Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. mars 1982 viötalid Verst að geta ekki teiknað í útvarpið Spjallað við Kjartan Arnórsson sem byrjar með nýja myndasögu í Þjóðviljanum í dag Undirritaöur og Kjartan Arn- órsson voru á leiöinhi upp á kaffistofu Þjóðviljans, nýkomn- ir úr herbergi ljósmyndaranna. I bigerð var létt spjall um nýja myndasögu sem hefur nú göngu sina i Þjóðviljanum. Þetta er i annao sinn sem Kjartan er með myndasögu á siðum Þjóðvilj- ans. Hin fyrri hét Pétur og vélmennið, en sú siðari mun ganga undir nafninu Svinharð- ur smásál. — Hverjar eru höfuöpersón- i urnar, Kjartan? i — Tja, þaö er nú ekki alveg ákveðið. Það er nefnilega aldrei aö vita nema nýjar persónur bætist við söguna. En til að byrja með get ég nefnt Fúsa ut- lærðan heimskingja, Kaptein- inn, sem ekki fer á sjó vegna sjóveiki, Gunnu, en fegurðin hefur sniðgengið liana. Þá má nefna Ruslatunnuskrlmslið sem hefur móðganir að ævistarfi sinu. — Hvernig stóð á þvi að þú fórst að teikna myndasögur? — Ég get sagt þér að allt frá þvi að ég man eftir mér hef ég teiknaö á nánast allt sem fyrir varö. Seinna þegar mér fór að vaxa fiskur um hrygg fór ég á kvöldnámskeið i Myndlista- og handfðaskólanum. — Hafa myndasögurnar farið víða? — Já, já. Pétur og vélmennið var i Þjóðviljanum um alllangt skeið og einnig hef ég verið meö myndasögu 1 Stundinni okkar. Pattarnir nefnast þeir þættir, og fjalla þeir um litlar loðnar kúlu- laga verur sem þrifast i neðan- jarðargöngum i Reykjavík. Lit- ill strákur hefur haft nokkur kynni af þeim og skemmtir sér með þeim. — Er það satt Kjartan að þú hafið mikinn áhuga á geimdrasli? — Ekki er nú svo gott að segja um það. Hinsvegar hef ég mikið gaman af vlsindaskáldsögum. Þessi nýja myndasaga er á hinn bóginn fremur jarðbundin. Mik- il vinna í þetta? Teikningarnar sem sllkar eru ekki svo ýkja erf- iðar. Hugmyndirnar eru erfiö- ari. Þær fæ ýmist frá sjálfum mér eða úr ýmsum óvæntum áttum. Venjulega vinn ég þetta á kvöldin en sem stendur stunda ég nám I Menntaskólanum I Kópavogi svo að teikningarnar mæta afgangi. — Hvað ætlarðu að vera með myndasöguna lengi? — Eins lengi og ég kemst upp með það. Ætla nú reyndar að teikna á mánaðarbasis. Nei ætli ég fari nokkuð út i málverkið. Eg hugsa að ég sé of latur til þess. Þó veit maður ekki. Ég hélt einu sinni sýningu á Mokka og gekk bara bærilega. Ekki var spjall okkar Kjart- ans mikið lengra. Kjartan var á hraðri ferð. Hann sagði aö end- ingu að með. þvi aö teikna myndasögur fengi hann útrás fyrir sköpunarþörf sina. Þeirri sköpun væru ýmis takmörk sett. T.a.m. gæti hann þvi miöur ekki teiknað myndasögur I útvarpið. — hól 3$ \ÆZ¦tyi•**iwojj <t/^v'v-*"'*^ * „Ég er nú ekki svo ýkja fótógeniskur," sagði Kjartan Arnórsson sem frá og með deginum i dag verður með myndasögu á bls. 2 i Þjóðviljanum. Svínharður smásál /1 Eftir Kjartan Arnórsson Fróðleiks- molar um stofublóm Prestafífill — Chrysanthemum Blómið sem kemur frá Japan og Kina, finnst i ótal tegundum og litum. Aður fyrr var aðeins hægtað fá hana á haustin, en nú fæsthúnalltárið. Þessi planta lifir aðeins I eitt ár. Hún þarf mikla birtu og sól. Aburðargjöf þarf að gefa reglulega. Vökvist reglulega. Fangarnir f óðraðir á hrossakjöti Lengi getur vont versnað, mátti segja um verslunina á ís- landi á þvi herrans ári 1809. Slæm haföi hún verið,en nd þótti keyra um þverbak. Voru allar aðfluttar vörur okurdýrar en peningar hriðféllu. Um haustið var svo komið, að 100 silfur- spesiur jafngiltu 300 pappirs- seðlum. Mitt i þessum þrengingum gerðist það, að hingað kom á skipi sinu enskur kaupmaður, Savignak, og var skipið hlaðið vörum. Túlk hafði Savignak meðferðis og var það Jörgen nokkur Jörgensen. Atti hann eftir að koma betur við sögu. Savignak og Jörgensen sóttu um leyfi til að fá að versla við Is- lendinga, en yfirvöld þvertóku fyrir. Hótuðu aðkomumenn þá öllu hinu versta svo að yfirvöld- in sáu sitt óvænna og létu undan siga. Vörurnar voru rifnar út enda ódýrari en hjá dönsku kaupmönnunum og þótti al- menningi þetta hinn mesti hval- reki. Savignak settist að I „sænska husinu" með varning sinn en sendi skipiö til Englands eftir meiri vörum og fór Jörgen- sen með þvi. „Sænska hiisið" hafði verið byggt yfir Koefoed sýslumann, en hann yfirgaf þennan embættisbústað eftir tveggja ára dvöl þar og taldi ekki ibúðarhæft. Til marks um matarskortinn er það, að um veturinn var sex föngum sleppt út úr tugthiisinu og sagt að sjá sjálfum fyrir sér en hinir voru fóðraðir á hrossa- kjöti, sem fæstum tslendingum fannst þá mannamatur. ______________________— mhg Þeir vísu sögöu... Það er ekki vist að þú hafir byggt loftkastala til einskis. Kastalarnir eiga einmitt að vera I loftinu og siðan á að gera þeim traustar undirstöður. Thoreau Enginn sem á sér nokkra teg- und skapandi gáfna getur senni- lega komist hjá þvi að verða vonsvikinn i lifsbaráttunni. Aldous Huxley Llfið er I okkur sjálfum og, hvergi annars staðar og við uppskerum aöeins þaö sem við sáum. Richard Aldington Sérhver maöur verður að komast til himna meö sinu lagi. Friðrik mikli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.