Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. mars 1982 Steinunn Thor Ingibjörg Gegn hermangi Gegn hernaðarumsvifum Samtök herstöðvaandstæðinga efna til útifundar á Austurvelli þriðjudaginn 30. mars kl. 18.00 undir kjörorðunum: Gegn hermangi — gegn hernaðarumsvifum. Dagskrá: 1. Avarp: Steinunn Jóhannesdóttir leikkona 2. Baráttuijóð. 3. Ávarp: Thor Vilhjálmsson rithöfundur Fundarstjóri verður Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur. ísland úr NATO — herinn burt Lögmenn Aðalfundur Lögmannafélags íslands verður haldinn i Átthagasal Hótel Sögu á morgun, föstudaginn 2. april 1982, og hefst kl. 13.30. Árshóf félagsins verður haldið að kvöldi sama dags á sama stað og hefst kl. 19.00 Stjórnin. A IS&J Áskorun til greiðenda fasteignagjalda í Kópavogi Hér með er skorað á alla þá sem eigi hafa lokið greiðslu fyrri hluta fasteignagjalda fyrir árið 1982 að gera skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Hinn 30. april n.k. verður krafist nauðungarupp- boðs samkvæmt lögum nr. 49/1951 á fast- eignum þeirra er þá hafa eigi gert full skil. ísiensk framleiðsla WJGGUV0GI23 ■S 356091 'b777777/;;//z;/;sjs;/ss;J>s; / /ssss/í. QJ & (/5 Dfi CS ffi 25 ára reynsla ölafur Proppé: Samræmd próf hafa menningarlega slagsíðu — Það er ekkert vafamál, að það er mikii tilhneiging til þess að beina skólastarfinu inn á þá braut að nemendur séu undirbúnir sér- staklega með tilliti til samræmdu prófanna, —sagði ólafur Proppé námsstjóri hjá Skólarannsókna- deild menntamálaráðuneytisins I viðtali við Þjóðviljann. Sem kunnugt er hafa nemendur i 9. bekk grunnskólans nú i vikunni fengið i hendur niðurstöður um gengi sitt I samræmdum prófum. — Þessi tilhneiging hefur farið vaxandi og það eru dæmi þess að skólar hafa aukið kennslu i sam- ræmdum greinum fyrir prófin á kostnað annarra námsgreina. Ég er ekki frá þvi að spenna i kring- um þessi próf fari vaxandi og margir kennarar ali á henni. Hvernig var meðalgengi i próf- unum? — Meðalgengi nemendanna var misjafnt eftir prófum. Meöaltal yfir heildina i islensku var hæst. Þar svöruðu próftakar að meðai- tali 59,3 stigum af 100 mögu- legum. Þessi tala getur gefið hvort tveggja til kynna að prófið sé of létt, eða nemendur hafi staðið sig vel. I dönsku var meðaltaliö 41,9 stig, sem gefur visbendingu um að prófið hafi verið i þyngra lagi, eða kunnátta ekki nógu göö. 1 ensku var meðal- tal 52,5 stig, en athyglisvert er við kúrfuna i enskunni að hún er afar flöt. Það gefur visbendingu um að margir hafi allgóða kunnáttu I málinu, en einnig hitt að of margir séu þar á köldum klaka. Meðaltal i stæröfræði var 44,8 stig, en um 4.100 nemendur þreyttu samræmdu prófin í land- inu. — Nú eru á milli 5—6% nemendanna sem fá einkunnina E, og það að auki eru unglingar á ólafur Proppé. þessum aldri, sem leggja ekki I að þreyta grunnskólapróf og heltast þar með úr skóla. Er ekkert hægt að gera f þessu? — Jú, þarna þarf að finna leiðir til úrbóta. Það mætti til dæmis hugsa sér að breyta lögum og reglugerðum þannig að fóik fengi aðsetjast i framhaldsskóla þegar það næði 18 ára aldri. Meðan skóiinn sinnir þessum hópi ekki betur en raun ber vitni, þá er kannski ekki versta lausnin að einstaklinganir taki sér fri úr skóla. Það þarf alveg örugglega aðauka ábyrgð skólans gagnvart þessum hópi. Mörgum finnst aö það sé ekki skólinn sem felli nemendurna, heldur eitthvert apparat. Það er ekki hægt að kippa öllum könnunum út, kann- anir sem gæfu heildarmynd af skólastarfi á hverjum stað gætu eflaust komið að miklu gagni, en eins og samræmdu prófin eru i dag gera þau það ekki. Er mismunur á milli lands- svæða varðandi gengi nemenda i samræmdu prófunum? — Það er ekkert launungarmál að sömu landssvæðin koma illa og vel út ár eftir ár. Höfuðborgar- svæðið hefur verið með hæst meðaltal, Vestfirðir og Norður- land vestra hafa verið neðst. Þessum mun valda eflaust marg- ir samverkandi þættir, kannski verri húsnæðisaðstaða, örari skipti á kennurum, óreyndari kennarar o.s.frv. Ég hef hins vegar sett fram þá skoðun að meginástæðan á mismuninum sé sú að markmið námsins sé meira i takt við heimsmynd eða lifssýn þéttbýlisbúans en þess er býr i dreifbýli. Þetta er auðvitað erfitt aðmæla. En sé þetta rétt tilgáta, þá hafa samræmdu prófin sem mælitæki menningarlega slag- siðu. Samkvæmt þessari niður- stöðu hafa sumir staðir á landinu enga möguleika til að ná sömu út- komu úr slikum prófum. 1 framhaldi af þessu getum við svo ályktað að prófin hafi einnig slagsiðu gagnvart ákveðnum félagshópum eða stéttum. Sam- ræmd próf eru i upphafi ætluð til að tryggja jafnan rétt allra, að allir séumetnir eins.en þvi miður er hætta á þvi að þau hafi snúist i þessu efni i andstæðu sina. Það má þvi ekki loka sig inni i þeirri afstöðu að samræmd próf sé það eina, sem nothæft sé i þessu sambandi. Menn verða að setja spurningarmerki við mörg atriði, og nauðsynlegt er að stöðug umræða sé i gangi um tilgang og hliðarverkanir próf- anna, — sagði Ólafur að lokum. — Svkr. Mj ólkursamsalan bygglr á Bitruhálsi Mjólkursamsalan I Reykjavik var stofnuð 15. jan. 1935. Mjólkur- framleiðsla hafði þá um sinn auk- ist verulega i nágrannasveitum Reykjavikur og Hafnarfjarðar, sem og austanfjalls og vestan Hvalfjarðar. Arið 1936 voru m jólkurbúin á þessu svæði orðin 7 og var samkeppni þeirra hörö um sölu á mjólk og mjólkurvörum á aöalmarkaössvæðinu, Reykjavik og Hafnarfirði. Skipulagsleysið á þessum málum var orðið óþol- andi fyrir alla. lbúar Reykja- vikur voru um þetta leyti um 30 þús. en útsölustaðir fyrir mjólk yfir 100. Mjólkursamsalan skakkaði leikinn og kom skipulagi á söluna i þágu bæði framleiðenda og neyt- enda. Siðan Mjólkursamsalan var stofnuð hefur framleiðslusvæði hennar stækkað mjög og nær nú frá Skeiðarársandi og vestur I Þorskafjörð. A Samsölusvæðinu eru nú 4 mjólkurbú: Mjólkur- stöðin i Reykjavik, Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkursamlag Borgfirðinga og Mjólkursamlagiö i Búðardal. Árið 1945 stofnaði Samsaian brauðgerð, 1960 Isgerð, 1950 rann- sóknarstofu. Samsalan rekur nú aðeins eina mjólkurbúð þvi öllum matvöruverslunum, sem uppfylla skilyrði heilbrigðislaga, hefur verið heimilað að selja mjólk og mjólkurvörur. Hinn 18. mai 1949 var Mjólkurstöðin við Laugaveg- inn opnuð og þóttu ósmá tiðindi. Mjólkurneysla á Reykjavikur- svæðinu var þá komin I 12 milj. ltr. á ári en fbúar á Stór-Reykja- vikursvæðinu um 70 þús. Gert var ráð fyrir að Mjólkurstöðin gæti tekiö við 18—20 milj. Itr. á ári. Að þvi rak, með vaxandi um- svifum, að mjög tók að þrengjast um Samsöluna við Laugaveginn. Undanfarin ár hefur hún tekið á móti um og yfir 35 milj. kg. mjólkur og mjólkurvara ár- lega, en neytendur munu nú vera um 140 þús. við Faxaflóa sunnan- verðan. Og nú er Samsalan að hefja byggingaframkvæmdir á 5,7 ha. lóð á Bitruhálsi, svo sem frá hefur verið skýrt hér I blaðinu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin taki 5 - 6 ár. Ætlunin er að á þessari lóð Samsölunnar risi móttökustöð fyrir mjólk og mjólkurvörur, pökkunarsalir, birgðageymslur, isgerð, bilaþvottastöð, bilaverk- stæði, skrifstofuro.fi. Brauðgerð- in mun hinsvegar fyrst um sinn verða þar sem hún er nú. Það er von forráðamanna Mjólkursamsölunnar að með hinni nýju byggingu verði vel fyrir málum hennar séð næstu áratugina. — mhg Starfskraftur í mötuneyti Félagsstofnun stúdenta óskar að ráða starfskraft hálfan daginn i mötuneyti stúdenta. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri i sima 16482. Félagsstofnun stúdenta er þjónustumið- stöð stúdenta við Háskóla Islands og rekur i þeim tilgangi ef tirfarandi fyrirtæki: Bóksölu Mötuneyti. Þrjár kaffistofur. Stúdentak jallara. Ferðaskrifstofu. Fjölritun. Nýja og gamla Garð,auk hjónagarða, svo og barnaheimilin Valhöll og Efri Hlið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.