Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. mars 1982 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, Ölaíur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson. L'tlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. flandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljól Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Baráttudagurinn 30. mars • Stórfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga í Há- skólabíói á laugardaginn var staðfesting á því að hin evrópska f riðarhreyf ing og herstöðvaandstæðingar á Islandi hafa náð saman. I raun má segja að allt frá því að fsland var þvingað inn í Nató 30. mars 1949 haf i hér verið starfandi f jöldahreyfing gegn erlendri her- setuog hernaðarbandalögum. Starf hennar hefur ver- ið misjafnlega þróttmikið/ en þráðurinn hefur aldrei slitnað. Sú nýja friðarhreyfing sem hefur látið að sér kveða í Vestur-Evrópu á vissulega rætur í fortíðinni, en hún hef ur breiðst út með slikum undrahraða að hér er fyrst og fremst um nýtt stjórnmálaafI að ræða í álf unni, sem þegar er f arið að taka tillit til. Markmið hennar eru í höfuðatriðum hins sömu og verið hafa baráttumál íslenskra herstöðvaandstæðinga um ára- bil. Einangrun herstöðvamálsins á Islandi hefur verið rofiðog á næstu misserum munu íslenskir herstöðva- andstæðingar og friðarsinnar um alla Evrópu berjast fyrir málstað sínum hlið við hlið. • Heimsókn Edward P. Thompsons, eins helsta for- ystumanns breskrar og evrópskrar f riðarhreyf ingar, var í senn fræðandi og mikil hvatning. Hann kvað nú sýntað NATÖog Bandarikjamönnum myndi ekki tak- astað koma fram áætlunum um ný Evrópuatómvopn. Hinsvegar dró hann ekki dul á það að sigur friðar- hreyf ingarinnar i þessum efnum kynni að verða þess valdandi aðatómveldin myndu leggja síaukna áherslu á ný kjarnorkuvopn um borð í herskipum og kafbát- um. Þessu til staðfestingar benti hann á ákvörðun Bandaríkjastjórnar um framleiðslu 2500 stýriflauga í herskip og kafbáta. Þjóðum sem ættu lönd að Norð- ur-Atlantshaf i stæði mikil ógn af þessari þróun, og til þess að sporna við henni þyrfti ísland á friðarhreyf- ingunni að halda og friðarhreyfingin á íslandi að halda. • Fjöldahreyfing, útifundir, göngur, útgáfa og mál- flutningur á mannþingum eru þau vopn sem friðar- hreyf ingin beitir. Það hef ur sannast á síðustu misser- um að þau vopn geta bitið á hörðustu hernaðarstefnu ef að nógu margir beita þeim. Einmitt þegar verið er að tengja ísland enn frekar við vaxandi f lotaumsvif Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi er nauðsynlegt að herstöðvaandstæðingar á (slandi sanni styrk sinn. Og miðað við fólksf jölda þá var fundurinn á laugar- daginn sannarlega á við 100 þúsund manna fund í Hyde Park í Lundúnum. Þar þykja slíkir fundir tið- indi, þó hér á íslandi séu f lestir f jölmiðlar þegnanda- legir. • Herstöðvaandstæðingar þurfa að gera sér grein fyrir að því aðeins er hægt að búast við einhverjum viðbrögðum í íslenska stjórnkerf inu að þeir þúsundum saman láti kröfurnar um brottför hersins og afnám hernaðarbandalaga enduróma um landið allt. Hið pólitíska markmið þarf að vera að skapa víðtæka samstöðu í landinu um að rjúfa tengsl íslands við kjarnorkuvopnakerfið og vaxandi flotaumsvif á Norður-Atlantshafi. Friðarhreyfingin í Evrópu hefur sannað að hægt er með friðsamlegum mótmælaað- gerðum að ná tilteknum markmiðum. Mörg dæmi mætti nef na úr meira en 30 ára baráttusögu íslenskra herstöðvaandstæðinga sem hníga í sömu átt. Og það er mikill styrkur af þvi að vita að við stöndum ekki ein í þessari baráttu, sem er löng og ströng, heldur erum hluti af miljónahreyfingu, sem skotið hefur rótum austan hafs og vestan, og mun bera ríkulegan ávöxt. — ekh j Svarthöfði \ talar IViö styttum okkur stundir meö þvi aö gripa niöur i sér- kennilegu viötali sem helg- ■ arblaö Timans átti viö Indr- Iiöa G. Þorsteinsson. Með nokkrum nauösynlegum at- hugasemdum. • Indriöi er vitanlega spurö- Iur um Svarthöföa og svarar: „Ég sem lesandi er af- skaplega ánægöur meö • Svarthöföa.... Oftast nær er Iég sammála honum”. Eöa eins og þar stendur: Náið er nef augum. j Aumingja ég Þaö skrýtnasta viö þetta ■ viötal Indriða er það, að Ihann, sem er svotil alltaf sammála Svarthöfða og skrifar hann geysioft eins og , hver maður veit, finnur Inokkra þörf hjá sér til aö vola yfir þvi aö brugöist er viö dulnefnisskrifum hans. , Hann segir: I,,Þaö skiptir mig engu máli þótt menn deili um mig einhversstaðar Uti i bæ, bara ■ ef ég fæ aö vera i friði. Mér Iþykir verra ef menn eru að hringja hingað eða rjilka i mig meö einhverju helvitis a offorsi. Nú er ég ekki þannig Iskapi farinn aö ég hafi löng- un til aö reita fólk til reiöi og ég veit ekki af hverju þetta • stafar, ég er sjálfsagt svona Imikiö fyrir ýmsu fólki”. Þetta er kyndug ræöa, einkum þegar hún kemur frá • manni sem notar dulbUning . ISvarthöfða til aö sletta yfir | menn sem „eru fyrir” Indr- . * iða G. Þorsteinssyni — en g Iþetta er einmitt eitt höfuö- I hlutverk siödegisdálksins | sem er hér nefndur. ■ ■ ■ I Rétt og rangt | Indriði er spuröur um , • sameiningu Visis og Dag- ■ Iblaösins og finnst aö hún I komi litiö við þeim sem viö | blööina vinna: , * ,,Ef blaöiö kemur út á i Iþeim aö vera sama þó I fjandinn sjálfur eigi þaö”. | Þetta ernokkuð skemmtilegt , • kompliment um stjórnar- ■ Imenn I „Frjálsri fjölmiöl- I un”. En kemur undarlega á | aöra kenningu Indriöa sem ■ • er sú, aö nú séum viö á leiö- | Iinni inn i miöaldarmyrkur. I Astæöan er helst þessi aö | hansdómi: , • ,,Nú er skolabörnum kennt I Ihvað sé rangt og hvaö sé I rétt”. Væri gaman að spyrja: , • hvenær var það ekki reynt? ■ IHafa menn einhversstaðar | fundið skólakerfi sem lætur j spurningar um rétt og rangt □ • lönd og leiö? klippt Vansagt 1 frásögn þingfréttaritara út- varpsins af umræöum um E1 Salvador á alþingi á fimmtu- daginn var ýmislegt vansagt. Þaö er til dæmis venja aö þegar þingmenn kvarta undan fjar- veru ráöherra og annarra sem þeir telja aö eigi aö taka þátt i umræöum á þinginu, aö sagt sé frá þvi i fréttum. Viö þessa um- ræöu um E1 Salvador hafði Svavar Gestsson orö á áhuga- leysi Sjálfstæðisflokksins á þessu máli og þeirri fyrirlitn- ingu á lýöbaráttu sem lýsti sér i þvi aö enginn fulltrUi Sjálf- stæöisflokksins var inni þing- salnum á meðan að umræöan stóöyfir (Pétur Sigurösson haföi lokiö lestri heimastilsins um máliö og horfiö þegar á braut Ur húsinu — og tók ekki þátt i um- ræöunni aö ööru leyti). Enginn Framsóknarmaður utan for- seta sameinaös, var viðstaddur þessa umræöu. NU brá hins vegar svo viö, aö fréttamaöur útvarpsins gat þessara um- vandana aö engu, þótt þaö sé venja viö svipuð tækifæri. fram kom I þessari umræöu á alþingium málefni ElSalvador, hlýtur það aö teljast einna mest fagnaöarefni, aö ýmsir þing- menn Alþýðuflokksins viröast vera aö átta sig á mannfjand- samlegri stefnu rikisstjórnar Ronalds Reagans. SU gagnrýni sem Bandarlkjastjórn og Nató hafa fengið vegna gegndar- lausrar kjarnorkuvopnavæö- ingar og iskyggilegra áforma I þeim efnum á meginlandinu hafa fyrir löngu snUið miöju- mönnum i pólitikinni til and- stöðu. Ekki bætir hin herfilega pólitik sem rekin er i Miö- Ameriku og Suður-Ameriku Ur skák fyrir Reagan stjórnina. Margir þeirra sem áður hafa veriö stuðningsmenn Nató og Bandarikjastjórnar i utanrikis- málum hafa nU snUist öndvert gegn stefnu Bandarikjastjórn- ar. Þetta á e innig við um þá sem enn telja sig stuðningsmenn vestrænnar samvinnu. Og ein- mitt þetta er ein skýringin á á- hrifum friöarhreyfinga i Evrópu. Stjórnmálamenn hafa einnig gert sér þetta ljóst — og flykkjast nU til liðs viö friöar- hreyfingar. Allir pólitiskir straumar eru lengur á leiöinni til Islands en á milli landa á laig utanrlkisráöherra og dóminókenningin gamla, sem Reagan- nönnum gengur erfiðlega aö endurlifga. Framan á fyrsta dómlnó- tubb: Einræðisherrar Rómönsku Amerlku. Fjarlœgðarmœli- kvarði á mann- réttindamál 1 itarlegri frásögn af hinni makalausu ræöu Péturs Sigurössonar rakti frétta- maöurinn m.a. aö þau ummæli Péturs,aöPólland væri nátengt okkur og þvi væri sjálfsagt að álykta um málefni pólskrar þjóðar á þinginu en hins vegar áhorfsmál um önnur lönd og framandi eins og E1 Salvador. Ekki kom fram hvaðaðrir þing- menn höföu um þessa hlálegu fullyröingar aö segja, rétt eins- og þeir heföu ekkert við þetta að athuga. Svavar Gestsson spurði til dæmis af þessu tilefni hvort menn ættu að leggja einhvern fjarlægðarmælikvarða á mann- rettindamál? Efasemdir miljónanna Af mörgu merkilegu sem meginlandinu. NU er hins vegar svo komið aö efasemdir og gagnrýni áhangenda vestrænn- ar samvinnu i Evrópu hafa bor- ist til íslands. Qœskilegur bandamaður Vilmundur Gylfason alþingis- maöur lagöirilca áhersluá þaöi umræðunni áþingi um ElSalva- dor, aðBandarikjastjórn stefndi einingu Vesturlanda i hættu meö stefnu sinni i utanríkis- málum. Með stefnu sinni i málefnum Mið-Ameriku væri Reagan-stjórnin aö gera sig aö óæskilegum bandamanni og stofna samstarfi Vesturlanda i hættu. Þeir virtust i öllu hafa gleymt lærdómnum frá Viet- nam-striöinu. tslenskir stjóm- málamenn sem teljast til bleika litarins 1 hinu póiitiska litrófi viröast vera aö átta sig. Þeim er ekki alls varnaö, sem betur fer. óg M SlttPÍÓ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.