Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 30. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Guðrún Helgadóttir: MEÐ SLÍKA VINI... ...til hvers þarftu óvini? Þessi fleygu orö komu i huga mér, þeg- ar mér barst i hendur 1. hefti timaritsins Máls og menningar fyrirnokkrum dögum. Allajafnan er koma þessa gamla, góða mál- gagns sósialiskrar hugsunar i landinu kærkomin, likt og ljós i þeim myrkviði fordóma og heimsku, sem islenskir sósialist- ar eru dæmdir til að ferðast i. Það ferðalag hefur ekki alltaf verið létt á fótinn, en styrkur ferða- langsins hefur hingað til verið fólginn í órofa samstöðu ferðafé- laganna nær og fjær. Þungir ósigrar hafa orðið bærilegir fyrir þessa samstöðu, sem ekki er að finna annars staðar, uns svo fór að nokkuð tók að miða i átt að markinu. A stundum sárrar nið- urlægingar tengdi sameiginleg hugsjón okkur saman, svo að eng- um féllst hugur. Dæmin sýna okk- ur hvemig fór fyrir þeim sem enga hugsjón áttu, þegar þeir voru sigraðir, og nægir að minna á Urslit borgarstjórnarkosning- anna árið 1978. Hinir sigruðu hrundu saman eins og spilaborg. A slikum stundum skildum við, sem i eldlinunni stóðum það sinn- ið, hvers virði samstaðan hafði verið öllum hinum, sem höfðu barist af sama kappi en tapað. Og okkur var jafnframt ljóst, að þetta væri aðeins upphafið að sig- urför, sem erfitt reyndist að stöðva. Landráðabrigsl! 1 þingræðis- og lýðræðisriki ætti að vera óþarft að útskýra, hvert markmiðið skyldi vera. Aukinn styrkur islenskra sósialista á Al- þingi, i sveitarstjórnum, i verka- lýðshreyfingunni, aukinn styrkur hvarvetna, hlaut að vera mark- miðið. Og til hvers skyldi þessi styrkur notaður? Til þess að hér veröi réttlátara þjóðfélag og her- laust land. Enn er langt að þvi marki og þvi má enginn hlekkur bresta. Við þurfum meira en nokkru sinni fyrr á að halda hverjum þeim, sem vinna vill að þessum markmiðum. Það er þvi sárara en orð'fá lýst að lesa grein gamals og góðs bar- áttufélaga, Böðvars Guðmunds- sonar, strax á 2. blaðsiðu um- rædds timarits Máls og menning- ar. Og af þvi tilefni er grein þessi skrifuð. Slik ritsmið i Morgun- blaðinu hefði ekki komið neinu róti á huga minn, svo oft hefur mér og öðrum fulltrúum Alþýðu- bandalagsins verið likt við morð- ingja og við verið nefnd i sömu andrá og Adolf sálugi Hitler. En aldrei hefði mig órað fyrir að verða borin landráðasökum i timariti Máls og menningar, né heldur að félagar minir, sem að þessu sinni hafa valist til trúnað- arstarfa og æðstu embætta lýð- veldisins fengju þá einkunn. Og það hvarflar ekki að mér að láta sliku ósvarað. Böðvar rekur sögu hersetunnar að engu öðru leyti en þvi, að hann minnist þeirra sem aldrei hafa svikið i baráttunni fyrir brottför hersins. Hann minnist bestu og einlægustu andstæðinga erlendr- ar hersetu i landinu og nefnir þar nokkra bestu listamenn okkar. „Bestu rithöfundar landsins og bókmenntalegt andlit okkar gagnvart umheiminum, standa þar saman.” „Allt marktækt listafólk hefur barist móti her, samið, rist og sungið móti her.” Vissulega hafa fjölmargir góðir listamenn baristmóti hersetunni, en til eru fleiri marktækir lista- menn, sem aldrei tóku beinan þátt i baráttunni móti her. Mætti þar nefna nöfn til þess að afsanna alhæfingu sem þessa. Siðastliðinn laugardag sá ég yfirlitssýningu merkrar islenskrar listakonu, sem ég veit ekki til að haft hafi nein afskipti af hersetunni, en ég leyfi mér að halda þvi fram, að Ragnheiður Jónsdóttir Ream sé „marktækur” listamaður. Svo mætti lengi telja, og þvi eru full- yrðingar sem þessar með öllu ósæmandi. Unnendur frelsis og sósialisma leggja listamönnum sinum engar linur um hvað þeir skapa. Vond list gegn hernum er einungis vond list. Vissulega var stuðningur þeirra rithöfunda, sem Böðvar nefnir í grein sinni ómetanlegur fyrir málsstað okkar og einkum vegna þess að þetta eru góðir listamenn. Þeir sem Böðvar nefn- ir eru: Halldór Laxness, Ölafur Jóhann Sigurðsson, Svava Jak- obsdóttir, Thor Vilhjálmsson, Vil- borg Dagbjartsdóttir, Hannes Pétursson, Jakobína Sigurðar- dóttir og Snorri Hjartarson, en marga fleiri mætti nefna, sem samstundis koma upp í hugann. En það er ekki aðalatriði þessa máls. Þó þætti mér við hæfi að bæta Guðmundi Böðvarssyni og Jóhannesi úr Kötlum f hópinn, og mörgum fleiri. Og Böðvar segir að enn flykkist ungir listamenn undir fána málsstaðar okkar. „Ungtlistafólk gengur fram und- ir sama merki, hefur þá islensku vitund sem skerpt var á timum ungmennafélaga og Framsókn- arflokks meðhugsjón.” Einhvern veginn er það nú svo, að við sem tekið höfum þátt í baráttunni fyr- ir herlausu landi allt frá upphafi, höfum fremur að því er ég hygg tengt þá baráttu hugsjónum só- sialisma og þjóðfrelsis en hug- myndum „Framsóknarflokks meðhugsjón”, meö allri virðingu fyrir ungmennafélagsandanum, sem löngu hafði yfirgefið búk sinn þegar hin nýja sjálfstæðisbarátta hófst, svo góður og hollur sem hann annars var. En það er rétt, að margir aðrir en sósialistar Guðrún Helgadóttir: Við þörfn- umst þess nieira en nokkru sinni áöur að þekkja vini okkar frá óvinum. „Aldrei hefði mig órað fyrir þvi að verða borin landráðasökum i t'imariti M&ls og menningar, né heldur að féiagar minir, sem að þessu sinni hafa valist til trúnað- arstarfa og æðstu embætta lýð- veldisins fengju þá einkunn. Og það hvarflar ekki aö mér aö láta sliku ósvaraö,” segir Guðrún Helgadóttir m.a. I greininni um ádrepu Böðvars Guömundssonar. tóku þátt i baráttunni fyrir her- lausu Islandi i upphafi, þó að þeim færi siðan ört fækkandi. Þeir sem sviku! En Böðvar kemur loks aö þeim sem alltaf sviku: fulltrúum só- sialista á þingi og visast alls stað- ar annars staðar. „Það fór lika svo að Alþýðubandalagið fór inn i rikisstjórnirnar, hverja á fætur annarri og haföi yfir eiðstaf sinn um brottför hersins. Efndirnar döpruðust”. „En það er auövitað engin móögun við einn eða neinn aö svikja þær vonir sem við hann voru bundnar.” Svo mælir Böðv- ar.. Ég held að við komumst ekki hjá þvi aö nefna þessa svikara fremur en aðhafa i frammi dylgj- ur einar: Magnús Kjartansson, LUðvik Jósepsson, Svavar Gests- son, Hjörleif Guttormsson, Ragn- ar Arnalds. Allir þessir félagar hafa setið á ráðherrastóli án þess að herinn færi brott. Fjölmargir aðrir félagar hafa setið á þingi og stutt gerðir svikaranna, og þá sést hve erfitt kann að reynast tveim herrum að þjóna. Að minnsta kosti er það óumdeilan- legt, aö einn hinna virtu lista- manna, sem aldrei sviku, Svava Jakobsdóttir, sat raunar á þingi og studdi svikarana i ráðherra- stólunum árin 1971 - 74. Ég hygg að Böðvar Guðmundsson sé fyrst- ur manna til að efast um heilindi hennar i afstöðunni til erlendrar hersetu á Islandi. Söngurinn einn Það hefur löngum verið erfitt deilumál, hvort sósialistar eigi að taka þátt i borgaralegum rikis- stjórnum, svo aö vafasöm orð séu notuð: En ég hélt að sérhver lýð- ræðissinnaöur sósialisti i landinu gerði sér fulla grein fyrir þvi, hvers vegna Alþýðubandalagið tekur þátt i' rikisstjórn. Það ættu a.m.k.þeiraðgera, sem sótthafa fundi flokksins og lesið málgagn þess. En enn skal það sagt. Meg- inástæðan fyrir þeirri þátttiacu er að vald, sem flokkurinn hefur aft til að hindra frekari umsvif bandarisks hervalds i landinu en annars hefðu oröið, auk við- spyrnugegn frekari arðráni á is- lenskum verkalýð en þegar á sér stað. Böðvar virðist ekki hafa leitthugann að þvi', aö ennþá hef- ur Alþýðubandalagið ekki þing- styrk til þess að reka herinn burt. Ég hef alltaf haldið að þeir sem „syngju móti her” gerðu það til þess að afla flokknum þess fylgis, sem hann þarfnast til þess að öðl- astþann þingstyrk, sem nauðsyn- legur er, ef við kjósum að fara lýðræðislegar leiðir við ákvarð- anatacu i þjóðfélaginu. Söngurinn einn dugar skammt. Helg skylda En ef tilviU hefur hann hjálpað. Að minnsta kosti hefur svo brugö- ið við, að loksins sýnist vera að rofa til. Þau örfáu ár sem ég hef setið á Alþingi Islendinga, hefur öll umræða um vigbúnaðarkapp- hlaup stórveldanna tekið stökk- breytingu. Viö minnumstöll þess svartagaldurs, sem lesinn var yf- ir okkur á árum áður, svo að litil von virtist um, að nokkru sinni tækist að færa þá umræðu á það stig, sem sæmandi er vel hugs- andi fólki. Og herstöðin i Kefla- vik er liöur i umræöunni um nauðsyn afvopnunar i heiminum og baráttuna fyrir friði. NU hefur það gerst, aö tekist hefur að fá unga {xngmenn til að ræða þann voða, sem vofir yfir okkur öllum, af nokkurri alvöru, um leið og nokkrir hugsandi prestar lands- ins hafa gengiö i lið með þeim, sem skilja alvöru þessarar bar- áttu og siðferðilega nauðsyn hennar. Með allri virðingu fyrir góðum söng kynni þó svo að vera, að hinir kjörnu fulltrúar Alþýðu- bandalagsins ættu hér nokkurn hlut að máli. Gruni Böövar Guð- mundsson félaga sinn Svövu Jak- obsdóttur um græsku i þeim efn- um, get ég fullvissað hann um, að barátta hennar fyrir málstað her- lauss Islands er virt á erlendum vettvangi, ekki siöur en mönnum eru minnisstæðar kjarnmiklar og ógleymanlegar ræður Magnúsar Kjartanssonar á þingum Norður- landaráðs og annars staðar. Sama má segja um málflutning Jónasar Arnasonar um árabil. Sjálf hef ég hlýtt sama boðskap frá öllum nUverandi ráðherrum Alþýðubandalagsins á innlendum sem erlendum vettvangi, og enn hef ég ekki haft ástæðu til að efast um heilindi þeirra. Og vart verð- ur um það deilt, aö hlutur ólafs Ragnars Grimssonar hefur verið ótæpilegur iþeirri breytingu, sem orðin er á allri umræðu um ör- yggismál hér á landi, og mál- flutningur hans erlendis hefur haft veruleg áhrif. Ekkert er þvi meiri ósanngimi og bein ósann- indi en að halda þvi fram, að þetta fólk hafi nokkru sinni brugðist þeirri helgu skyldu sinna að berjast fyrir brottför hersins Ur landinu og gegn þátttöku Is- lands i hernaðarbandalögum. Og i allri hæversku leyfi ég mér visa slikum ásökunum til föðurhús- anna fyrir hönd okkar hinna. Styrkur okkar Herinn er ekki farinn, og mik- inn barnaskap til þess að halda að hann fari hljóðalaust. En það er ekki vegna svika Alþýðubanda- lagsins, heldur vegna skorts á þeirri vitund alþýðu þessa lands, sem til þarf. 1 öðrum löndum og álfum hefur ekki einu sinni meiri- hlutastyrkur hernámsandstæð- inga dugað til, svo að erlent her- vald yrði hrakið brott. Misk- unnarlausu ofbeldi hefur verið beitt, og varla þarf að rifja fjöl- marga slika atburði upp fyrir Böðvari Guömundssyni. Okkurer báðum i fersku minni fundur um ástandið i E1 Salvador fyrir ör- fáum dögum. En styrkur okkar i slikum átökum er, að við erum ekki ólæs og sveltandi, m.a. fyrir sleitulausa baráttu islenskra sósialista alla tið. Þess vegna hljóta baráttuaðferðir okkar að vera aðrar. Við eigum önnur og betri vopn en byssukjaftana, sem er islensk menning og menntun og samfélag þjóða, sem svipað er ástatt um. Við mætum ofbeldis- seggjum veraldarinnar með þvi eina vopni, sem við teljum sæm- andi, sem er vitræn hugsun, þó að við skiljum til fulls aðferöir hinna ólæsu og sveltandi. En við höfum enga löngun til að beita þeim sjálf. Viö nýtum þau forréttindi sem við höfum til þess að standa vörð um þær þjóðir, sem engin forréttindi hafa. Við óttumst svo- kallað „takmarkað kjarnorku- striö” i Evrópu, ef til átaka kem- ur milli stórveldanna, og við get- um ef til vill komið i veg fyrir þaö. En við veröum jafnframt aö sjá um, að það strið veröi ekki flutt til þess fólks, sem enn síöur getur nokkra björg sér veitt eins og þriðja heimsins. Alþýðubandalag Vopn okkar er aðeins eitt: póli- tiskur styrkur til aö reka af hönd- um okkar þann óvin, sem vigbún- aöur stórveldanna er og aörir hafa lánað land okkar undir. Þessi pólitiski styrkur verður ekki fenginn i bráð, ef þeir sem heitast þrá brottför erlends hers af Islandi ganga i lið með róg- berum afturhaldsins, sem ennþá geta skemmt sér yfir vanmætti okkar. Alþýðubandalagið er eina aflið — eini stjórnmálaflokkur landsins — sem alla tiö hefur baristheils hugar gegn erlendum her I landinu og gegn þátttöku Is- lands í hernaðarbandalögum. Sú barátta vinnst aldrei fyrr en sér- hver hugsandi Islendingur gengur I lið með okkur i staö þess að sundra þeirri fylkingu og ger- ast málaliði afturhaldsaflanna I málflutningi sínum og það i tima- riti Máls og menningar. Vinir og óvinir Og rétt að lokum skal félaga Böðvari Guðmundssyni sagt það, að það erað okkar mati „móðgun viö islensku þjóðina að vilja ekki sitja fundi með Hjörleifi Gutt- ormssyni og hlusta á hann halda fimmklukkutimaræðuna”, þegar hann er að verja þá sömu þjóð fyrir ofurvaldi alþjóðaauðhringa, sem aldrei setja sig úr færi að svikja ogarðræna þær smáþjóðir, sem þeir koma höndum yfir. Og þó að hann héldi tiutima ræðu skulu þeir hlusta á hann. Og við félagar hans stöndum einhuga aö baki hans i þeim hremmingum. Við vitum mætavel við hvað er að eiga, rétt eins og þeir i Vietnam, Kóreu, Hondúras, Guatemala, Nicaragua, og við getum bætt viö Chile, Puerto Rico—og enn Tékkóslóvakiu, Ungverjalandi og Póllandi, ef menn hiröa ekki um að gera nokkurn greinarmun á ólikum málum. Við þörfnust þess meira en nokkru sinni áður að þekkja vini okkar frá óvinum, félagi Böðvar. 27.3.1982 (Millifyrirsagnir eru settar af Þjóðviljanum) Psoriases og exemsj úklingar Aðalfundur Samtaka psoriases og exem- sjúklinga verður haldinn fimmtudaginn 1. april n.k. kl. 20.30 að Hótel Heklu við Rauðarárstig. Fundarefni: Venjuleg aðal- fundarstörf. Skjót viðbrögd Þaö er hvimleitt að þurta að biöa lengi meö bilaö rafkerfi, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - með harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. o • RAFAFL Smiöshöfða 6 ATH. Nýtt simanúmer: 85955

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.