Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. april 1982 87. tbl. 47 árg. Frumvarp um Húsnæðisstofnun ríkisins lagt fram Framlag ríkisins verður tvöf aldað Byggingasjóði ríkisins ætlað að hækka lántil þeirrasemkaupaíbúð í fyrstasinn Frumvarp til laga um Húsnæðisstofnun rikisins var lagt fram á al- þingi i gær. Frumvarpiö samdi Húsnæðismálastjórn að beiðni félags- málaráðherra og felur það I sér mikilvægar breytingar frá núgildandi lögum. Framlagrikisins til Byggingarsjóös rfkisins verður tvöfaldaö á næsta ári samkvæmt frumvarpinu og er gert ráð fyrir að lagt verði fram sérstakt frumvarp á alþingi i haust sem tryggi Byggingarsjóði auknar tekjur. Lagt er til að lán til þeirra sem eru að eignast ibtið f fyrsta skipti hækki verulega og greitt er sérstaklega fyrir byggingu leigufbúða. Meðal annarra nýmæla i frumvarpinu ér að nokkuð er létt af kaup- skyldu sveitarfélaga á verkamannabústöðum og er kaupskyldutiminn styttur úr 30 árum i 15. Lagt er til að heimili og stofnanir fyrir aldraða sem byggja vilja íbúðir geti selt þeim einstaklingum skuldabréf sem vilja og tryggja sér þannig rétt til ibúðar eða vistar á dvalarheimili. Ýmsum hömlum aflétt Til þess að greiða fyrir byggingu leiguibúða er lagt til að fella niður það bann sem er í lögum, við þvi að veita einstaklingum sem eiga ibúð íántilaðbyggjaleiguibúðir.Samagildirumfyrirtækisem vilja byggja leiguibúðir fyrir starfsfólk. Tilgangurinn með þvi að afnema hömlur-í lögum er að örva til bygginga leiguibúða fyrir almennan markað. Þá er lagttilifrumvarpinuaðeigenduríbúðai verkamannabústöðum eigníst tiltekinn rétt til eignarauka f yrir hvert ár sem þeir hafa átt ibúðina. Er hér um verulega réttarbót að ræða fyrir þá sem þurfa að selja ibúð sina áður en þeir ha f a á tt ha na i tiu á r. Með frumvarpinu er einnig lagt til að breyta verulega innheimtukerfi skyldusparnaðar unglinga sem hingað til hefur innheimst bæði seint og illa, og eru nú settar fastari reglur um endurgreiðslu á þvi sem kemur inn i Byggingarsjóð rikisins. 1 frumvarpinu er tekið sérstakt tillit til lántaka sem eru eldri en 70 ára i samræmi við tillögur frá nefnd um málefni aldraðra. Ef aldraður lántaki fær ekki staðið undir afborg- unumaf lánier heimiltaðfresta þeim þar tileigendaskipti verða. -ég 99 Úr þeli þráð aö spinna..." íþróttamót fatlaðra Sjá siðu 3 og 12 Þjóðviljinn heimsdtti spunaverksmiðju Alafoss i Mosfellssveit á dög- unum og ræddi við starfsfólk. I verksmiðjunni starfa um 300 manns og vinna úr 1500tonnum af ullá ári. Sjá opnu. Samningar rikisverksmiðjanna: Dagsbrún og Fram sókn samþykkja Samkomulag náðist hjá sátta- semjara á milli samninganefnda rikisverksmiðjanna og fjármála- ráðuneytisins aðfaranótt siðast- liðins sunnudags. Samkomulagið var lagt fyrir sameiginlegan félagsfund hjá verkamanna- félaginu Dagsbrún og Framsóknar f gærkvöldi og samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Halldór Björnsson hjá Dags- brún sagði að ekki væri hægt að greina frá innihaldi samkomu- lagsins, þar sem það hefur ekki enn verið lagt fyrir önnur félög, sem aðild eiga að samningnum. Samþykki Dagsbrúnar og Framsóknar tekur m.a. til Aburðarverksmiöjunnar og Sementsverksmiðjunnar við Sævarhöfða. Framboðsfrestur rennur út í kvöld Frestur til að skila framboðum 1 komandi bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum rennur út i kvöld, þriðjudaginn 20. aprfl. Framboðum ber að skila til formanna kjörstjórna á viðkomandi stað. Þing Landssambands iðnverkafólks Hækkun láglauna Alþýðusambandið sé reiðubúið til átaka gegn óbilgirni atvinnurekenda „Þingiðlýsir stuðningi við kröf- ur ASÍ og leggur áherslu á, að þeirri stefnu sem fólst I kröfugerð samtakanna á liðnu hausti verði fram haldið af festu i vor. Þingið leggur einnig þunga áherslu á að laun verði verðtryggð að fullu um leið og stefnt verði að hjöðnun verðbólgu, og telur að ekki sé hægtað halda uppi verðtryggingu fjárskuldbindinga nema að laun séu að sama skapi verðtryggð", segir i ályktun 5. þings Lands- sambands iðnverkafólks um kjaramál. Þingið fagnar þeim áföngum sem náðst hafa fram í réttinda- málum verkafólks og mikilvægri löggjöf i málefnum aldraðra. Landssambandiö hvetur stjórn- völd til þess að standa vörð um fé- lagslega framfarasókn og hafnar öllum hugmyndum um stórfelld- an niðurskurð á útgjöldum til samneyslu og samhjálpar i þjóð- félaginu eins og viða hefur verið gripið til i grannlöndum okkar. Stöndum vörö um Verka- mannabústaðakerfið Þá hvetur Landssambandið verkalýðshreyfinguna til að standa vörð um verkamannabú- staðakerfið og tryggja, ásamt Smá fundarhlé á annars mjög annasömu þingi Landssambands iðnverkafólks sem haldið var i Reykja- vík um helgina. Konur létu mikið til sin taka á þinginu. Af 7 aðalmönnum i stjórn Landssambandsins eru 5konur. stjórnvöldum, það markmið hreyfingarinnar að þriðjungur ibúðabygginga á landinu verði reistur á félagslegum grunni. Þingið vekur athygli á þvi að samtök atvinnurekenda beita sér nú á æ öflugri hátt á vettvangi stjórnmála og hafa komið sér upp starfsliði sérfræðinga, sem rekur áróður fyrir sjónarmiðum at- vinnurekenda i fjölmiðlum og gagnvart Alþingi og rikisstjórn. Verkalýðshreyfingin verður að taka mið af þessari þróun og verja stöðu sina á stjórnmála- sviðinu. Lyftum lægstu töxtunum Þá áréttar sambandið að i kom- andi samningum hljóti hagsmun- ir láglaunafólks að sitja i fyrir- rúmi. 1 könnun kjararannsókna- nefndar hafi komið i ljós að þeir sem vinna á lægstu launatöxtun- um hafa að jafnaði minnsta möguleika á yfirborgunum og aukagreiðslum sem skipta miklu um afkomu launafólks. Þvi sé nauðsyn á samstöðu alls launa- fólks um að lyfta lægstu launa- töxtunum. Þingið hafnar alfarið kröfum VSI um 20 - 30% kaupmáttar- skerðingu. Óbilgirni atvinnurek- enda hlýtur að leiða til harðara átaka og þvi skorar þingið á öll félög innan Alþýðusambandsins að vera reiðubúin þvi að til átaka komi og skorar á þau að afla sér verkfallsréttar hið fyrsta", segir i lok ályktunarinnar. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.