Þjóðviljinn - 23.03.1982, Side 2
viðtalið
Rætt við Tryggva
Jakobsson
landfræðing
Ferðamál
í brenni-
depli
á ráðstefnu
Landverndar
á fimmtudaginn
Ráðstefna um ferða-
mál verður haldin að
frumkvæði Landverndar,
Félags leiðsögumanna og
Landverndarfélags
(slands á Hótel Loft-
leiðum á f immtudaginn.
Einn af aðstandendum
ráðstefnunnar er Tryggvi
Jakopsson landfræð-
ingur:
Aðalumræðuefniö á þessari
ráðstefnu verður það misræmi
sem ríkir á milli þess fjármagns
og kapps sem lagt er i land-
kynningu og aðdrátt ferða-
manna annars vegar og upp-
byggingu ferðastaða hins vegar.
Meöal annars verður fjallaö um
það, að hve miklu leyti það sé i
hlutverki Náttúruverndarráðs
að sjá um þjónustu fyrir ferða-
menn og hvernig eigi að fjár-
magna kostnað við viðhald og
eftirlit ferðamannastaða.
— Við leggjum mikla áherslu
á að þeir mörgu aðilar. sem
þessi mál heyra undir. komi
saman til þess að ræöa málin,
en þar má m.a. nefna ýmsa
náttúrverndaraðila, feröaskrif-
stofur, landkynningaraðila,
sveitarstjórnir og ýmsar rlkis-
stofnanir eins og Vegagerðina,
Landmælingar, Ferðamálaráð
o.s.frv.
— Er ferðamönnum ekki I of
rikum mæli beint á sömu staö-
ina?
— Jú, okkur finnst aö of mikið
hafi veriö gert af þvi að beina
fólki upp á hálendiö á meðan
margir áhugaverðir staðir á
láglendi eru látnir ónýttir, þótt
mun auöveldara væri að leysa
vandann þar.
— Hefur ferðamannastraum-
urinn leitt einhvers staöar til
varanlegra landskemmda?
— Ég held að óhætt sé aö full-
yrða, að slikt hafi gerst I Land-
mannalaugum, Langadal I
Þórsmörk og e.t.v. I Herðu-
breiðarlildum.
— Hefur þú unniö við ferða-
mannaþjónustu?
— Já ég hef veriö landvörður i
Herðubreiðarlindum og i þjóö-
garðinum I Skaftafelli
— Hvað komu margir I
Skaftafell I fyrrasumar?
Það voru skráöir um 17 þús.
gistinætur frá 20. mái fram I
miöjan september. Þar við
bætist mikill fjöldi daggesta,
sem mætti ætla að hafi verið um
10 þúsund. í Skaftafelli eru all-
góöar aðstæður til að taka á
móti þessum fjölda, þótt enn sé
margt ógert vegna siminnkandi
tekna Náttúruverndarráðs á
undanförnum árum.
— Eru þjóðgarðarnir nýttir
sem skyldi?
— Okkur finnst að þeir mögu-
leikar sem eru fyrir hendi til
fræöslustarfs I þjóðgöröunum
séu illa nýttir. Þaö er i rauninni
furðulegt, að það skuli fyrst og
fremst vera erlendir skólahópar
sem koma I námsferðir i
islenska þjóðgarða. Það ætti að
nýta þjóðgarösverðina I mun
rikari mæli til leiðsagnar og
fræöslu en gert hefur veriö.
Ráðstefnan á fimmtudaginn
er haldin að frumkvæði
landverndar, Landvarðafélags
Islands og Félags leiðsögu-
manna og hefst kl. 9.30 um
morguninn að Hótel Loftleiðum.
Ráðstefnan er opin öllum
áhugamönnum, en þar verða
flutt 6 erindi sérfróðra manna
auk þess sem hópstarf og al-
mennar umræður fara fram.
Drekatré
Dracaena er fjölskrúðug ætt
plantna, sem likjast pálmum.
Safinn úr drekatrénu hefur
veriðnotaður til litunar og gefur
rauðan lit. Drekatréð þarf
nokkuð góða birtu en þolir illa
beina sól. Þarf reglulega vökv-,
un, en gætið þess að láta mold-
ina þorna á milli. Þarf minni
vökvun á veturna. Gefið
Drekatrénu áburð á sumrin.
Ég skil ekki til hvers er verið
að hafa karlmenn með I ballett.
Þeir gera ekki annað en lyfta
ungum stúlkum tii þess eins að
setja þær niður aftur.
■
Þetta póstkort af bandarisku
forsetahjónunum nauðasköll-
’óttum kom út I heimalandi
þeirra ekki alls fyrir löngu.
Aletrunin sem fylgir er oröa-
leikur með ,,cut” sem þýöir
bæði niðurskuröur (hér t.d.
niöurskurður á fjárlögum) og
svo hárskurður.
Snjallastur
áróðurs-
manna
Kannski hefur enginn höfðingi
verið snjallari áróðursmaður en
Ramses annar, Faraó i Egypta-
landi. Hann tapaði mikilli
orrustu, við Hittita árið 1294
fyrir Krist viðiKadesh. Faraóinn
létþetta ekki á sig fá og reisti
mikinn minnisvarða um þennan:
„Sigur” sem hann kallaði svo.
Bragöið tókst — minnismerkið
stóð, Hittltar dóu út og sagn-
fræöingar viðurkenndu sigurinn
— allt þar til fyrir skemmstu að
fornleifafræðingum tókst að
fletta ofan af 3300 ára gömlum
lygum Ramsesar!
Öldungar á flakki y o J <■* & Myndasaga eftir í \ EMIL & HALLGRÍM \ J
<
Q
i-4
O
PL,
VALDIÐ TIL
FbLksws
Jæja já'. A þá valdiö að lenda
I ruslinu með appelsinubörki,
papplrsdrasli og fitublettum?