Það kemur kannski að þvi að mig langi til að fara að vinna viö efnafræðina aftur og þá geri ég þaö. Þó kemur það nú oft fyrir aö maður efast um ágæti þess aö vera aö vinna visindastörf hér á landi. Ég er nefnilega einn af fá- um sem gerþekki bæöi aka- demiskan hugsunarhátt og svo aftur hugsunarhátt sjómanna og verkamanna, fólksins i landinu. Þar er djúp gjá i milli, sem erfitt er aö brúa. — Að lokum, Haukur, gætirðu hugsað þér að gerast atvinnu- niaður i skák? — Einu sinni hefði ég getaö hugsað mér þaften ekki núna. Ég hef ekki nægilegan metnaö til þess og það að auki efast ég um að ég sé nógu góður skákmaður til þess að gerast atvinnumaður. Mér hefur tekist að máta suma af bestu skákmönnum heims, en þaö hefur samt ekki kveikt i mér þann sjúklega áhuga sem þarf til aö ná toppárangri og ekki heldur eflt mér það sjálfstraust að telja mig nógu góöan skákmann. Ég tefli einfaldlega, mér til ánægju, alveg eins og ég vinn aðeins það sem ég hefgamanaf. —S.dói

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.