Þjóðviljinn - 23.02.1982, Síða 16

Þjóðviljinn - 23.02.1982, Síða 16
DJÖÐVIUINN Þriöjudagur 23. febrúar 1982 Aðalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfsmenn hlaÖKÍns i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroi 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aó ná i'af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 Útvegsbankinn: Góð afkoma 1981 t fréttatilkynningu frá Útvegs- bankanum segir: Ársreikningur Útvegsbanka is- lands fyrir árið 1981 var nýlega samþykktur af bankaráöi og staðfestur af viðskiptaráðherra. Hagnaður bankans á árinu nam 24,2 m.kr. og er þá búið að af- skrifa 2,3 m.kr. af eignum bank- ans. Af hagnaði ársins var 16,3 m.kr. ráðstafað i varasjóð, 2,8 m.kr. i húsbyggingarsjóð og 5,0 m.kr. i eftirlaunasjóð starfs- manna. Bankinn greiddi 7,5 m.kr. i skatt af gjaldeyrisverslun. Eigið fé jókst um 91,8 m.kr. Er þá þar með talið lán frá Seðla- bankanum að fjárhæð 50,0 m.kr. sem rikissjóður sér um endur- greiðslu á á 12 árum samkv. sér- stakri lagaheimild. Ennfremur endurmat íasteigna og búnaðar 22,5 m.kr. auk hagnaðar ársins. Miðað við niðurstöðutölu efna- hagsreiknings nemur eiginfjár- hlutfallið 10,3% i árslok 1981. Heildarútlán bankans námu i árslok 1981 578,8 m.kr. og höfðu aukist um 179,8 m.kr. eða 45,1%. Heildarinnlán námu 601,3 m.kr. i árslok og höfðu aukist um 215,7 m.kr. eða 56,0%. I árslok 1980 fóru 50,5% af út- lánum bankans til sjávarútvegs, en i árslok 1981 var hlutíallið 46,5%. Alþýðubandalagið í Reykjavík Fulltrúaráðs- fundur í kvöld á Hótel Esju Fulltrúar i fulitrúaráði Alþýðu- bandaiagsins i Reykjavlk eru hvattir til að fjölmcnna á fund fulitrúaráðsins að Hótel Esju kl. 20.30 i kvöld. A fundinum mun kjörnefnd AI- þýðubandalagsins i Reykjavik Ieggja fram tillögu um skipan framboðslista félagsins við kom- andi borgarstjórnarkosningar. Tillögur fulltrúaráösins verða siðan lagðar fyrir félagsfund n.k. fimmtudag. Aðstaða og framkvæmd Reykjavikurskákmóts- Takmarkið er ab ná á toppinn i skákinni. — ins er sú besta sem ég hef orðið vitni að... (Ljósm.: — gel —) Bosko Abramovic skákmeistari: Besta afmælisgjöfin var áfanginn að stórmeistara- titlinum sem ég náði hér Ég átti afmæli 14. febrúar, varö 31 árs, og besta afmælisgjöfin, sem ég gat hugsað mér var áfanginn að stór- meistaratitlinum, sem ég náði á mótinu hér, sagði j úgóslavneski skák- meistarinn Bosko Abramovic, sem varð f 2. sæti á 10. Alþjóðlegá* Reykjvíkurskákmótinu, sem lauk að Kjarvals- stöðum sl. sunnudag. En í dag kl. 18.00 mun Abramovic tefla fjöltefli i Víkingasal Hótels Loft- leiða á vegum Þjóðviljans og Flugleiða h.f. Bosko Abramovic er atvinnu- skákmaður frá Belgrad i Júgóslavíu og sagð'st hann tefla mjög mikið á mótum bæði heima og erlendis, helst á einu móti i mánuði. Allur minn timi fer i að iðka skák, keppni eða þá rannsóknir. Ég hef einnig mikinn áhuga fyr- ir bókmenntum, en þvi miður hef ég alltof litið getað sinnt þessu áhugamáli minu, sagði Abramovic. Hann sagði að áfanginn að stórmeistaratitlin- um, sem hann náði hér væri ekki fyrir öllu, þótt gleðilegur væri; sitt takmark væri að ná á toppinn I skákinni, ná lengra og geta betur en nú. Hann sagðist telja að hann hefði ekki fyrr á sinum skákferli verið sterkari en um þessar mundir. Þá var hann inntur álits á opnu skákmótunum, sem mjög I hafa rutt sér til rúms undan- | farið. Sagði Abramovic að þetta ■ form á skákmótum væri að sin- I um dómi það besta sem til væri, I ekki bara fyrir unga og upp- | rennandi skákmenn, heldur alla ■ skákmenn og þá ekki siður fyrir I unnendur skáklistarinnar. Að lokum var Abramovic | spurður hvernig honum hefði ■ likað á 10. Reykjavikurmótinu. | Sagði hann að aðstæður á , keppnisstað væru þær bestu ■ sem hann hefði nokkru sinni séð I og hefði hann þó viða farið. 011 | framkvæmd mótsins hefði veri , eins og best verður á kosið og i skákdómarar hefðu kunnað sitt I fag til hins itrasta. Sem sagt, j mótið i heild sinni var islenska , skáksambandinu til mikils i sóma, sagði Abramovic. Að lok- | um bað hann okkur að geta þess | að hann hefði notað fritima sinn ■ til að skoða sig um hér i ■ Reykjavik og nágrenni og hefði | hann hrifist mjög mikið af | landinu og þá ekki siður fólkinu, ■ sem hann hefði fyrir hitt. | — S.dór. I Prófkjör á Egilsstöðum: Úrslitin bindandi Hreppsnefndarmenn Framsóknar og Ihalds fá slæma útreið Sameiginlegt prófkjör Alþýðu- bandalagsins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins til undirbúnings sveitarstjórnar- kosningum á Egiisstöðum fór fram sfðastliðinn sunnudag. Alls tóku 328 þátt i prófkjörinu og reyndust fimm atkvæði vera ógild. Efstur á lista Alþýðu- bandalagsins varð Björn Agústs- son, annar varð Þorsteinn Gunn- arsson, Laufey Eiriksdóttir varð i þriðja sæti og Guðlaug ólafsdóttir i fjórða sæti. Sigurjón Bjarnason hlaut fimmta sæti og Arndis Þor- valdsdóttir varð i sjötta sæti. Alls hlaut Alþýðubandalagið 81 at- kvæði. Efstur á lista Framsóknar- flokksins varð Sveinn Þórðarson, önnur Vigdis Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Eyjólfsson þriðji. Fjórði varð Guðrún Tryggvadótt- ir en Benedikt Vilhjálmsson fimmti. Framsóknarflokkurinn hlaut alls 154 atkvæði. A lista Sjálfstæðisflokksins varð efstur Ragnar ó. Steinars- son, annar varð Helgi Halldórs- son og Helga Aðalsteinsdóttir þriðja. Einar Rafn Haraldsson lenti i fjórða sæti, en Ingibjörg Rósa Þórðardóttir hlaut fimmta sæti. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 88 atkvæði alls I prófkjörinu. Þrir af sjö núverandi hrepps- nefndarmönnum gáfu kost á sér i prófkjörinu og vekur það athygli hve tveir þeirra hljóta slæma út- komu. Benedikt Vilhjálmsson á lista Framsóknar er formaður framsóknarfélagsins á staðnum og er auk þess formaður kjör- dæmisráðs Framsóknarflokksins á Austurlandi. Hann hafnaði i fimmta sæti. Núverandi hreppsnefndarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins á Egils- stöðum, Páll Pétursson, fékk enn verri útkomu, náði ekki sæti með- al þeirra fimm efstu. Eini hrepps- nefndarmaðurinn, sem fékk ótvi- ræðan stuðning umbjóðenda sinna var Björn Agústsson, en hann varð efstur á lista Alþýðu- bandalagsins. Úrslitprófkjörsins eru bindandi fyrir flokkana; þó nær bindingin misjafnlega langt niður listann eftir flokkum. — Svkr. Sultartangastíf la: Tvelr aðílar buðu í alla verkþættma Mikill munur á tilboðum og kostnaðaráætlun Forráðamenn Landsvirkjunar opna tilboð i Sultartangastiflu. 9 fyrirtæki buðu í hina ýmsu verkþætti fyrirhug- aðrar Sultartangastiflu, en tilboðin voru opnuð hjá Landsvirkjun fyrir helgi. Tilboðin voru i þrjá verk- hluta, þ.e. stiflur sunnan og norðan Tungnaár og svo lokuvirki stíflunnar. Tilboð í alla verkþættina bárust aðeins frá tveimur fyr- irtækjum, þ.e. Fossvirki s/f og Hagvirki h/f. Önnur fyrirtæki buðu aðeins í einn verkhluta. Lægsta tilboðiö i verkhluta I. (stifla sunnan Tungnaár) kom frá Suðurverki s/f og hljóðaði upp á 32.775.750, en það er 63.5% af kostnaðaráætlun Landsvirkj- unar. Lægsta tilboð i verkhluta II. (stifla norðan Tungnaár) kom frá Hagvirki h/f upp á 86.730.000 krónur, en kostnaðaráætiunin var 94.825.681 króna. Lægsta tilboðið i verkhluta III. (lokuvirkin) kom frá Vörðufelli h/f og Sveinbirni Runólfssyni s/f og var upp á 23.406.300 krónur og var 10% fyrir ofan kostnaöaráætlun. Jan Henje deildarverkfræðing- ur hjá Landsvirkjun kvað Sultartangastlfluna eiga að gegna þvi hlutverki að veita ishröngli framhjá Búrfellsvirkjun, en eins og kunnugt er hefur rafmagns- framleiðsla virkjunarinnar dreg- ist verulega saman yfir vetrar- mánuðina vegna iss i ánni. Er áætlað að þessi stifla, sem verður tilbúin skv. áætlun i nóvember 1983, geti leyst það vandamál að mestu. Sultartangastiflan, sem nú var verið að bjóða i, er hönnuð meö það fyrir augum að hægt verður aö byggja ofan á hana önnur mannvirki til rafmagnsfram- leiðslu siðar. — v.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.