Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 23
Helgin 20. — 21. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Páll Helgason skrifar: , ,Húsbyggingasj óður aldamótakynslóðarinnar” Nokkur orð um málefni aldraðra og hvað beri að gera til úrbóta fyrir komandi kynslóð Framkvæmdasjóður aldraðra er spor í rétta átt, en ölmusukeimur finnst mér þó vera af honum. Taka hefði mátt tillit til tekna fólks, þannig að þeir, sem meira hafa, greiddu lika meira til sjóðsins. Við gamla fólkið eigum að stofna sjóð um aldamótakynslóð- ina, sem lagði undirstöðurnar að lifskjörum landsmanna á verk- legu og andlegu sviði. Þess vegna vil ég að stofnaður veröi sjóður — aldamótasjóður- inn — sem verði undirstaða að framkvæmdum við byggingu dvalarheimilis, ásamt Fram- kvæmdasjóði. Hann skal heita ..Húsbygginga- sjóður aldamótakynslóðarinnar”, Þannig er aldamótakynslóðar- innar minnst á verðugan hátt. Framlag til sjóðsins á að vera: a) Erfðafjárskattur að hluta. b) Hluti af erfðafé þeirra, sem flytja úr landi. c) Opinber gjöld þeirra, sem eru 70 ára og eldri, þó ekki eignaskattur. d) hluti af ágóöafé banka og sparisjóða. e) Frjáls framlög, svo sem minn- ingargjafir o.fl. Við, sem erum oröin það full- orðin og tilheyrum ekki „tölvu- kyhslóðinni” eigum ekki að láta hugfallast, eöa láta skammta okkur hugsjónir, varöandi fram- gang góðra mála. Samvinnuhreyfingin og verka- lýðshreyfingin eiga að vera enn meiri þátttakendur þeirra mála, sem snerta hagsmunamál aldraðra. Sjúkrasjóði má nota til uppbyggingar þessara mála. Lif- eyrissjóði á að nota að einhverju leyti til lána, auk lána frá Hús- næðismálastjórn. Bankarnir eiga að leggja fram fé til dvalarheimila aldraðra. Þeir mega ekki vera lokaðir gömlu fólki. Þeir eiga þvert á móti að vera opnir öllum þeim til lántöku, sem geta lagt fram tryggingar fyrir endurgreiðslu, án tillits til aldurs fólks, en það hefur komið fyrir, að bönkum sé lokað á fólk, einungis vegna aldurs. Selfoss, Neskaupstaður og Keflavík: Nýjar afsláttarreglur við álagningu útsvara í tilefni af ári aldraðra Þau tiöindi geröust s.l. haust aö flutt var tillaga i Bæjarstjórn Sel- foss um lækkun gjaida á öldruöu fólki. Var samþykkt aö beina þvi til framtalsnefndar i tilefni af ári aldraöra 1982 aö hún taki upp eft- irfarandi afsláttarreglur viö álagningu útsvars — aö þvi til- skiUlu að lög og reglur heimili án þess aö aukaframlag jöfnunar- sjóðs skerðist. Gjaldþegn sem er 70 - 74 ára greiöi 50% útsvar miö- aö viö þær reglur sem i gildi eru á hverjum tima. 75 ára gjaldendur og eldri greiöi ekki útsvar. Sams konar samþykktir hafa viðar ver- iö geröar t.d. i Neskaupstaö og i Keflavik. I greinargerð sem fylgdi tillög- unni í bæjarstjórn Selfoss sagði: „Eins og tillaga þessi ber með sér, er tilefniö til flutnings hennar nú væntanlegt ár aldraðra 1982. Að visu hefur álika hugmynd vakað fyrir flutningsmönnum sbr. athugun, sem gerð var á seinasta ári á gjöldum aldraðra á Selfossi —- að þeirra tilhlutan. Sú athugun leiddi i ljós, að þá greiddu 22 einstaklingar 80 ára og eldri samtals 1.329.564 gkr. 79 einstaklingar 70 - 79 ára gamlir greiddu samtals 16.532. - 477 gkr. Heildargjöld (útsvar + kirkg,- gjald) voru þetta ár rúmlega 738 miljónir gkr. Þannig að ca. 2.4% komu i hlut hinna elstu. Þar sem gera má ráð fyrir að hæst gjöld að tiltölu komi i hlut þeirra i hópi aldraðra, sem næst eru 70 ára aldrinum, má ætla, að tillaga sú, sem hér er flutt, þýði 1% - 1.5% lækkun útsvarstekna bæjarins. Telja verður þaö léttvæga fórn, sem hins vegar mun skipta við- komandi gjaldendur mun meira máli og þó einkum gleöja þá við lok starfsaldurs. Ef tillagan verður samþykkt, mun Selfoss aö öllum likindum verða fyrstur kaupstaða i landinu til þess aö brydda á nýjung af þessu tagi. Það væri óneitanlega ánægjulegt aö yngsti kaupstaöur landsins tæki þannig veröuga for- ystu i máli sem kæmi þessum ald- urshópi vel”. ISLANDSDEILD amnesty international Pósthólf 7124, 127 Reykjavík ”MANNSHVARF”1982 AUGLYSING um styrki Evrópuráðsins á sviði læknis- fræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1983. Evrópuráðið mun á árinu 1983 veita starfsfólki i heilbrigðisþjónustu styrki til kynnis- og námsferða i þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýja tækni i starfs- greinum sinum i löndum Evrópuráðsins ogFinnlandi. Styrktimabilið hefst 1. janúar 1983 og þvi lýkur 31. desember 1983. Um er að ræða greiðslu ferðakostnaðar samkvæmt nánari reglum og dagpeninga, sem nema 138 frönskum frönkum á dag. Umsóknareyðublöð fást i skrifstofu land- læknis og i heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og eru þar veittar nánari upplýsingar um styrkina. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 17. mars n.k. Heilbrigðis- og trvggingamálaráðuneytið, 17.febrúar 1982. ísafjarðar- kaupstaður l»al|orður JL Forstöðukonur vantar við leikskólann á ísafirði, fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar hjá undirrituðum i sima 94- 3722. Bæjarstjórinn á ísafirði Borgarspítalinn Sjúkraþjálfarar Okkur vantar sjúkraþjálfara til sumaraf- leysinga. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari kl. 14 - 15, i sima 85177 Reykjavik, 19. febrúar 1982 Borgarspitalinn Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu óskar eftir að ráða skólastjóra frá 1. sept. n.k. Upplýsingar veitir Margrét Jóns- dóttir, Löngumýri, simi 95—6116. Umsóknir sendist formanni skólanefndar, Jóni Guðmundssyni, Óslandi (simi um Hofsós), fyrir 10. apriln.k. • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ ónnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.