Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 15
 Hringið í síma 81333 kl 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Hvað merkir draumurinn? Aldraður og berdreyminn Hafnfirðingur hringdi til okkar og sagði sig hafa dreymt skýran draum sem hann ætti erfitt meö aö ráða: Ég var staddur á Skóla- vörðuholti i Reykjavik einn bjartan góöviðrismorgun og varð litið upp á austurhimininn. Þar sá ég skyndilega skýra mynd af Kolviðarhólshúsinu eins og það var i gamla daga meðan það var greiðastaður og það var búiö aö byggja eins konar kastala á bak viö það og fólk var á gangi i veðurbliðunni i hliðinni fyrir ofan. Þar sem ég stend þarna og virði fyrir mér þessa fögru sjón kemur skyndi- lega einhver aftan að mér og hvislar i eyra mér: „Hann Kald- dal er kominn á hausinn — það komst upp eitthvert svindl, og þaö var allt I dollurum.” Ég vissi ekki hver hvislaði þessu að mér, en i þessu vakn- aöi ég og sá drauminn skýrt fyr- ir mér. Mig dreymir ekki oft, en þegar mig dreymir, þá er það oftast fyrir einhverju. Ég get hins vegar ekki ráöið þennan draum, en engu aö siöur eru i honum sterk tákn: Kolviður, Kalddal, dollarar, kastali, o.s.frv. Mér þætti vænt um ef einhver draumspakur gæti nú veitt mér aðstoð við aö ráða drauminn. G.S. úr Hafnarfirði sagöi aö hann hefði sagt fyrir um veður- far og kosningaúrslit eftir draumum sinum og hann væri viss um að draumur þessi boöaöi eitthvað. Nú spyrjum við draumspaka lesendur: Hvaö Aðalheiður Jónsdóttir: Sálmur Helguvíkur-Óla Ég krýp ekki fyrir kommunum hér né kinnina býð. Ég veit hver minn herra og húsbóndi er fyrir honum ég skríð. Ég skrið fyrir hinu vestræna valdi og vígamóð. Ég er borinn til þess að brjóta niður barnunga þjóð. merkir draumurinn? fyrir okkur! Fleiri þætti eins og Alheimurinn og meira nýt>yigjur°kk Blaðamaður Þjóðviljans fór fyrir stuttu niðrá Lækjartorg til að athuga hvaöa álit veg- farendur heföu á útvarps- og sjónvarpsdagskránni. Fyrst innti blaðamaöur Mariu Guðmundsdóttur eftir þvi hvaða álit hún hefði á sjón- varpsdagskránni. Maria sagði aö hún væri léleg, en bætti svo við: „Annárs horfi ég voða litiö á sjónvarp”. Blaðamaður spuröi hana þá að hvaða leyti dag- skráin væri léleg. Maria sagði Barnahornið aö lengja mætti dagskrána á kvöldin, koma með fleiri tón- listarþætti, ekki samt i svipuöum stil og Skonrokk og bæta við þáttum eins og Alheim- urinn. Þá spurði blaðamaður hvort hún hlustaöi mikið á útvarp og hvaða álit hún hefði á þvi. Maria svaraöi þvi til að hún hlustaði litiö á útvarp vegna hinnar einhæfu tónlistar i þvi. Hún sagöist vilja hafa meira ný- bylgjurokk, en minna diskó. — B.J. Þriðjudagur 30. mars 1982 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 15 Útvarp kl. 11.00: ,Hann Þórður er dauður og það fór vel” t útvarpinu kl. 11.00 verður fluttur þátturinn „Man ég það sem löngu ieið” i umsjón Ragnheiðar Viggósdóttur. Fjallar hún þar um þann mann, sem mærður hefur verið I kvæði, sem flestir islendingar kannast við; maðurinn er Þórður Malakoff. t þættinum les Steindór Hjik-leifsson upp þátt eftir Gunnar M. Magnúss um Þórö Malakoff og lesin upp frásaga um ráðskonu Þórðar, en sú frásögn var skráð af Evu Hjálmarsdottur frá Stakka- hh'ö. Þórður Malakoff var Amason og var i fyrstu upp- nefndur Allamall, en hann gekk íhús og malaði kaffi fyr- ir fólk. Það var ekki fyrr en Björn Olsen gerði hinar lands- fleygu visur um Þórð þennan að festist við hann viðurnefnd- iö Malakoff. Þórður Malakoff var mjög sérkennilegur maður, stór og sterkur og ölkær i besta lagi. Hann varð frægur vegna þess að læknastúdentar gerðu þau kaup við hann, að þegar hann yrði allur, fengju þeir að kryfja hann, en þá var mikill t þættinum verður lesin frásaga um Þórð Malakoff eft- ir Gunnar M. Magnúss. skortur á likum til krufningar. I staðinn létu stúdentar af hendi við Þórð brennivin ómælt og heldu honum lengi uppi meö drykk. Stúdentar geröust hins vegar nokkuö langeygir eftir þvi að Þórður félli i valinn og tóku það sem mikil gleðitiðindi, er sú saga flaug um bæinn aö nú væri Þórður dauður. Hugðust þeir þvi sækja eign sina, en þá var Þórður bráölifandi og þvi mik- il vonbrigði meðal lækna- stúdenta. Þórður Malakoff féll þó um siðir eins og aörir dauðlegir og , þeir sem höfðu keypt kroppinn fengu sina eign og krufningin var bæði nákvæm og langþráð. Þá kom i ljós hve vel likami Þórðar var af guöi gerður, þvi engin merki sáust um annað en hann hefði lifað < heilsusamlegu lifemi alla sina tið. Sjónvarp kl.20.40: NýT þáttur frá Magnúsi Þaö eru tveir nýir breskir þættir á skjánumlkvöld og báö- ir af betri gerðinnief dæma má eftir þeim uppiýsingum sem liggja fyrir. Magnús Magnús- son er umsjónarmaður þátta um „Fornminjar á bibliuslóð- um”, þetta eru 12 þættir sem fjalla um sannfræði bibliunnar i ljósi nýjustu rannsókna. Þeir eru teknir i landinu helga og Magnús Magnússon nágrannalöndum þess. Guöni Kolbeinsson er þýðandi og þulur. Sjónvarp kl. 21.15: Huldu- herinn á skjáinn á ný Hver man ekki eftir þvihug- prúða liði, sem hélt uppi and- spyrnuflokknum „Liflinu” sem var á skjánum árið 1979 i þáttunum „Hulduherinn”? Siðasti þátturinn af 16 var á dagskrá í júni 1979. Nú eru þessir þættir að hef jast á ný og verður sá fyrsti á dagskránni kl. 21.15 i kvöld. Þarna er á ferðinni sama fólk, en hver þáttur er þó að mestu sjálf- stæður. Pálmi Jóhannesson hjá sjónvarpinu gaf blaðinu þær upplýsingar að hér væri haldið beint áfram þar sem frá var horfið 1979, en þessir Þessi mynd er úr „Huiduhern- um”, cn engar upplýsingar fylgja meðfrá sjónvarpinu um nafn viðkomandi. þættir voru mjög vinsælir á þeim tima, enda afbragðsvel gerðir. Fyrsti þátturinn heitir „Gislinn” en þar segir frá þvi erflugvél meö háttsettum for- ingja bandamanna innanborðs hrapar yfir Belgiu. „Liflinu” er skipað að hindra yfir- heyrslu yfir honum, — hvaö sem það kostar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.