Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 23. febrúar 1982 — 43. tbl. 47. árg. Bosko Abramovic teflir í dag I Fjöltefli sem Þjóöviljinn og Flugleiðir efna til Þjóðviljinn og Flugleiöir h.f. efna i dag sameiginlega til fjöl- teflis i Vikingasal Hótels Loft- leiða, þar sem júgóslavneski skákmeistarinn Bosko Abra- movic teflir við 30 manns. Abra- movic varð sem kunnugt er I 2. sæti á 10. Alþjóðlega Reykja- vfkurskákmótinu, hlaut 8 vinn- inga og náði þar með áfanga að stórmeistaratitli. Fjölteflið hefst kl. 18.00. Þátttökugjald er 125 kr. og verða menn að koma með töfl með sér. Þar sem reikna má með að margir vilji komast að til að tefla við Abramovic og hann mun ekki tefla við fleiri en 30, þá verða þeir sem taka vilja þátt i fjölteflinu að tilkynna þátttöku sina i sima 81333 i dag. Júgóslavneski skákmeistarinn Bosko Abramovic, sem teflir fjöltefli á vegum Þjóðviljans og Flugleiða h.f. i Vikingasal Hótels Loftleiða i dag. (Ljósm.- gel-) Sjá viðtal við Bosko Abra- maovic á siðu 16. Adda Bára Sigfúsdóttir um deilu hjúkrunarfræðinga: Fyrirfram- greidd laun eðlileg krafa ,,Mér finnst mjög eðlilegt að sií krafa komi upp hjá hjúkrunar- fræðingum, sem vinna hjá Reykjavikurborg, að þeir fái laun greidd fyrirfram eins og hjúkrun- arfræðingar hjá rlkinu," sagði Adda Bára Sigfúsdóttir borgar- fulltrúi, en hún er formaður stjornar Borgarspitalans. „Um launakjör starfsmanna borgarinnar fjallar hins vegar launamálanefnd Reykjavikur- borgar og hiín er samningsaðili hjúkrunarfræðinga. Lauhamála- nefridin hefur hins vegar ekki enn sem komið er viljað fallast á kröfu hjUkrunarfræðinga um fyr- irframgreiðslu launa vegna þess fordæmis, sem það skapar, en aðrir borgarstarfsmenn fá íaun sin greidd eftirá. Hjúkrunarfræðingar eru lág- launastétt, enda eru konur þar nær eingöngu. Þeirra mál leysast fyrst og fremst i sérkjarasamn- ingi þar sem f jallað er um röðun i launaflokka," sagði Adda Bára. — Svkr. Adda Bára Sigfúsdóttir Svavar Gestsson Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins: Heíldsalaf j öldínn baggi á þjóðarbúi Gróði heildverslunarinnar ekki áhyggjuefni Sjálfstæðisflokksins Ingólfur Hannesson segir frá HM á skiðum í Osló og leik Manchester United og Arsenai í 1. deild ensku knattspyrnunnar Sjáíþróttir i umræðum á alþingi í gær sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins, að f ull ástæða væri til að fara i saumana á inn- flutningsversluninni. Könnunin sem gerð var á vegum Verðlagsstofnunar hefði leitt í Ijós að innf lutn- ingsverslunin hefði ástundað óhagstæð vöru- innkaup/ fengið álögð um- boðslaun erlendis með til- heyrandi gjaldeyristapi fyrir þjóðina. Þannig hefði innflutningsverslunin ver- ið baggi fyrir þjóðarbiíiö. Geir Hallgrimsson for- maður Sjálfstæðisflokks- ins gerði sér þessi mál ekki að áhyggjuefni/ enginn þingmaður hefði meiri hagsmuni i jafn mörgum heildverslunum og einmitt hann (að meðtöldum Albert Guðmundssyni). Svavar sagði einnig, að það kæmi vel i ljós við umræðu á borö við þessa um frumvarp um verð- lag, samkeppnishömlur og ólög- mæta viðskiptahætti, hvað peir Sjálfstæðisflokksmenn vildu. Þeir ættu sér eitt leiðarljós að mark- miði, leiðarljós gróðans. Þegar þeir töluðu um húsbóndavald til neytenda ættu þeir við frelsið til gróðamyndunar. Við þessa umræðu lýsti Geir Hallgrimsson þvi keppikefli Sjálfstæöisflokksins, sem hann nefndi „frjálsa samkeppni á jafn- réttisgrundvelli". -og ---------------------------------------------------.---------------------------------------------------------------------- Utboð á innflutningi timburs? v u i umræðum á alþingi i gær sagði Svavar Gestsson að það væri nú á könnunarstigi hjá fjármálaráðuneytihu að bjóða út innflutning á ýmsum vöru- tegundum einsog t.d. timbri og leita þannig meiri hagkvæmni i innflutningi. Innkaupastofnun ríkisins hefði nú þessi mál til at- hugunar, og væri þess að vænta að heppilegri leið fengist með þessum hætti fyrir innflutning á stórum vörusendingum sem hingað til hafa verið fluttar inn af fjölmörgum aðiljum. —óg J FÍÓÖár I Siðastliðinn sunnudag var ,,opið ¦ hús" hjá Sambandi islenskra | samvinnufélaga i tilefni af 100 ¦ ára afmæli Kaupfélags Þingey- [I inga og 80 ára afmæli Sam- :J bandsins. Sambandsmenn ¦ mæltu sér móti Holtagörðum og * varþar þröng á þingi þrátt fyrir mikil salarkynni. Hér eru gestir að byrja að „ganga I bæinn" en þeir skiptu mörgum hundruð- um. Á myndinni má m.a. sjá Erlend Einarsson forstjóra StS og konu hans, Margréti Helga- i| dóttur, Svavar Gestsson ráð- \ herra, Garðar Sigurðsson, al- i þingismann og llauk Ingibergs- íl son, fyrrverandi skólastjóra í Samvinnuskólans. Mynd:-eik H«bemniHi¦bibii mm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.