Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. mars 1982 þJóÐVILJlNN — SIÐA 5 i 29% Dam eru \ Eftir tuttugu ára Ireynsiu af Efnahags- bandalaginu vilja aðeins 29% þeirra Dana sem af- J stöðu taka í skoðanakönn- k* ■ MHMi m ammmm^mmm m mmmmmmmmm m ■■ un halda áfram aðild að bandalagi þessu Þegar þjóðaratkvæöagreiðsla um málin fór fram 1972 fengu stuðningsmenn EBE 63.3% at- adild að ÉBÉ~\ nú með kvæöa, en andstæðingar 36.7%. Nú er svo komiö þegár boðið er upp á þrjá möguleika, aðild að EBE, fríverslunarsamning við landið eins og Norðmenn og Svi- ar hafa, eða þá aðild að norrænu efnahagsbandalagi, aö aðeins 29% vilja fyrsta kostinn. Flestir vilja friverslunar- samning eða 54%. Og 17% vill norrænt efnahagsbandalag eöa tollabandalag. En hitt er svo annað mál, | hvort Dönum verður gefinn » annar kostur á að láta upp álit I sitt i þjóðaratkvæðagreiöslu aft- I ur. Hægt mun að festast, bágt | mun úr að vikja.... ■ Skipt um valdhafa í Guatemala: Von um framfarir eða bandarísk klókindi? Liðsforingjarnir fimm sem tóku völdin og köiluðu á uppgjafarhershöfð- ingja úr röðum Kristilegra demókrata. Meðan beðið er eftir úrslitum I hinum hæpnu kosningum i E1 Salvador nú um helgina halda menn áfram að spyrja um valda- töku ,,yngri liösforingja” i grann- rikinu Guetemala i fyrri viku. Fyrstu viðbrögð við þeim at- burðum voru víða þau, að nýir valdhafar hefðu viljað mótmæla kosningasvindii i Iandinu í fyrri mánuði sem gaf frambjóðanda hersins, Anibal Guevara, sigur- inn. En talsmenn skæruliða- hreyfinganna i landinu segja að bandariska leyniþjónustan standi að baki valdaráni þessu. Valdaránið fór tiltölulega frið- samlega fram. Fimm liðsfor- ingjar skipuðu sig i yfirstjórn landsins og kölluðu til stjórnar- forystu Efraim Rios Montt, sem erkristilegurdemókrati. Að dómi flestra bar hann sigur úr býtum i forsetakosningum sem fóru fram 1974, en fékk ekki að njóta sigurs- ins fyrir bolabrögðum hersins og kosningasvindli. Vinstrisinnar halda þvi hinsvegar fram, að Montt hafi árið 1974 látið múta sér til að fara i útlegð, sem hermála- fulltrúi i Madrid. Þreyta? Sem fyrr segir er margt enn óljóst um valdarán þetta (kannski er ekki rétt að nota það orð þegar valdið er tekið af öðrum valdaræningjum). 1 ýmsum blöðum eru stjórnaskiptin rakin til þess, að yngri liðsforingjar hafi notfært sér aö millistéttir landsins séu langþreyttar orðnar ágrimmilegri útrýmingarherferð herforingjakllkunnar gegn vinstrisinnum, sem kostað hefur mikinn fjölda óbreyttra borgara lifið, leitt til fjöldamorða á Indjánum oslrv. I sömu blöðum er talið óliklegt að Bandarikja- stjórn hafi átt hlut að máli. Um leið er þó bent á það, aö banda- riskir ráðamenn hafi haft áhyggjur af þróun mála i Guete- mala, þar sem skæruliðasveitum vinstri manna efldist þróttur meðan fullkomin fyrirlitning Guatemalastjórnar á mannrétt- indum hafi leitt til þess að hernaðaraðstoð til hennar var stöövuð þegar á timum Carter- stjórnarinnar og afar óþægilegt fyrir þá Reagan og Haig að taka hana upp aftur að óbreyttu ástandi. FRÉTTASKÝRING Ásakanir skæruliða Það er þvi vert að gefa gaum orðum Juans Ninez, sem er full- trúi skæruliðafylkingarinnar URNG á Norðurlöndum. Hann segir að vinstrifylking þessi hafi sannanir fyrir þvi, að það sé bandariska utanrikisráðuneytið og CIA sem standi að baki um- skiptum þeim sem nú hafa orðið i Guetemala. „Valdatakan er, segir hann, sú breyting sem til þarf til að Bandarikin geti rétt- lætt hraða stigmögnun efna- hagsaðstoðar og hernaöaraðstoð- ar til Guatemala.” Ninez segir, að Bandarikin hafi viljað finna leiðir til að styðja við bakið á ihaldsöflum landsins, en átt erfitt um vik vegna þess hve illræmd þau voru orðin um allan heim. Nú, segir hann, vonast þau til þess að þegar kristilegur demókrati sé orðinn toppfigúra, verði hægt að rjúfa þessa ein- angrun og stórauka bandarisk umsvif i landinu. Við vitum mætavel að Montt hefur átt langar viðræður um þessi mál við bandariska utanrikisráðuneytið. Fortíð Montts Juan Ninez leggur um leið áherslu á það, að rétt eins og i E1 Salvador séu kristilegir demó- kratar tviskiptir — það séu ekki nærri allir sem styöji Duare þar eða Rios Montt i Guatemala. Montt er uppgjafarherforingi, er vinstrimenn telja sig eiga margt vantalað við. Hann er þjálfaður I baráttu viö skæruliða i Banda- rikjunum og URNG kenna honum meðal annars um mikiö blóöbað i Progresohéraði árið 1973, þegar felldir voru um þrjátiu þúsund bændur, sem höfðu gert uppreisn gegn þvi, að gósseigendur höfðu stolið landi þeirra. Ninez segir að það sé þýðingarmikið að menn viti um þá fortið nú, þegar obbinn af heimsblöðunum telji að ein- hverskonar framfarasinnar hafi tekið við völdum i Guatemala. Svo mikið er vist, aö fyrstu yfir- lýsingar hinna nýju valdhafa voru fluttar af oddvita erkiihalds- ins i „Þjóðfrelsishreyfingunni” svonefndu, Leonel Sisniega. Og þar kom m ,a. fram, aö baráttunni gegn skæruliðum skyldi haldið áfram. Ekki var i þvi samhengi minnst á möguleika á félags- legum umbótum eöa pólitiskri lausn. saman (ND/SoDa). - ' ** « uStar j vegghúsgögnin tilvalin fermingagjöf Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.