Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 3
Þriftjudagur 23. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Búnaðarþing sett í gær Örvandi ad rifja upp þá sögu Búnaðarþing, hið 64. í röðinni var sett í Bændahöll- inni kl. 10 í gærmorgun, af Ásgeiri Bjarnasyni, for- manni Búnaðarfélags islands. Fjöldi gesta var viðstaddur þingsetn- inguna, þeirra á meðal forseti islands frú Vigdís Finnbogadóttir. Asgeir Bjarnason hóf mál sitt með þvi aö minnast þeirra Búnaðarþingsfulltrúa, sem látist hafa frá þvi þingið kom seinast saman, en þeir eru þeir Sigmund- ur Sigurðsson, Syðra-Langholti, Gisli Magnússon, Eyhildarholti, Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, Sighvatur Daviðsson, Brekku og auk þeirra Halldóra Bjarnadóttir, en hún var heiðursfélagi Bún- aðarfélagsins. Risu fundarmenn úr sætum i virðingarskyni við hin látnu. A þessu ári er ýmissa merkis- atburða að minnast, sagði Asgeir Bjarnason. Elsta kaupfélagið er 100 ára. Sambandið 80 ára, Bændaskólinn á Hólum 100 ára, stofnaður sumarið sem aldrei kom á Norðurlandi, Búnaðar- samtökin 145 ára þott ekki næðu þau að spanna landiö allt fyrr en 1899. Það er örvandi að rifja upp þá sögu, sem þarna liggur að baki. Þá vék Ásgeir að framleiðslu- og markaðsmálum land- Hjúkrunarfræðingar: Felldu sátta- tillögu Hjúkrunarfræðingar hjá Reykjavikurborg felldu sáttatil- lögu þá er sáttasemjari rfkisins lagfti fram I siöustu viku. Fór at- kvæftagreiðsla fram sl. fimmtu-", dag og föstudag en atkvæfti voru talin á laugardag. 252 voru á kjör- skrá og greiddu 224 atkvæfti. Voru 219 á móti tillögunni, en 3 voru með. Tveir seðlar voru auftir. Hjúkrunarfræðingar hjá Reykjavíkurborg höfðu boðað verkfall frá og með 20.febrúar, en á fundinum er sáttatillagan var lögð fram var þvi frestað til mið- nættis 27. febrúar hafi samningar ekki tekist þá. Viðræður munu hefjast milli hjúkrunarfræöinga og viðsemj- enda þeirra i þessari viku. Hefur sáttasemjari boðað deiluaðila til fundar á miðvikudag. Svkr. inni ávarpaði landbúnaðar- ráðherra, Pálmi Jónsson, þingið og verður vikið að þessum ræðum báðum siðar. Fundi var slðan frestað þar til seinna i gær. Búist er við að þing- ið standi i hálfan mánuð og útlit fyrir að ekki verði f jallað þar um færri mál að þessu sinni en oftast áður. — mhg. Frá setningu Búnaftarþings búnaðarins. XJtflutningur búvara nam 421,6 milj. kr. á sfðasta ári. Þar af var verðmæti unninna ullarvara einna meira en málm- blendi og klsilgúrs til samans. Mjólkurframleiðslan er óðum að aðlagast innanlandsmarkaðin- um. Erfiðlegar gengur með kindakjötið einkum vegna þess, að Norðmenn hafa mjög minnkaö kjötkaup sin héðan, og stefna að þvi að verða sjálfum sér nógir. Unnið hefur verið að skipulagn- ingu búvöruframleiðslunnar með umtalsverðum árangri þótt þar þurfi enn að gera betur. Margs- konar hagræðing hefur átt sér stað i landbúnaði, pótt þar gerist nú þyngra fyrir fæti vegna niður- skurðar á hagræðingarfé. Stuðlað hefur verið að þvi að nýjar búgreinar næðu fótfestu. Búreikningar sýna, að mikill munur er á arðsemi einstakra búa. Tók Asgeir sem dæmi um það tvö 20 kúa bú, þar sem munur Á arði var um 5 milj. kr. Likt mundi vera upp á teningnum meö sauðfjárbúin. En þrátt fyrir.ýmsar blikur á lofti verður þo ekki séð að ungt fólk sé svartsýnt á framtið land- búnaðarins, þvl þeir skólar, sem um þau fræði fjftlla, eru yfir fullir. Að setningarræftu Asgeirs lok- FIH \Býðurí \ftmmtugS' [afmœli Félag islenskra hljóin- listarmanna heldur upp á fimmtiu ára afmæli sitt þessa viku og var afmælis- hátiftin sett i gær. Hún mun standa til 27. febrúar og verður djassaft, sungift og spilaft af hjarlans lyslút vik- una. Lúðrasveitin Svanur blés hátiðina i garð á Lækjartorgi I gær, en kl. 19.30 hófst siðan söguleg upprifjun félagsins á Broadway. t gærkvöld var rakin saga áranna 1972— 1982, en i kvóid veröa árin 1962—1972 á dagskrá i Broadway, Þar munu koma fram m.a. Pops, Hljómar, Ævintýri, Lúdó, Roof Tops, Tempó og Náttúra. Ðagskrá hátiðarinnar er afar fjölbreytt, en meöfram sögulegri upprif jun á Broad- way öll kvöld verður djassað i kvöld og annað kvöld á Hótel Sögu. Þá munu félagar F.l.H. heimsækja ýmsar stofnanir aldraðra, — I kvöld verða þeir á Hrafnistu, Landakotsspltala og Borgar- spltala, svo dæmi séu tekin. Kjaradómur í deilu BHM og ríkisins: Engar grunnkaupshækkanir en starfsaldurshækkanir Á sunnudaginn felldi Kjaradómur úrskurð í deilu Bandalags háskóla- manna og ríkisins. i úr- skurðinum er ekki gert ráð fyrir grunnkaupshækkun- um, en tveim launaflokk- um er bætt ofan á launa- stigann. Þá er bætt við tveimur nýjum starfsaldurshækkunum, annarri eftir 9 ára starf eftir lokapróf úr háskóla án tillits til hvort unnið hafi verið hjá rlkinu. Þetta ákvæði tekur gildi 1. september næstkomandi. Hin hækkunin verður eftir 18 ára starfsaldur, þá er eins launaflokks hækkun, en tekur ekki gildi fyrr en 1. mars 1982. Idóminum er tryggingaupphæð hækkuð um 15% umfram verö- iagshækkanir. Viðræður um sérkjarasamn- inga eru I gangi hjá nokkrum að- ildarfélögum Bandalags háskóla- manna, en kjaradómur hefur fengið til meðferðar mál sumra þeirra. Kjaradómur skal úr- skurða um sérkjarasamninga fyrir 1. april næstkomandi. - Svkr. Neskaupstaður undir stjórn sósíalista: Hafa fellt niður útsv ör aföldruðum í 35 ár! „Við höfum haft þann háttinn á hér á Neskaup- stað sl. 35 ár að allir sem náð hafa 68 ára aldri greiða engin útsvör af tekjum sínum", sagði Kristinn V. Jóhannsson forseti bæjarstjórnar á Neskaupstað í samtali við Þjóðviljann ígær. Það kom fram I fréttum fyrir helgina að flutt hafi verið tillaga I bæjarstjórn Selfoss um lækkun gjalda af öldruðu fólki. Þar er Iagt til að I tilefni árs fatlaðrá 1982, greiði gjaldþegn sem er 70 - 74 ára aðeins helming álagðs útsvars og 75 ára fólk og eldra sleppi að öllu leyti við útsvar. Jafnframt er bent á að verði til- laga þessi samþykkt, muni Sel- foss að öllum Hkindum fyrsti kaupstaðurinn til að brydda upp á nýjung af þessu tagi! Sósfalistar náðu meirihluta I bæjarstjórn Neskaupstaðar Kristinn V. Jóhannsson árið 1946 og strax árið eftir voru ¦ öll iltsvarsgjöld felld niður af ellilífeyrisþegum. Sagöi Krist- inn V. Jóhannsson að þeir for- ráðamenn Neskaupstaðar hafi þá talið þetta einn besta stuön- inginn við aldraða fólkið og að þessum álagningarreglum hafi verið haldið við síðan. A hitt er og að Hta að f jöimörg sveitarfélög hafa gengið jafn langt og jafnvel lengra en Sel- fyssingar ætla sér nú. M.a. hafa Eskfirðingar og Fáskrúðsfirft- ingar fyrir löngu tekið upp af- sláttarreglur af þessu tagi og svo mun afsláttur af fasteigna- skatti vera algengur til ellilif- eyrisþega. 60 manns nutu þeirra kjara að þurfa ekki að greiða útsvör á Neskaupstað á sl. ári én bæjar- búar eru um 1700 talsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.