Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.04.1982, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 20. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fundur AB á Akureyri: „Skrítin og skemmtileg ríkisstjórn" //Þetta er skrítin og skemmtileg ríkisstjórn sem við sitjum \", sagði Stefán Jónsson/ alþingis- maóur, á f undi á Akureyri, sl.faugardag, en þá stóð Alþýðubandalagið á Akur- eyri fyrir opnum fundi í Alþýðuhúsinu þar á staðn- um. Prófkjör á Vopnafirði: Hæst hlutfall G-listans miðað við kjörfylgi 78 Sameiginlegt prófkjör B-, D- og G-lista á Vopnafirði fór fram 16. og 17. april. 291 greiddu atkvæði og féllu þau þannig: B-listi hlaut 149atkvæði, eða 68% miðað við þá sem kusu listann 1978, D-listinn hlaut 58atkvæði, 51,3% miðað við atkvæði 1978 og G-listinn hlaut 76 atkvæði, 81% miðað við atkvæða- magn 1978. Þá var prófkjör Al- þýðubandalagsins og urðu efstir eftirtaldir menn: 1. Aðalbjörn Björnsson kennari, 2. Gisli Jóns- son, sjómaður, 3. Haraldur Jóns- son, bóndi og 4. Sigurbjörn Björnsson.form. Verkalýðsfélags Vopnafjarðar. _þs. Fundinn sóttu á milli 60 og 70 manns og var hann settur af Soffiu Guðmundsdóttur, bæjar- fulltrúaen Katrin Jónsdóttir, sem skipar 3. sætið á framboðslista Alþýðubandalagsins á Akureyri stjórnaði honum. Frummælendur voru þau Stefán Jónsson, al- þingismaður, Sigriður Stefáns- dóttir, kennari, sem skipar annað sætið á framboðslistanum, Helgi Guömundsson, bæjarfulltrúi, sem skipar 1. sætið og Svavar Gests- son, ráðherra. Þeir Stefán og Svavar ræddu lands- og bæjarmál almennt en ræður þeirra Sigriðar og Helga lutu einkum að bæjar- málum. Stefán Jónsson ræddi m.a. um samstarfið i rikisstjórninni, sem hefði verið gott þótt alltaf væri það auðvitað vissum erfiðleikum bundið, að taka þátt i samsteypu- stjórnum. Og mikið mundi margt vera gert með öðrum hætti, ef Al- þýðubandalagið væri eitt i rikis- stjórn og þungt væri fyrir fæti með að þoka fram sumum um- bótamálum. En við munum styðja þessa rikisstjórn, sagði Stefán, á meðan staðið verður við stjórnarsáttmálann. Svavar Gestsson benti m.a. á þann mun, sem er á stjórn og rekstri þeirra bæjarfélaga þar sem ihaldsöflin eru ráðandi'og hinna, þar sem kjósendur hafa veitt Alþýðubandalaginu aðstöðu til verulegra áhrifa. Dró ræðu- maður fram mörg og skýr dæmi um þann margþætta mun. t is- lenskri pólitik tækjust á tveir megin pólar: annarsvegar félagshyggjusjónarmið Alþýðu- bandalagsins, hinsvegar „frjáls- hyggju"- og leiftursóknarsjónar- mið ihaldsins. Svavar vék að Helguvikurmál- unum. Orkustofnun ynni þar að Ritstjóri óskast að Sjómannablaðinu Viking. Upplýsingar um starfið gefa Ingólfur Ingólfsson i sima 29933 eða 30441 og Ingólfur Falsson i sima 29933 eða 92-1976. Umsóknir um starfið skulu hafa borist til Ingólfs Falssonar Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, Borgartúni 18 fyrir fimmtudag 29. april. Sveitarstjóri Búðahreppur á Fáskrúðsfirði óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Umsóknir þurfa að hafa borist til skrifstofu Búðahrepps, Skólavegi 53 750 Fáskrúðsfirði, fyrir 24. mai 1982. Frá Æfingaskóla Kennaraskólans Innritun i forskóladeildir þ.e. 5 og 6 ára barna fer fram i skólanum mánudaginn 26. ogþriðjudaginn27. april n.k. kl. 13—16. Skólastjóri Frá fundi AB á Akureyri á laugardaginn. Helgi Guðmundsson i ræöustól. Meðal fundarmanna má sjá Jón G. Sólnes sem á fundinum spurði heilbrigðisráðherra sérstaklega um fjárveitingar til Fjóröungs- sjúkrahússins á Akureyri. Ljósm. Ketill. rannsóknum en engin ákvörðun hefði veriö tekin um framkvæmd- ir. Bandarikjamenn stefna að þvi að koma upp höfn i Helguvik fyrir stýriflaugaflota sinn. Gegn þess- um áformum munum við berjast innan rikisstjórnarinnar meðan nokkur von er til að þau verði stöðvuð þar. Stuðningur við Framsóknarflokkinn i þessum kosningum er stuðningur við her- stöðvastefnu Ólafs Jóhannesson- ar. Að framsöguræöum þeirra Sig- riðar Stefánsdóttur og Helga Guðmundssonar verður ekki vik- ið i þessum pistli þar sem viðtöl við þau munu birtast hér i blað- inu. Að framsöguræðum loknum hófust f jörugar umræður og fyrir- spurnir og reið Jón kempan Sól- nes á vaöið, en alls tóku 12 fundarmenn til máls auk frum- mælenda. — mhg. Iþróttamót fatlaðra: Ina og Snæbjörn voru sigursælust ina Valsdóttir, ösp, og Snæbjörn Þórðarson, IFA, uröu sigursælust í sund- keppninni á islandsmóti fatlaðra sem fram fór um helgina. Þau sigruðu i fjórum greinum hvort, tna i flokki þroskaheftra en Snæbjörn i flokki hreyfi- hamlaðra. Benedikt Valsson, ösp, og Ólafur ólafsson, ösp,-i flokki þroskaheftra og Böðvar Már Böðvarsson, 1H, i flokki heyrnardaufra sigruðu i fjórum greinum hver. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir besta árangur samkv'æmt stigatöflu i hverjum flokki. Þau hlutu: Snæbjörn Þórðarson i flokki hreyfi- hamlaðra, Benedikt Valsson i flokki þroskaheftra, Böðvar Már Böðvarsson i flokki heyrnar- daufra og Gunnar Guðmundsson, ÍFB, i flokki blindra. Sundkeppnin fór fram i Sund- höll Reykjavíkur á föstudag en að henni lokinni var haldið til Akra- ness þar sem keppni i öðrum greinum fór fram á laugardag og sunnudag. Sigurvegarar i ein- stökum greinum þar urðu þessir: Boccia: Þroskaheftir — Sonja Agústsdóttir, Osp. Hreyfi- hamlaðir sitjandi — Sigurður Björnsson, ÍFR. Hreyfihamlaðir standandi — Sigurrós Karlsdóttir, IFA. Unglingaflokkur: Stefán Thorarensen, iFA. Sveitaképpni þroskaheftra — 4. sveit Aspar. Sveitakeppni hreyfihamlaðra — 1. sveit IFR. Bogfimi: Elisabet Vilhjálms- son 467 stig. Lyftingar: 52 kg flokkur — Kristján Ólafsson, IFR. 56 kg — Ólafur ólafsson, Osp. 60 kg — Ólafur Sigeirsson, 1H 67,5 kg — Sigurður Axelsson, Osp. 75 kg — Sigmar Mariusson, ÍFR 82,5 kg — Sigurkarl Ólafsson, ÍFR. 90 kg — Reynir Kristófersson, IFR. 100 kg — Sigfús Brynjólfsson, IFR. Borðtennis: Heyrnardaufir — Tadeusz Baran, IH. Þroskaheftir — Jón Hafsteinsson, ösp. Hreyfi- hamlaðir sitjandi — Konur: Elsa Stefánsdóttir, IFR. Karlar: Viðar Guðnason, IFR. Tviliðaleikur: Viðar Guðnason og Guðný Guðna- dóttir, IFR. Hreyfihamlaðir standandi — Konur: Hafdis As- geirsdóttir, IFR. Karlar: Sævar Guðjónsson, IFR. Tviliðaleikur: Hafdis Ásgeirsdóttir og Einar Malmberg, IFR. Þátttakendur i mótinu voru 136 frá átta félögum og fór það mjög vel fram i alla staði. Sérstaklega er vert að geta þess að aðstaða fyrir fatlaða er til mikillar fyrir- myndar i iþróttahúsinu á Akra- nesi og auðvelt fyrir þá að fara allra sinna ferða innan dyra sem utan. —VS Tilkynníng Dauðaslys í umferðinni Ungur Reykvikingur beið bana i umferðarslysi um s.l. helgi. Var ekið á hann þar sem hann var á ferð á Reykjanesbraut. Hann hét Reynir Guðmundur Jónsson, Rauðalæk 23, og var 27 ára gam- all. um lóðahreinsun í Reykjavík," vorið 1982 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglu- gerðar, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sinum hreinum og þrifalegum og að sjá um að lok séu á sorpilátum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum sinum allt, sem veldur óþrifnaði og óprýði og haf a lokið þvi eigi siðar en 14. mai n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábóta- vant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð hUseigenda, án frekari við- vörunar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun, eða brottflutningi á rusli á sinn kostnað, tilkynni það i sima 18000 eða 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tima sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00—21.00 A helgidögum f rá kí. 10.00 —18.00 Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera i umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja i rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á þvi, að óheim- ilt er að flytja úrgang á aðra staði i borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir i þvi efni. Gatnamálastjórinn i Reykjavik. Hreinsunardeild.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.