Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.03.1982, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Þriöjudagur 30. mars 1982 Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösinsí þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 13. helgarskákmótið: Helgi sigraði Helgi ólafsson sigraöi á 13. helgarskákmóti tima- ritsins Skákar sem haldið var á Siglufirði um helg- ina. 30 skákmenn mættu til leiks og keppnin um efstu sætin æði hörð og tvi- sýn. Fyrir síðustu umferð voru þeir Helgi og Jón L. Árnason jafnir að vinning- um, báðir með 7 vinninga. Helgi vann gömlu kemp- una Benóný Benediktsson, en Jón tapaði fyrir Svían- um Dan Hansson. Röð efstu manna varð annars þessi: 1. Helgi ólafsson 8. v. (af 9 mögulegum) 2. Jón L. Arnason 7 v. 3.—4. Jóhann lljartarson og Dan Hansson 6 1/2 vinning. 5. Sævar Bjarnason6 v. 6.—11. Mar- geir Pétursson, Benóný Bene- diktsson, Asgeir Þ. Arnason, Rögnvaldur Möller, Elvar Guö- mundsson og Jakob Kristinsson allir meö 5 1/2 vinning. Verölaun i öldungaflokki 50 ára og eldri, hlaut Benóný Benedikts- son, en taflmennska hans vakti aö venju mikla athygli. Tókst honum aö leggja alþjóölega meistarann Margeir Pétursson aö velli og gera jafntefli viö Jóhann Hjartar- son. Óvæntustu úrslit mótsins uröu þó sigur Jóhanns Halldórs- sonar, togarasjómanns á Sigluvik yfir Elvari Guömundssyni. Kvennaverölaun hlaut Ólöf Þráinsdóttir en hún fékk 4 1/2 vinning út úr mótinu. Eftir i keppni unglinga uröu Bogi Pálsson, Akureyri og Páll Jóns- son Siglufiröi. Mótið á Siglufiröi fór í alla staöi mjög vel fram og voru aö- stæöur meö þeim bestu sem um getur á mótum þessum. Næsta helgarskákmót veröur aö öllum likindum á Raufarhöfn i lok april- mánaöar. GFr. Nemendur I Fjölbrautaskólanum I Breiöhoiti hafa undanfariö unniö sleitulaust viö innréttingar á hús- næöi sem falla mun undir félagsstarfsemi skólans. Þar er um aö ræöa nær helmings stækkun á þvi hús- rými sem fyrir er. Þetta húsnæöi er til staöar aö Austurbergi 5, á sama staö er hin nýja og glæsilega sundlaug Breiöhyltinga. Þegar húsnæöi þetta er komiö f notkun skapast stóraukin aöstaöa til marg- slunginnar félagsstarfsemi nemenda. Þar veröur til staöar diskótek meö öilum þar til geröum græjum, unnt veröur aö setja upp leiksýningar, auk þess sem ýmsir klúbbar fá pláss undir starfsemi sina. Þessi aöstaöa veröur formlega tekin f notkun á morgun og veröur þá á dagskrá kvikmyndasýning, spurninga- keppni, mælskukeppni og margt fleira. Mynd Ijósmyndara Þjóöviljans — eik, sýnir tvo af nemendum viö fjölbrautarskólann Sigurð og Eggert leggja gjörva hönd á plóg. 5000 sáu Fiskiðn ,,Þaö komu um 5000 gestir á þessa sýningu og aö áliti okkar i Fiskiön og sýnenda, þá tókst hún framar öllum vonum. i raun þá bjuggumst viö alls ekki viö svona mikilli sýningu”, sagöi Svavar Svavarsson ritari Fiskiönaöar I samtali viö Þjóöviljann I gær. ,,Ég held að þessi sýning hafi veriö okkur öllum, góö kennslu- stund, og viö stefnum aö þvl aö halda aöra sýningu i þessum dúr, og þá á alþjóðlegum grundvelli. A sýningunni Fiskiön ’82 sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér- lendis, sýndu 35 innlendir fram- leiöendur og innflutningsaöilar allar helstu nýjungar sem fram hafa komiö I fiskiönaöi aö undan- förnu. „Þaö var virkilega margt sem kom á óvart á þessari sýningu”, sagöi Svavar. Á mörgum sviöum stendur islensk hönnun framar en erlendur búnaöur og margt af þessum tækjabúnaöi er alls ekki til erlendis. Einkum hefur mikil þróun oröiö varöandi vinnslu á saltfiski og skreiö, en þar hefur rikt alger stöönun i vinnslu i ára- tugi. Þaö er stórt þjóöhagslegt atriöi aö búa þau frystihús sem fyrir eru i landinu þaö vel nýjustu tækjum, aö viö getum náö sem bestri nýtingu og gæöum út úr þeirri frumvinnslu sem viö sinn- um nú þegar. Ég er viss um að viö Islendingar eigum mikla framtiö i framleiöslu og útflutningi véla og tækjabúnaöar til fiskvinnslu. Þetta gæti oröiö stóriönaöur viö hliðina á sjávarútvegi ef rétt er haldiö á málum. Mér fannst koma fram á þess- ari sýningu greinileg hugarfars- breyting hjá sýnendum. Ný tæki voru gaumgæfilega skoðuð og framleiöendur báru sig saman og fóru sjalfsagt reynslunni rikari heim, ekki siöur en allir sýning- argestir,” sagöi Svavar aö lok- um. -lg- Krókurinn hagkvæmari — segja Norðlendingar „Vinnsia á basalti er eini möguleiki til hagnýtingar á jarö- efnum hér um slóöir, en á Suöur- landi er fjölbreytnin langt um meiri og möguleikarnir til hag- nýtrar iönaöarframleiöslu þvl fleiri”. Svo segir i sameiginlegri ályktun stjórna Verkamanna- félagsins Fram og Verkamanna- félagsins öldunnar á Sauöár- króki, Verslunarmannafélags Skagafjaröar og Vörubllstjóra- félags Skagafjaröar um stein- ullarverksmiöju á Sauöárkróki. I ályktuninni segir ennfremur aö fundurinn fagni framkominni tillögu um aö riki velji Steinullar- félagiö hf. á Sauðárkróki sem samstarfsaöila, bendir á forystu félagsins fyrir málinu, nákvæma athugun þess aö þvl aö fram- leiösla steinullar fyrir erlendan markaö svari ekki kostnaði og þvl óskynsamlegt aö reisa verk- smiöju sem framleiði meira um sinn en þaö, sem nemur áætlaöri innanlandssölu. Þá hafi verk- smiöja á Sauöárkróki mun jákvæöari áhrif á fólksfjölgun og hagstæöa byggöaþróun en ef hún yröi rist I Þorlákshöfn. Einnig hefur sameiginlegur fundur stjórna Iönaöarmanna- félags Sauöárkróks, Iönsveina- félags Skagfiröinga Múrara- félags Skagfiröinga og Meistara- félag byggingamanna á Noröur- landi vestra sent frá sér ályktun. Er þar tekiö undir þau rök, sem hér aö ofan eru tiunduö og slöan sagt: „Steinullarfélagiö hf. hefur undanfarin ár unnið aö þessu eina verkefni til aö tryggja áfram- haldandi uppbyggingu atvinnulifs I Skagafiröi, og Steinullarnefnd Iönaöarráöuneytisins hefur komist aö þeirri niöurstööu, aö staöbundin áhrif til aukningar at- vinnu veröi meiri á Sauöárkróki en annarsstaöar og ennfremur aö flutningakerfi landsmanna nýtist best meö staösetningu verk- smiöju á Sauöárkróki. Þá hefur sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Sauöárkróks, sýslunefndar Skagafjarðar, stjórnar Steinullarfélagsins hf. og Iönþróunarfélags Skagafjaröar beint þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar aö hún af- greiði án tafar tillögu iönaöarráö- herra um staösetningu verk- smiöjunnar á Sauöárkróki. — mhg Útifundur á Austurvelli kl. 18 Samtök herstöðvaand- stæðinga efna í dag, 30. mars kl. 18 til útif undar á Austurvelli til að mót- mæla vaxandi hermangs- og hernaðarhyggju eins og hún hefur m.a. birst í málflutning þeirra, sem beita sér fyrir byggingu olíubirgðastöðvar og hafnar í Helguvík. ( frétt frá SHA segir að jafn- framt vilji samtökin á þessum 'stað og þessum degi minna á megin- markmið sín, að Island segi síg úr NATO og standi utan hernaðar- bandalaga og að banda- riska hernum verði vikið brott, svo að íslendingar megi lifa í herstöðva- lausu landi. Á fundinum á Austur- velli kl. 6 munu Steinunn Jóhannesdóttir leikkona og Thor Vilhjálmsson rithöfundur flytja ávörp, og flutt verða. baráttu- Ijóð. Fundarstjóri veröur Ingibjörg Haraldsdóttir rithöf undur. Hjólið sprakk í flugtaki Sá atburöur geröist siöastliöiö fimmtudagskvöld er ein af Fokker-vélum Flugleiöa hóf sig til flugs á Reykjavikurflugvelli áleiöis til Sauöárkróks, að einn hjólbarði sprakk. Þetta gerðist nánast i sama mund og vélin tók upp af flugvellinum. Flugvélin héltþó sinu striki og Ienti heilu og höldnu á flugvellinum á Sauöaár- króki 40 minútum siöar. Sveinn Sæmundsson blaöafull- trúi Flugleiöa sagöi að atvik sem þetta væru afar sjaldgæf, en þó heföi engin hætta verið á ferðum. Hjólaútbúnaöur á Fokker-vél- unum væri tvöfaldur þannig að hitt hjóliö tæki viö öllum þunga flugvélarinnar ef þörf krefði. Reyndarværu allar Fokker-vélar Flugleiða meðsérstaka gerö hjól- baröa sem eru taldir vel henta fyrir malarvelli landsins. Sveinn sagöi að lokum, að sannarlega væri kominn tfmi fyrir umræðu um hiö bága ástand flugvalla hér ,á landi. Aðeins þrir flugvellir stæðu undir nafni sem slíkir, Reykjavikurflugvöllur, Kefla- vikurflugvöllur og flugvöllurinn á Akureyri. —hól. Tilhögun samninga rædd Samninganefndir ASÍ, VSÍ og Vinnumálasambands samvinnu- félaga komu saman til fundar hjá rikissáttasemjarakl. 16igærdag. A fundinum var einvörðungu rætt um tilhögun fyrirliggjandi samningageröar, en Vinnuveit- endasambandiö hefur neitað aö ræöa launakröfur ASt fyrr en svör hafa borist frá Þjóðhag- stofnun um áhrif kaupkrafna ASI á þróun þjóðhagsmála. I dag er ráögert að halda fundi i undirnefndum sem skipaðar voru um tækni-, vakta og veikindamál og á miövikudag og fimmtudag hafa fulltrúar landssambanda verkafólks verið boöaöir til fundar hjá sáttasemjara. -Ig. Norrænt leík- listarþlng í Reykjavík Þing Norræna leiklistarsam- bandsins veröur haldið i Reykjavlk 4—8. júnl n.k. en sllk þing eru haldin á tveggja ára fresti. 10 ár eru liöin slöan þingiö var haldiö hér slðast. Megin viö- fangsefni þingsins nú er sam- skipti leikhússins og samfélags- ins (áhorfenda og hins opinbera). Meöal framsögumanna veröa ýmsir þekktustu leiklistarmenn á Noröurlöndum m.a. leikstjór- arnir Ralf Langbacka, Peter Oskarsson, Kjetil Bang-Hansen og prófessor Johan Galtung. Þá er vænst þátttöku norrænu menntamálaráðherranna eða fulltrúa frá menntamálaráöu- neytunum. Búist er viö um 100 þátttakendum á þingið. Þaö er Leiklistarsam- band Islands sem stendur fyrir þinginu hér á landi, en þaö er aðili aö Norræna leiklistarsamband- inu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.