Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 19
Helgin 20. — 21. febrúar 1982. ÞJóÐVILJINN — StDA 19 Rikharö Þórólfsson hefur yfirum- sjón með skóverksmiðjunni. t baksýn sér yfir saumasal verk- smiðjunnar. hverju ári. Við erum að reyna að fækka viðokkur og sérhæfa okkur frekar á sérstökum tegundum, t.d. kuldaskóm, eins og ég nefndi hér á undan. Þið hafið verið i viðræðum við Tékka um útfiutning á skóm, hvernig standa þau mál? — Eins og eflaust mörgum er kunnugt, þá hafa staðið til samningar um sölu á kuldaskóm til Tékkóslóvakiu, en ekkert orðið úr samningum enn sem komið er. Um þessar mundir er hins vegar sendinefnd farin utan til viðræðna um þessa samninga, og óvist að segja hvað úr verður, en hitt er Þetta er trémót af skóm handa stærsta núlifandi tsiendingi, Jó- hanni Svarfdælingi. Með sainan- burði viö meðalfót, er ekki að undra þótt skómótið hans Jó- hanns sé mælt nr. 60. ljóst, aðþarna er verið að tala um stóra hluti. Iiver er ykkar hlutdeild á innanlandsmarkaði? — Að meðaltali framleiðum við núna um 200 pör á dag, en ætlum að komast i 300 pör á dag á þessu ári. Miðað við þann nýja tækja- búnað sem við erum að taka upp eigum við að geta framleitt um 500 pör á dag, en til þess að svo megi verða, þá þurfum við að vinna upp stærri markað hér heima. Við erum nú rrieð 7-8% af markaönum i landinu, en ættum að geta aukið það verulega með fjölþættu átaki. __jg. Víötæk endurskiplagning í skóverksmiðjunni: ' * *h Viljum sérhæfa okkur í fáum skótegundum Rekstur verksmiðjunnar hefur ekki gengið sem skyldi á siðustu árum, en viðtæk endurskipuiagn- ing á honum stendur nú yfir. „Ásiðasta ári framleiddum við rúmlega 50 þús. pör af skóm, en árið þar á undan voru framleidd hér um 60 þús. pör”, sagði Rikharð Þórólfsson verksmiðju- stjóri i samtali við Þjóðviljann. Verið er að gera stórátak i endurnýjun vélarkosts verk- smiðjunnar, sem verið hefur fremur frumlegur um langan tima. Þá hafa einnig verið ráðnir erlendir sérfræðingar til verk- smiðjunnar til að hanna ný skó- snið. ,,Við erum einkum að reyna að bæta hönnunina á vetrarskónum eins og mögulegt er, en á þvi sviði skósölunnar erum við sterkastir. Viðviljum fá betra leður i skóna, sem er vatnsþéttara, en það er einkum að fá frá Bandarikjunum. Þá höfum við einnig hafið viðræð- ur við kanadiskt fyrirtæki sem hefur selt hingað góða kuldaskó, um aðvið tökum að okkur vinnslu þessarar skótegundar hér i þess- ari verksmiðju fyrir innanlands- markaðinn. Þurfið þið að flytja allt efni til skógerðarinnar inn? Já nær eingöngu. Aðalupp- istaðan eru nautshúðir, en við höfum litillega getað notað okkur gæruskinn frá sútuninni sem fóður i kuldaskó. Hversu inargar tegundir fram- leiðið þið af skóm? „Venjulega höfum við framleitt um 50-60 tegundir af skóm á Víöa er ennþá notast við gamla lagiö I skóverksmiðjunni, eins og við mótaskurð, en þar verður breyting á með endurnýjun og tæknivæðingu. t skóverksmiðju Iöunnar starfa nú um 45 manns. Þar eru fram- leiddir karlmanna-, barna- og kvenskór en einkum hefur áhersl- an verið lögð á fjölbreytt úrval af kuldaskóm. Jón Sigurðsson yfirmaður skinnaverksmiöjunnar;___ „Gætum fjórfaldað verðið með fullvinnslu hér heima” „Það er athyglisvert, að við höfum 60% af allri skinnaverkun I Iandinu, en allt upp i 70-75% af hreinu vinnsluvirði, það þýðir einfaldlega að við fáum mun betra fyrir okkar skinn en aðrir sem i þessari verkun standa hér- lendis”, sagði Jón Sigurðarson aðstoðarframkvæmdastjóri og yfirmaður Skinnaverksmiðjunn- ar Iðunnar. Framleiðsluvörur verksmiðj- unnar voru i upphafi leður og skinn til bókbands og skó- og söðlasmiða. Siðan var farið aö loðsúta gær- ur og húðir og hefur loðsútunin aukist ár frá ári, en á siðasta ári voru sútaðar alls 550 þús gærur hjá Iðunni. Fyrir rúmum 13 árum eyði- lagðist hluti verksmiðjunnar i eldi, en hún var strax endur- byggð. Auk þess var þá byggt nýtt verksmiðjuhús með vélum og út- búnaði til pelsaverkunar á gær- um, aðallega mokkaskinnum til fataframleiðslu. Eftir það hefur framleiðsla á „mokka” fatnaöi vaxiðár frá ári, en þar er einkum um að ræða jakka, kápur, lúlfur og húfur. Aðalmarkaöslöndin eru: Finn- land, Sviþjóð, Pólland, Danmörk, Noregur og Þýskaland. Skipta má útflutningsvörum i þrjá flokka. I fyrsta lagi fullunnin mokkaskinn en sú framleiðsla fer stórvaxandi aðsögn Jóns. Þá er svo til nýfarið aðleggja áherslu á pelsaskinn, en þar þarf fyrst og fremst að leggja mesta áherslu á gæði ullarinnar og fá hana krullaða og lifandi. 1 þriðja lagi eru unnar skraut- gærur hjá Iðunni en sú fram- leiðsla hefur farið minnkandi. Tæplega helmingur full- unninn hér Af 550 þús gærum sem unnar voru á siöasta ári, voru 210 þús. fullunnar hér heima, en 240 þús. seldar hálfunnar úr landi. Með si- fellt meiri fullvinnslu hefur störf- um farið fjölgandi i verksmiðj- unni, en þar starfa i dag 160 manns i 120 heilsdagsverkum. Aösögn Jóns,eru aðeinsum 220 þús. gærur fullunnar hér heima af þeim 900 þús. sem unnar eru. Út- flutningsverðmæti þessarar vinnslu var i fyrra um 15 miljón dollarar, en ef allar gærur yrðu fullunnar hérlendis yrði verðmæti þessa varnings um 25 miljón doll- arar. Ef þar ofan á bættist aö unnið yrði úr öllum þessum full- unnu gærum einnig hér innan- lands yrðu til vörur að verömæti 50-60 miljón dollarar, eða nærri fjórfjöld sú upphæð sem fæst fyrir skinnin eins og þau eru seld úr landi i dag. Jón Sigurðarson: „Miklir mögu- leikar i skinnaiðnaðinum". Hálft álver Slikur fullvinnsluiðnaður myndi veita allt að 800-1000 manns atvinnu, „likt og hálft ál- ver”, eins og Jón orðaöi það. „Meö þessu móti tækist okkur einnig að 8-9 falda verð gærunnar frá þvi að við kaupum hana og þar til hún er orðin að fullunninni vöru. Þessidraumur verður hins veg- ar aldrei að veruleika fyrr en gengisskráning verður orðin rétt og stöðug, verðbólgan endanlega úr sögunni og fyrirtækin fá aö bera sig.” Að siöustu spurðum við Jón hvort ekki væri ýmislegt annað en gærur sútað i verksmiðjunni. „Jú mikil ósköp. Það er mikið um hrossa og tryppahúðir. Þá höfum við sútað mikið af katta- skinnum og jafnvel höfum við sútað hér fyrir einstaklinga sauð- nautshúö;og eitt sinn sútuðum við búrhvalsforleður.” — >g- Úr þvottasal sútunarverksmiðjunnar. Þarna voru rúmlega hálf miljón skinna þvegin á siöasta ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.