Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.02.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. febrúar 1982 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskaraðráða LOFTSKEYTAMANN / SÍMRITARA til Starf a i VESTMANNAEY JUM. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjóranum i Vestmannaeyjum. :.¦....,::¦¦ ¦ WHBBSm Merkjasala á öskudag Reykjavikurdeild RKl afhendir merki á neðantöldum stöðum frá kl. 9.30 á öskudag 24. febr. Böm fá 15% sölulaun og þrjú söluhæstu börnin f á sérstök árituð bókaverðlaun. Skrif stofa Reykiavikurdeildar RKÍ Öldugötu4' Melaskólinn v/Furumel Skrifstofa RKÍ Nóatúni 21 Hliðarskóliv/Hamrahlíð Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóti Fossvogsskóli Laugamesskóli l.angholtsskóli Vogaskóli Árbæ.iarskóli Breiðholtsskóli Fellaskóli Hólabrekkuskóli Ölduselsskóli Blikkiðjan Minning: Jenni Jóns Fæddur 1.9. 1906 Dáinn 11.1. 1982 Já, sumir menn lifa lifi si'nu þannig að þeir verða fólki ó- gleymanlegir,og á ég þá ekki sist við tónskáld og 1 jóðskáld. E inn af þessum mönnum var vinur minn, Jenni Kristinn Jónsson. Hann hefurmeð fallegu lögunumsinum og textunum reist þann kastala, sem seint mun hrynja til grunna. Ég kynntist Jenna árift 1942 þegar hann var fenginn til Vest- mannaeyja til aö spila i Alþýðu- húsinu þar i bæ. Við spiluðum þar oftast bara tveir um eins og hálfs árs skeið. Betri félaga hefði ég ekki getað hugsað mér að vinna með. Engan, hvorki fyrr né siðar, hef ég þekkt sem hafði eins næmt auga fyrir broslegu hliðum lifs- ins. Gerði hann allt svo lifandi og ljóst með sinni snilldarlegu frá- sagnargáfu. Seinna lágu leiðír okkar saman i Reykjavik árið 1945. Við tókum þá upp þráðinn aftur við að spila á dansleikjum i Reykjavik og ná- grenni. Jóhann Eymundsson gerðist okkar felagi og nefndum við trlóðið okkar „Hljómatrtóið". Við störfuðum siðan saman um það bil 5 ár. Arið 1946 giftist Jenni efurlif- andi konu sinni Svövu Sveins- dóttur. Við hjónin áttum margar ánægjustundir með þeim. Ég hugsa að það sé nokkurt eins- dæmi hjá hjónum að hittast einu sinni i viku hverri hart nær 17 ár og spila vist. Á meðan heilsan var góð og allt lék I lyndi vann Jenni að hugðarefnum si'num og tók þátt i danslagakeppnum með góðum árangri. Hann vann til dæmis 3-4 sinnum 1. verðlaun. Þetta er gottdæmi um það hvað hann var næmur fyrir smekk fólksins og fundvis á ljúfa óma i lagi og ljóði. Ég á þér lika mikið að þakka fyrir ljóðin sem þú ortir fyrir mig. Svövu Sveinsdóttur, eftirlifandi konu Jenna, vottum við hjónin okkar dýpstu samúð svo og Erlingi syni þeirra og hans fjölskyldu. Erlu dóttur Jenna frá fyrra hjónabandi og hennar fjöl- skyldu.Kristni Stefánssyni hans fjölskyldu vottum við einnig okkar samiið. Kristinn er sonur Svövu og ólstupp á heimili þeirra hjóna og naut þess að Jenni reyndist honum sem besti faðir. Hafðu kæra þökk fyrir allt. Far þú i friði, vinur. Við hittumst kannski fyrir hinum megin. Agúst Pétursson. Starfsfólk ályktar Altsherjarfundur verkfalls- manna á Kleppsspitala og Kópa- vogshæli, haldinn að Grettisgötu 89 þann 18. febrúar 1982, ályktar eftirfarandi: Eftir viku verkfall hefur ráð- herra fallist á að launakjör ófag- lærðs starfsfólks á þessum stofn- unum verði samræmd. Við höfum staðið af okkur hótanir um að við verðum látin gjalda þess að berjast fyrir réttmætum kröfum um sömu vinnu. Við höfum fengið stuðningsyfirlýsingar viða að, meðal annars frá ýmsum starfs- hópum innan heilbrigðiskerfisins. Við metum þann stuðning mikils og munum nýta okkur hann i áframhaldandi kjarabaráttu. Við höfum knúið fram yfirlýsingu um að simenntun starfsfólks á þessum stofnunum verði skipu- lögð. Við höfum minnt rækilega á þá kröfu okkar að við séum öll i sama stéttarfélagi þar sem við vinnum sömu vinnu og eigum nú loksins að fá sömu kjör. Við höfum i þessu verkfalli öðlast dýrmæta reynslu af vinnu- brögðum rikisvalds og verkalýðs- forystunnar og auk þess ekki siður mikilvæga reynslu af við- brögðum okkar eigin félaga. Við vitum að við getum treyst á sam- stöðu okkar. Þessi reynsla mun koma okkur að notum i framtið- inni, þvi ljóst er að kjarabaráttu okkar er langt i frá að vera lokið. 1 ljósi þess árangurs, sem náðst hefur, lýsir fundurinn þvi yfir að verkfallinu er lokið. Fólk gengur til vinnu samkv. vakta- töflu frá og með miönætti aðlararnótt 19. tebrúar. Vönir frá London í gegnum Luxemborg Að undanförnu hafa verið mikil skæruverkföll á Lundúnarflug- velli og hefur það tafið mjög fyrir vöruflutningum. Flugleiðir hafa orðið að senda hlaðmenn með vélum til London til að annast hleðslu vélanna, en engar vörur hafa verið fluttar. Nú hafa verið gerðar ráðstafanir til að koma vörum frá London til Islands i gegnum Luxemborg og fór stór bill af stað með vörur frá London á laugardag. Eru þær væntan- legar hingað i gegnum Luxem- burg I næstu viku. þs. Nýr KRON- verslun í Kópavogi KRON hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir hverfisverslun við Furugrund i norðanverðum Kópavogi niðri i Fossvogs- dalunum. Að sögn Ingólfs Ólafssonar, kaupfélagsstjóra er nú verið að huga að undirbúningi fyrir byggingu verslunarhúss á þessum stað, en ekki hefur þo endanlega verið ákveðið hvernig að framkvæmdum skuli staðið. —mhg Aðalfundur Prentsmiðju Þjóðviljans h.f. verður hald- inn mánudaginn 1. mars 1982 kl. 18.00 að Grettisgötu 3. St.iórnin Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h.L verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar 1982 kl. 16 i fundarsal Kassagerðar Reykjavikur. Kleppsvegi 33 Rvk. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. Stjórnin. Skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1982 hefst i A-riðli mánudag 1. mars kl. 20 og i B-riðli miðvikudag 3. mars kl. 20. Teflt verður i Félagsheimili Taflfélags Reykjavikur að Grensásvegi 44-46. Keppt er í fjögurra manna sveitum og er öllum fyrirtækium og stofnunum heimil þátt- taka i mótinu. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku i B-riðli. Þátttöku i keppnina má tilkynna i sima Taflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning i A-riðil verður sunnudag 28. febrúar kl. 14-17, en i B-riðil þriðjudag 2. mars kl. 20-22. Taflfélag Reykjavikur Grensásvegi 44-46 simar 83540 og 81690.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.