Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. febrúar 1982 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalyds- Hreyfingar og þjódfrelsis Olgefandi: Útgáfuíélag Þjóöviljans Pramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Uitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Kréttastjóri: Állheiöur Ingadóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglvsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Styrkarsdóttir, Magnús H. Gislason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Krístinsson. iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guovaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Ilúsmóöir: Bergljót Guöjónsdöttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns dóttir. t'tkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Biaöaprent hf. Landflótti stöðvaður I síðustu viku var í fjölmiðlum greint frá þeim ánægjulegu tíðindum, að á síðasta ári hafi þeir sem hingað fluttu frá útlöndum verið fleiri en hinir, sem fluttu brott héðan til annarra landa. i fyrsta skipti i sjö ár varð þróunin okkur hagstæð í þessum efnum á siðasta ári —1978 einstaklingar f luttu í fyrra úr landinu, en 2161 f lutti hingað frá útlöndum sam- kvæmt upplýsingum Hagstof unnar. Á árunum 1975 til 1980 að báðum meðtöldum höfðu þeir sem fluttu héðan til annarra landa jafnan verið fleiri en hinir sem hingað fluttu, og það svo að samtals höfðum við tapað yfir 4000 manns i brottflutta umfam aðflutta á þessum sex árum. Hrikalegastir voru brottflutningarnir á árunum 1976 og 1977, en þá voru brottfluttir umfram aðflutta yfir 1000 manns hvort ár um sig. Sé litið yf ir síðustu tuttugu ár, þá er Ijóst að hér hef- ur tala brottf luttra umfram að f lutta farið hæst á þeim tímabilum þegar lífskjör hafa orðið hér lökust, borið saman við það sem tíðkanlegt var í þeim ef num á sama tíma í nálægum löndum. Þarna er annars vegar um að ræða árin 1969 og 1970 í lok valdaferils ,,viðreisnar- stjórnarinnar", og svo þau ár sem getið var um hér að framan 1976 og 1977, þegar lífskjörin fóru neðst undir stjórn Geirs Hallgrímssonar. — Á árum vinstri stjórnar- innar 1971 til 1974, að báðum meðtöldum,voru brottf luttir hins vegar færri en aðfluttir og nam hinn jákvæði flutn- ingsjöfnuður þá 162 einstaklingum á ári eða 649 manns á f jórum árum. Og nú verður aftur vart fjölgunar af þessum ástæðum, í fyrsta sinn síðan 1974,og nemur 183 einstak- lingum á síðasta ári. Það skal tekið fram að vissulega geta tilviljanir ráðið nokkru um það, hvort brottf lutningur verður meiri eða minni eitt ár en annað og sama gildir um aðf lutning. Traustari ályktanir er hins vegar hægt að draga af þróuninni yfir lengra timabil. Og ef við berum síðustu þrjú ár, 1979 — 1981, saman við næstu þrjú ár á undan þá kemur þetta í Ijós samkvæmt tölum Hagstofunnar: Á árunum 1976 — 1978 var tala brottfluttra umfram aðflutta að jafnaði 920 einstaklingar á ári. Á árunum 1979 — 1981 var þessi sama tala hins vegar 294 að jafnaði á ári, eða innan við þriðjungur þess sem áður var, og á síðasta ári var flutningsjöfnuðurinn orðinn jákvæður. Þessi þróun er fagnaðarefni, þótt betur megi ef duga skal. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar var kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann liðlega 10% meiri hér að jaf naði á árunum 1979 — 1981, heldur en sá kaup- máttur var að jafnaði næstu þrjú árin þar á undan og 15—16% sé miðað við árin 1976 og 1977, þegar brott- f lutningarnir náðu hámarki. Þetta ræður einhverju, en hitt er þó aðalatriðið, að á árinu 1979 tóku áhrif meiriháttar efnahagskreppu að segja til sín í atvinnulffi flestra ríkja í okkar heimshluta með minnkandi atvinnu og skertum lífskjörum. Þessi áhrif efnahagskreppunnar hafa síðan farið vaxandi víðast hvar, en hér hefur tekist að verjast öllum meiri- háttar áföllum af völdum kreppunnar, og má það heita nær einsdæmi. Það er þetta sem því veldur að fleiri flytja nú hingaðen áður og færri f lytja burt. Á íslandi er nær ekkert atvinnuleysi. Fjöldi atvinnu- leysingja í nágrannaríkjum okkar er hins vegar með þeim hætti, að hér þyrfti 13.000 atvinnuleysingja til að jafnast á við tölur Dana eða Breta í þeim efnum. Það samsvarar nær öllu því fólki sem hér vinnur við fisk- veiðar og fiskvinnslu samanlagt. i Bandarikjunum er ástandið litlu betra með nær 10 miljónum atvinnulausra, — það samsvarar 10 þúsund hér. Við getum spurt um Frakkland, Þýskaland, frland, eða Belgíu og útkoman er lítið eða ekkert skárri. Með 10.000 atvinnulausa á íslandi værum við nálægt meðaltalinu!!! Þessar tölur segja svo sannarlega meira en mörg orð um lífskjör og um árangur í efnahagsmálum —■ um rök fyrir mannf lutningum landa á milli. klippt Lífshlaupið í Fjörðinn Frá þvi er skýrt i Reykja- vikurbréfi Morgunblaðsins að Þorvaldur Guðmundsson i Sild og fisk hafi ákveðið að selja Reykjavikurborg ekki Lifshlaup Kjarvals vegna „viðbragða i borgarstjórn”. „Hefur Þorvaldur látið flytja það i húsnæði, sem hann á i Hafnarfirði. Þar er verið að innrétta veglegan sal til sýn- inga á myndlistarverkum og 'verður hann einskonar um- gjörð utan um hið sérstæða verk Kjarvals.” Fjölmargir hafa látið i ljós þá skoðun að Kjarvalsstaðir ættu að eignast Lifshlaup meistarans sem það hús er helgað. Borgarstjórn hafnaði kauptilboði Guðmundar Axelssonar i Klausturhólum, en siðar lá það fyrir að Þor- ; valdur Guðmundsson var reiðubúinn að selja Kjar- valsstöðum eða Reykja- vikurborg verkið á verði „sem virtist nærri fyrri hug- myndum borgaryfirvalda”, eins og Morgunblaðið orðar það. Siðan segir blaðið: „Af einhverjum ástæðum, sem haldbær rök hafa ekki veriö færð fyrir, voru borgar- stjórnarmenn tregir til kaupanna.” J Sigurjón og Guðrún Þetta er laukrétt. En ekki voru allir borgarstjórnar- menn tregir. I borgarráði stóð Sigurjón Pétursson einn að tillögu um að gengið yrði að tilboði Þorvaidar i megin- dráttum, en samið við hann nánar um skilmála. I borgarstjórn fór á sömu lund, að Alþýðubandalags- menn einir vildu festa borg- inni verkið með svipuðum kjörum og möguleikar virt- ust á. Fluttu bæði Sigurjón og Guðrún Helgadóttir itar- legar ræður i borgarstjórn máli sinu til stuðnings. Vanmat Davíðs Davið Oddsson oddviti Sjálfstæðismanna og Kristján Benediktsson töldu m.a. að borginni myndi áreiðanlega bjóöast Lifs- hlaupið á betri kjörum seinna. Svona vanmátu þeir stóriyndi einkaframtaksins, sem nú hefur sent Lifshlaup- ið til Hafnarfjarðar borgar- stjórn til háðungar. Enda þótt það sé að sjálfsögðu vel komið þar, þá mun metnaðarleysið i borgar- stjórn við afgreiðslu þessa máls i minnum haft. ! Vegarasi I siðasta Helgarpósti birtist grein sem Þjóðviljanum þykir rétt að vekja athygli á. Þar fjallar Þröstur Haraldsson blaðamaður um mál sem Þjóð- viljinn hefur reifað i fréttum: „Það hefur vænti ég ekki farið fram hjá neinum að fyrir skömmu var opnaður nýr skemmtistaður hér i borg og heitir þvi þjóðlega nafni Broad- way. Þeir sem þangað hafa komið, eða átt leið i Breiðholtið, hafa kannski lika veitt þvi at- hygli að heim að þessum skemmtistað liggur akvegur. Já, þeir munu vera fieiri en einn, vegirnir. Einn þessara vega liggur frá Reykjanesbraut, undir há- spennulinu, að húsinu. Þessi lina er of lág til þess að undir hana megi hleypa bilaumferð, svo kveða öryggisreglur á um. Bendir þetta óneitanlega til þess að vegagerðarmönnum hafi leg- ið á að gera aðkomu gesta hins nýja staðar sem greiðasta. árum þegar menn voru reknir úr starfi hjá borginni fyrir að gerast of fiknir i þá sjóði sem þeim var falið að varðveita. Umrædd vegarlagning er jafnal- arleg yfirsjón og fjárdráttur virðist vera i augum stjórnenda borgarinnar. Það kostar nefni- lega peninga að leggja veginn og það kostar lika peninga að moka yfir hann aftur ef borgar- ráð ákveður að það skuli gert. Allir hljóta að kannast við þann urmul sagna sem gengur af spillingu og fjármálasukki hjá hinu opinbera, ekki sist hjá Reykjavikurborg. Ég get nefnt dæmi af þvi þegar verkamaður hjá Gatnamáladeild sagði mér frá þvi að hann hefði eitt sinn verið ásamt vinnuflokki sinum heilan dag að malbika inn- keyrslu hjá háttsettum embætt- ismanni borgarinnar og heyrði hann aldrei minnst á greiðslu fyrir vinnu eða efni. Meðan ihaldið réð eitt og óskipt iborginni voru svona mál þögguð niður og umræddir em- bættismenn sátu sem fastast. Núverandi meirihluti verður að breyta þessu ef hann ætlar að standa við loforð sin um betri Varla hefur þeim sem veginn lögðu verið allsendis ókunnugt um linuna, þvi hún hefur séð Suðurnesjabúum fyrir birtu og yl i hartnær fjóra áratugi. En vegagerðarmönnum lá á, þvi má vist slá föstu. Þeir gleymdu þvi til dæmis i asanum að kikja á skipulagskortið yfir Mjóddina. Ef þeir hefðu gert það, hefðu þeir séð að á þessum stað á alls ekki að vera vegur. En kannski hafa þeir tekið feil á hæðarlinu eða kortið verið krumpað.” Óþarfa þras? „Hafi þeir verið i vafa, hefðu þeir getað rætt við einhverja þá nefnd borgarinnar, sem afskipti hafa af gatnagerð. En nei, tim- inn leyfði engar málalengingar. Veginn þurfti að opna um leið og skemmtistaðinn. Og það hefði sennilega bara endað með ein- hverju þrasi að vera að blanda umferðarnefnd og borgarráði i málið. En umferðarnefnd og borgar- ráði kemur málið óneitanlega við. Margumræddur vegar- spotti hefur nefnilega töluverð áhrif á umferöaröryggi á Reykjanesbraut. Um þá hrað- braut fara ótalin þúsund bif- reiða dag hvern, og fara hratt. Auk þess á umferðin til og frá skemmtistaðnum sér einkum stað á siðkvöldum þegar akst- ursskilyrði eru töluvert skert.” Verður málið upplýst? Síöar i greininni segir Þröst- ur: „En hver sem skýringin er hlýtur svona ákvörðun að varða brottrekstri úr starfi. Ég man stjórn borgarinnar. Hann á um- svifalaust að bregðast við, finna þann sem fyrirskipaði vegar- lagninguna i Mjóddinni og reka hann, öðrum til varnaðar. Ef það er ekki gert er ég hræddur um að menn taki kosningalof- orðunum sem fram verða borin i vor með allnokkrum fyrir- vara.” Hvernig liðveisla? „En hver er sá hinn seki? Eitthvað hefur vafist fyrir mönnum að finna þann sem tók ákvörðunina. En það voru starfsmenn Gatnamáladeildar sem lögðu veginn. Yfirmaður hennar er Ingi O. Magnússon. Gatnamáladeild er hluti af em- bætti borgarverkfræðings og þar á Ingi sér tvo yfirmenn: borgarverkfræðing sjálfan, Þórð Þorbjarúarson, og Óiaf Guðmundsson yfirverkfræðing. Einhver þessara þriggja manna eða þeir allir hljóta að axla ábyrgðina á vegarlagningunni. Það segir kannski einhverja sögu að tveir þessara manna, þeir ólafur og Ingi, voru boðs- gestir við opnunarhátið Broad- way, en þangað voru, að sögn eigandans Olafs Laufdal, boðnir þeir sem með einhverjum hætti lögðu honum lið viö aö koma staðnum á laggirnar. Hvernig lið? Þröstur Haraldsson PS. Svona i framhjáhlaupi má geta þess aö einn boðsgestanna var Guðmundur Vignir Jósefs- son gjaldheimtustjóri. Meö hvaöa hætti reyndist hann ólafi Laufdal hjálplegur við byggingu hins þjóðlega skemmtistaðar i Mjóddinni?” — ekh og skoríð — k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.