Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. febrúar 1982 Innlegg í skólamálaumræðu Árni Stefánsson kennari skrifar Undanfarið hafa skólamál verið allmikið til umræðu i fjöl- miðlum. Reynt hefur verið að vekja athygli ráðamanna og þjöðarinnar á þvi aðstöðuleysi sem alltof margar skólastofnanir búa bið. Aður en vikið er að þeim vanda sérstaklega, vill undirritaður hins vegar vekja máls á þeim ágrein- ingi um starfsaðferðir sem rikir meðal skólamanna. Þessi ágreiningur spannar bilið milli þessað nemendur eigi að búa við svo til óheft frelsi til náms og starfs til hins gagnstæða þ.e. að þeir séu aldir upp við járnaga. Hið algera frelsi hefur gjarna verið bendlað við Sviþjtíð, stund- um talað um „hina sænsku linu". Sú uppeldismálastefna hefur skapað þar mikinn vanda og i fleiri löndum sem svipaðri stefnu fylgja. Það hefur nefnilega komið i ljós að við þær aðstæður vilja nemendur einfaldlega hafa sína eigin hentisemi. Þetta astand hefur m .a. leitt til þess að æ fleiri kennarar yfirgefa starf sitt og áhugi á kennaranámi hefur farið dvinandi. Að margra dómi hefur þessi stefna leitt til margs konar annars félagslegs vanda og auk- innar lausungar almennt f þess- um löndum. Þenkjandi menn i skólamálum eru nú margir hverjir farnir að efast um hvort hér sé stefnt i rétta átt. Litimenn svo hins vegar til fá- tækrahverfa stórborga heimsins þar sem miljtínir manna búa, er ástandið í skólamálum geigvæn- legt og þar helst enginn kennari við i starfi til lengdar nema ef vera skyldu réttindalausir menn. 1 verstu tilfellum eru vopnaðir verðir i skólunum, jafnvel inni i kennslustofunum. Því álykta æðimargir, sem velta fyrir sér þrtíun mála iheim- inum að hinn samfélagslegi vandi muni stöðugt aukast m.a. af umræddum astæðum. Þeir sktílamenn sem vilja að nemendur búi við strangan aga eru þeirrar skoðunar, að eigi menn að verða sæmilega ábyrgir þegnar, þegar þeir vaxa Ur grasi séslik ögun nauðsynleg. Hvernig slik ögun eigi að vera má enda- laust deila um, en einn mjög mikilvægur þáttur er að nem- andinn sannfærist um nytsemi þess náms sem hann fæst við. Þá standa menn frammi fyrir spurningunni: Hvað er nytsam- legt nám? Við slikri spumingu fæst vitanlega aldrei neitt endan- unri stjórnarmál Ráðstefna um sveitarstjórnarmál verður . haldin dagana 27. og 28. febrúar 1982 og hefst kt 13.30 fyrri daginn. Ráðstefnustaður: Hótel Esja, Reykjavík Ráðstefnustjórar: Hilmar Ingólfsson, Kristin Thorlacius Alþýðu- bandalagið Kristján Soffía Hilmar og vaiddreifing. fræðsla og tóm- DAGSKRA: 1) Ávarp: Svavar Gestsson. 2) Áhersluatriði AB i komandi sveitarstjórnarkosningum: Framsaga: Sigur|ón Pétursson. 2.1) Lýðræði 2.2) Atvinna. 2.3) Uppeldi, stundir. 2.4) Féiags- og heiibrigð- isþjónusta. 2.5) Umhverfi og skipulag. 2.6) Framsetningu stefnumála og biaðaútgáfa. Stutta kynningu á hverjum málaflokki fiytja eftirtalin: Logi Kristjánsson, Rannveig Traustadóttir, Kristján As- geirsson, Áifheiður Inga- dóttir, Þorbjörn Broddason og Stefán Thors. Umræðuhópar f jalla um liði 2.1 —2.6. 3) Samvinna ríkis og sveitar- félaga um framkvæmdir, rekstur og tekjuöflun: Framsaga: Adda Bára Síg- fúsdóttir. 4) Samskipti sveitarstjórnar- manna Alþýðubanda- lagsins innbyrðis og við flokkinn: Framsaga: Soffía Guð- mundsdóttir. 5) Skýrsla umræðuhópa og af- greiðsla mála. Þátttaka tilkynnist á skrif- stofu AB simi 17500. legt svar. En skólar eiga og verða að breytast i timans rás hvað námsefni og starfshætti varðar eigi þeir að geta gegnt þvi hlut- verki sem þjóðfélagið ætlar þeim. En hafa islenskirskolargert það? Þvi miður verður að viðurkenna að þar miðar sérlega hægt. Hér verður að breyta viðhorf- inu til skólans sem fræðslu- og uppeldisstofnunar. — Það er ekki nóg að byggja „kassa" og fleygja þar inn nemendum og kennurum. Menn verða að skilja að skóli er ekki bara skólastofur og gangar. Hann þarf að fylgjast með hvað öll kennslugögn varðar og kennslutækni og sllkt kref st oftast einnig rýmra husnæðis. Það er heldur ekki nóg að kenn- arar hafi si'na kennarastofu með matar- og hvildaraðstöðu heldur þurfa nemendurnir að eiga kost á hinu sama þá kemur að þvi að starfsfólk skólanna þurfi ekki að horfa upp á nemendur slna borða snúða i einhverju horninu eða stelist útínærliggjandisjoppur til sælgætisats. Nemendur þurfa að fá sam- felldan starfstima en þurfi ekki að þeytast milli heimilis og skóla jafnvel 3—4 sinnum á dag eins og dæmi eru þvi miður til um. Gleymum þvi ekki heldur að stór hluti nemenda kemur van- svefta til skólastarfsins aðallega vegna sjónvarpsgláps og ekki hefur „videóæðið" bætt þar um, það mættu foreldrar gjarna ihuga. Nú finnst vart það foreldri i landinu sem ekki vill búa barni sinu hin bestu skilyrði heima fyrir og þeim verður einnig að vera ljóst að hið sama verður að vera til staðar í skólanum. Skólinn er nefnilega vinnustaður barna þeirra stærsta hlutann úr árinu. Vissulega mætti fjalla um ástandið i skólamálunum í miklu lengra máli, þaðskalekki gert að sinni en þaö er þjóöarnauðsyn að viðhorf ráðamanna og þjóðar- innar allrar breytist i garð skóla- kerfis þessa lands. Lendingar og flugtök á Keflavíkurflugvelli: 67,78% vegna herflugs I yfirliti yfir flugumferð hér á landi fyrir árið 1981 kemur fram að um islenska flugumferðar- svæðið hafa farið 7.823 herflug- vélar, eða um 21% af allri flug- umferð á svæðinu. Ef hreyfingar á Keflavikur- flugvelli (þ.e. flugtök og lend- ingar) eru skoðaðar, hafa þær verið i herfluginu 39.799 eða 67,78%.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.