Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. april 1982 viðtalið Kynningarsamkoma um Austfirði næst- komandi sunnudag Spjallað við formann elsta átthagafélagsins Langelsta átthagafélagið á landinu er Austfiröingafélagiö, stofnað árið 1904. Þaö var Jón Ólafsson ritstjóri sem var einn helsti forgöngumaöur aö stofn- un félagsins og forystumaður meðal samtaka austfirðinga i höfuðstaðnum um langt árabil. Núverandi formaður Aust- firðingafélagsins i Reykjavik er Guðrún Jörgensen og hefur hún gegnt þvi starfi sl. 8 ár. f tilefni þess að félagið ætlar að efna til nýjungar i starfi sinu báðum við hana að segja lesendum Þjóð- viljans hvað væri á döfinni: ,,Við ætlum okkur að taka upp þá nýbreytni nú til að efla félag- ið að efna til kynningarfunda sem tileiknaðir verða ákveðn- um byggðarlögum á Austur- landi. Sá fyrsti er einmitt sunnudaginn 25. april og verður haldinn i Glæsibæ kl. 14.00" Og hvað verður þar á dag- skránni? „Þessi samkoma verður helg- uð þremur syðstu hreppum i Appelsínutré (Cítrus) Citrus kemur beint frá Suð- austurasiu. Þau blómstra litlum blómum með sætri en daufri lykt, og á sumrin koma jafnvel litlar appelsinur. Þau þarfnast ljóss, og þola að standa i sól. Vökva þarf þau reglulega, en eiga að þorna á milli. Áburður skal vera borinn á reglulega. Suður-Múlasýslu þ.e. Geit- hellnahreppi, Búlandshreppi og Beruneshreppi. Þarna mun Ey- steinn Jónsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra spjalla um svæðið frá Lónsheiði að Streiti og sýna litskyggnur. Eysteinn sem alinn er upp á Djúpavogi, gjörþekkir þessi byggðalög og kann skemmti- lega að segja frá. Bróðir hans, Dr. Jakob Jónsson ætlar lika að koma tilokkarog lesa úróprent- uðum ljóðum sinum, Asdis Rik- harðsdóttir (Jónssonar mynd- höggvara) les kvæði eftir föður sinn og Birgir Stefánsson kenn- ari ætlar að lesa ljóð eftir Eirik Sigurðsson skólastjóra og rit- höfund. Þá mun Grimur M. Helgason handritavörður flytja ýmsan fróðleik úr gömlum sóknarlýsingum''. Hver er tilgangur átthagafé- lags og hvað eruð þið f félaginu að gera svona yfirleitt? „Tilgangunnn er ao rækja minningar við ættbyggðirnar og I auka kynni og samskipti Aust- firðinga búséttra i Reykjavik. Þeir eru býsna margir og ég get sagt þér að við sendum t.d. fréttabréfið okkar og annað i 2500 eintökum hér á höfuðborg- arsvæðinu. Raunar eru burt- fluttir Austfirðingar nokkru fleiri, bæði er að við höfum etv. ekki tölu á hverjum einasta og eins sendum við bara tilkynn- ingar til annars maka ef Aust- firðingar hafa brugðið sér i hjónabandið. Við teljum sjálf- krafa i okkar félagsskap alla þá ibúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir á Austurlandi." Mikioum samkomur? . ,,Við höldum Austfirðingamót einu sinni á ári, fyrsta föstudag i nóvember en það ber yfirleitt upp á byltingarafmælinu! Þetta eru stórar og veglegar sam- komur sem við reynum að vanda vel til. Skemmtikraftar, ræðumenn og þess háttar eru auðvitað Austfirðingar og við höfum fengið allt upp í 40 manna Guðrún Jörgensen: Austfirðingamótin venjulegast haldin á byltingarafmælinu ár hvert! Ljósm.eik. kór að austan. Þá höfum við unnið að einstökum málum t.d. var það fyrir forgöngu Austfirð- ingafélagsins i Reykjavik að minnisvarðinn um Inga T. Lár- usson var reistur á sinum tima. Það má segja að okkar félag sé formóðir allra hinna smærri fé- laga sem austfirðingar hafa stofnað, þvi þau eru mörg, t.d. er sérstakt félag burtfluttra Vopnfirðinga, Héraðsmanna o.s.frv. Talsverður ágóði er venjulegast af Austfirðingamót- unum okkar og hann rennur alltaf óskiptur til einhverrar menningarstarfsemi á Austur- landi. I fyrra naut t.d. Ung- menna- og iþróttasamband Austurlands góðs af". Eitthvað að lokuni, Guðrún? „Það er bara að minna á sam- komuna okkar á sunnudaginn i Glæsibæ. Allir eru þangað vel- komnir, hvort sem þeir eru Austfirðingar eða ekki og vilja fræðast um þessi byggðalög. Sérstaklega vil ég benda þeim sem hyggjast ferðast um Aust- firöi i sumar, að koma og fylgj- ast með. Aðgangurinn er að sjálfsögðu ókeypis", sagði Guð- rúnaðlokum. —v. Þeir vísu sögðu... Það eru ekki áhyggjur hins liðandi dags heldur niorgun- dagsins sem sliga menn i lií's- baráttunni. G. MacDonald Eitt af þvi vitlausasta sem menn gera er að ganga með áhyggjur út af viðbúnaði til að mæta hættum sem aldrei steðja að þeim. W.Jay Allt og sumt sem við þörfnumst til þess að komast áfram i lifinu er fáfræði og sjálfstraust. Mark Twain Að leika án áhorfenda er eins og að syngja i hljómlausum sal Stanislawskij Kúlan, sem á að hitta mig, kemur að ofan Friðrik mikli Svínharður smásáS Eftir Kjartan Arnórsson Það er ekki annað að sjá! Arabar og fstaelsmenn takast á. HF]h Föngunum sagt að f ara heim „Óttalega litur að sönnu út fyrir bjargræði manna, og ekki er annað sýnilegra en að hér verði stór fólksfellir, þvi að margir eru nú bjargarlausir með öllu og siiinir, sem tekið er að sjá á, þvl sumarafli hefur verið cinn sá minnsti, bæði vegna fiskifæðar og ógæfta en vetrar- og vorfiskur er sumpart, uppétinn og sumpart seldur".' Svo farast Geir biskupi Vidalin orð i bréfi rituðu 27. okt. 1813. Vörubirgðir i verslununum , voru mjög litlar. Mörg skip komu að visu frá Englandi en farmur þeirra út hingað var ekki annar en seglfestan! Þær litlu vöruleifar, er til voru frá árinu áður, voru seldar á hæsta verði. Svarf svo að, að Casten- schjold amtmaður varð sjálfur að ganga i það, að Geir biskup fengi keyptan mat fyrir seðla sina, en seðlar höfðu fallið svo i verði i byrjun ársins að „12 gengu á móti spesiu". Vegna þessara þrenginga greip Castenschold amtmaður til þess ráðs, að útbýta matvæl- um þeim, sem ætluö voru föng- unum i tugthúsinu, en þeir skyldu sendir á sinar sveitir. Fangarnir voru 39 og þeirra á meðal nokkrir, sem dæmdir höfðu verið til Brimarhólsvist- ar. Til að byrja með voru 18 fangar látnir lausir. Þremúr til viðbótar var sleppt i september óg loks þeim 18 sem eftir voru i nóvember. —mhg Vandkvæði við teppakaup Ýmis vandamál hafa risið varðandi teppakaup, sem oft eru erfið úrlausnar. Dæmi eru um að fleygja hafi þurft teppum vegna ódauns sem liklega staf- aði af breytingu i lfmi eða undir- lagi. Hreinsun og hreingerning á teppum er oft vandamál, teppi hafa hlaupið verulega i höndum hreingerningamanna. Kaup- endur ættu að fá prufu, áður en þeir ákveða kaupin, óhreinka hana og hreinsa á þann hátt sem seljandi ráðleggur. Arangur slikrar tilraunar er oft raun- hæfari en auglýsingar teppa- sala. Helst ætti kaupandi að krefjast skriflegra leiðbein- inga um meöferð teppisins til þess að hafa i höndum ef eitt- hvað ber út af. Nú vilja margir teppasalar helst heillima teppin til þess að losna við loftbólur og aflögun. Slikt ætti enginn kaup- andi aö taka i mál fyrr en hann hefur athugað hvaða áhrif slikt hefur á stöðu hans gagnvart tryggingargreiðslum i hugsan- legu tjóni. (Neytendasamtökin). Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar Forsjálni Gömul hjón er lengi höfðu búið góðu biii og áttu matbirgðir nægar kviðu þvi að þá þau eltust mundu þau verða tannlaus þvi þau fundu bilun á tönnum sinum. Kom þeim þá það ráð i hug að þau skyldu, meðan gemlur þeirra entust þeim, fara að tyggja mat niður i kistur sinar og kirnur að þau gætu lifað á þvi er tennurnar þrytu og er mælt þau hafi þetta gjört og valið til þann matinn er þeim þótti bestur og lostætastur. En eigi er þess getið hvernig tuggni maturinn smakkaði þeim á eftir þá eru þau fóru að nota hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.