Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20. — 21. febrúar 1982. ALÞVÐUBANDALAGIÐ Konur i Alþýðubandalaginu Fundur verður haldinn helgina 27.-28. febrúar i tengslum við mið- stjórnarfund og fund um sveitarstjórnarmál. Nánar auglýst siðar. Miðstöðin Alþýðubandalagið á Selfossi Seinni umferð forvals fer fram laugardaginn 20. febrúar. Kjörtimi er frá kl. 13:00-20:00. Forvalið fer fram að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Utan- kjörstaöaatkvæðagreiðslan fer fram að Lambhaga 19, hjá Kolbrúnu Guðnadóttur og SigurðiR. Sigurðssyni frá 17.-19. febr. kl. 9-12:00 og 18- 22:00,20. febr. kl. 9-12:00.Félagar eru hvattir til að neyta atkvæðisrétt- ar sins. Uppstiilinganefnd. Fundur i fulltrúaráði Alþýðubandalagsins i Reykja- vik Fulltrúaráð Alþýöubandalagsins i Reykjavik er boðað til fundar að Hótel Esju kl. 20:30 þriðjudaginn 23. febrúar. Dagskrá: 1) Tillögur kjörnefndar um skipan framboðslista félagsins við borgar- stjórnarkosningarnar i vor. 2) Onnur mál Mætum öll Stjórn ABR Alþýðubandalagið Akureyri — Starfshópar um stefnuskrá Næstu fundir i hópunum erumánudaginn 22. febrúar kl. 20.30 ihópi um félags-,húsnæðis- og jafnréttismál og hópi um skóla-og menningarmál, æskulýðs-og iþróttamál. — Þriðjudaginn 23. febrúar ki. 20.30 verða svo fundir i hópum um atvinnu- og orkumál og skipulags-, umhverfis- og samgöngumál. — Mjög mikilvægt er að sem flestir félagar og stuðn- ingsfólk mæti og taki þátt i stefnuskrárvinnunni. Alþý ðubandal ag Borgarness og nærsveita Fundur verður haldinn laugardaginn 20. febrúar kl. 16.00 að Kveldúlfs- götu 25. Fundarefni 1) TiUaga uppstillinganefndar um skipan 7 efstu sæta við sveitastjórnarkosningarnar, 2) inntaka nýrra félaga, 3) vinnu- hóparskila frumdrögum að stefnuskrá. — Stjórn sveitamálaráðs. Alþýðubandalagið — Almennir fundir á Skagaströnd og Blönduósi Almennir stjórnmáiai'undir verða haldnir nú um helgina i Félagsheimilinu á Skagaströnd kl. 16.00, laugardaginn 20. íebrúar og i Félagsheim- ilinu á Blönduósi kl. 16.00 á sunnudag 21. febr- úar. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, hefur framsögn á fundunum. Frjálsar umræður á eftir. Fundirnir eru öllum opnir. — Alþýðubandaiagið. Alþýðubandalagsfélagar — Fræðist um málstað frelsishreyfingar blökkumanna i Suður-Afriku Liniwe Mabusa kynnir málstað frelsishreyfingar blökkumanna i Suð- ur-Afriku á Hótel Heklu i dag (laugardag) kl. 13. — Við hvetjum allt al- þýðubandalagsfólk til að fjölmenna. — Aiþýðubandalagið.. Félagar — konur — félagar. Kvennafundur 27. febrúar kl. 10.30 Þá er það kvennafundur. Viðhöfum timasett hann næsta laugardag, 27. febrúar, kl. 10.30 á Hótel Esju. — Dagskráin verður eins og vanalega, það sem okkur mest brennur i brjósti. Allar sem vettlingi geta valdið beðnar að mæta. —Kvennabréfið -4hefur veriðsent út. Þeir sem áhuga hafa á að fá eintak, en ekki hafa fengiÖ bréfið sent, geta fengið eintak af þeim á skrifstofunni. Sjáumst á laugardagsmorguninn. — Miðstöð kvenna I Ab. Orðsending til Kópavogsbúa vegna prófkjörs 6. mars n.k. 1) Kosningarétt hafa þeir sem verða 18 ára einhvern tima á þessu ári, eða eru eldri og eru búsettir i Kópavogi skv. skráningu bæjar- stjóra/Hagstofu 28. febrúar 1982. 2) Nöfnum á lista Alþýðubandalagsins verður raðað eftir hendingu — ekki stafrófsröð. 3) Alista Alþýðubandalagsins skal setja sex krossa, 3 við kvennanöfn og 3 við karlanöfn. Stuðningsfólk! Veljum sjálf á G-listana lista Alþýðu- bandalagsins. Tökum fullan þátt í prófkjörinu 6. mars. Stjórn og uppstillingarnefnd Greiðum félagsgjöldin Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik hvetur þá félagsmenn sem enn skulda félagsgjöldaðgreiða þau við fyrstu hentugleika. — Stjórn ABR. ÍSLANDSDEILD amnesty international Pósthólf 7124, 127 Reykjavík I Skoðanakönnun DV: / jllialdið með 50% I ■ - I Alþýðubandalagið með 13,4% Sjálfstæðisflokkurinn hafði ■ um 50 af hundraði þeirra sem | afstöðu tóku i skoðanakönnun m DV, þar sem 600 voru að þvi ■ spurðir hvaða flokk þeir myndu * kjósa ef þingkosningar færu _ fram nú. Þriðjungur kjósenda I er óákveðinn og 14% vildu ekki ■ svara DV Niðurstöðurnar urðu sem hér segir meðal þeirra sem afstöðu tóku, tölur I sviga frá þvi i októ- ber: Alþýðuflokkur 13.7% (8.8%) Framsóknarflokkur 22.7% (23.1), Sjálfstæðisflokkur 50.2% (53,6%) og Alþýðubanda- lag 13,4% (14.6%) Samkvæmt þessu mundu Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag fá 8 þingmenn, I ef kosið væri nú, Framsóknar- flokkur 14 og Sjálfstæðisflokkur ■ 30. - ■ 44 lýstu stuðningi við Alþýðu- flokk i könnuninni, 43 við Al- þýðubandalag 73 við Framsókn, 161 við Sjálfstæðisflokk, 195 voru óákveðnir og 84 vildu ekki svara. —ekh Svavar Gestsson um skoðanakönnun DV: Fylgið við íhaldið er það alvariegasta Veikt Alþýðu- bandalag í kosningunum væri beiðni um af turhaldsst j órn ,,Ég tel að það alvarlegasta við skoðanakönnun Dagblaðsins sé það, að hér er ihaldið ennþá einu sinni með i kringum 50% þeirra sem taka afstöðu,” sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins er hann var spurður álits á niðurstöðu könnunar Dagblaðs- ins og Visis um fylgi flokkanna. „Það er alvarlegt vegna þess, að færu kosningar á þennan hátt væru landsmenn augljóslega að kalla hér yfir sig atvinnuleysis- og kreppustjórn eins og menn þekkja frá Bretlandi og Banda- rikjunum um þessar mundir. í siðustu kosningum beið Sjálf- stæðisflokkurinn ósigur miðað við það sem honum hafði verið spáð. Það var vegna þess að kjósendur sáu hættur leiftursóknarinnar.” Svavar minnti einnig á að tals- menn Sjálfstæðisílokksins, meðal annars bæði Geir Hallgrimsson formaður hans og Friðrik Soph- Svavar Gestsson usson varaformaður, hefðu á timabilinu frá kosningum 1979 lýst þvi yfir að leiftursóknar- stefnan hefði verið rétt, en nafnið slæmt og framsetningin gölluð. „Það er þvi greinilegt að þeir eru við sama heygarðshornið, og það væri hrikalegt fyrir lifskjör launafólks og sjálfstæði islensku þjóðarinnar ef leiftursóknarliðið kæmist til valda á Islandi.” Aðspurður um útkomu Alþýðu- bandalagsins sagði Svavar Gests- son: „1 skoðanakönnun DV kom fram stuðningur 60% kjósenda við rikisstjórnina. Hún er að framkvæma stefnu sem um margt tekur mið af sjónarmiðum Alþýðubandalagsins. Það er þessvegna mótsagnakennt, ef Al- þýðubandalagið sem meginstoð stjórnarsamstarfsins hefur ekki meira fylgi meðal kjósenda en skoðanakönnun Dagblaðsins ger- ir ráð fyrir. 1 júni 1979sýndi skoðanakönnun Dagblaðsins svipað fylgi Alþýðu- bandalagsins og nú, en i desem- berkosningunum sama ár fékk Alþýðubandalagið 19.7% fylgi i landinu öllu. Þessar tölur sýna að skoðanakannanir segja ekki alla sögu, enda höfum við ætið lagt á það áherslu að vinna kosningarn- ar meðan aðrir láta sér nægja að vinna skoðanakannanir. Nú fara i hönd sveitarstjórnar- kosningar. Útkoma Alþýðu- bandalagsins i þeim kosningum verður til marks um það hvernig kjósendur vilja að landinu verði stjórnað, og hvernig þeir vilja að verkalýðshreyfingin i landinu starfi. Sterkt Alþýðubandalag i þeim kosningum getur áfram varið lifskjörin á Islandi, veikt Alþýðubandalag i þeim kosning- um væri beiðni um afturhalds- stjórn á íslandi. Til þess má ekki koma,” sagði Svavar að lokum. — ekh Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar: Formlega í notkun Siöastliðinn laugardag var formlega tekin I notkun Hitaveita Akraness og Borgarf jarðar. Athöfnin fór fram i dælustöðinni við Deildartunguhver, en þaðan er dælt um 170 sekúndulitrum af 100 gráðu heitu vatni til notenda. Guðmundur Ingimundarson formaður stjórnar hitaveitunnar stjórnaði athöfninni, en Ingólfur Hróifsson framkvæmdastjóri hitaveitunnar lýsti búnaði hennar. Siðan flutti Hjörleifur Guttormsson orkumálaráðherra ávarp og setti dælur stöðvarinnar i gang. 1 ávarpi sinu sagði Hjör- leifur að með hitaveitunni myndu sparast um 10 þúsund tonn af oliu i innflutningi á ári að verðmæti nú um 45 miljónir króna. Húshitunarkostnaður notenda myndi verða um 60% af þvi sem kosta myndi að hita upp með oliu og væri þjóðhagsleg hagkvæmni hitaveitunnar miklu meiri en menn hefðu haldið i upphafi. Hitaveitan væri mikið mannvirki Hjorieifur Guttormsson orkuráðherra flytur ávarp sitt I dælustöðinni við Deildartungu. og sennilega væri leiðslan niður á Akranes sú lengsta sinnar teg- undar i heimi. Að lokinni athöfn við Deildar- tungu var boðið til kaffidrykkju að Hvanneyri og voru þar saman- komin hátt á þriðja hundrað manns, héraðsmenn og aðrir gestir. Þar voru meðal annarra þingmenn kjördæmisins orkuráð- herra og forsætisráöherra Gunnar Thoroddsen, en hann var orkuráðherra i þeirri tið er hafinn var undirbúningur að hitaveit- unni. 1 þessu samsæti voru margar ræður haldnar og óskuðu ræðu- menn héraðinu til hamingju með þetta mikla framfaraspor. Svkr. Herstöðvaandstæðingar Samtök Herstöðvaandstæðinga Opið hús miðvikudagskvöldið 24. febrúar að Skólavörðustig la. Kl. 21.00 les Ólafur Haukur Simonarson rithöfundur úr verkum sinum, m.a. úr nýjustu bók sinni, „Almanaki Jóðvinafélagsins.” Húsið opnað kl. 20.30. — Húsnefnd SHA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.